Dagur - 30.09.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 30.09.1983, Blaðsíða 8
t Minmngarorð um Dr. Gunnar Thoroddsen fyrrverandi forsætísráðherra F. 29. desember 1910 d. 25. september 1983. Dr. Gunnar Thoroddsen, fyrr- verandi forsætisráðherra, er nú allur. Hann andaðist sl. sunnu- dag 25. sept. á sjúkrahúsi í Reykjavík iangt kominn á 73. aldursár, f. 29. des. 1910. Hann verður jarðsettur í dag (30. sept.) frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Um Gunnar Thoroddsen nægir ekki að segja, að hann hafi verið „þjóðkunnur maður,“ hann var þekktur af hverju mannsbarni í landinu, og hafði svo verið í 40 ár eða lengur, og lítt varð hann dulinn né vildi hann dyljast í starfi og striti samtíma síns. Þar var hann ærið fyrirferðarmikill og áberandi. En eitt var honum ótamt: Að bera einkamál sín á torg, og gat það átt við um heilsufar hans eins og margt annað. Þess vegna vissu fáir að Gunnar hafði átt við heilsubrest að stríða um nokkurt skeið. Því kom dauði hans þjóðinni á óvart. Mun sönnu nær að al- menningur hafi talið, að hann ætti langt líf fyrir höndum, og margur mun hafa vonað, að hann ætti eftir að koma meira við sögu samtíma síns, ekki síst með því að skrifa ýtarlega ævi- sögu sína og þá hvað helst að rekja heildarsögu og aöge'öir þeirrar ríkisstjórnar, sem hann myndaði með óvenjulegum hætti á erfiðum tíma og stýrði heilt kjörtímabil að kalla. Það tókst honum, þótt ekki gengi stjórninni allt í haginn, enda stjórnarsamstarfið að ýmsu leyti brot á hefðbundnum leikreglum hins viðurkennda stofnana- kerfis nútímaþjóðfélags, þar sem Alþingi og ríkisstjórn eru ekki ein um að ráða úrslitum né stjórnmálaflokkarnir, heldur allt eins hagsmunasamtök af margs konar gerð, bankavald og peningaöfl í ýmsu formi og undir ýmsum nöfnum. Ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsens var ekki alltaf til þægðar „hin- um innvígðu“ í þessu viður- kennda stofnanakerfi og var reyndar látin finna fyrir því. Annars er ævi dr. Gunnars Thoroddsens brugðin svo mörg- um þáttum, að þeir verða ekki raktir í stuttu máli. Störf hans og viðfangsefni voru ótrúlega margslungin og sýna yfirgrips- mikla menntun hans og hæfi- leika. Hann var borgarstjóri í Reykjavík, alþingismaður leng- ur en flestir aðrir menn, ráð- herra í ýmsum ríkisstjórnum, sendiherra, hæstaréttardómari, lagaprófessor og fræðimaður, hlaut doktorsnafnbót fyrir merkilegt fræðirit á sviði lög- fræðinnar. Hvert þessara starfa um sig hefði nægt til að halda nafni hans á lofti sem eins hins fremsta manns í samtíð sinni. Hann sóttist reyndar eftir miklu í völdum og mannvirðingum, hann var í því efni kappsfullur og trúði á mátt sinn og megin, en skrum af eigin ágæti var hon- um víðs fjarri. Hann stóð undir því, sem hann sóttist eftir, hann var maður til að bera það, sem metnaður hans krafðist, - sem er meira en sagt verður um marga þá, sem sækja í háar stöður og hafa lítið til brunns að bera annað en eljuna við að sýnast og koma sjálfum sér áfram. Gunnar Thoroddsen var ekki maður af þeirri gerð. Hann hafði í öllu af manni að má, traustri skapgerð, kunnáttu, gáfum og menntun. Ég á margar persónulegar minningar um Gunnar Thor- oddsen og kynntist honum á ýmsum vettvangi og við margs konar tækifæri. Við vorum aldrei samherjar í stjórnmálum í venjulegum skilningi þess orðs, en í síðustu ríkisstjórn lágu leiðir okkar mjög saman, og þykir mér sæmd að því að hafa setið þar undir forsæti hans. Hitt er mér þó ekki síður minnisstætt, hversu skilnings- mikill og áhugasamur hann var um þá málaflokka, sem undir mig heyrðu í ríkisstjórninni, fræðslu- og menningarmál. Síst var hann einn af þeim, sem við stjórnmál fást og virðast halda að fræðslukerfið sé að sliga þjóðfélagið og að skólamennt- un (a.m.k. svo nokkru nemi!) sé heldur til bölvunar, ef eitt- hvað er, eða að framlög til stuðnings almennri menningar- starfsemi og til smíði eða rekstr- ar menningastofnana sé bruðl með almannafé og heyri frekar til gustukaverkum á veg- um líknarfélaga en alvarlegri þjóðmálastarfsemi. Afturhald af þessu tæi var Gunnari Thor- oddsen víðs fjarri. Mig munaði því mikið um liðveislu hans í þeim málum, sem ég vildi koma fram í stjórnarsamstarfinu og áttu stundum misjöfnum áhuga að fagna sumra, sem annars studdu ríkisstjórnina heils hugar. Gunnar Thoroddsen var stjórnmálamaður af þeirri gerð, sem ég óttast að geti orðið ráða- minni í ríkisstjórnum framvegis en oft var áður, húmanisti með fjölþætt áhugamál og yfirsýn yfir hin ýmsu svið þjóðfélagsins, ekki síst menningar- og félags- málin í víðri merkingu þess orðs. Að lokum leyfi ég mér að senda ástvinum Gunnars sam- úðarkveðju okkar hjóna og þá sérstaklega frú Völu Ásgeirs- dóttur, sem á svo mikið í vel- gengni manns síns, vinsældum hans og rausn, sem einkenndi hann og þau bæði hvar sem þau fóru. Ingvar Gíslason. Það er rétt að taka það fram að það hefur verið stefna ritstjórnar að birta ekki minningargreinar í Helgar-Degi. Að þessu sinni er gerð undantekning á þessari reglu vegna jarðarfarar dr. Gunnars Thor- oddsen, fyrrverandi forsætisráðherra sem gerð verður frá Dómkirkj- unni í dag. AKUREYRARBÆR Frá Strætisvögnum Akureyrar: Fyrsta október hækka fargjöld SVA. Einstök fargjöld fullorðinna í kr. 15. Einstök fargjöld barna í kr. 5. Kort fullorðinna, 25 miðar, í kr. 330. Kort barna, 20 miðar, í kr. 65. Kort ellilífeyrisþega og öryrkja, 25 miðar, í kr. 165. Forstöðumaður. HEFUR ÞÚ FENGIÐ MIÐA? Hússtjórnarskólinn á Akureyri auglýsir: Stutt matreiöslunámskeið í gerbakstri og smáréttum og pottréttum. Einnig alhliða matreiðslunámskeið fyrir karlmenn, hússtjórnunarnámskeið og matsveinanámskeið. Uppl. í síma 24199. Skólastjóri. Þökkum auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns og fööur okkar SVERRIS SVEINBJÖRNSSONAR Bárugötu 9, Dalvík. Fimm slátur í kassa á aðeins kr. 498.- Lifur, hjörtu og nýru á kr. 82.50.- kg. Rúgmjöl á kr. 11.20.- kg. Eigum allt í sláturgerðina. op»,a3 9-12’ fraK,‘ HAGKAUP Reykjavík Akureyri Njarövik Friðgerður Laufey Oddmundsdóttir og börn Frænka okkar MATTHILDUR OLGEIRSDÓTTIR Strandgötu 6 andaðist i Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 28. sept. Fyrir hönd skyldfólks. Sigríður Valdimarsdóttir, Helga Valdimarsdóttir, Gréta Halldórs. Móöir okkar og tengdamóðir SÓLEY TRYGGVADÓTTIR Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. sem andaðist 25. september verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju laugardaginn 1. október kl. 13.30. Börn og tengdabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför sonar míns og bróður okkar HREINS BJÖRNSSONAR Stafholti 16, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Ólafsdóttir og systkini. 8 - DAGUR30. .septémibei; .1333,;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.