Dagur - 10.10.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 10.10.1983, Blaðsíða 7
Osnabruck er úr leik Gunnar Gíslason sem nú er orðinn atvinnu- knattspyrnumaður hjá þýska 2. deildarliðinu Osnabruck lék um helgina sinn fyrsta opin- bera leik með liðinu. Petta var í Bikarkeppninni í Þýskalandi og voru mótherjar Gunnars og félaga lið Bruns- wick sem leikur í Bundesligunni. Leikurinn var nokkuð jafn og staðan rétt fyrir leikslok 1:1. En leikmönnum Bruns- wick tókst að skora sigurmarkið og halda því áfram í keppninni. Þessi leikur var háður á föstudag. Þýsk blöð sem fjölluðu um leikinn á laugardag voru vinsamleg í garð Gunnars og töldu hann hafa staðið sig vel. Ekki tókst Gunnari að skora að þessu sinni og geta leikmenn Osnabruck nú einbeitt sér að keppninni í 2. deild. Fram vann „Litla KR“ Tveir fyrstu leikimir í 1. deildinni í körfu- knattleik vom leiknir um helgina. UMFL sig- raði lið UMFS ömgglega með 78 stigum gegn 53 og Fram vann ÍS mjög naumlega 56:54. IS- liðið með nýja leikmenn, þá Kristin; Jömndsson og KR-ingana Þröst Guðmundsson og Gunnar Jóakimsson, geng- ur undir nafninu „Litla KR“ þessa dagana því fyrir em í liðinu KR-ingamir Ámi Guðm- undsson og Eiríkur Jóhannesson og einn KR- ingur er nýfarinn frá liðinu upp á Akranes. Fyrstu leikir Þórs í 1. deildinni verða um næstu helgi, en þá leika þeir tvo útileiki gegn ÍS og UMFG. renna upn ■ ■ „Það er allt að fara á fulla ferð hjá okkur og við höfum reyndar verið að störfutn þótt hljótt hafl farið,“ sagði Þröstur Guðjónsson formaður Skíðaráðs Akureyrar í stuttu spjalli við Dag. Illíöar- fjallið er að verða alhvítt og því þótti okkur við hæfi að ræða við þennan ötula formann og forvitn- ast um starf Skíðaráðsins í vetur. JnmX „Það eru mörg stórverkefni sem bíða okkar,“ sagði Þröstur. nfl||? „Hæst ber þar þrjú mót sem við JwBB höldum, en það eru Landsmótið mMMÉ BP sem verður um páskana, Flug- ■■■■'■■pSLu, leiðamótið í alpagreinum og WŒgggÉ flK|' V- göngu og að sjálfsögðu Andrés- |HK H|| ur-andar leikarnir. Það má segja að þetta séu 3 af 4 stærstu skíða- flflflw.-.HKfll mótuni sem fram fara hér á lundi Margír leggja hönd á plóginn til þess að gera starf Skíðaráðsins jafn öflugt og raun ber vitni. Björg Finnbogadóttir viA . . fiA .. sem sést hér afhenda Þresti Guðjónssyni peningagjöf er mikill stuðningsmaður SRA og hcfur oft reynst þeim skíða- . - . V , P "f., ráðsmönnum betri en enginn í fjáröflun. bun,n8 *nr Landsmotiö og hof- segir Þröstur Guðjónsson formaður Skíðaráðs Akureyrar uin m.a. verið að vinna við undir- stöður fyrir nýtt tímatökuhús viö stórsvigsbrautina auk þess sem undirstöður fyrir hús þar sem ræst er í svigkeppni hafa verið byggðar.“ - En undirbúningur skíða- fólksins sjálfs, hvað líður honum? „Æfingar eru hafnar hjá öllum aldursflokkum þcirra er stunda alpagreinarnar. Tveir þjálfarar, Margrét Baldvinsdóttir og hafa þegar haflð störf og þegar við förum í Ijallið bætist Valþór Þorgeirsson í kennaraliðið. Nú sem stendur er Nanna Leifsdóttir við æfingar erlendis með A-Iandsliðshópnum og 9 Akureyringar hafa verið valdir í svokallaðan B-hóp. Það má segja að allt kcppnisfólk okkar í alpa* greinum sé komið á fulla ferð þótt ekki sé farið að skíða ennþá. Guðjón Höskuldsson frá Isa- firði verður þjálfari í norrænu greinunum. Hann kemur 3-4 sinnuin um helgar fram að ára- mótum og leggur línurnar en kemur síðan alveg eftir áramótin. Ég vil nota þetta tækifæri tii þess að hvetja alla þá sem hafa áhuga á að kynnast skíöagöngu að sækja námskcið sem eru í gangi í Kjarna kl. 16 á laugardögum. Þar er veitt tilsögn og farið í undir- búningsæfingar.“ - Víkjum þá að aðstöðunni í Hlíðarfjallinu, hvernig er hún? „Hér áður fyrr var Hlíðar- fjallið best búna skíðasvæði landsins og þegar stólalyftan var sett upp 1965 horfðu allir hingað. En því miður verður að segjast eins og er að það hefur ekki mið- að nægilega vel síðan og við höf- um dregist aftur úr. Síðan þá hafa komið 1 diskalyfta og tvær litlar togbrautir. Það hefur verið unnið geysivel að uppbyggingu á Dalvík, Húsavík svo ég tali nú ekki um Bláfjöll, en við höfum dregist aftur úr. Því verður ckki neitað að Hlíð- arfjall er fólkvangur og það er vitað mál að ef veður er gott þeg- ar snjór cr þá hindrur ekkert fólk f því að fara í fjallið, nema lyftu- leysiö. Fólk gefst upp á að þurfa að bíða langtímum saman eftir því að komast upp brekkurnar í hvert skipti. Við erum þó ekki úrkula vonar um að eitthvaö fari að gerast í þessum málum, enda má það til.“ - Og veturinn leggst vel í þig? „Já, ég get ekki sagt annað. Það er mikill áhugi hjá krökkun- um og þeim sem i málum. Við fáum yfirleitt góðar móttökur hjá þeim aðiium sem við leítum til vegna fjármálanna. Við erum með stóra keppnishópa sem dýrt er að halda úti og ef illa gengur að afla fjár þá bitnar það fyrst og fremst á íþróttinni og uppbyggingu hennar hér.“ - Nú hafa skíðamenn frá Ak- ureyri verið áberandi á verð- launapöllum á skíðamótum hér- lendis að undanförnu, erum við að eignast nýtt „Gullaldarlið“? „Ég held að það sé óhætt að fullyrða að svo sé. Við eigum kvennalið sem er ósigrandi, karlaliðið er í mikilli framför og unglingaliðið okkar í dag er geysisterkt. Það leggja sig allir fram og ég sé ekki annað en ný „Gullöld" sé að renna upp.“ Andrésar andar leikarnir eru eitt fjöhnennasta skíðamót landsins og krakkar víðs vcgar af landinu kunna vel að meta og flykkjast í Hlíðarfjall. Myndin cr frá setningu leikanna sl. vetur. Naumt hjá Víkingi Samkvæmt okkar kokkabókum voru tveir leildr í 1. deild hand- boltans á dagskrá um helgina, en mótabók HSÍ er enn ekki komin út. íslandsmeistarar Víkings lentu í miklu basli með Þróttara en tókst að sigra þá naumlega 20:19. Ekki var eins erfitt hjá Valsmönn- um sem léku gegn Haukum og unnu stórsigur 31:24. Urvalsdeildin byrjuð Keppnin í Úrvalsdeildinni í körfu- knattleik hófst um helgina og var leikur ÍBK og ÍR fýrst á dagskrá. ÍBK sigraði á heimavelli sínum 73:70 eftir jafnan og spennandi leik sem framlengja þurfti. UMFN sigraði nýliða Hauka með 85 stigum gegn 73 og í gær- kvöld sigrðuðu svo íslandsmeist- arar Vals lið KR með 93 stigum gegn 73. i Hollmm Á heimaleikjum KA í handknatt- leik í vetur verður í leikhléi boðið »upp á knattspymu. Eru það lið SIS, KEA, UA og Slippstöðvar- innar sem þar munu leika um „Mjólkurbikarinn“ svokallaða. Við skýrum nánar frá þessu í blaðinu á miðvikudaginn. Þórsarar léku sinn fyrsta leik í íslandsmótinu 3. deild í hand- bolta á föstudagskvöldið. Þá léku þeir við nýliða í deildinni, Selfyssinga. Það var aldrei spurning um það hvort Iiðið myndi sigra í leiknum en þegar flautað var af var öruggur Þórssigur í höfn 25 gegn 13, eftir að staðan hafði verið 10 gegn 7 í hálfleik. Svo einkennilegt er það með Þórsliðið að þótt flestir leikmenn þess séu gjaldgengir í bæði ann- arrar og fyrstu deildar lið, þá leikur liðið þriðjudeildar hand- bolta. Það er eins og það detti niður á sama plan og andstæðing- arnir. Selfssingar eru afspyrnu lélegir í handbolta en þrátt fyrir það stóðu þeir í Þórsurum á meðan úthald þeirra leyfði. Það var nýliði í Þór Baldvin Heiðarsson sem skoraði fyrsta markið úr hægra horninu en hann gerði alls þrjú mörk í leiknum og stóð sig ágætlega. í fyrri hálfleik hafði Þór ávallt yfirhöndina, en Selfissingar héngu í þeim. Það var ekki fyrr en á síðustu mín- útum leiksins að Þórsarar hristu þá almennilega af sér, en þá gerðu þeir fimm mörk en hinir aðeins eitt. Þór á að geta mun betur en þeir gerðu að þessu sinni og þurfa nauðsynlega að reyna að komast upp úr þessari deild. Flest mörk Þórs gerði Sig- urður 7, Böddi gerði 5, Guðjón 4, Sigtryggur 4, Baldvin 3 og Gunnar og Ingólfur 1. Dómarar voru Ólafur Haraldsson og Guðmundur Lárusson og dæmdu vel. ÓÁ. Sigurður Pétursson var markahæstur Þórsara. Hér er hann kominn í góða stöðu og örstuttu síðar hafnaði boltinn í marki Selfyssinga. Mynd: KGA. Sólveig Birgirsdóttir leikmaður og þjálfari Þórs sést hér senda boltann af krafti að marki Selfoss. Mynd: KGA. Þjálfarinn kom Þór á bragðið! Þórsstúlkur kepptu sinn fyrsta leik í vetur í annarri deild í handbolta um helgina og and- stæðingarnir voru Selfossstúlk- ur. Leikurinn byrjaði mjög illa því hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið. Það var ekki fyrr en þjálfari Þórs, Sólveig Birgisdóttir, kom inná að Þór kom boltanum í netið og var það á 13. mínútu. Þá hafði Þór fengið þrjú víti sem öll fóru forgörðum. Síðan fór leikurinn að verða opn- ari og sérstaklega Þórsstúlkurnar sem voru mun betri fóru að hittr markið. Lokatölur urðu 17 mörl gegn 6 Þór í vil. Iðnastar við að skora von Guðrún og Sólveig, en Auöuj stóð eins og kiettur í markini enda fékk hún ekki á sig nema t mörk. ÓÁ, Öruggur sigur Þórs í fyrsta leiknum - gegn slöku liði Selfoss í 3. deildinni í handknattleik 6 - DAGUR - 10. október 1983 10. október 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.