Dagur - 10.10.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 10.10.1983, Blaðsíða 12
Akureyri, mánudagur 10. október 1983 RAFGEYMAR í BlLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNk komu frá Odda - segir Guðrún Einarsdóttir „Nærtækasta dæmið um undirboð frá Odda er tilboð þeirra í ofna fyrir nýja Lands- virkjunarhúsið við Glerárgötu, þar sem þeir voru tæplega 30% lægri en við,“ sagði Guðrún Einarsdóttir, framkvæmda- stjóri Ofnasmiðju Norður- lands, aðspurð um ummæli Torfa Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra Odda í blaðinu á föstudaginn. „Torfi talar um samkeppni vegna innfluttra ofna, sem víst er til staðar, en hún kom ekki til fyrr en í lok sl. árs. Ég var hins vegar að tala um reynslu mína í þau 8 ár sem Ofnasmiðja Norðurlands hefur starfað hér í samkeppni við Odda. Torfi veit ósköp vel, að menn hafa hlaupið á milli fyrirtækja okkar í Ieit að undirboðum og þeir hafa haft er- indi sem erfiði, því ég veit dæmi þess að Oddi hefur boðið ofnana á hálfvirði. Torfi talar um að mínir ofnar séu dýrari og það er rétt. En það er einfaldlega vegna þess að þeir eru betri en ofnarnir frá Odda, því þeir eru úr þykkra stáli. En ég veit ekki hvort þeir eru dýrari þegar til lengri tíma er litið, því mínir ofnar eru auðveldari í upp- setningu og með þeim er húshit- unarkostnaðurinn lægri. En hvað varðar Landsvirkjun- arverkefnið þá er Ijóst að ég átti aldrei að fá það. Hönnuðir húss- ins vildu taka mína ofna, en mál- ið var pólitískt og þeirra vilji fékk því ekki að ráða,“ sagði Guðrún Einarsdóttir í lok samtalsins. Niðurstaða bæjarstjómar Siglufjarðar á aukafundi um launamál veitustjóra: Sverrir endurgreiði Á aukafundi i bæjarstórn Siglufjarðar á fimmtudaginn var samþykkt, að Sverri Sveinssyni veitustjóra, bæri að endurgreiða rúmlega 117 þ.kr., sem hann fékk greiddar vegna yfirstjórnar Hitaveitu og yfirvinnu hjá Rafveitu. Jafn- framt \ar samþykkt að fá lög- fræðinga til að gera um það greinargerð, hvort þetta mál væri þess efnis, að ástæða væri til að biðja um opinbera rannsókn. Eins og áður hefur verið greint frá í Degi er deilt um tvær greiðslur til Sverris, sem greiddar voru á árinu 1982. Önnur var „uppígreiðsla“ vegna yfirstjórnar Hitaveitunnar að upphæð 25 þús. kr., samþykkt af Knúti Jónssyni, þáverandi stjórnarformanni veitunefndar og Ingimundi Ein- arssyni, þáverandi bæjarstjóra. Hin greiðslan var vegna yfirvinnu hjá Rafveitunni á tímabilinu 1. janúar 1980 til 10. ágúst 1982 að upphæð kr. 92.870 samþykkt af Hannesi Baldvinssyni, núverandi formanni veitunefndar. Meirihluti bæjarstjórnar Siglu- fjarðar leit hins vegar svo á, að áðurnefndir embættismenn hefðu ekki haft umboð til að samþykkja greiðslurnar og þess vegna bæri Sverri að endurgreiða þær. Að þeirri samþykkt stóðu bæjarfull- trúar allra flokka nema Fram- sóknarflokksins. Fulltrúar Al- þýðuflokksins, Alþýðubandalags og tveir sjálfstæðismenn stóðu að samþykktinni um greinargerð lögfræðinganna, gegn atkvæðum Framsóknar og tveggja sjálfstæð- ismanna. Á bæjarstjórnarfundinum báru framsóknarmenn fram tillögu um að málið yrði sett í gerðardóm, sem skipaður yrði fulltrúa veitu- stjóra, bæjarstjórnar og bæjar- fógeta. Þessi tillaga fékk einungis stuðning tveggja sjálfstæðis- manna, auk framsóknarmanna, þannig að hún féll á 5 atkvæðum gegn 4. Hvað haldið þið að hann Helgi H. Jónsson, fréttamaður hjá útvarpinu sé að borða með þess- ari líka áfergju? Já, alveg rétt, þetta er áll, en þessi var ekki mjög háll, því hann var reyktur. Átið átti sér stað úti á götu í Hollandi, en þar er áll í hávegum hafður og það er ekki annað að sjá á Helga en állinn bragðist vel. Sverrir Leósson endurkjörinn formaður norðlenskra útvegsmanna „Fundurinn varar við alvarleg- um afleiðingum af mjög slæmri stöðu útgerðar í landinu og versnandi afkomu,“ segir m.a. í ályktun aðalfundar Útvegs- mannafélags Norðurlands, sem haldinn var á Hótel KEA sl. fimmtudag. Síðan segir í ályktuninni: „Stöðugar kostnaðarhækkanir, samhliða samdrætti í afla, óhag- stæðari aflasamsetningu og lög- bundnu fiskverði, leiðir á skömmum tíma til rekstrarstöðv- unar. Fundurinn skorar á stjórn- völd að bregðast skjótt við þess- um mikla vanda og heitir á stjórn og fyrirhugaðan aðalfund LÍU að fylgja þessum málum eftir með ráðgjöf og festu.“ Sverrir Leósson var endurkjör- inn formaður félagsins, en aðrir í stjórn voru kosnir: Valdimar Kjartansson, Kristján Ásgeirs- son, Sigurgeir Magnússon og Sveinn Ingólfsson. Aðalfundur LÍÚ verður hald- inn á Akureyri dagana 2.-4. nóv- ember nk. og koma 200 fulltrúar víðs vegar af landinu til fundar- ins. Veður „Það verður hæglætisveður á Norðurlandi í dag og á morgun. Á miðvikudag má hins vegar búast við vaxandi norðanátt með úrkomu. Veður fer kólnandi og ég sé ekki annað en að það muni snjóa,“ sagði Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur í morgun. Guðmundur sagði að þetta væri nokkuð afgerandi spá. Sérstaklega gæti snjóað tals- vert á Austurlandi en snjó- koman myndi einnig ná vestur eftir Norðurlandi. - Og þá er bara að taka fram vetrar- klæðnaðinn. # Jón forseti Það vakti athygli á síðasta bæjarstjórnarfundi, að Jón G. Sólnes var varaforseti á fund- inum og settist hann í tví- gang í forsetastól þegar Val- gerður Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar, vildi taka til máls. Með réttu eru Helgi Guðmundsson og Freyr Ófeigsson kjörnir varaforset- ar af vinstri meirihlutanum í bæjarstjórn, en þeir eru báðir t leyfi frá störfum. Helgi dvelst í Reykjavík og Freyr í Kaupmannahöfn. Þannig er bæjarstjórn varaforsetalaus, sem verður til þess að Jón G. Sólnes er staðgengill Val- gerðar forseta, þar sem hann er aldursforseti bæjarstjórn- ar. # Konurnar til böivunar Jón G. Sólnes hefur aldrei verið þekktur fyrir að vera hræddur við að segja sína meiningu á hlutunum. Hann brá heldur ekki út af venjunni á síðasta bæjarstjórnarfundi, því þá kvað hann fast að í umræðum um jafnréttis- nefndina. Hann sagði að það væri nú auma nefndin, raunar algjör „humbúkk“-nefnd, sem réttast væri að leggja niður. Jafnframt lét hann þess getið, að það hefði ekki leitt neitt gott af sér fyrir bæjarfélagið að hleypa kon- um inn í bæjarstjórn. Þar ættu þær ekki heima. # Sólnes var þar Vaigerður Bjarnadóttir and- mælti Jóni harðlega. Sagði hún svo sem skiljanlegt, að Jón, fulltrúi karlaveldisins, teldi ekki þörf á jafnréttis- nefnd. Hins vegar væri jafn- réttið nú ekki meira en það, að ástæða þætti til að setja um það sérstaka löggjöf um jafnrétti. Benti hún Jóni á, að nafni hans og sonur Jón Kr. Sólnes ætti sæti ( umræddri jafnréttisnefnd og hefði hann skrifað undir þá fundargerð sem Jón G. Sólnes væri að agnúast út í. # Sólnes gaf sig ekki En Sólnes lét sig ekki þrátt fyrir átölu forsetans. Hann sagði, að nefndin væri jafn óþörf og fundargerðir hennar jafn vitlausar, þótt einhver Sólnes hefðí skrifað undir þær. Sagði hann ójöfnuð í samskiptum kynjanna í bæn- um ekki það mikinn, að ástæða værí til að jafnréttis- nefnd héldi gagnslausa fundi hálfsmánaðarlega eða oftar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.