Dagur - 17.10.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 17.10.1983, Blaðsíða 2
Hvað fínnst þér skemmtilegast og leiðinlegast að læra? (spurt við Glerárskóla). Jón Kristinn Ásmundsson 2. bekk: „Það er skemmtilegast að reikna, en ekki gaman að lesa.“ Axel Grettisson 1. bekk: „Það er ofsalega skemmtilegt að læra stafi, en alveg hundleið- inlegt að sauma.“ Steinmar Rögnvaldsson 3. bekk: Reikningur er skemmtilegast- ur en lestur er alveg hundleið- inlegur, alveg hundleiðinleg- ur.“ Kolbrún Sverrisdóttir 0- bekk. „Mér finnst skemmtilegast að Iita, en leiðinlegast að föndra.“ Gerða Jóhannesdóttir 3. bekk: „Lestur er skemmtilegastur en skrift er mjög leiðinlegt að læra.“ — segir Magnús Aðalbjörnsson bridgeáhugamaður sem kennir bridge hjá Námsflokkum Akureyrar „Bridge er einhver skemmti- legasti samkvæmisleikur sem fyrirfinnst og mitt mat er að sá sem ekki kann að telja punkta sé varla samkvæmishæfur.“ - Þetta segir Magnús Aðal- björnsson yfirkennari við Gagn- fræðaskóla Akureyrar, en hann er mikill áhugamaður um bridge. Þessa dagana eru Námsflokkar Akureyrar að fara af stað með námskeið í bridge fyrir byrjendur og Magnús verður kennari þar. Því fannst okkur ekki úr vegi að spyrja hann á hvaða hátt þessu námskeiði verði háttað og hvað hann fer fyrst út í með nemend- um sem ekki þekkja bridge nema af afspurn. „Ég geri mönnum grein fyrir ýmsum undirstöðuatriðum og eðli spilsins - út frá heiti þess. Enska orðið bridge þýðir brú, og spilið gengur í fáum orðum sagt út á það að tengja hugi þeirra sem spila saman, rétt eins og brú tengir saman vegi yfir vatnsföll. í bridge eru til eðlilegar sagnir og gervisagnir og kúnstin er að kom- ast að sem bestu samkomulagi við sinn spilafélaga og standast þá sögn sem spiluð er. Mannspilin hafa punktagildi og spilin eru metin út frá þessum punktum og skipting þeirra hefur einnig sitt að segja, t.d. ef menn eru með mörg spil í sama lit. Annars má segja að kerfi það sem ég kenni og kalla „Akureyr- arkerfið" er einfalt og þægilegt og þegar upp er staðið geta mínir nemendur tekið til við hvaða kerfi sem er. Þetta er byggt á svokölluðu „Vínarkerfi“ og byggist á einföldum sögnum. Nemendur eiga að geta náð nokkurri færni á einu námskeiði sem er 30-40 tímar." Sá er þetta skrifar kann ekki að telja punkta og er samkvæmt því varla samkvæmishæfur. En hann hefur séð menn spila bridge og á bágt með að trúa því að þetta sé eins auðvelt og Magnús vill vera láta. Magnús handleikur spilin. „Ég var í fyrra með námskeið hjá KEA, og sem dæmi um þetta get ég nefnt að tveir menn sem það sóttu og voru algjörir byrj- endur tróna nú í efsta sæti í keppni hjá Bridgefélagi Akureyr- ar. Margir eru komnir í þann fé- lagsskap strax og þeir hafa kynnst íþróttinni og er félagið ört vax- andi og starfar af þrótti. Þá eru þeir margir sem hafa farið á námskeið og síðan stofnað „kvartetta" og svo er spilað í heimahúsum hjá mönnum til skiptis. Ég vil þó segja að það verður enginn meistari strax og hann byrjar að læra bridge, en þetta kemur mjög fljótt ef menn sinna þessu.“ Magnús kynntist bridge fyrst er hann fylgdist með föður sínum Mynd: KGA. spila og þá kviknaði áhuginn. Hann gekk í Bridgefélag Akur- eyrar 1967 og hefur spilað af krafti síðan og tekið þátt í ís- landsmótum, Norðurlandsmót- um og Akureyrarmótum svo eitt- hvað sé nefnt. Er tími fyrir fleiri áhugamál? „Já, já. Það má segja að ég sé skussi í skák þótt ég bregði ein- staka sinnum á leik við skákborð- ið og hafi lítillega kennt þá íþrótt við Gagnfræðaskólann hér áður fyrr. Ég geng á fjöll og veiði rjúpu þegar það er leyfilegt, missi varla helgi úr og þá er oft gott að rifja upp bridge-kerfi þegar maður er einn með sjálfum sér.“ - Spilar yngra fólkið meira bridge en áður var? „Það er mjög mikið um að ungt fólk hafi áhuga á bridge og ég tel að sá áhugi sé mjög að aukast. Þá er mikið um að fólk á miðjum aldri byrji að spila, en helst að það vanti þá kynslóð sem er að berjast í húsbyggingum. Þetta er ódýr íþrótt, allt sem til þarf eru spil og gott skap. Ekki er stressinu fyrir að fara við spila- borðið, menn dreifa ábyrgðinrti og reyna að komast að sem bestu samkomulagi." Og þá er bara að hvetja fólk til þess að taka þátt í námskeiði Námsflokkanna. Innritun er haf- in og þeir sem hafa áhuga geta látið innrita sig á námskeiðið hjá Magnúsi í síma 25413. Drullupyttir í Skipagötu Mig langar til þess að koma þeirri fyrirspurn á framfæri hvort ekki sé hægt að gera eitt- hvað varðandi þann drullupytt sem myndast hefur við fram- kvæmdir þær sem eiga sér stað í Skipagötunni. Það er verið að byggja hús verkalýðsfélaganna og af þeim sökum hefur orðið mikil röskun á umferð um götuna. Er nú svo komið að þeir sem eiga þar leið um þurfa að aka í drullupyttun- um. Það er mín skoðun að lítið þurfi að gera til þess að kippa þessu í lag, einungis að keyra í pyttina möl. Hvað segja bæjar- yfirvöld? Er ekki hægt að kippa þessu í lag? Árni Walur. 2 - DAGUR j. 17. október 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.