Dagur - 17.10.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 17.10.1983, Blaðsíða 9
Bæjarstjórnarumræður um „veitustjóramálið" á Siglufirði: Að undanförnu hefur verið fjallað í fjölmiðlum um „veitustjóramálið“ svo- nefnda, sem valdið hefur fjaðrafoki í bæjarstjórn Siglufjarðar. Málið snýst um greiðslur til Sverris Sveins- sonar, veitustjóra, sem hann fékk fyrir aukavinnu á árinu 1982. Upphaf þessa máls má rekja til fyrirspurnar, sem Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, bar fram við umræður um bæjarreikningana í bæjarstjórn. Síðan hefur málið hlaðið utan á sig, þar til meirihluti bæjarstjórn- ar samþykkti að Sverri bæri að endurgreiða þessa peninga. Jafn- framt var samþykkt að spyrja lögfræðinga hvort greiðslurnar varði við lög um meðferð á fjár- munum bæjarins, þannig að ástæða sé til að íeita til dóm- stóla. Pólitískt klámhögg? Sverrir hefur ekki fengist til að tjá sig um þetta mál í blaðasam- tali, en stuðningsmenn hans segja, að pólitískir andstæðingar hans séu með þessum málátilbún- aði að reyna að koma á hann pólitísku höggi. En þar hafi vopnin snúist í höndum þeirra, því úr hafi orðið kiámhögg. Sverrir er bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins á Siglufirði og jafnframt fyrsti varaþingmaður flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra. Dagur bar þessa fullyrðingu undir einn af fulltrúum Sjálfstæð- isflokksins. Hann sagði ásökun- ina fjarri öllum sannleika. Þegar málið kom til umræðu í bæjarstjórn Siglufjarðar 22. sept- ember sl. lá þar fyrir bréf frá Sverri, sem var fært til bókar. Það hljóðar þannig óstytt: „Vegna þeirra umræðna, sem fram hafa farið að undanförnu í veitunefnd og bæjarráði um tvo reikninga frá mér yfir aukavinnu, sé ég mig tilknúinn að gera grein fyrir sjónarmiðum mínum og undirstrika nokkur atriði. 1. Þær greiðslur sem um er deilt, eru þessar: 21.04’82: Innágreiðsla fyrir yfirstjórn Hitaveitu Siglu- fjarðar ....... Kr. 25.000. 23.12’82: 390 klst. yfirvinna frál.01.80 til 10. ágúst 1981 ............... Kr. 92.870. Samtals kr. 117.870. Fyrrnefnda greiðslan er árituð 21. apríl 1982 af Knúti Jónssyni fyrrverandi formanni veitu- nefndar og Ingimundi Einarssyni bæjarstjóra, en síðarnefnda greiðslan er árituð 23. desember 1982 af Hannesi Baldvinssyni núverandi formanni veitunefnd- 2. Frá 10. ágúst 1981 var ég ráð- inn hitaveitustjóri, en ekki var þá strax gengið frá launakjör- um mínum vegna þessa. Sá þáttur var oft á dagskrá en drógst úr hömlu. Það var ekki fyrr en í janúar 1983 að ný bæjarstjórn gekk frá samningi við mig og skyldi hann gilda frá 1. águst 1982. Það liggur ljóst fyrir að aldrei stóð annað til af hálfu fyrrverandi veitunefndar og fyrrverandi bæjarstjóra og annarra, sem málið þekktu, en að ég fengi greiðslu fyrir framkvæmdastjórn hitaveit- unnar. Þótt dregist hafi að ganga frá formlegum samn- ingi, tel ég það ekki á valdi þeirra fulltrúa, sem nú hafa Ásakanir á báða bóga verið kjörnir og ráðnir til trúnaðarstarfa, að rifta þeim ákvörðunum sem fyrirrennar- ar þeirra tóku og til þess voru bærir. Uppígreiðslan vegna yfir- stjórnar hitaveitu í apríl 1982 er staðfesting á fyrirhuguðum samningi og árituð af þeim að- ilum sem höfðu verið skipaðir til að bera m.a. ábyrgð á máli sem þessu. Þeir bæjarfulltrúar sem síðar hafa verið kjörnir til trúnaðarstarfa geta á engan hátt breytt fyrri ákvörðunum eða sakað mig um óeðlilega málsmeðferð. 3. í ársbyrjun 1981 fór ég fram á endurskoðun á launakjörum mínum, m.a. með tilliti til þess að yfirvinna mín hafði aukist vegna fækkunar starfs- fólks hjá rafveitu. Átti ég oft- sinnis viðræður við fyrrver- andi bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar um málið. Al- drei var kröfum mínum hafnað, en af hálfu bæjarstjóra og for- seta bæjarstjórnar var talið rétt að bíða með formlegan samning þar til séð yrði hvort ég tæki við framkvæmdastjórn hitaveitu, það varð síðan meiri dráttur á gerð samnings- ins en mig hafði órað fyrir eins og áður er komið fram. Sú yfirvinna, sem um er deilt, svarar til 20 klst. á mán- uði fyrir það tímabil sem dreg- ist hafði að gera samkomulag um. Umrædd yfirvinna hafði verið rædd við og viðurkennd af fyrrverandi formanni veitu- nefndar og er greiðslan árituð af núverandi formanni veitu- nefndar, sem einnig átti sæti í fyrrverandi veitunefnd. 4. Ég hef lagt fram reikning dags 13. ágúst sl. á Hitaveitu Siglu- fjarðar fyrir yfirstjórn fyrir tímabilið frá 10. ágúst 1981 til 1. ágúst 1982. Frá heildarfjár- hæð þess reiknings hef ég dregið kr. 25.000, sbr. lið 2 að framan. Eftirstöðvar reikn- ingsins eru kr. 56.797.20, sem enn eru ógreiddar. Ég hlýt að harma að umræður um þetta mál í bæjarráði skuli ekki hafa verið málefnalegri en raun ber vitni um. Það sem hér skiptir máli er hvort sú vinna sem greitt hefur verið fyrir, hafi verið unnin og fyrir hana greitt eðlilegt gjald. Ég hef á öðrum vettvangi gert ítarlega grein fyrir málinu, en vil undirstrika að þær greiðsl- ur sem um er deilt eru innan þess ramma sem síðar var Samið um. Þær eru áritaðar og staðfestar af til þess bærum ábyrgðarmönnum og er algjörlega tilhæfulaust að ég hafi á eigin spýtur misnotað aðstöðu mína. Vegna bókunar Axels Axels- sonar bæjarráðsmanns í bæjar- ráði 13. ágúst sl. verð ég að gera þá kröfu að hann dragi fullyrð- ingu sína um misferli til baka, en áskil mér að öðrum kosti allan rétt til frekari málsmeðferðar. Ég áskil mér einnig rétt til þess að leggja málsmeðferð alla fyrir til þess bær stjórnvöld til þess m.a. að fá skorið úr um valdsvið hinna kjörnu fulltrúa og annarra trún- aðarmanna. Það er að lokum von mín að bæjarstjórn taki málefnalega á þessu máli og láti annarleg sjón- armið og persónulegt hnútukast víkja. Ég mun fyrir mitt leyti leggja mig fram um að svo geti orðið. Virðingarfyllst, Sverrir Sveinsson“. Dreg ekkert til baka Vegna áskorunar Sverris, sem fram kemur í bréfinu, óskaði Axel Axelsson eftir að gera eftir- farandi bókun: „Vegna áskorunar til mín sem fram kemur í bréfi veitustjóra óska ég að eftirfarandi verði fært til bókar: Ég ítreka það sem fram kemur í bókun minni á bæjar- ráðsfundi 13.8. sl. að ég er og hef verið tilbúinn að leysa þetta um- rædda mál, þ.e. óheimilar launa- greiðslur veitustjóra til sjálfs sín, á þann mildasta hátt sem mögu- legur er, veitustjóra í vil. Sá mildasti háttur sem mögulegur er, er endurgreiðsla á umræddum upphæðum og málið þar með lát- ið niður falla. Ég er samkvæmt framansögðu enn á þessari skoð- un og sé þar af leiðandi ekki minnstu ástæðu til að draga til baka nokkuð af því sem fram kemur í bókun minni frá 13.8. sl. Axel Axelsson.“ En ekki var málið útkljáð á þessum fundi. Fimmtudaginn 6. október var boðað til aukafundar í bæjarstjórninni, þar sem „veitu- stjóramálið“ var á dagskrá. í upphafi fundar gerðu Kolbeinn Friðbjarnarson og Sigurður Hlöðversson eftirfarandi bókun: „Við teljum að veitustjóri hafi í endurtekin skipti ofgreitt sér laun og að með því hafi hann misnotað sér aðstöðu sína sem forstöðumaður bæjarstofnunar og hygglað sjálfum sér fjárhags- lega. Við teljum einnig að hann hafi leynt réttan aðila þ.e. bæjar- ráð Siglufjarðarkaupstaðar þess- um gjörðum sínum og gert til- raun til að leyna aðra aðila því sem hann hafði gert, þar sem um- ræddar greiðslur voru ekki færðar í bókhaldi Rafveitu og Hitaveitu og ekki taldar fram til skatts fyrr en málið var orðið uppvíst. Við teljum að eðlilegust 1 og réttust afgreiðsla þessa máls frá hendi bæjaryfirvalda sé ann- ars vegar sú að krefja veitustjóra um endurgreiðslu þeirra upp- hæða sem hér er um að ræða og hins vegar að fá álitsgerð frá lög- fræðingum um það hvort veitu- stjóri hafi gert sig sekan um óheimila meðferð opinbers fjár eða brotið iög. Að fengnu því áliti ákveði bæjarstjórn hvort málið verði sent til dómstóla eða ekki. Við teljum tillögu Boga Sigur- björnssonar forseta bæjarstjórn- ar í máli þessu, um að því verði vísað til sérstaks gerðardóms, óaðgengilega af tveimur ástæð- um. í fyrsta lagi vegna þess að ef sú tillaga verður samþykkt, er rétt boðleið í dómskerfi landsins sniðgengin. Ef kveða á upp dóma í máli þessu á annað borð, er að okkar áliti rétt að málið fari fyrir venjulega dómstóla þ.e. undir- rétt og síðan hugsanlega Hæsta- rétt. Og í öðru lagi vegna þess að sú tillaga gerir ráð fyrir því að þessi gerðardómur kveði einnig upp úrskurð um samninga og launamál veitustjóra. Við teljum að bæjarráð Siglu- fjarðar og samninganefnd S.M.S. eigi að ganga frá öllum kjara- samningum og launamálum bæjarstarfsmanna og bendum á að þeir samningar eru allir frá- gengnir og gildandi í dag einnig kjarasamningur við veitustjóra. Við teljum með öllu útilokað að gerðardómur verði látinn úr- skurða um laun veitustjóra frekar en annarra bæjarstarfsmanna.“ Málinu átti að vísa til kjaranefndar Axel Axelsson gerði einnig langa bókun á þessum fundi, þar sem hann segir m.a.: „Veitustjóri reynir að réttlæta þessa greiðslu með því að óhóf- lega lengi hafi dregist að semja um ný launakjör eftir að hans verksvið breyttist og hann tók að sér framkvæmdastjórn fyrir Hita- veituna og starfsheitið breyttist úr „rafveitustjóri“ í „veitustjóri“, en sú röksemd fellur um sjálfa sig af þeirri ástæðu einni að hann varð ekki veitustjóri fyrr en eftir 10. ágúst 1981, en tímabilið á kvittuninni spannar rúma 19 mánuði þar á undan. í þriðja lið bókunar veitustjóra í fundargerð bæjarstjórnar 22.9. sl. kemur fram sú staðhæfing að launakröfum hans á árinu 1981 hafi aldrei verið hafnað, en merg- urinn málsins er raunar ekki sá heldur að þær voru aldrei sam- þykktar og var það vegna þess að bæjarráð vildi ekki taka upp við- ræður um nýja samninga fyrr en eftir að starfssviði hefði verið breytt. Veitustjóri kvartar einnig yfir seinagangi á samningamálum sín- um eftir starfsbreytinguna en það réttlætir engan veginn að hann hækki launin sín upp á eigin ein- dæmi, heldur bar honum, hafi verið um óeðlilega tregðu að ræða af hálfu bæjarráðs og hann óánægður með sín launakjör, að skjóta máli sínu til kjaranefndar, sem er fimm manna nefnd og þar af þrír skipaðir af Hæstarétti.“ Sverrir lýsti yfir vilja sínum til að skjóta málinu í gerðadóm, sem skipaður yrði fulltrúa veitu- stjóra, bæjarstjórnar og bæjar- fógeta. Þessu var hafnað af meiri- hluta bæjarstjórnar. Um þá ákvörðun sagði Bogi Sigur- björnsson í samtali við Dag: „Sverrir hefur ekki reynt að koma í veg fyrir að þetta mál verði skoðað ofan í kjölinn. Þvert á móti hefur hann óskað eftir því að það verði gert með gerðadómi eða með úrskurði dómstóla. Einhverra hluta vegna vildi meirihluti bæjarstjórnar ekki viðhafa svo sjálfsagða máls- meðferð. Þess í stað mynduðu þessir herramenn dómstól níu pólitískt kjörinna fulltrúa, sem er vafasamt í lýðræðisríki. Raunar er öll málsmeðferð bæjarstjórnar á þessu máli henni til lítils sóma, svo ekki sé fastara að orði kveðið." ILFORD PAN F ILFORD FP4 ILFORD HP5 ILFORD PAN F ILFORD FP4 ILFORD HP5 UÓSMYNDAVÖRUR FILMUHÚSIÐ AKUREYRI ■ DAVID PITT& CO. HF ALHLIÐA UÓSMYNDAVÖRUR FILMUHÚSIÐ AKUREYRI • DAVID PI1T& CO. HF 17. október 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.