Dagur - 26.10.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 26.10.1983, Blaðsíða 3
Nýjasta nýtt í Hljómdeild ®KENWOQD hljómtæki AR og KOSS hátalarar Seiko úr og klukkur. Video kassettur Lorus vekjaraklukkur. Beta og VHS. Enskunámskeið á Allar nýjustu kassettum fyrir hljómplöturnar. byrjendur, ferðamenn Kassettutöskur í og menn í viðskiptum. úrvali. Stórlækkað verð. Flottur klæðnaður fynr ------ herrana ■ Vorum að taka upp margar gerðir af skyrtum. Einnig úrval af herrafötum. Þýsku stretchbuxurnar margeftirspurðu komnar aftur. 26. október 1983 - DAGUR - 3 Vönduð íslensk framleiðsla í kjallaranum Hrísalundi Eldhúsborð og -stólar frá Sóló. Fataskápar frá Selko. Bjóðum góða greiðsluskilmála. HAFNARSTR. 91-95 AKUREYRI SlMI (96)21400 — segir Bjarni Bjarnason skipstjóri á Súlunni Strákarnir sem urðu í þremur efstu sætunum ásamt Verði Traustasyni lögregluþjóni. „Við erum nánast tilbúnir að fara á loðnuna og okkur er ekkert að vanbúnaði. Núna bíðum við bara eftir því hvort Ijósið verður gult, grænt eða rautt þarna að sunnan úr hin- um háa hól,“ sagði Bjarni Bjarnason skipstjóri á Súlunni frá Akureyri er við ræddum við hann um Ioðnuveiðar í haust og vetur. „Þetta skýrist vafalaust fyrir mánaðamótin, en ég held að það sé ekki spurning um að það sé til loðna í sjónum. Við urðum mikið varir við ioðnu í sumar, að vísu smáloðnu en það var mikið af henni. Þá hef ég frétt að rækju- bátar hafi orðið varir við mikla loðnu. Þetta er blönduð loðna en hún á eftir að skilja sig. Það er án efa grundvöllur fyrir því að leyfa veiðar á loðnu, og ég tel að það hafi verið ógurlegt glappaskot að leyfa ekki veiðar eftir síðustu áramót, 50-70 þús- und tonn geta ekki skipt neinum sköpum í þessu máli. Ég vil að það verði tekin um 250 þúsund tonn til að byrja með. Það er allt í lagi að fara varlega í þessu máli en 250 þúsund tonn er dropi í hafinu varðandi þennan stofn, það fer ekkert á milli mála.“ - Hvers vegna er þessi ágrein- ingur ykkar sjómanna og fiski- fræðinga? Þið segist sjá loðnu um allan sjó en þeir vilja halda að sér höndum varðandi það að leyfa veiðar. „Það er langt mál að segja frá því. Hafsvæðið sem leitað er á er alveg geypilega stórt og okkur sem erum með 50 skip gengur oft djöfullega að finna þetta. Svo er botnlaus veiði á fremur litlu svæði í langan tíma. Það rúmast mikið á litlu svæði og þegar þeir eru að leita að loðnu eru þetta 10 mílur á milli lína hjá þeim og það rúmast mikið þar á milli. Það skiptir líka miklu máli að það er oft sem loðnan hreinlega sést ekki á tækjum. Það er hægt að keyra yfir svæði þar sem loðna er undir þótt ekkert sjáist á mælum. Við höfum mörg dæmi um það. Á loðnuárunum svoköll- uðu gekk hún hér austur fyrir landið, svo hvarf hún þegar kom suður undir Hvalbak og fannst ekki fyrr en við Stokksnes, en hún fór þarna yfir samt sem áður.“ - Nú eru margir tilbúnir að fara, en hvað gerið þið ef ljósið verður rautt? „Þá gerum við ekki neitt, leggj- um bara skipinu. Við viljum hins vegar ekki trúa því að ljósið verði rautt að þessu sinni nema þá fram að áramótum. Það þarf að fara að huga að því að nýta þetta betur en verið hefur. Það er enginn að tala um að drepa þetta upp en ég held að stofninn sé vannýttur,“ sagði Bjarni. Bjami Bjarnason. Loðnubátar eru tilbúnir að fara til veiða: „Ég vil að það verði tekin 250 þús. tonn“ Hjólreiöakeppni skólabarna: Akureyringar röðuðu sér í efstu Ungir Akureyringar sópuðu að sér verðlaunum í reiðhjóla- keppni 12 ára skólabarna sem haídin er árlega hér á landi. í vor fór fram forkeppni víðs- vegar um landið og voru 4 piltar frá Akureyri sendir suður til Reykjavíkur í úrslitakeppnina sem fram fór þar í haust. Þar mættu 15 keppendur til leiks og gerðu piltarnir frá Akureyri sér lítið fyrir og röðuðu sér í efstu sætin. Sigurvegari varð Sveinbjörn Jóhannsson sem hlaut 388 stig af 390 mögulegum. Annar varð Haukur Hauksson með 375 stig og þriðji varð Finnur Víkingsson. sætin! Fjórði Akureyringurinn hreppti síðan 5. sætið í keppninni en það var Þorsteinn Guðmundsson. Að sögn Varðar Traustasonar sem sér um umferðarfræðslu í skólum á Akureyri og þjálfaði piltana fyrir keppnina er hún fólgin í því að þekkja umferð- armerki og umferðarreglurnar, og einnig er verklegt próf. Er þá bæði hjólað í umferð og einnig leystar þrautir. Piltarnir tveir sem urðu í efstu sætunum, þeir Sveinbjörn og Haukur munu halda til Ung- verjalands í vor og taka þar þátt í alþjóðlegri hjólreiðakeppni skólabarna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.