Dagur - 26.10.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 26.10.1983, Blaðsíða 7
Hér má sjá ýmsar vegalengdir frá Akureyri að vegamótunum fyrir austan Fnjóská. Það vekur athygli að leiðin um Leiruveg, Svalbarðsströnd og Víkurskarð verður ögn styttri en núverandi leið sunnan flugvallar um Vaðlaheiði. 1. Sunnan flugvallar um Vaðlaheiði 30.89 km. 2. Sunnan flugvallar um Svalbarðsströnd og Víkurskarð 36.76. 3. Sunnan flugvallar um Svalbarðsströnd og Dalsmynni 56.61. 4. Um Leiruveg, Svalbarðsströnd og Víkurskarð 30.51. 5. Um Leiruveg, Svalbarðsströnd og Dalsmynni 50.36. Hefjast framkvæmdir við Leiruveg í vetur?: Undirboð óraunhæf og öllum til skaða - segir Stefán Ámason, framkvæmdastjóri Stefnis „Við höfum mikinn áhuga á að bjóða fyrsta áfanga Leiruveg- arins út á næstunni, þannig að hægt verði að vinna verkið í vetur og fram á vor, á meðan lítið er um að vera hjá verktök- um. Þannig teljum við okkur geta fengið hagkvæmari tilboð í verkið,“ sagði Guðmundur Heiðreksson, umdæmistækni- fræðingur hjá Vegagerðinni á Akureyri, í samtali við Dag. Leiruvegurinn margumræddi á að koma austur yfir leirurnar fyrir botni Eyjafjarðar. Hann mun tengjast Drottningarbraut skammt fyrir sunnan svonefndan „Árnagarð“. Paðan mun hann liggja austur yfir leirurnar, allt þar til hann skiptist í Eyjafjarð- arbraut eystri og Norðurlandsveg þegar um 250 metrar eru ófarnir að austurlandinu. Eyjafjarðar- braut eystri verður síðan lögð suður fitjarnar, um 100 m fjær brekkurótunum en núverandi vegur, allt inn á gatnamótin við Kaupang. Norðurlandsvegur kemur hins vegar að landi í Vaðlareit. Það eru þessir tveir vegarspott- ar, frá því að Leiruvegurinn skiptist norður og suður með landi, samtals um 2 km, sem ætl- unin er að byggja í fyrsta áfanga. í 2. áfanga er ætlað að leggja veg- inn norður Vaðlareit norður á Svalbarðsstrandarveg. í síðasta áfanganum verður síðan byggð 120 metra brú skammt vestan við skiptingu Leiruvegar í Eyjafjarð- arbraut og Norðurlandsveg, jafn- framt því sem Leiruvegurinn verður tengdur við Drottningar- braut. Alls er reiknað með því að verkið taki 4—5 ár, en að sjálf- sögðu fer það eftir fjárveitingum. Leiruvegurinn verður malbik- aður og samhliða honum, senni- lega að norðan, verður lagður gangstígur með bundnu slitlagi. Alls er reiknað með að verkið kosti 114 m. kr. Fiskirækt? Leiruvegurinn mun skiptast fjær landi að austan en upphaflega var ætlað, jafnframt því sem Eyja- fjarðarbrautin verður færð um 100 metra frá landi, allt inn að Kauparigi. Þetta er gert sam- kvæmt óskum landeigenda, sumarhúsaeigenda, hreppsnefnd- ar, veiðimálastjóra og áhuga- manna um fiskirækt. Til þessa liggja ýmsar ástæður, en ein er sú, að hugmyndir hafa vaknað um fiskirækt í lóninu sem mynd- ast austan Norðurlandsvegar og Eyjafjarðarbrautar. Þar telja fiskiræktaráhugamenn að verði hentugar aðstæður fyrir fiski- rækt, ekki síst laxarækt. Viljum vinna verkið í vetur Snæbjörn Jónasson vegamála- stjóri sagði að enn væri ekki full- víst hvort farið yrði út í þetta verk í vetur. Hann sagði að fjall- að yrði um málið á fundi í sam- starfsnefnd um skipulag á Eyja- fjarðarsvæðinu í vikunni og síðan þyrfti Leiruvegurinn fid fá grænt ljós hjá Skipulagi ríkisins. En þar með er ekki öll sagan sögð því fjárveitingavaldið hefur síðasta orðið. Matthías Bjarnason hefur lýst því yfir í samtali við Dag, að hann telji líklegt að hægt verði að hraða framkvæmdum við Leiru- veg, þannig að þær geti hafist í vetur. Hann sagði hins vegar, að til þess hefði ekki verið tekin formleg afstaða, þar sem engin beiðni um slíkt hefði borist. Það kom fram í samtali blaðsins við Snæbjörn Jónasson, að þrýst hafi verið á Vegagerðina til að láta út- boð ekki fara fram um fram- kvæmd verksins, en semja þess í stað um framkvæmdirnar við heimamenn. „Það er rétt, við erum tilbúnir til að vinna þetta verk í vetur og að líkindum bjóðum við í það ef til útboðs kemur,“ sagði Stefán Árnason, framkvæmdastjóri Stefnis, þegar blaðið bar þessi mál undir hann. Hann var spurð- ur hvort stefnismenn hefðu hvatt til þess að útboði verði sleppt. „Já, það er ekki fjarri sanni, því við höfum bent á ýmsar hætt- ur sem eru því samfara að bjóða slík verk út, sérstaklega þegar samdráttur er í öllu atvinnulífi,“ svaraði Stefán. „Við erum þó ekki að biðja um að fá að vinna þetta verk samkvæmt reikningi, en við viljum finna einhvern milliveg. Ég veit t.d. ekki betur en heimamenn hafði setið fyrir öllum framkvæmdum við Blöndu það sem af er. Þessa dagana hreyfist varla bíll hjá okkur, þannig að við höfum ekki efni á að missa þetta verkefni frá okkur.“ - En er ekki tilgangurinn með útboðum að fá verkið unnið á sem ódýrastan hátt? „Jú, að sjálfsögðu, en tilboðin verða þá að vera raunhæf, því undirboð segja til sín fyrr en seinna. Við höfum séð í sumar tilboð, sem eru 30-50% undir áætluðu kostnaðarverði. Slíkt er ekki raunhæft og þeir sem bjóða slíkt eru að éta frá sjálfum sér um leið og þeir skaða aðra,“ sagði Stefán Árnason. Fá brýrnar að vera áfram Eins og fram hefur komið í Degi eru menn ekki á eitt sáttir um ýmsa þætti við gerð Leiruvegar- ins. Sverrir Vilhjálmsson telur t.d. að hann muni auka flóða- hættu á flugvallarsvæðinu, en Loftur Þorsteinsson, verkfræð- ingur hjá Vegagerðinni, telur þann ótta ástæðulausan, ef gömlu brýrnar verða brotnar niður. Guðmundur Svafarsson, um- dæmisverkfræðingur Vegagerð- arinnar á Akureyri, telur hins vegar skaðlaust að leyfa brúnum að standa áfram, enda verði þær til gagns fyrir hestamenn og bændur, sem stundi heyskap í Hólmunum. Raunar telja for- svarsmenn hestamanna á Akur- eyri sig hafa loforð fyrir því, að brýrnar fái að vera. Það hefur líka verið bent á að Leiruvegur- inn útiloki lengingarmöguleika flugvallarins til norðurs. Guð- mundur tók fram í því sambandi, að það ætti ekki að skipta máli, því lengingarmöguleikar væru hvort eð er hverfandi, þar sem stutt væri fram af bakkanum frá núverandi brautarenda og þar snardýpkaði. Að sögn Snæbjarnar Jónas- sonar má búast við að það liggi fyrir í næstu viku, hvort úr fram- kvæmdum við Leiruveg getur orðið í vetur. eystri, og áframhald þeirra vega norður og suður með landi, samtals um 2 km. Eins og sjá má myndast álitleg tjörn austan við veginn, sem talin er hentug til fiskiræktar. Meðfýlgjandi inyndir voru teknar á tískusýningunni á sunnudagskvöld. Enginn sultaróla- bragur í Sjallanum - á tískusýningu Assa fyrir fullu húsi Fáar verslanir á Akureyri hafa opnað með jafn miklum glæsi- brag og Tískuverslunin Assa, sem hóf starfsemi í bænum á mánudag. Er hér um að ræða útibú frá verslun með sama nafni í Reykjavík. í tilefni opnunarinnar voru send út 500 boðskort á tískusýningu sem verslunin hélt í Sjallanum á sunnu- dagskvöld. Miðað við reynslu manna í útsendingu slíkra boðs- korta áttu aðstandendur verslunar- innar von á að svona 40-50% boðs- gesta skiluðu sér, en hver boðsmiði gilti fyrir tvo, þannig að reiknað var með 400-500 manns hámark. En það fór á aðra leið. Sjallinn fylltist af fólki. Ýmislegt hefur sjálfsagt hjálpað til. Sjónvarpsdagskrá á sunnudags- kvöldum þykir með eindæmum leiðinleg um þessar mundir, boðið var upp á hanastél og svo að sjálf- sögðu sýningu á fallegum fötum, og það snjalla bragð að senda konun- um boðsmiða í stað karlanna, eins og oftast er með slíka miða, hefur líklega gert útslagið. Eftir því sem heyrst hefur fór svo að ekki komust allir inn í húsið sem höfðu boðs- miða undir höndum, þannig að Ijóst þykir að ýmsir fleiri hafi vitað af atburðinum. Allt tókst þetta með ágætum en það er svo annað mál hvort fólk hafi almennt efni á því að kaupa tískuföt á þessum síðustu og verstu tímum. Það sáust alla vega engar flíkur með sultarólar á sýningu tískuverslunarinnar Assa í Sjallan- um, en sumir hafa haldið því fram að þær væru einmitt mest í tísku um þessar mundir. „Húrra“ hrópaði einn gest- anna á frumsýningu Leikfé- lags Akureyrar á My fair Lady þegar tjaldið féll að lokinni sýningu. Eflaust hafa margir verið tilbúnir tU að taka undir það húrra-hróp, þó frumsýningargestir létu sér nægja langvarandi lófa- klapp til að lýsa hrifningu sinni. Ég hef ekki skemmt mér svona vel í leikhúsi í mörg ár,“ sagði einn frumsýningargestanna sem Dagur ræddi við og annar bætti við: „Ég vissi að þetta er gott verk, en ég lét mig ekki dreyma um að hægt væri að gera því svona góð skil í litla leikhúsinu okkar.“ Guðmundur Magnússon kvaddi sér hljóðs að lokinni frumsýningu og óskaði leikurum og starfs- mönnum sýningarinnar til ham- ingju með sigurinn. Jafnfiamt gat hann um 10 ára afmæli atvinnu- leikhúss hjá Leikfélagi Akureyr- ar. í því sambandi minntist hann Jóns Kristinssonar sérstaklega en Jón var í áratugi ein af driffjöðr- um Leikfélagsins, m.a. á þeim tímamótum sem félagið hóf rekstur atvinnuleikhúss. Guð- mundur kallaði Jón upp á svið ásamt Arnþrúði Ingimarsdóttur, konu hans, og færði þeim gjafir frá Leikfélaginu fyrir heilladrjúg störf fyrir félagið. Jón þakkaði fyrir sig og flutti Leikfélagi Akur- eyrar árnaðaróskir. Lófaklappi frumsýningargest- anna ætlaði aldrei að linna á frumsýningunni og listamönnum voru færðir margir og fagrir blómvendir. Meðal þeirra sem komu færandi hendi fram á sviðið var Vala Kristjánsson, sem færði Ragnheiði Steindórsdóttur, sem lék Elísu, fagran blómvönd. En Vala þekkir vel til hlutverksins, því hún stóð í sporum Ragnheið- ar þegar My fair Lady var frum- sýnd í Þjóðleikhúsinu fyrir 20 árum. Önnur sýning á My fair Lady var í Samkomuhúsinu á sunnu- dagskvöldið. Uppselt var og for- seti íslands Vigdís Finnbogadótt- ir var meðal sýningargesta ásamt Ástríði dóttur sinni. Vig- dís lét vel af sýningunni og sagð- ist hafa skemmt sér konunglega. Á eftir sat hún boð í Smiðjunni ásamt leikurum og starfsmönnum leikhússins. Búast má við' mikilli aðsókn að sýningunni og þegar hafa borist miðapantanir fyrir hópa allt vest- an frá ísafirði og Flugleiðir bjóða sérstaka „Ieikhúspakka“ til Ak- ureyrar. Það var stór dagur hjá þessari fjölskyldu á föstudaginn. Jón Kristinsson og Amþrúður vora heiðruð fyrir vel unnin störf með Leikfélaginu, Arnar sonur þeirra lék aðalhlutverkið í May fair Lady og Þórhildur kona hans sá um leik- stjórnina. Með þeim á myndinni er Sólveig dóttir Araars og Þórhildar. Frumsýningargestir létu hrífningu sína og þakklæti í Ijós með langvarandi lófaldappi. Gestur E. Jónasson var ekki beint uppábúinn þegar hann mætti forset- anum. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, óskar Þórhildi Þorleifsdóttur til ham- ingju með árangurinn. Að lokinni sýningu nutu Vigdís Finnbogadóttir, forseti, leikarar og starfs- fólk leikhússins veitinga í Smiðjunni. I tuuilllli 6 - DAGUR - 26. október 1983 26. október 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.