Dagur - 26.10.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 26.10.1983, Blaðsíða 8
„Merkilegasta bókauppboðið í mörg ár“ „Við verðum með bókaupp- boð á laugardaginn, það merkilegasta sem við höfum haldið í mörg ár, því við verð- um með mikið samsafn af merkilegum bókum,“ sagði Bárður Halldórsson, í samtali við Dag, um bókauppboð sem hann og Jón G. Sólnes verða með í Sjallanum á laugardag- inn. Mörg merk rit veröa boðin upp. Þar á meðal má nefna Skaft- fellskar þjóðsögur; íslenska sagnahætti og Þjóðsögur Guð- mundar Jónssonar; íslendinga- sögur Boga Melsteð; Sögu ís- lendinga í Norður-Dakóta, frum- útgáfu; Náttúrufræðinginn eins og hann leggur sig; Búnaðarblað- ið Frey frá upphafi; Norðanfara, sem Gísli Brynjólfsson og Jón Thoroddsen gáfu út í Kaup- mannahöfn 1848^19; Mynster í frumútgáfu, frá 1839, þýdd af Jónasi Hallgrímssyni; Stjörnu- fræðiritið Úrsinn, einnig í þýðingu Jónasar; og Njóla, sem gefin var út í Viðey 1842. „Merkilegasta bókin af þessu öllu saman er þó „Sú gamla vísnabók“, sem meðal safnara er kölluð vísnabók Guðbrands biskups, og gefin var út 1748. Þetta er ákaflega sjaidgjæf bók, nær ófáanleg," sagði Bárður Halldórsson. Bókauppboðið hefst í Sjallan- um kl. 14.00 á laugardaginn. Alls eru 175 titlar á uppboðinu og skrá yfir þá liggur frammi í Fróða og Bókinni í Reykjavík. Jón G. Sólnes og Bárður Halldórsson verða með bókauppboð ■ Sjallanum á laugardag. Frá Húsavík, en þar þinga framsóknarkonur um helgina. Landsþing framsóknar- kvenna á Húsavík Landsþing Landssambands framsóknarkvenna verður haldið á Húsavík um helgina. Þingið hefst á föstudagskvöid með sameiginlegum kvöld- verði og þingsetningu og síðan „Við vitum ekki annað en verk- takinn ljúki verkinu, en það ligg- ur ljóst fyrir að hann lendir í dagsektum," sagði Guðmundur Heiðreksson, umdæmistækni- fræðingur hjá Vegagerðinni á Akureyri, í samtali við Dag. Verkið sem Guðmundur á við er uppfyliing við nýtt ræsi á Bægisá í Hörgárdal og tenging þess við þjóðveginn. Samið var við Barð s.f. um verkið sam- verður fram haldið störfum klukkan hálf tiu á laugardags- morgun. Formaður Landssambandsins Gerður Steinþórsdóttir flytur ræðu og síðan ræða Guðmundur kvæmt tilboði, sem var rúmlega 40% af áætluðu kostnaðarverði. Verkinu átti að vera lokið 15. október sl. og eftir daginn í dag leggjast ca. 4.700 kr. dagsektir á fyrirtækið með fullum þunga, samkvæmt upplýsingum Guð- mundar. Þær eru því þegar komnar í 47 þ. kr., sem er tals- verð upphæð þegar litið er til þess, að í heild átti verkið að kosta um 1 m. kr. Bjarnason, alþingismaður, og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir um stjórnmálaviðhorfið og störf og stöðu Framsóknarflokksins. Eysteinn Jónsson flytir erindi um konur og stjórnmál og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Þórdís Bergs- dóttir og Sigrún Magnúsdóttir ræða um aðstöðu til aukinnar stjórnmáiaþátttöku í Framsókn- arflokknum. Eftir hádegi á laugardag ræðir Sigrún Sturludóttir um friðarmál, Dagbjört Höskuldsdóttir um launamál kvenna, Unnur Stef- ánsdóttir um fjölskyldupólitík og Inga Þyri Kjartansdóttir um stefnuskrá Framsóknarflokksins. Að ioknum erindum taka vinnu- hópar til starfa fram að kvöld- verði, sem verður í boði Fram- sóknarfélags Húsavíkur og að honum loknum verður kvöld- vaka. Afgreiðsla mála hefst á sunnu- dagsmorgun og þá verða kosn- ingar, en gert er ráð fyrir fund- arslitum um hádegi. Þátttaka er heimiluð öllum konum sem áhuga hafa á stefnu og starfi Framsóknarflokksins. Þegar er vitað um 60 þátttakend- ur og vonir standa til að fleiri komi á landsþingið. Seint gengur a fylla að ræsinu við Bægisá: DAGSEKTIR VERKTAKANS 4700 KRÓNUR Gígjumar kveðja með konsert Þar sem söngfélagið Gígjan hefur ákveðið að gera hlé á starfsemi sinni um óákveðinn tíma mun kór- inn kveðja að sinni með tónleik- um í Borgarbíói laugardaginn 29. október kl. 17.00. Stjórnandi kórsins er Jakob Tryggvason og Dýrleif Bjarnadóttir er undirleik- ari. Einsöngvarar með kórnum verða Helga Alfreðsdóttir og Gunnfríður Hreiðarsdóttir. Styrktarfélagar hafa fengið senda miða, en þeir eru beðnir velvirðingar á skakkri tímasetn- ingu. Þar stendur að tónleikar hefjist kl. 15.00, eins og ætlað var í fyrstu en nú hefur verið ákveðið að þeir hefjist kl. 17.00. Styrkt- arfélagar kórsins og aðrir velunn- arar eru boðnir velkomnir á konsertinn á meðan húsrúm leyf- ir. Rokktónleikar ársins — í Skemmunni á laugardag Rokktónleikar ársins hér á Norðurlandi verða haldnir í íþróttaskemmunni á Akureyri annað kvöld og hefjast þeir kl. 21. Sex valinkunnar hljómsveitir frá Akureyri troða upp og í farar- broddi verður sjálfur Baraflokk- urinn sem kynna mun efni af væntanlegri plötu. Það er Pálmi Guðmundsson í Bimbó sem stendur fyrir þessum hljómleiktim og í samtali við Dag sagði hann að búast mætti við því að hljómsveitirnar mættu sterkar til leiks. Auk Bara- flokksins troða upp: Ærufákar, kvennahljómsveitin Svörtu Ekkj- urnar, Brjálað tóbak, Joð Ex og Dez en af þessum hljómsveitum mun Dez hafa starfað einna lengst. Aðrar hljómsveitir eru minna þekktar utan þröngs hóps á Akureyri en þó má nefna að bæði Ærufákar, það ágæta ærsla- band og Svörtu Ekkjurnar tóku þátt í hljómsveitakeppni íslands í Atlavík í sumar. Það er líklega ekki á neinn hallað þó sagt sé að Baraflokkur- inn verði toppatriði kvöldsins. Fréttir af Suðurlandi benda til þess að Baraflokkurinn sé í bana- stuði og þeir sem heyrt hafa efni af væntanlegri plötu flokksins mega vart vatni halda af hrifn- ingu. Bara-flokkurínn. \ 8 - DAGUR - 26. októbér 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.