Dagur - 26.10.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 26.10.1983, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR ; SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 26. október 1983 120. tölublað Tæringarhætta hjá öllum hitaveitum - nema Hitaveitu Reykjavíkur. Hjá helmingi hitaveita er vatn um eða undir 60°C Meiri og minni tæringarhætta er í nánast öllum hitaveitum landsins, að undanskildri Hita- veitu Reykjavíkur. Þetta vandamál er síður en svo ein- skorðað við Akureyri og Hrís- ey, en fréttir af tæringu ofna frá þeim stöðum hafa verið í fjölmiðlum. Vandamálið er nær alls staðar að línna, en á mismunandi háu stigi. Hins vegar virðist svo sem þessi vandamál hafi verið þögguð niður á öðrum stöðum á land- inu en á Akureyri og í Hrísey, þar sem þau hafa verið tíl um- ræðu opinberlega. Ásbjörn Einarsson, verkfræðing- ur, hefur undanfariö unnið að könnun á þessu máli fyrir Sam- band íslenskra hitaveita. Hann skilaði bráðabirgðaskýrslu á mánudag og í framhaldi af því verður lokaskýrsla kynnt 15. nóv- ember nk. „Gróflega áætlað má segja að annar hver ofn sem tengdur er við hitaveitu hér á Iandi geti farið að leka vegna tæringar. Þetta vandamál er ekki verra t.d. á Ak- ureyri en víðast hvar annars staðar. Það hafa farið ofnar á Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði, Hvammstanga, Selfossi og á Sel- tjarnarnesi, svo ég nefni ein- hverja staði. í Reykjavík eru menn lausir við þetta vandamál, nema hvað þar er helst hætta á því að eirrör géti farið. Þetta vandamál er leysanlegt með svip- uðum aðferðum á öllum stöðun- um, íblöndun efnis og með því að klæða yfirborð vatns í heitavatns- tönkum með plasti, til að hindra að súrefni komist í vatnið. En eins og áður sagði er þetta vanda- mál langt frá því að vera ein- skorðað við Akureyri. Sama er að segja um hita á vatninu til neytenda. Það er víða mjög mikið vandamál og sem dæmi get ég nefnt að hjá um helmingi hitaveita á landinu er vatnið um eða undir 60 gráðum," sagði Ásbjörn Einarsson. Þess má geta að Hitaveita Ak- ureyrar bætir neytendum upp lágt hitastig með meira vatns- magni, ef hitinn er undir 70 gráðum. Víðast hvar annars stað- ar er þetta ekki bætt á neinn hátt, en að sögn Ásbjörns fara hita- veitur á landinu líklega í auknum mæli að bæta neytendum lágt hitastig með aukningu á vatns- magni. íþróttahöllin: Þakið lekur - og rakastig er of lágt Engin íþróttakennsla var í Iþróttahöllinni á Akureyri í gær og fyrradag vegna Ieka sem upp kom á þaki Hallarinn- ar. Á mánudagsmorgun datt ung stúlka sem var í leikfimi, í bleytu á gólfinu og meiddist lítil- lega. í framhaldi af því ákváðu íþróttakennarar sem starfa í hús- inu að leggja niður kennslu þar til viðgerð hefði farið fram. „Þetta er vegna þess að ekki var nógu vel gengið frá þessum hlutum í sumar," sagði Hermann Sigtryggsson íþróttafulltrúi og formaður bygginganefndar húss- ins í samtali við Dag í gær. „Þetta er fremur erfitt viðureignar en við gerum okkur vonir um að komast fyrir þetta endanlega núna þannig að þetta mál verði úr sögunni. Þetta er ekki stór- vægilegt en þarf engu að síður að komast í lag." Þá hefur einnig verið talsvert kvartað undan því að rakastig í Höllinni væri lágt og þeir sem hafa verið þar á æfingum hafa kvartað undan því. Vegna þess snerum við okkur til Valdimars Brynjólfssonar heilbrigðisfulltrúa á Akureyri. „Við mældum rakastigið í íþróttahúsum bæjarins á dögun- um og reyndust niðurstöður í þeim öllum með ágætum nema í Höllinni," sagði Valdimar. „Rakaprósenta í húsunum var um 50% en í Höllinni ekki nema 32-38%." - Stafar hætta af þessu? „Nei, það held ég ekki, hættu- mörkin eru við 30% og ég reikna ekki með að um neinar aðgerðir verði að ræða frá okkar hendi nema það fari niður fyrir þau mörk." Hann kom og lagði alla að fótum sér í SjaUanum og Dynheimum um helgina. Hallbjörn Hjartarson kántrísöngvari gerði stormandi lukku en á mynd KGA sést hann ásamt aðdáendum sínum. - Sjá nánar í H-Degi sem kemur út á föstudag. Bygging hafin á 22 íbúðum „Ég get ekki sagt að þetta sé endanleg tala, en auðvitað bætist ekki mikið við eftir að október er búinn," sagði Jón Geir Ágústsson byggingafuU- trúi á Akureyri er við ræddum við hann um nýsmíði íbúða í bænum á yfirstandandi ári. „Það hefur verið hafin bygging á 22 íbúðum í bænum það sem af er þessu ári," sagði Jón Geir. Það munu vera 9 íbúðir í einbýli og 13 í raðhúsum. Ef teknar eru nokkrar tölur til viðmiðunar má nefna að 1978 var hafin bygging 241 íbúðar á Akur- eyri. Árið 1981 sem þótti afar lé- legt ár voru þetta 56 íbúðir og á sl. ári var hafin bygging 97 íbúða. Er ljóst af þessum tölum að árið í ár er langt fyrir neðan það sem verið hefur og nær ekki 10% af því sem var fyrir fimm árum. Slippstöðin bauö 19 millj. meira en ÚA - Vilja breyta Hafþóri í frystitogara og skapa með því verkefni í stöðinni „Jú, það er rétt, Slippstöðin bauð í Hafþór og tilboðið nam eins og þú nefnir 64 miUjónum króna. Ástæðan fyrir því að boðið var í skipið er sú að stöð- ina vantar verkefni og hug- myndin er sú að breyta skipinu í frystiskip, liki og nú er verið að gera við Akureyrina. Það kostar um 40 mUIjónir og ég hef ekki trú á öðru en það verði slegist um skipið, því út- gerð frystitogara hefur gengið mjög vel," sagði Stefán Revkjalín, stjórnarformaður í Slippstöðinni á Akureyri í við- taU við Dag. „Við verðum að leita allra leiða til að fá verkefni svo ekki þurfi að koma til uppsagna. Breytingin á skipinu gæti skapað verkefni og auk þess eru teikn- ingar af slíkri breytingu til, því þetta er systurskip Akureyrinn- ar," sagði Stefán ennfremur. Hann var spurður að því hvort stjórnarheimild hafi verið fyrir þessari tilboðsgerð og svaraði því til að svo hafi ekki verið þeg- ar tilboðið var gert á föstudags- kvöld, en stjórnin hefði sam- þykkt þessa ráðstöfun. Togstreita hefur verið milli Slippstöðvarinnar og Útgerðar- félags Akureyringa varðandi smíði á skipi fyrir ÚA. Útgerðarfélagið bauð 45 milljónir króna í Hafþór og munu menn hafa talið að slíkt boð nægði þegar tillit yrði tekið til greiðslukjara. Bæjarstjóri sem á seturétt á stjórnarfundum í ÚA lagði til á fimmtudag að boðnar yrðu 60 milljónir í skipið, en þá átti tilboðsfresti að ljúka. Bæjar- stjóri á sæti í stjórn Slippstöðvar- innar og mun þessi hugmynd að bjóða í togarann hafi komið upp eftir fund í bæjarráði á föstudag, þar sem Gunnar Ragnars, for- stjóri Slippstöðvarinnar á sæti ásamt bæjarstjóra. Ekki var í gær hægt að fá upp- lýsingar um það hjá Sjávar- útvegsráðuneytinu hve mörg til- boð hefðu borist í Hafþór, en þegar Slippstöðin kom með sitt tilboð á föstudag munu fjögur til- boð hafa verið komin, þ.ám. frá ÚA og Þormóði ramma á Siglu- firði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.