Dagur - 04.11.1983, Blaðsíða 10

Dagur - 04.11.1983, Blaðsíða 10
Bækur frá Skjaldborg Skjaldborgarútgáfan er aö verða stórveldi í sinni grein. Ég trúi að hún sendi frá sér þrjátíu bækur í ár. Það má taka fram að bækur frá forlaginu eru alla jafna vand- aðar að ytri gerð. Sennilega er það betri atvinna en maður hélt að gefa út bækur - nema það ríki í þessari grein sama lögmálið og í útgerð: Því meira tap, því meiri löngun að taka þátt í leiknum. Raunar má segja að báðar „útgerðirnar“ byggist á þorski. Við sem erum að burðast við að skrifa bækur erum flestir hálfgerðir þorskar. Sannast það með þessari iðju okkar, í stað þess að gera sjálfir út á hinn þorskinn. En þorski í sjó er sagt fækka ár frá ári, okkur í landi fjölgar. Þannig er lífið. Skjaldborgarútgáfan hefur nokkra fasta höfunda að sjá um, t.d. Einar Kristjánsson, Indriða Úlfsson og Erling Davíðsson. Er hann þeirra mikilvirkastur. Mér skilst að nafn hans sé tengt fjór- um bókum í ár, þ.á m. þeirri sem hér ber fyrst á góma. Aldnir hafa Orðið, 12. bindi. Erlingur Davíðsson skráði. Enn segja sjö „aldnir" menn sögu sína sem Erlingur skráir og skrif- ar forspjall fyrir. Skal þeirra hér stuttlega getið í sömu röð og í bókinni: Baldvin Þ. Kristjánsson segir fjölþætta starfssögu sína á hressi- legan hátt en hann hefur unnið mjög að framþróun félagsmála og er t.d. þáttur hans í sambandi við klúbbana „Öruggur akstur“ á vegum Samvinnutrygginga þjóðinni að góðu kunnur. Bald- vin hefur einnig þýtt nokkrar merkar bækur. Laufey Valrós Tryggvadóttir, sem við þekkjum best sem Lauf- eyju í Amaró, er greind ham- ingjukona er ólst upp í sólskininu á Svalbarðsströnd og flutti það með í sál sinni til Akureyrar. Hún er félagshyggjukona og starfar m.a. ótrauð að því örðuga verkefni að byggja hér hæli á veg- um Náttúrulækningafélags Akur- eyrar. Sigurður Helgason rafvirkja- meistari hefur frá mörgu athygl- isverðu að segja. Hann er alinn upp með Rafveitu okkar, þekkir þar feril þróunarinnar allan. Gaman þykir mér að vita Otter- stedt eldri hafa verið klifrandi staura og sinnandi því margvís- lega kvabbi sem neytendur þreyta nú undirsáta með. Æsku- saga Sigurðar er einnig fjölbreytt og litrík eins og fleiri manna á hans aldri. Baksviðið er þing- eyskt og traust. Sigurður Jóhannesson frá Vermundarstöðum í Ólafsfirði er næstur í röð. Saga hans er almenns eðlis, barátta aldamótabarnsins við þrældóm og fátækt, töp og sigra á sjó og landi. Erik Kondrup er fæddur í Kaupmannahöfn; móðirin íslensk, faðirinn danskur nudd- læknir. Fjölskyldan fluttist hingað, frá „Kaupmannahöfn til Blárófu", er Erik var í bernsku en faðirinn hvarf svo úr Iífi þeirra. Móðirin var atorkukona en fátæktin var þeim þó mjög harður húsbóndi. Gaman þykir mér að lesa frásögn Eriks um köttinn Bubba er stakk sér í sjó- inn og veiddi fisk, bar heim og lét sjóða handa sér, svo og þátt hrafnsins í sambandi við kisu. Sem barn var Erik löngum í sveit og átti fyrir höndum margháttað- an starfsferil; unir sér nú við glit íslenskra góðsteina. Hrafn Sveinbjarnarson frá Hallormsstað er sá sjötti í röð- inni, ötull félags- og ferðamaður í faðmi fagurrar byggðar. Hjá honum er ekkert hálft né veilt. Sigríður Pétursdóttir frá Sel- skerjum rekur lestina. Saga hennar er óvenjuleg, rík af at- orku og traustri skaphöfn Breið- firðinga. Fer í þessu bindi sem áður að konurnar eiga góðan hlut í skrafi aldinna og er þáttur Sig- ríðar ekki sístur í þessari bók. Ég hef bent á það áður í sam- bandi við þennan bókaflokk að hætt er við þegar jafnaldrar segja sögu sína frá þeirri tíð er flestir voru tengdir svipuðu sögusviði að 99 Fólk sem ekki má gleymast 66 Jón Bjumason frá Garðsvík er löngu kunnur fyrir bækur sínar, kvæði og stökur. Nú er komin út frá Skjaldborg ný bók eftir Jón, sem heitir „Fólk sem ekki má gleymast'L í bókinni eru þættir um menn og málefni. Meðal þeirra sem Jón fjallar um eru Gunnlaugur Stefánsson, Vestari- Krókum, Gunnlaugur Jóhann Sigurðsson, Erlendur Erlends- son, Magnús Snæbjörnsson, feðgarnir Jón og Gísli Guðmann á Skarði, Stefán Nikódemusson og Guðni Þorsteinsson, svo ein- hverjir séu nefndir. Hér á eftir fer kafli úr viðtali við Þórarin Guðmundsson frá Finnbogastöð- um: Karlar á Skrafstólum „Sú kirkja, sem nú stendur að Saurbæ var byggð árið 1858, en hiaut gagngerða endurbót á árinu 1959-1960 eftir fyrirsögn Krist- jáns Þ. Eldjárns þjóðminjavarðar og er nú í umsjá Þjóðminjasafns- ins.“ Ofanrituð orð má meðal ann- ars lcsa af innsíðu snoturs tví- blaðakorts, er hver og einn getur fengið keypt innan við staf hinnar öldnu torfkirkju í Saurbæ í Eyja- firði. Á korti þcssu cru og myndir af kirkjunni, teknar bæði úti og inni, svo og skrá yfir presta þá er þjónað hafa að þessari kirkju frá árinu 1822. Má þar lesa 14 nöfn. Þarna við kirkjuna var ég staddur í litlum hópi venslafólks míns á sunnudegi sumarið 1981. Fleira fölk var þamá á stjái að virða fyrir sér kirkjuna og staðinn og er það engin nýlunda að þeir sem um Eyjafjörð aka, víkja heirn að Saurbæ. Á hlaðinu veitti ég athygli öldruðum manni sem sýnilega var á förum og hafði samferðaíólk hans þegar sest inn í bílinn. Eitthvað í svipmóti öldungsins hvíslaði því að mér, aó þarna hefði ég bæði athygl- isverðan og skemmtilegan mann fyrir augum. Um lcið þóttist cg vita að hann væri langt að rekinn, því aldrei hafði ég séð hann með- al eyfirskra bænda og furðuiegt má það heita, að ég var þegar þess fullviss, að maður þessi væri gamall bóndi, eins og ég. Sagt er að margt sé skrýtið í kýrhausn- um. Hið sama má víst segja um mannshausinn, svo margvísiegar hugsanir sem þar geta verið á spretti í einni andrá. Nú mátti engan tíma missa og vék ég að manninum, rétti fram hönd og sagði til nafns míns, að kurteisra manna hætti. Ekki hafði hugboðið svikið mig. Gamli maðurinn reyndist hinn alúðleg- asti og viðræðugóður í besta lagi. Kvaðst hann heita Þórarinn Guðmundsson og var upprunn- inn á Finnbogastöðum í Trékyll- isvtk á Ströndum vestur. Nú var hann til húsa hjá dóttur sinni og manni hennar að Þórunnarstræti 124 á Akureyri, en bóndi hafði hann verið fyrrum svo áratugum skipti. Svo vel fór á með okkur Þórarni, hina örskömmu stund, að vinur minn að sunnan er með mér var, sá ástæðu til að bregða upp myndavél. Fyrir galdra nú- tímans, varð myndin fullgerð á nokkrum mínútum og hlaut Þórarinn hana til eignar. Svo leið á vetur fram. Ein- hvern dag var ég staddur í Amts- bókasafninu. Þar starfar kona sem Hulda heitir, Þórarinsdóttir. Sagði hún mér að á heimili sínu væri til mynd af mér. Þótti mér það furðulegt. Svo upplýstist að frúin var dóttir Þörarins frá Finn- bogastöðum og þá skildi ég allt. Bauð Hulda mér að iíta heim til öldungsins og sagði hann ávallt gestum feginn. Árangurinn af skrafi okkar karlanna má sjá á blöðum þeim er hér fylgja. Gripið upp úr lífssögu Pórarins Gudmundssonnr frá Finnbogastödum Þórarni segist svo frá: Foreldrar mínir voru Þuríður Eiríksdóttir frá Hjallalandi í Austur-Húna- vatnssýslu og Guðmundur Guðmundsson, en hann fæddist og ólst upp á Finnbogastöðum í Trékyliisvík á Ströndum. Þar höfðu forfeður hans búið lengi og bar rnjög á nöfnunum Guðmund- ur og Magnús í ættinni. Mitt nafn er úr móðurætt minni. Mér var sagt að ég hefði fæðst í skemmu norður á hlaðinu, því það var verið að byggja upp bæ- inn á Finnbogastöðum og þangað inn var ég ekki fluttur fyrr en undir haust. Fæðingu mína bar að þann 21. ágúst 1893. Þetta var kalt sumar, eins og oft vill verða á Ströndum og þótti jaðra við kraftaverk að móður minni skyldi takast að halda iífi í grislingnum. Líklega hefur blessuð ullin átt í því sinn hlut. Svo fór að ég dafn- aði vel og varð stæltur og talsvert mikill fyrir mér, að mér var síðar sagt. - Varstu alinn upp við eftir- læti? - Já og nei. Allir voru mér góðir. Hins vegar var mér kennt að hlýða skilyrðislaust. Uppeldi á þessum árum var miöað við það að krakkar yrðu að dugandi mönnum og hlaut því að verða nokkuð strangt. Annars átti ég afburða góða foreldra og góðan afa og afasystur sem kom mér I ömmu stað. Við krakkarnir köll- uðum hana fóstru. Afi var okkur alltaf góður, en ættum við að gera eitthvað fyrir hann, þurftum við að bregða strax við. Annað dugði ekki. Ég man að eitthvert sinn sagði hann mér að sækja smíðató! eitthvert upp á loft. Nágranni okkar var kominn og þeir voru að spjalla karlarnir og ég auðvitað að hlusta. „Ætlarðu ekki að fara?“ sagöi afi og brýndi raustina. Ég upp stigann, en sneri fljótt niður aftur og sagði: „Ég er alveg búinn að gleyma hvað ég átti að sækja afi minn.“ „Það er engin von að drengurinn muni þetta. Þú rakst svo hastarlega á eftir honum,“ sagði gesturinn. Þá klappaði afi mér á kollinn og sagði að þetta gerði ekkert til. Svona var afi. - Hvad um barnaskóla? - Hann var nú enginn kominn til á þessurn slóðum í líkingu við það sem síðar varð. Umhverfið þarna er næsta takmarkað. í Trékyllisvík stóðu aðeins þrír bæir, að segja má í þríhyming. Það var prestssetrið Árnes. Gegnt því eru Finnbogastaðir, svo og Bær. Þar þóttust menn sjá ummerki gamals kirkjugarðs og svo mun enn vera. í sögu Finnboga hins ramma segir að hann hafi látið reisa kirkju. Ein- hverjar heimildir segja að karl haft skotið ör af hlaði sínu og sett þar niður helgidóminn sem hún kom niður. Nefndist þetta ör- skotshelgi. Pabbi var ágætlega læs og góður reikningsmaður og mamma las líka vel. Þau kenndu okkur að lesa. Seinna kom Elísabet Guð- mundsdóttir, systir pabba, til okkar. Hún var rjómabústýra á Rauöalæk í Rangárvallasýslu. Hún kenndi okkur krökkunum og hélt raunar skóla í tvo vetur og þar lærði ég nokkuð fram yfir það að leggja saman einn og tvo. Ég man að frændsystkini okkar á Kjörseyri nutu þarna góðs af. Blessuð frænka kenndi okkur ögn I dönsku. Hún var búin að vera úti að læra rjómabúsfræði. Svo var tekið til við að læra átján- kaflakverið, er svo var kallað. Það var nú ekkert áhlaupaverk. Guðmundur bróðir minn var ári eldri en ég. Mamma sagði að best væri að ég hlustaði á þegar hún hlýddi honum yfir lesningamar og þannig lærði ég guðsorðið að mestu, án þess að iíta í kverið. Guðmundur bróðir var fermd- ur tveim árum fyrr en ég. Undir vorið þegar ég átti að ganga fyrir gafl, spurði pabbi hvort ég væri nokkuð farinn að líta í kverið. „Nei,“ svaraði ég. „Ég lærði þetta allt þegar Guðmundur var fermdur.“ Pabbi hélt það væri nú vissara að ég færi yfir þetta. Það væri leiðinlegt ef ég yrði rek- inn frá fermingunni vegna kunn- áttuleysis. Ég sá að þetta var rétt. Mamma ráðlagði mér að fara upp í bæjarsund með kverið! Veðrið var dásamlegt og þarna sat ég lengi dags og einnig næsta dag. Þá þóttist ég útlærður og vissi þó að til þess var ætlast að ailt væri kunnað, orði til orðs. Svo hlýddi pabbi mér yfir nokkra kafla og lét gott heita. Þá vissi ég að öllu var óhætt og bar mig mannalega. Svo vorum við krakkarnir kall- aðir saman til spurninga, 3 piltar og 6 stúikur. Ékki stóð ég ntig verr en það, að ég var settur fremstur við ferminguna. Þá var enn viðhafður sá siður að raða börnunum eftir kunnáttu og að láta spurningar fram fara á kirkj ugóifi þá fermt var. Þó hvíldi það orð á, að á stundum væri barn sem átti ríkan föður sett fremst, þótt kunnáttan væri í moium. En þarna kom slíkt ekki til greina. Allt gekk þetta vandræðalaust með ferminguna og svo var hald- in veisla heima á eftir og nánasta frændfólki boðið. Það man ég að klukkan 8 um kvöldið brá ég mér I hversdagsfötin og sótti hesta gestanna, sem þá fóru að kveðja og halda heim. Séra Böðvar Eyjólfsson gaf okkur fermingarbörnunum Nýja- testamentið og slfkt mun hann hafa gert hvert ár á meðan hann þjónaði. Hann varð því miður skammlífur, dó úr iungnabólgu eftir fjögurra eða fimm ára prestsþjónustu. Faðir hans var þarna prestur á undan honum. Næsti klerkur að Árnesi var Sveinn Guðmundsson. Hann hafði áður þjónað í Skagafirði, bæði að Goðdölum og Ríp. - Hvað tók svo við? - Svo tók vinnan við og prikið upp eftir árunum. Við Guð- mundur lærðum ungir að slá. Ég man að við vorum að hjakka á hlaðvarpanum í breiskju sólar- hita og beit illa. Það vissurn við að betra var að slá í rekju. Nú kom okkur heiilaráð t hug. Lét- um við systur okkar smávaxnar bera vatn í fötum sem þær áttu að skvetta á grasið. Fljótlega þóttust þær litlu sjá að starfið var þeim ofvaxið og þá gerðu þær verkfall. Ég varð sæmilegur sláttumaður, en á engjum mátti ég vara mig á Karítas systur minni, Sú kunni nú að slá. Hún var vetrarpart hjá ykkur á Grýtubakka, eins og þú kannski manst. Þar lærði hún bæði á spunavél og prjónavél. Ég skrifaði Sigfúsi, bróður þínunt, 10 - DÁGÚR - 4. nóvember 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.