Dagur - 07.11.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 07.11.1983, Blaðsíða 8
150 km af áklæði til Danmerkur Ullariðnaður Iðnaðardeildarinn- ar hefur á þessu ári flutt út til Danmerkur um 150 þús. metra af húsgagnaáklæði og gluggatjöld- um, ásamt örlitlu af teppum. Sig- urður Arnórsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri sagði okkur að aðalkaupandinn þar væri fyrir- tækið Kvadrat, en það er heild- sölufyrirtæki sem markaðssetur í eigin nafni til húsgagnaframleið- enda og fyrir nýbyggingar. Sam- skiptin við þetta fyrirtæki hófust 1979 og hafa þau aukist jafnt og stöðugt síðan. Sigurður sagði Iðnaðardeildina vera að mörgu leyti eftirsóknarverðan viðskipta- vin fyrir þetta fyrirtæki vegna þess að hún væri ein af fáum framleiðendum sem gæti unnið efnin á öllum stigum, sem drægi úr milliliðakostnaði og gerði það auðveldara að mæta óskum kaupendanna. Þá sagði Sigurður að hjá deild- inni væri söluaukning í magni bæði að því er varðaði útflutning á garni og ullarfatnaði fyrstu sex mánuði ársins. Einnig hefði hlut- deild Iðnaðardeildar í útflutningi landsmanna á þessum vörum hækkað. Lopi hefur selst vel undanfarið, m.a. í Bandaríkjun- um og Englandi, og ullarfatn- aðurinn fer nú m.a. mikið til ítal- íu og Englands. Þá er verið að vinna að endurútgáfu á sölubækl- ingum deildarinnar, bæði fyrir handprjón, fatnað og ullarteppi. Reynt verður að halda útflutn- ingsverði í einstökum myntum sem mest í samræmi við þá þróun sem orðið hefur á hinum ýmsu sölumörkuðum. Mótmæla hernaðar- mannvirkjum 27. október síðastliðinn voru stofnuð Friðarsamtök kvenna á Þórshöfn og nágrenni. Stofn- félagar voru 21. Fundinn setti Jóna Þorsteins- dóttir skrifstofumaður, fundar- stjóri var Brynhildur Halldórs- dóttir hreppstjóri og ritari Marta H. Richter skólastjóri. Framsöguerindi flutti Dagný Marinósdóttir húsmóðir Sauða- nesi. Mikill áhugi ríkir á þessu mál- efni á félagssvæðinu og skráning nýrra félaga stendur enn yfir. Friðarsamtök kvenna á Þórshöfn og nágrenni taka heils hugar undir orð biskups fslands um að friður og afvopnun hljóti að vera mál málanna. Eftirfarandi álykt- anir voru samþykktar samhljóða á fundinum: 1. Fundurinn lýsir yfir stuðningi við Friðarhreyfingu íslenskra kvenna. 2. Fundurinn lýsir yfir andúð sinni á vígbúnaði þeim sem á sér stað í austri og vestri og krefst friðar og framtíðar fyrir allt líf á jörðinni. 3. Fundurinn fordæmir hvers kyns ofbeldi og brot á mann- réttindum og lýsir yfir stuðn- ingi við sjálfsákvörðunarrétt þjóða og skoðanafrelsi ein- staklingsins. 4. Fundurinn mótmælir öllum áformum um ný hernaðar- mannvirki á Norðurlandi eystra sem og annars staðar á landinu. t Hjónaminning Baldur Sigurðsson og Anna Helgadóttir — Syðra-Hóli Anna fædd 31. maí 1917 - dáin 23. okt. 1983 Baldur fæddur 1. júní 1919-dáinn 2. nóv. 1979 Mér brá mikið þann 26. október, þegar faðir minn hringdi í mig út á sjó, þar sem ég var um borð í skipi á leið heim til íslands ásamt sonum mínum, og hann sagði mér að Anna á Hóli, eins og við kölluðum hana, væri dáin. Otelj- andi minningar fylltu hug minn við þessa sorgarfrétt og mér fannst erfitt að trúa að þetta væri satt. Maður hennar, Baldur frændi minn, dó fyrir aðeins fjór- um árum og nú Anna. Bæði á besta aldri horfin frá okkur svo skyndilega á svo fáum árum. Fráfall þeirra bar að með svipuð- um hætti, hann var á söngæfingu en hún að fara á kvenfélagsfund. Þar var aðeins eitt fótmál milli lífs og dauða. Mig langar að minnast hennar og frænda míns með nokkrum orðum og þakka þeim fyrir margar ánægjustundir. Anna Helgadóttir fæddist á Þórustöðum í Kaupangssveit, dóttir hjónanna Þuríðar Pálsdótt- ur og Helga Stefánssonar. Alsyst- kini hennar eru Ragnar, Stefán og Sigurpáll, einnig átti hún 3 hálfsystkini þau Örlyg, Jónínu Þuríði og Birgi. Á Þórustöðum er tvíbýli og þar ólust einnig upp frændsystkini hennar og var mjög kært á milli þessara systrabarna. Baldur Sigurðsson fæddist á Syðra-Hóli í Kaupangssveit, sonur hjónanna Emilíu Baldvins- dóttur og Sigurðar Sigurgeirs- sonar. Þar var mjög gestrisið heim- ili og þangað gott að sækja, enda oft margt um manninn. Systkini hans eru Sigurgeir, Anna, Snorri og Ragnar. Þau hjón ólust því upp í sömu fallegu Kotasæla með ananaskurli MEÐ ^ ANANASKURU Og nú er kotasælan komin með kurluðum ananas Mjó/kursamlag KEA Akureyri Sími 96-21400 sveitinni, sem var þeim báðum kær, og dvöldu þar til hinstu stundar. Þau bjuggu öll sín búskaparár á Syðra-Hóli og eignuðust þau þrjú vel gefin og myndarleg börn; Þuríði, Helga og Emilíu. Fjöl- skyldan á Syðra-Hóli var í alla tíð í miklu uppáhaldi hjá mér. Sem barn og unglingur dvaldi ég oft og litla Auðrún hafa nú misst góða og elskulega ömmu og afa alltof ung. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa haft þá stóru gleði að Anna og Baldur voru gestir á heimili mínu og fjölskyldu minnar í tvo daga sumarið 1977. Að geta endurgoldið bara brot af öllum þeim góðu móttökum sem ég hjá þeim og á ég frá þeim tíma margar ógleymanlegar minning- ar. Þá var oft spilað, farið í nafnaleik, „getinn maður“, sagð- ar sögur og að síðustu sungið mikið, enda fjölskyldan öll söng- elsk mjög. Oft var þá kátt á hjalla og hlegið dátt. Á hverjum jólum fór ég með foreldrum og systkin- um í jólaboð fram í Hól og þá voru oft saman komin systir Baldurs, Anna og bræður með sínar fjölskyldur. Þá var líka oft tekið lagið og margt spjallað í góðum frændahópi. Þegar fara átti heim eftir ánægjulegt kvöld, var ég oft búin að spyrja Baldur og Önnu um leyfi til að gista, og var aldrei sagt nei við því. Þau hjón voru mjög virk í fé- lagsmálum sveitarinnar. Anna starfaði mikið í kvenfélaginu, var mjög sköruleg, ósérhlífin og hjálpsöm kona. Hún var skraf- hreifin og skemmtileg með smit- andi hlátur, alltaf hrein og bein og ákveðin í sínum skoðunum. Baldur var blíður maður, rólegur og prúðmenni mikið og lét ekki mikið yfir sér. Hann bjó yfir góðri kímigáfu og glettni, og var oft smellinn í svörum. Þau voru samrýmd hjón, elskuðu tónlist og leiklist; léku í leikritum leikfélags sveitarinnar og sungu í kirkju- kórnum. Bæði höfðu þau fallega söngrödd. Síðustu átta ár hef ég búið með manni mínum og sonum í Danmörk, og hef því ekki komið þau ár í Syðra-Hól svo oft sem áður. En aldrei hef ég þó komið til Akureyrar öðruvísi en koma fram í Hól, annað fannst mér óhugsandi. Alltaf voru móttök- urnar jafn innilegar. Það var því mikið áfall, þegar pabbi hringdi í mig og sagði mér lát Baldurs. Mikill var missirinn fyrir Önnu og börnin ekki síst Emilíu, sem bjó heima. Þær mæðgur tvær héldu nú búskapnum áfram en stórt var skarðið sem Baldur skildi eftir sig. Barnabörnin misstu líka góðan og kæran afa, sem var mjög stoltur af þeim. Hann fékk því miður alltof stutt að njóta þeirra. Sólargeislarnir í lífi Önnu eftir lát Baldurs voru barnabörnin, en það var líka alltof stuttur tíminn, sem hún fékk að njóta saman með þeim. Linda Hrönn, Valtýr Freyr, Ingibjörg, Baldur, Anna hafði hlotið yfir 30 ár á þeirra heimili, var mér ólýsanleg gleði og mun ég ætíð minnast þessara daga með ánægju. Elsku Emilía, Þuríður, Alli, Helgi, Helga og barnabörn, ég og fjölskylda mín vottum ykkur af heilum hug samúð okkar og biðj- um góðan Guð að vernda og styrkja ykkur á þessari erfiðu kveðjustund. Við biðjum Guð að blessa Önnu og vera henni leiðarljós á hinni nýju vegferð sem hún nú hefur hafið inn á æðri tilverusvið þar sem hún nú aftur hefur mikið saknaðan eiginmann sinn Baldur sér við hlið. Minningin um Bald- ur og Önnu, þau góðu og glað- legu hjón, mun lifa og hlýja okk- ur um hjartarætur. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þeirra. Gullý Hanna. Sveit Stefáns er efst Síðastliðið þriðjudagskvöld voru spilaðar þriðja og fjórða umferð í sveitakeppni B.A. Akureyrar- móti. Spilaðir eru tveir 16 spila leikir hvert spilakvöld. Að loknum fjórum umferðum er röð efstu sveita þessi: stig 73 68 63 59 48 48 47 46 37 1. sv. Stefáns Vilhjálmssonar 2. sv. Páls Pálssonar 3. sv. Harðar Steinbergssonar 4. sv. Júlíusar Thorarensen 5. sv. Kára Gíslasonar 6. sv. Arnar Einarssonar 7. sv. Smára Garðarssonar 8. sv. Stefáns Ragnarssonar 9. sv. Antons Haraldssonar Alls spila 20 sveitir sem er mesta þátttaka í sveitakeppni hjá félaginu. Á síðasta starfsári spiluðu alls 133 spilarar hjá félaginu og er Bridgefélag Akureyrar því eitt stærsta bridgefélag landsins. 8 - DAGUR -7. nóvember 1983 g,- íXUvOÁÖ.'i$(íi ísoffbíVOfi ■>

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.