Dagur - 07.11.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 07.11.1983, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, mánudagur 7. nóvember 1983 125. tölublað Leita verkef na frá Grænlandi allt til Sahara Segja má að að Slippstöðin á Akureyri leiti nú verkefna allt frá Grænlandi og suður fyrir Sa- hara í Afríku, en ástæðan fyrir því að stöðin leitar nú verkefna erlendis er sú að verkefha- skortur blasir við, ekki hvað mm:mmmimmmmmwmmtim'z. ';¦¦-¦¦. Vcrftur Cabo-Verde sldpið aðeins eitt af mörgum sem Slippstöðin smíðar fyrir suðrænar þjóðir? síst eftir að fréttir bárust af enn frekara hruni þorskstofnsins. Slippstöðin leitaði eftir við- gerðarverkefnum hjá grænlensk- um útgerðaraðilum og sendi í því skyni upplýsingar um stöðina til þeirra allra. Nú eru útboðslýs- ingar farnar að berast frá græn- lenskum útgerðarmönnum. Þá er Slippstöðin nú að gera tilboð í smíði fjögurra fiskiskipa fyrir Kongó-menn. Um er að ræða 230-240 lesta skip og fara full- trúar Slippstöðvarinnar líklega utan í næstu viku til viðræðna um málið. Þá hefur Slippstöðin einn- ig leitað fyrir sér með verkefni í Marokkó, en án árangurs enn sem komið er. Gunnar Ragnars sagði að svo virtist sem íslendingar væru vel samkeppnisfærir á þessu sviði á erlendum mörkuðum. Til tals hefur komið að leita samstarfs við Útflutningsmiðstöð iðnaðar- ins í því skyni að afla verkefna í skipasmíðum erlendis. Landsf undur Sjálfstæðisf lokksins: Þorsteinn Pálsson kosinn formaður Þorsteinn Pálsson var kosinn formaður Sjálfstæðisflokks- ins með yfirburðum á lands- fundi flokksins í gær. Hlaut hann stuðning 56.7% þeirra sem kusu, alls 608 atkvæði, sem var 327 atkvæðum fleira en Friðrik Sophusson fékk. Hann fékk stuðning 26.8% landsfundarfulltrúa, samtals 281 atkvæði, en Birgir ísleif- ur Gunnarsson fékk 180 at- kvæði, sem er 16.8% þeirra 1.072 sem kusu. Friðrik Sophusson var endur- kjörinn varaformaður flokksins með 916 atkvæðum af 1002 mögulegum, sem er 91.5%. Sig- rún Þorsteinsdóttir hlaut 26 at- kvæði, Davíð Oddsson 25 at- kvæði og Birgir ísleifur fékk 11 atkvæði, en hann gaf ekki kost á sér í varaformannsembættið og lýsti yfir stuðningi við Friðrik. Geir Hallgrímsson hlaut flest atkvæði í miðstjórn flokksins, eða 902, en aðrir sem hlutu kosn- ingu voru Björn Þórhallsson, Davíð Oddsson, Einar Guðfinns- son, Davíð Scheving Thorsteins- son, Jónas Haralz, Óðinn Sig- þórsson, Katrín Fjeldsted, Jón- ína Mikaelsdóttir, Jón Magnús- son og Björg Einarsdóttir. Áður hafði þingflokkurinn tilnefnt Matthías Mathiesen, Matthías Bjarnason, Albert Guðmunds- son, Salome Þorkelsdóttur og Pétur Sigurðsson í miðstjórnina. Það vekur athygli, að enginn full- trúi frá Norðurlandskjördæmi eystra hefur náð kosningu í mið- stjórnina. Kristján er án efa með þeiui afkastameiri á rjúpnavertíðinni að þessu sinni. Hér er hann með 80 rjúpur í pokanum. Mynd. KGA. Opnar Iðntækni- stofnunin útibú á Akureyri „Þetta hefur verið rætt, en það tiefur erígin ákvörðun verið tekin enn, en allt bendir þó til þess að útibúið verði að veru- leika fyrr en seinna," sagði Ingjaldur Hannibalsson, for- stjóri Iðntæknistofnunarinnar, aðspurður um fyrirhugað úti- bú frá stol ríuninni á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum Ingjajds hefur þetta mál verið rætt innan stofnunarinnar að undanförnu, en hins vegar væri stofnun útibúsins og rekstur þess ekki inni á fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Það væri þó ekki útilok- að að fjárveiting fengist, en alla vega ætti að vera hægt að gera ráð fyrir útibúinu á fjárhagsáætl- un fyrir árið 1985. Ingjaldur sagði, að gert væri ráð fyrir 2-3 starfsmönnum við útibúið, sem kæmu til með að veita almenna þjónustu, auk þess sem þeir gætu leitað til sérfræðinga stofnunar- innar með öll sérverkefni. Skaut 236 rjúpur í f iórum ferðum - Það hefur gengið mjög vel. Ég hef farið fjórum sinnum og haft 236 rjúpur samtals í þess- um ferðum. Ég hef því ekki yfir neiiiii að kvarta, sagði Kristján Jóhannesson, bifvéla- virki á Akureyri í samtali við Dag er hann var spurður hvernig gengið hefði í barátt- unni við hvíta fuglinn í vetur. Hið forna máltæki „Sjaldan fellur eplið Iangt frá eikinni" virðist eiga vel við um Kristján því hann er sonur hins lands- kunna veiðimanns Jóhannesar Kristjánssonar. Mest hefur Kristján fengið 80 rjúpur á einum degi í vetur en það var fyrir skömmu í Ljósa- vatnsskarði. Þá hélt hann af stað með þrjá pakka af skotum eða 75 skot og þessi skotfæri dugðu til að granda 68 rjúpum. - Þetta var ákaflega erfitt. Það er erfitt að skjóta í skóglendi og mest var skotið á flugi, sagði Kristján sem síðan þurfti að sækja fleiri skot og afraksturinn varð sem sagt 80 stykki sem mun vera það mesta sem einn maður hefur skotið hérlendis á þessum vetri. í hinum veiðiferðunum þrem hafði Kristján 29,56 og 71 stykki, þannig að heildartalan er komin upp í 236 og veturinn rétt nýbyrj- aður. - Ég hef ekki heyrt að mikið hafi verið skotið af rjúpu annars staðar í vetur. Veður hefur verið það slæmt að menn hafa lítið far- ið en þó hefur maður heyrt að einstaka menn hafi gert það gott, sagði Kristján Jóhannesson. „Ostur er veislukostur" -Rættvið íslandsmeistarann í ostagerð < Allt um íþróttir helgarinnar • „Ástandið er verstá Eyjafjaröarsvæðinu'V

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.