Dagur - 07.11.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 07.11.1983, Blaðsíða 12
Þrjár konur kosn- ar í miðstjórnina - á fjölmennu kjördæmisþingi framsóknar- manna í Hrafnagilsskóla um helgina. 27. kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra var haldið að Hrafnagili á föstudag og laugardag og sóttu það um 80 manns. Eftir að Jóhannes Geir Sigurgeirsson, for- maður kjördæmissambandsins hafði sett þingið og fluttar verið skýrslur stjórnar, fluttu þingmenn og varaþingmenn ræður. Haf- þór Helgason, viðskiptafræðingur, hafði framsögu um atvinnu- mál og byggðaþróun og síðan voru almennar umræður. Á laugar- dag störfuðu nefndir og eftir ávarp Halldórs Ásgrímssonar sjávar- útvegsráðherra, var gengið til kosninga og afgreiðslu mála. Ingvar Gíslason, alþingis- maður, flutti m.a. ræðu þar sem hann fjallaði ítarlega um stöðuna í stjórnmálunum og Framsóknar- flokkinn sérstaklega í því sam- bandi. Rakti hann þróun mála á síðustu árum og sagði nauðsyn- legt fyrir framsóknarmenn að huga að endurnýjun bæði hvað varðaði mannval og málefna- grundvöll. í stjórn KFNE voru kosin Jó- hannes Geir Sigurgeirsson, formaður, Úlfhildur Rögnvalds- dóttir, Bjarni Aðalgeirsson, Ari Teitsson, Valgerður Sverrisdótt- ir, Tryggvi Sveinbjörnsson og Gunnar Hilmarsson. , í miðstjórn hlutu kosningu Bjarni Aðalgeirsson, Valgerður Sverrisdóttir, Hákon Hákonar- son, Jónína Hallgrímsdóttir og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir og jafnmargir varamenn og frá Fé- lagi ungra framsóknarmanna Ní- els Á. Lund, Egill Olgeirsson og Snorri Finnlaugsson og einnig jafnmargir varamenn. Sjá álykt- anir þingsins á bls. 4. Mynd: H.Sv. Frá kjördæmisþinginu um helgina sem haldið var í Hrafnagilsskóla. Ástandið í byggingariðnaði: Hvergi eins slæmt og á AlrnrPifri nVVIII vjl I - Áslandið í byggingariðnaði á Akureyri og nágrenni er hrikalegt. Hvergi annars stað- ar á landinu er ástandið jafn alvariegt og ef ekki hefði dreg- ið úr verðbólgu þá væru fjöl- mörg fyrirtæki komin á nauft- ungaruppboð í dag. Þetta segir Marinó Jónsson, formaður Meistarafélags bygg- ingamanna m.a. ( viðtali Dags cn samkvæmt upplýsingum Marinós er samdráttur t mannafla í bygg- ingariðnaði á þrem árum orðinn um 30% . Starfandi pípulagningarmönn- um í bænum hefur fækkað um 37% á rúmum tveim árum og all- ar horfur eru á að þessi tala verði komin upp í 46% fyrir árslok. 19 rafvirkjar hafa þurft að leita sér að annarri vinnu það sem af cr þessu ári og margir iðnuðarmenn hafa hreirilega fiúið bæinn. Og þá eru vcrkamenn í byggingar- iðnaði ekki taldir með. Sjá nánar Viðtal Dags-ins bls. 2. fifi „Ekki ánægður með þessa afgreiðslu - segir Pétur Valdimarsson um afgreiðslu skipulagsnefndar á umsókn hans um lóð fyrir gróðurhús „Þetta er í sjálfu sér ágætt en ég er þó alls ekki ánægður með þessa afgreiðslu,“ sagði Pétur Valdimarsson sem hefur sótt um leyfl til bæjaryfirvalda að fá að byggja gróðurhús sem staðsett yrði á svæðinu milli Skógarlundar og Háalundar og hins vegar á milli Dalbrautar og Mýrarvegar. í afgreiðslu skipulagsnefndar segir, að nefndin samþykki fyrir sitt leyti uppdráttinn af skipulagi gróðrarstöðvar á umræddu svæði, enda verði gróðurhús innan byggingarreits sem sam- þykktur var af bæjarstjórn 9. feb. 1982. Fellst nefndin einnig á að viðbótaraðkoma að svæðinu verði suður úr Espilundi. Jafn- framt er skipulagsstjóra falið að gera tillögu að íbúðarhúsnæði austan Þrastarlundar, með það í huga að hluti þeirra íbúða verði í tengslum við starfsemi gróðrar- stöðvarinnar. „Ég á eftir að sjá hvað það er sem skipulagsnefnd er að hugsa um. Ef það verður ekki hægt að koma fyrir sýningar- og söluskála, sem var fyrirhugaður, þá er eng- inn grundvöllur fyrir þessu. Þeir vilja koma með innkeyrslu frá Birkilundi og tvær innkeyrslur að norðanverðu og það get ég ekki samþykkt, því það eyðileggur möguleikann á sölu- og sýninga- skálanum. Ég vil sjá hvað er verið að gera áður en ég tek endanlega afstöðu til málsins en það hefur geysilega mikið að segja hvort rekstrar- grundvöllurinn er tekinn að mestu leyti frá stöðinni. Á meðan menn fást ekki til þess að hugsa um það hvort hægt sé að reka þau fyrirtæki, sem verið er að sækja um að byggja hér í bænum, þá er ekki hægt að vonast til þess að það verði mikið um byggingar á atvinnufyrirtækjum eða fyrir- tækjum almennt. Mér dettur ekki í hug að fara að byggja hér gróðurhús sem kostar hugsanlega um 20 milljón- ir króna í uppbyggingu og eiga á hættu áður en byrjað er, að búið sé að skipuleggja þannig að rekstrargrundvöllur verði ekki fyrir hendi. Bæjarkerfið, skipu- lagsnefnd og fleiri hafa ekki vilj- að hugsa út í þetta hingað til,“ sagði Pétur. Veður strekkingi í dag með élja- gangi, en á morgun léttir til og norðanáttin víkur fyrir hægri sunnanátt, en að lík- indum ekki fyrr en á mið- vikudag. En þá er líka búist við hlýindum, sem allt útlit er fyrir að geti staðið í nokkra daga samkvæmt upplýsingum veðurstofunn- ar í morgun. # Ég er humar, sagði rækjan! Vikurit Sjálfstæðisflokksins á Akureyri var í mfkilli sálar- kreppu í síðustu viku. „Litli- Moggi“ var þá í versta ham, grey skinnið, og hafði allt á hornum sér; allt út af stuttum saklausum klausum hér f S&S fyrir skömmu. En íhalds- blaðinu dugði ekki minna en síða til andsvara. Þar er reynt að gera fjárhag Dags tor- tryggilegan, en slíkt raus lát- um við sem vind um eyru þjóta. Öll fyrirtæki sem fjár- festa og eru á uppleið skulda, en aðeins sum eiga fyrir skuldunum. Þeirra á meðal er Dagur. Hins vegar datt okkur í hug sagan af hafnfirsku rækjunni þegar dátkahöfund- ur íhaldsblaðsins skrifar: „Við erum eldri, reyndari og greindari". Sagan um rækjuna hefst á því, að einn af togurum Út- gerðarfélagsins kom inn til löndunar. Einn af vinum skipstjórans tók á móti hon- um á bryggjunni og spurði um afla. Skipstjórlnn lét vel af, sagðist hafa fengið 150 tonn af þorski og eina hafn- firska rækju. - Hafnfirska rækju, hváði vinurinn, hvernig velstu að hún er úr Hafnarfirði? - Heyrir þú ekki í henni?, sagði skipstjórinn og benti fram eftir skipinu. Og viti menn, þar sat rækjan og gói- aði: - Ég er humar, ég er humarl!!! • Ellimörk? Vissulega er vlkublað íhalds- ins eldra en Dagur, sem á því má sjá, enda segja elliglöpin til sín! Um síðustu helgi bættust við um 500 nýir áskrifendur í stóran áskrif- endahóp Dags. Þessi aukn- ing ein og sér samsvarar heildaráskrifendafjölda að íhaldsblaðinu. Þetta kallar Norðangarri sókn islendings á kostnað Dags!! Slfk og því- Ifk „heimspekileg" rökfræði er latfna fyrir okkur Dags- menn. # Albert reddar þessu Ástæðan fyrir þessum tauga- titringi íhaldsmálgagnsins er sú, að við greindum frá slæmri fjárhagsstöðu blaðslns, m.a. sögðum við frá hátt í tvö hundruð þúsund króna skuld við prentsmiðju Skjaldborgar. Nú höfum við hins vegar fyrir því nokkuð áreiðanlegar heimildir, að ís- lendings-menn þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu lengur. Albert ætlar nefnilega að draga pennastrik yfir allt samanl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.