Dagur - 18.11.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 18.11.1983, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - 18. nóvember 1983 18. nóvember 1983 - DAGUR - 9 N Hvað verður til þess að ungt fólk sem talið hefur sig trúlaust, tekur skyndilega sinnaskiptum og tekur trú? Þessari spurningu er erfitt að svara enda einstaklingsbundin en dæmin eru mýmörg. Hvað sem því líður þá eiga margir erfitt með að átta sig á þessu, sérstaklega þegar viðkomandi snúa baki við heiminum, ganga í klaustur og segja skilið við fyrri lífsvenjur. Trúarhóparnir eru margir og bara á Akureyri er hægt að nefna eina fjóra til fimm kristna söfnuði, utan Þjóðkirkjunnar sem starfa með nokkrum blóma. Þar fyrir utan er svo hægt að nefna Baháía og Mormóna, sem nú virðast hafa náð fótfestu hér á landi með skoðanir sínar. Vottar Jehóva eru einn þeirra kristnu söfnuða sem starfa hér á Akureyri en meðal vottanna eru Árni Steinsson, kennari og Kristrún Gísladóttir, eiginkona hans. Ungt fólk með þrjú börn sem tóku trú árið 1975 og fluttu til Akureyrar fyrir tæpum þrem árum. Hér starfar Árni sem kennari við Oddeyrarskólann, kennir stærðfræði og eðlisfræði, en auk þess vinna þau hjónin bæði að því að útbreiða fagnaðarerindið. Þau hafa breytt lífsvenjum sínum talsvert mikið eftir að þau kynntust trúnni og starfa nú í anda boðskapar Biblíunnar. Okkur lék forvitni á að vita hvernig stóð á þessum sinnaskiptum og þau urðu fúslega við þeirri ósk að segja okkur frá lífi sínu. Til upplýsingar skal þess getið að vottar Jehóva, þýðir einfaldlega vottar Guðs (Jehóva). Vottar Jehóva trúa því að vottarnir hafi alltaf verið til og að Jesús Kristur hafi sjálfur verið vottur. Sem nútímafyrirbrigði, skipulagt á nútímavísu á hreyfingin upphaf sitt í Pennsyivaníu í Bandaríkjunum en það er farið að boða trúna um 1870. Árið 1879 kemur Varðturninn, málgagn votta Jehóva fyrst út og kemur blaðið út á 102 tungumálum í dag. Talið er að vottar Jehóva séu um tvær og hálf milljón í dag, en allt í allt tengjast um sex milljónir manna þessari trúarhreyfingu. Vottar Jehóva á íslandi munu vera um 140 talsins en hingað barst trúin með V.-íslendingnum Fjölni Líndal árið 1929. Vottar Jehóva eru í dag ofsóttir vegna trúar sinnar og skoðana í um 40 löndum sérstaklega í einræðisríkjum víðs vegar um heim og í mörgum öðrum löndum hafa vottarnir þurft að sitja í fangelsum m.a. vegna þess að þeir neita að gegna herþjónustu. En gefum nú Arna og Kristrúnu orðið: - Það mun hafa verið árið 1974 að við kynntumst þessu fyrst. Eins og svo margir hafa upplifað þá fara vottarnir hús úr húsi og það var bankað upp á hjá mér, segir Árni. Sá sem kom í heimsókn til mín var vottur Jehóva og hann vakti áhuga minn á Ritningunni. Ég hafði lengi haft áhuga, sögulegan áhuga á Biblíunni en þar fyrir utan var ég það sem má kalla trúleysingja. Þessi maður opnaði augu mín fyrir því hve ég vissi sorglega lítið um Biblí- una og það varð úr að ég bað hann um að koma aftur og ræða við mig málin. - Hvernig tók eiginkonan þessu? - Hún var nú ekki heima þegar hann kom fyrst en hún hefur líklega orðið vör við hann þegar hann kom næst, því ég ræddi lengi við hann og við áttum mjög djúpar samræður. Viðbrögð Kristrúnar voru lítil fyrst en það breyttist þegar þessi maður fór að koma aftur og aftur. - Hvað fannst þér, Kristrún? - Mér leist ekkert á þetta til að byrja með. Fannst það mjög ein- kennilegt að maðurinn minn var allt í einu farinn að sökkva sér niður í trúarleg málefni. Ég var sjálf ekki trúuð. Var líklega eins og flestir eru. Tilheyra Þjóðkirkjunni og búið. Mér var því ekkert um þetta gefið en var þó oft viðstödd þegar þeir ræddu saman án þess að leggja nokkuð til málanna. - Vaknaði áhugi þinn á trúmál- um um þetta leyti? - Ætli það ekki. Mér fannst það a.m.k. mjög umhugsunarvert að þeir gátu bent á ýmsa hluti til stað- festingar því að það sem Biblían segði, væri rétt og þessu hafði mig aldrei órað fyrir. - Þessar umræður okkar, segir Árni, - voru til að byrja með ein- göngu um söguleg efni. Við ræddum um ýmislegt sem ég hafði heyrt að væri mótsagnakennt og þetta varð til þess að umræða okkar beindist inn á trúarlegri brautir og þá vakn- áði hjá mér enn meiri áhugi á Biblí- unni. - Varst þú orðinn trúaður þegar hér var komið sögu? - Við höfum líklcga verið búnir að ræða saman af og til í u.þ.b. ár, er ég fann að eitthvað hafði vaknað hjá mér sem við getum kallað trú. Rökrétt trú Þegar þetta gerðist bjuggu þau Árni og Kristrún í Kópavogi. Þau voru bæði í námi og sonurinn Gísli var þá tiltölulega nýfæddur. Þess má geta að undirritaður spurði Árna að því hvort hann hefði.verið einmana á þessum tíma, eða hvort hann hafi átt við einhver vandamál að stríða sem honum hefði þótt gott að geta rætt við þennan mann, en svo var ekki. - Við vorum síður en svo ein- mana, því við bjuggum í einbýlis- húsi saman með þrem öðrum náms- mannafjölskyldum og það voru því margir til að ræða við, segir Árni og hlær og Kristrún skellir líka upp úr. - Hvað var það sem höfðaði mest til þín í boðskap votta Jehóva? - Það var það hve uppbygging trúarinnar var rökrétt Hún var byggð á þekkingu og í allan stað frábrugðin því sem ég átti að venjast. Ég hafði vanist því í minni fjölskyldu að trúin byggðist frekar á tilfinningasemi en vissu. - Það sem vottarnir boðuðu hef- ur þá átt vel við þig sem stærðfræði- kennara? - Það er rétt. Þetta var tvímæla- laust „lógik“ ekki tilfinning. - Hvert var næsta skref? - Við fórum að fara á samkomur, segir Kristrún en hún segist á þess- um tíma einnig hafa verið búin að afla sér þekkingar á trúnni. - Það sem vakti mestan áhuga hjá mér í upphafi voru þeir spádóm- ar sem Biblían hefur að geyma, sem komið hafa fram og eru að koma fram í dag. - Hvað með heimsendisspár? Koma þær fram í túlkun votta Jehóva á Biblíunni? - Það hafa margir verið með slík- ar spár því trúarhóparnir sem tengj- ast Biblíunni og öðrum trúarritum eru geysilega margir, segir Árni nú. Það er hins vegar rétt að Biblían boðar endi þessa skipulags og við viðurkennum það að sjálfsögðu en það er hins vegar ekki rétt að vott- arnir hafi verið með neinar dagsetn- ingar í því sambandi. Biblían tekur það nefnilega skýrt fram að enginn geti vitað hvenær slíkt mun verða. - Hvenær takið þið svo trú? - Það var í ágúst 1975 á Húsavík, segir Kristrún. Já, það er rétt að skjóta því inn í að þessar samkomur sem við fórum á voru allt, allt öðruvísi en við áttum von á. Þama var það fræðslan sem sat í fyrirrúmi. Það voru fyrirlestrar um margvísleg efni í Ritningunni og það var greinilegt að það var lögð gífurleg áhersla á að uppfræða safn- aðarmeðlimi um alls kyns efni. - En síðan ákveðið þið að taka trú? - Já, þetta var svo sannarlega eitthvað sem við gátum bæði skrifað undir og við ákveðum að láta skírast sem vottar Jehóva á móti sem haldið var á Húsavík í ágúst 1975. - Hvernig fer svona skírn fram? - Skírnin fer þannig fram að hún er biblíuleg og þar af leiðandi niður- dýfingarskírn. Þetta er táknræn at- i. f i pvi pegai loi k fer niður í vatn- ið þá fer það niður með sínar fyrri gjörðir og fyrri breytni og þegar það kemur upp úr þá er það tilbúið að takast á við nýtt líf og starfa sam- kvæmt Biblíunni. - Hvar á Húsavík fór þessi skírn- arathöfn fram? Varla í sundlaug- inni? - Jú, jú, við fengum sundlaugina. - Það má þá nota svona almenn- ingsstaði? - Mikil ósköp, segir Kristrún, - það er mikið betra en ísköld á en við hefðum vafalaust getað notað Laxá. - Yfirvöld sýna þá skilning á mál- um sem þessum og lána sundstaði til skírnarathafna? - Það er hægt að taka undir það að við höfum mætt miklum skilningi frá bæjaryfirvöldum í þessu sam- bandi. . . . vegna þess að Biblían kennir ekkert helvíti“ ekki teknir inn í þessa trú sem ungbörn. Þetta eru fullveðja ein- staklingar. Þegar menn eru orðnir fulltíða og fullþroska þá gefur það auga leið að skoðanir manna fara ekki alltaf saman. - Breyttist daglegt líf ykkar mikið eftir að þið tókuð trú? Sneruð þið baki við heimsins gæðum s.s. skemmtunum eða voruð þið ekki skemmtanalega sinnuð? - Við vorum eins og fólk almennt er. Lifðum kannski svolítið fyrir helgarnar og fórum út að skemmta okkur. Þessi þáttur breyttist geysi- lega mikið. Vinirnir sem við áttum hurfu en nýir komu í staðinn. - Hurfu gömlu vinirnir alveg? - Ekki segi ég það en það komu stór skörð í kunningjahópinn. - Saknið þið þessara vina? - Það er alltaf leiðinlegt að sjá á bak gömlum vin en við sjáum ekki eftir því sem við höfum gert. - Hver er ykkar afstaða nú til skemmtana og þess sem Jteim fylgir, s.s. áfengis og tóbaks? - Ef við tökum skemmtanirnar fyrir fyrst, þá notum við hvert tæki- færi sem gefst til að skemmta okkur en við skemmtum okkur á heilbrigð- an hátt. Við sækjum ekki dansleiki og annað þvíumlíkt en gerum hins vegar meira af því að koma saman sem fjölskyldur, förum í leikhús, bíó og þess háttar. Varðandi áfengið er það að segja að í Biblíunni er talað um að Jesús hafi breytt vatni í vín og ráð- leggur Tímoteusi að neyta lítils hátt- ar af víni við maganum svo að vín- neysla er ekki bönnuð á síðum Biblíunnar en það er bent á það að menn þurfi að neyta víns í hófi. Við neytum hins vegar ekki tóbaks. Það gerir enginn vottur Jehóva. Ástæð- an fyrir því er sú að við berum virð- ingu fyrir líkama okkar og viljum ekki skemma hann með tóbaksnotk- un. - Hvað með íþróttir og tóm- stundaiðju? - Við stundum auðvitað íþróttir börnin væru að gera þegar þau væru orðin fullorðin. Samband okkar og foreldra minna hefur því ekki breyst á nokkurn hátt. - Það hefur enginn í þinni fjöl- skyldu tilheyrt sértrúarsöfnuði áður en þú tókst trú? - Jú reyndar. Systir mín tilheyrir öðrum hópi, hún er Baháí. Það má því segja að innan sömu fjölskyld- unnar séu trúleysingjar, trúað fólk í anda Þjóðkirkjunnar, vottar Jehóva og Baháíar og það hefur engin áhrif á samskipti okkar sem fjölskyldu. - Ræðið þið trúmál, þú og systir þfn? - Við gerum lítið af því en þó kemur það fyrir og þær umræður fara bara vel fram. - Greinir ykkur mikið á? - Já, það er mjög mikill munur á þessu tvennu. Kristrún: - Ég segi það sama og Árni. Það vöknuðu auðvitað ýmsar spurningar hjá minni fjölskyldu. Foreldrar mínir og ættingjar áttu erfitt með að átta sig á ýmsu sem breyttist í okkar lífi en að öðru leyti var fjölskyldan mjög afskiptalítil. - Of afskiptalítil? - Já, kannski. Það hefði ekki ver- ið verra að fá meiri afskipti til þess að skapa umræðu um það sem var að gerast því að þegar þessi mál hef- ur borið á góma, þá hefur maður fundið hvað fjölskyldur okkar eru í raun áhugalitlar um trúmál. Og í raun endurspeglar þetta viðhorf al- mennings í öllum megin dráttum. Þess má geta að þau Árni og Kristrún eru ekki Norðlendingar. Árni rekur ættir sínar til ísafjarðar og Kristrún til Akraness og það ligg- ur því beint við að spyrja þau hvers vegna þau hafi flutt hingað til Akur- eyrar. - Ástæðan fyrir því að við flutt- um hingað er sú að hér var ákaflega lítill söfnuður sem þó hafði starfað í mörg ár. Þessi söfnuður þarfnaðist krafta okkar og þess vegna fluttum við hingað. - Þið vinnið sem sagt að því að útbreiða trúna hér á Akureyri? - Það gera allir vottar Jehóva hér í bæ. - Hvernig gengur? - Það gengur mjög vel. Það geng- ur virkilega vel hér á Akureyri, segir Árni með sannfæringarkrafti. - Það er mjög gott að tala við fólk hér á Akureyri og okkur hefur undan- tekningarlaust verið mjög vel tekið. Það var erfitt fyrir nokkrum árum að tala við fólk hérna um trúarleg mál en það hefur orðið geysileg breyting. - Ykkur er þá vel tekið þegar þið gangið í hús? - Okkur er tekið vel. - Eins vel og þú tókst á móti manninum um árið? - Kannski ekki alveg eins vel en þó eru margir slíkir innan um. - Ykkur er ekki skipað í sama hóp og þeim sem selja merki og þar fram eftir götum, þegar þið bankið upp á? - Nei ég held að fólk geri sér al- veg grein fyrir því hverjir eru þarna á ferð. Það þekkir orðið votta Jehóva og veit hvað við stöndum fyrir. - Eruð þið dæmd fyrirfram? - Já, ég myndi segja það. Margir taka afstöðu eftir því sem þeir hafa heyrt hjá öðrum án þess að hafa kynnt sér málin af eigin raun. - Er ykkur vísað frá með ein- földu neii á mörgum stöðum? - Já en allt þetta fólk er mjög kurteist. - Þið hafið þá heyrt það sem margir segja að vottar Jehóva séu uppáþrengjandi? - Já við heyrum það oft og ég var einu sinni sjálfur sömu skoðunar. Samt hafði ég aldrei talað við vott á þeim tíma. Börnin velja sjálf - Hvað er að vera vottur Jehóva?. - Það að vera vottur Jehóva er að vera lærisveinn Jesú Krists. Að feta í hans fótspor sem felur m.a. í sér að við reynum að lifa samkvæmt því sem við þekkjum frá Biblíunni. Við erum að vísu ófullkomin og okkur verður margt á en til þess að geta lif- að kristilegu lífi þá kallar það á stöðugt nám frá Biblíunni. Við höf- um vissulega tækifæri til þess innan safnaðarins sem skýrist kannski bet- ur ef ég lýsi hvernig vikan líður hjá okkur. Ef við byrjum á sunnudög- um þá höfum við tveggja tíma sam- komu eftir hádegi. Fyrri tíminn fer í biblíufyrirlestur og seinni tíminn fer í biblíunám. Á þriðjudögum skiptum við söfnuðinum niður í smáhópa og þá höfum við klukku- tíma samkomu og enn á ný förum við yfir eitthvað efni sem tengist Biblíunni. Á fimmtudagskvöldum höfum við tveggja tíma samkomu sem er þannig byggð upp að fyrri hlutinn er skóli þar sem kennd er ræðumennska og framsögn og seinni hlutinn er svo helgaður ýmsum at- riðum sem snerta þarfir safnaðarins. Á þennan hátt höfum við fimm tíma fræðsluprógram á viku hverri sem væntanlega auðveldar okkur að lifa sem kristnar manneskjur. - Taka börnin þátt í þessum sam- komum? - Allar samkomur eru fyrir alla. Enginn greinarmunur gerður á börnum eða fullorðnum í því sam- bandi. En fyrir utan allar þessar samkomur þá tökum við þátt í að boða fagnaðarerindið sem Biblían talar um og þessi hluti starfsins fer fram á hinum og þessum tímum. Við förum alltaf út, a.m.k. einu sinni í viku og boðum fagnaðarer- indið. helvíti til . . . og líkamsrækt eins og annað fólk en við gætum þess að þessi afþreying nái ekki þeim tökum á okkur að hún fæli okkur frá trúnni. - Það er þá allt í lagi fyrir vott Jehóva að fara á völlinn og kalla áfram KA eða áfram Þór? - Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að fara á völlinn og horfa á t.d. góða knattspyrnu, en við gætum hófs í því eins og öðru og látum ekki keppnisandann hlaupa með okkur í gönur, segir Árni sem sjálfur stund- ar ýmsar íþróttagreinar s.s. fót- bolta, sund og blak. Að breiða út fagnaðarerindið - Hvernig tóku fjölskyldur ykkar þessum sinnaskiptum í lífi ykkar? Árni: - Ef ég segi fyrst frá því hvernig þetta kom við mína fjöl- skyldu, þá tók hún því vel. Það hef- ur alltaf verið mottó hjá mínum for- eldrum að skipta sér ekki af því sem Sjá næstu síðu. Vinirnir hurfu - Breyttist líf ykkar við skírnina eða hafði það breyst áður? - Að sjálfsögðu breytist lífið áður, segir Árni. - Menn taka ekki upp nýja breytni með skírninni. Það er ekki það sem átt er við með skírninni, heldur er þetta opinber- leg viðurkenning manns á því að hafa tekið upp þessa trú, þessa lífs- stefnu. Ef maður hefur ekki byrjað að aðlaga sig að því sem Biblían kennir um mannlega breytni þá læt- ur viðkomandi ekki skírast, a.m.k. ekki fyrr en hann hefur aðlagað sig kenningum Biblíunnar. - Það má taka það fram að undanfari skírnarinnar er vígsla, skýtur Kristrún inn í. - Vígsluheit sem við gefum Guði í einkasam- bandi við hann. - Það hefúr væntanlega stutt ykk- ur mikið að þið tókuð bæði trú? - Það er auðvitað miklu auðveld- ara. Það segir sig sjálft og ég tel það mikla blessun að. við höfum verið samstiga í þessu. Það sjá náttúrlega allir að það getur skapað erfiðleika ef fjölskyldur eru trúarlega skiptar. - Er mikið um að bara annað hjóna sé í vottum Jehóva? - Nei, það er ekki mikið um það, en auðvitað er eitthvað um það og það er vegna þess að einstaklingur- inn verður að ákveða hvað hann vill gera við líf sitt. Vottar Jehóva eru ekkert Fjölskyldan í Tjarnarlundi. Kristrún, Dröfn (6 ára), Gísli (10 ára), Árni og Fannar (4 ára). Myndir: ESE. „Það Rætt vi5 Arna Steinsson og Kristrúnu Gísiadóttur, sem eru vottar Jehóva

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.