Dagur - 18.11.1983, Blaðsíða 16

Dagur - 18.11.1983, Blaðsíða 16
Um helgina leikur Þorvaldur á píanóið og Om Viðar á gítarinn. Upppantað í seinni tímann á föstudag og fyrri tímann á laugardag. Pantíð borð tímanlega. Samkeppni á alltaf að vera til góðs“ — segir Jón Þorgrímsson sem opnar markaðinn „Kjarabót66 á Húsavík „Ég ætla að opna 25. nóvem- sínum þær vörur einnig. Hann nýta þetta húsnæði sem hér er Samkeppni á alltaf að vera til „Ég ætla að opna 25. nóvem- ber ef allt fer sem horfir,“ segir Jón Þorgrímsson á Húsavík sem undirbýr nú af kappi opn- un markaðsverslunar þar í bæ. Jón sagði í samtali við Dag að ætlunin hefði verið að versla með allar almennar markaðsvörur nema mjólkur- og kjötvörur, en vegna þrýstings hefði hann ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum þær vörur einnig. Hann sagði að verslunin yrði á 400 fer- metrum í 1900 fermetra húsnæði sem hann á þar en hefur ekki ver- ið fullnýtt. Það hefur komið fram að Jón átti viðræður við Kaupfélag Þing- eyinga um hugsanlega þátttöku kaupfélagsins í rekstri verslunar- innar en samningar tókust ekki. „Þetta miðar eingöngu að því að nýta þetta húsnæði sem hér er fyrir hendi, en þeir höfðu ekki neinn áhuga á samvinnu," sagði Jón. - Hvað á verslunin að heita? „Hún á að heita verslunin Kjarabót, enda segja mér margir Húsvíkingar að þetta sé mesta kjarabót sem þeir hafa fengið lengi, kaupfélagið er víst þegar farið að lækka sitt vöruverð. Samkeppni á alltaf að vera til góðs og ég vona að svo verði einnig hér,“ sagði Jón. Við spurðum Hreiðar Karlsson kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík hvaða þýð- ingu opnun þessa markaðar hefði fyrir kaupfélagið og hvernig þeir hyggðust bregðast við. Hreiðar kvaðst ekkert vilja tjá sig um þetta mál í fjölmiðlum.“ Híta hleypt á göngu- götuna innan skaninis Ef allt gengur samkvæmt áætl- un verður hitakerfið undir göngugötunni á Akureyri tekið í gagnið um næstu mánaða- mót. Samkvæmt upplýsingum Stef- áns Stefánssonar, bæjarverkfræð- ings er enn ekki búið að tengja hitakerfið undir göngugötunni við heitavatnskerfið en að þessu máli er unnið þessa dagana. Búið er að heliuleggja götuna og fram til þessa hefur verið notaður sandur á hálkuna sem myndast hefur. Að sögn Stefáns er fyrirhugað að nota frárennslisvatn til upphit- unar en viðræður þar að lútandi standa nú yfir við Hitaveituna. Skyldi hann vera að skrópa, þessi náungi sem KGA festi á mynd fyrir utan Menntaskólann? SI. mánudagskvöld var ekið á bifreið sem stóð mannlaus við Sjúkrahúsið á Akureyri og hún skemmd talsvert. Bifreiðin er rauð á lit af Lada- gerð, og var ekið á hana um kl. 20 á mánudagskvöldið sem fyrr sagði. Ökumaðurinn sem þar átti í hlut stakk af og hefur ekki fundist. Rannsóknarlögreglan á Akureyri vinnur að rannsókn málsins, og biður alla þá sem geta gefið upplýsingar varðandi þetta mál að hafa samband við sig. Hljómplata Kristjáns uppseld Ekki getur orðið úr fyrirhuguð- um tónleikum Kristjáns Jóhanns- sonar, óperusöngvara, á Akur- eyri, samkvæmt upplýsingum Jóns Karlssonar hjá bóka- klúbbnum Veröld. Ástæðan er kostnaðurinn við að koma Sin- fóníunni norður, en til þess að ná endunum saman fjárhagslega hefði miðaverð þurft að vera hátt í 400 krónur miðað við að 1300 manns kæmu á konsertinn. Fyrsta sendingin af hljómplötu Kristjáns, hátt í 5000 eintök, er uppseld, jafnvel þó hún hafi enn ekki verið sett á almennan markað. Önnur sending kemur í hljómplötuverslanir eftir helgina. Twin Otter vél F.N. í vandræðum: Kryddsfldarlögurinn lak og ralinagninu sló út Lögur úr kryddsíldarfötu varð þess valdandi á dögunum að öllu rafmagni sló út af annarri Twin Otter vél Flugfélags Norðurlands sem var nýfarín frá Akureyri, áleiðis til Reykjavíkur. Vélin varð að lenda strax aftur á Akureyri og við rannsókn máls- ins kom í ljós að lögur úr krydd- síldarfötu hafði sullast niður er vélin var í áætlunarflugi tveimur dögum áður. Pækill þessi er tær- andi og 'dregur saltið í honum til sín mikinn raka sem síðan olli skammhlaupi í rafkerfinu, en það er að hluta til undir gólfi farang- urshólfs vélarinnar. Auk óþægindanna sem af þessu leiddu varð af þessu mikið tjón. Brunnu báðir riðstraums- rafalarnir yfir og mikil vinna var við hreinsun og skoðun. Al- þjóðareglur banna flutning ýmissa efna með flugvélum og er matvara í pækli þar ofarlega á lista. Veður Þá er úti ævintýri - í bili að minnsta kosti. Suðvestanátt- in helst eitthvað fram á næstu nótt, en þá snýst hann í noröanátt með stórhríð, sem nær að öllum líkindum hámarki um hádegi á morgun, samkvæmt upplýs- ingum veðurstofunnar. Þetta veður á að ganga niður á sunnudagsnóttina, en á sunnudaginn má áfram búast við norðanátt með élj- um hér og þar. Ekki verður mikið frost í þessu áhlaupi, líklcga 2-3 gráður, og á mánudaginn er spáð hlýn- andi aftur samnhliða suð- vestanátt. r Nýtt Samfestingar fyrir konur á öllum aldri. Léttur klæðnaður við öll tækifæri. Odýrar buxur í úrvali. Nýtt * A börnin: * Utigallar * Innigallar Velourgallar • Leistar Sokkar • Sokkabuxur Húfur og vettlingar í úrvali.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.