Dagur - 12.12.1983, Side 4

Dagur - 12.12.1983, Side 4
4 - DAGUR -12. desember 1983 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Byggðastefna á Norðurlöndum Vinnuhópur á vegum Norrænu rannsóknar- stofnunarinnar í byggðamálum, NordREFO, hefur metið aðgerðir af hálfu hins opinbera til að hafa áhrif á þróun byggðar á Norðurlönd- unum og borið þær saman. Helstu niðurstöð- ur fara hér á eftir: I lögum um byggðaþróun í Danmörku segir að aðstoð megi veita til að efla iðnþróun o.fl. í þeim héruðum landsins þar sem slík aðstoð hefði veruleg áhrif á möguleika íbúanna til að fá sinn hlut í hagrænum, félagslegum og menningarlegum framförum í landinu. Mark- mið byggðastefnu í Svíþjóð eru þau að allir hafi aðgang að vinnu, þjónustu og góðu um- hverfi, hvar sem þeir búa í landinu. í finnsk- um lögum um byggðaþróunarjafnvægi er stefnt að jafnvægi í þróun búsetu, jafnri þró- un lífskjara og fjölbreyttara atvinnulífi. Norð- menn reyna að tryggja núverandi byggða- mynstur í höfuðdráttum. Þá er tekið fram að álögum skuli dreifa þannig að þær dragi þau héruð sem verst eru sett sem minnst niður. Þetta er viðbót við aðrar almennari aðgerðir ríkisvaldsins í byggðamálum, en eitt atriði er öllum Norðurlandaþjóðum sameiginlegt: Að- gerðir sem hafa hið formlega nafn byggða- stefna eru ekki nema lítill hluti þeirra aðgerða ríkisvaldsins sem áhrif hafa á þróun byggðar, Má í því sambandi nefna yfirfærslur og stuðn- ingsaðgerðir við einstakar atvinnugreinar, sem oft eru misdreifðar. Þá eru fjárveitingar til framkvæmda ríkisins beinlínis notaðar til að hafa áhrif á vaxtarmöguleika byggðar og framkvæmdum beint til héraða með minni vaxtarmögleika, þjónustustofnanir byggðar enda þótt mannfjöldi leyfi e.t.v. ekki slíkt mið- að við önnur svæði. Danski byggðasjóðurinn lánar fyrirtækjum bæði til fjárfestinga og rekstrar. Styrkir eru veittir fyrirtækjum sem vilja flytja á þau svæði sem sjóðurinn starfar á. Þá fá sveitarfélög styrki. Þá má nefna að Danir hafa aðgang að byggðasjóði Efnahagsbandalagsins. Finnski byggðasjóðurinn, KERA, starfar á svipuðum línum og sá danski, en á auk þess hlutabréf í allmörgum fyrirtækjum. Hann styrkir sveitar- félög til að reisa iðngarða og fyrirtæki til að mennta starfsmenn sína. Flutningskostnaður á markað er niðurgreiddur, skattaálagning notuð sem liður í byggðaaðgerðum, sérstakur byggingaskattur er lagður á fyrirtæki í Hels- inki. í Noregi greiða fyrirtæki mismunandi launatengd gjöld eftir því hvar í landinu þau eru. Fyrirtæki hlíta staðarvalsráðgjöf og stór- framkvæmdir á höfuðborgarsvæði eru háðar sérstöku eftirliti. Flutningskostnaður á mark- að er niðurgreiddur í Noregi. í Svíþjóð er byggðasjóður í hverju léni. Þar eru byggðaað- gerðir víðtækari en á hinum Norðurlandanna og það sem einkennir sænska byggðastefnu eru þeir styrkir sem fyrirtæki fá fyrir að taka menn í vinnu. Af þessari stuttu upptalningu má sjá að byggðastefna þykir sjálfsagður liður í stjórn- sýslu Norðurlandanna og mun markvissari en hér á landi. Könnun á atvinnu- þátttöku kvenna Á fundi með bæjarstjórnar- mönnum og blaðamönnum á miðvikudag í síðustu viku kynnti jafnréttisnefnd Akur- eyrar könnun sem hún hefur látið gera um atvinnumarkað- inn á Akureyri og atvinnuþátt- töku kvenna. Karólína Stef- ánsdóttir, formaður nefndar- innar kynnti fyrst tildrög könn- unarinnar, en bæjarstjórn veitti til hennar 100 þúsund krónum. Karólína sagði að sú skýrsla sem nú væri komin væri einungis fyrsta skrefið í þá átt að öðlast yfirsýn yfir stöð jafnréttismála á Akureyri. Hún ætti að gera bæjaryfir- völdum kleift að beita sér fyrir úrbótum á ákveðnum þáttum jafnréttismála, jafnframt því sem hún benti á hvaða þáttum þyrfti síðar að gera úttekt á. Kristinn Karlsson, félagsfræð- ingur, sem vann könnunina kynnti hana síðan í stórum dráttum. Fara þær niðurstöður hér á eftir: í inngangi er gert grein fyrir þeim gögnum sem skýrsla þessi byggð- ist á, hvar þau voru fengin og hvernig þau eru notuð. Kafli um atvinnugreinar á Akur- eyri er almenns eðlis og fjallar um hvernig mannafli á Akureyri skiptist á atvinnugreinar og lítil- lega gerður samanburður við aðra þéttbýlisstaði á landinu og landið í heild. Atvinnuþátttaka kvenna og karla í þessum kafla er að finna athug- un á atvinnuþátttöku karla og kvenna á Akureyri, eftir aldri og hjúskaparstöðu. Sérstaka athygli vekur hve mikil atvinnuþátttaka kvenna er hér á Akureyri. Raun- ar vinna bæði kynin hér á Akur- eyri yfir landsmeðaltali (3-4% þar yfir) og jafnframt er minni munur á atvinnuþátttöku kynja í milli en samkvæmt landsmeðal- tali. Könnunin leiðir í ljós að árið 1981 voru hér 78% kvenna en 92.5% karla (15 ára og eldri) í launuðu starfi. Ef athuguð er atvinnuþátttaka kvenna og karla frá 15 - 74 ára kemur í ljós að rúm 96% karla á þeim aldri hafa starfað eitthvað f atvinnulífinu árið 1981 en 84.5% kvenna. Þannig minnkar munurinn í tæp 12%. í þessari athugun kemur einnig í ljós, að atvinnuþátttaka kynjanna á Akureyri fer niður fyrir landsmeðaltal hjá körlum við 50 ára aldur og hjá konum við 70 ára aldur. Störf karla og kvenna í þessum kafla er fjallað um hver störf karla og kvenna voru á Ak- ureyri árið 1981 og borin saman atvinnuþátttaka kynjanna í hin- um ýmsu atvinnugreinum. Enn- fremur er þar athugun á skipt- ingu karla og kvenna í 5 vinnu- stéttir. Niðurstöður af þesum at- hugunum sýna að karlar og kon- ur dreifast með mjög ólíkum hætti á vinnumarkaðinum á Ak- ureyri og leiða í Ijós greinilega skiptingu í karla- og kvennastörf. Einnig kom í ljós að niun fleiri karl- ar en konur tilheyrðu þeim vinnu stéttum, þar sem störf krefjast sér- stakrar starfsmenntunar og/eða veita mannaforráð, þ.e. 2 af hverjum 5 körlum en 1 af hverj- um 10 konum, og er þá miðað við þá sem unnu sem nam 14 vikum eða meira á árinu. Laun karla og kvenna Það sem vekur mesta athygli í þess- um kafla er hinn mikli launamunur sem kemur fram kynja í milli. Þar kemur meðal annars í ljós að meðallaun karla eru tæplega 50% hærri en meðallaun kvenna, miðað við að allir ynnu fulla vinnu. Ennfremur kemur í Ijós, að konur afla hlutfallslega mun meira af launum sínum með dag- vinnu en karlar. Einnig kom í ljós í gögnum sem nefndin fékk til úrvinnslu, varðandi sérstaka athugun á launum fastráðinna starfsmanna Akureyrarbæjar (sjá töflu X.6) að nokkur hluti karla fær greidda fasta yfirvinnu en engin kona. Þess skal getið að framangreind tafla yfir fastráðna starfsmenn Akureyrarbæjar, tekur einungis til þeirra sem taka laun sam- kvæmt kjarasamningum STAK. Að auki eru 19 sérmenntaðir karlar í hálaunaflokki (33-52 þúsund á mánuði, allir í heilum stöðum) og 3 sérmenntaðar kon- ur sem einnig má telja í hálauna- flokki (meðallaun tæplega 17 þúsund fyrir u.þ.b. hálfa stöðu). Fjölskyldur og heimili á Akureyri í þessum kafla er fyrst vakin at- hygli á því að athugun á opinber- með börn á aldrinum 0-15 ára, hafi verið virkar í atvinnulífinu. Þegar þær niðurstöður eru hins vegar bornar saman við dagvist- un bama á Akureyri, kemur í Ijós að 73.2% bama á aldrinum 0-6 ára og 51.2% barna á aldrin- um 2-6 ára njóta ekki dagvistun- ar af neinu tagi á vegum bæjar- ins. Helstu niðurstöður í þessum kafla sem er samantekt á helsu niðurstöðum er í lokin bent á „það mikilvæga atriði í stöðu kvenna, sem er ábyrgð þeirra á heimilisstörfum og vel- ferð heimilisfólks. Þetta atriði hefur reynst vera ein af orsökum lægri atvinnuþátttöku þeirra, meiri ásóknar í hlutastörf og skýrir ýmis önnur atriði, sem gera stöðu kvenna á vinnumark- aðnum ótryggari og „óarðvæn- legri“ en karla“. Ályktun Á fundinum var einnig kynnt ályktun frá jafnréttisnefnd Akur- eyrar svohljóðandi: Jafnréttisnefnd Akureyrar tel- ur að sú könnun sem hér hefur verið kynnt, og er sú fyrsta sinnar um upplýsingum, sem hér um ræðir, tekur einungis til launaðra starfa og að skoða verður atvinnuþátttöku giftra kvenna út frá verkaskiptingu á heimilum. Þar bendir Kristinn á að vinna kvenna á heimilum sé sjaldan tekin með í umræðu um efna- hagslífið eða inn í þjóðhags- stærðirnar, en bendir á hversu mikilvæg sú starfsemi sé, þ.e. „viðhald og umönnun þjóðfélags- þegnanna, bæði frá degi til dags og kynslóða í milli, sem kallað hefur verið endurframleiðsla, fæðing og uppeldi nýrra einstakl- inga og þjónusta við hina eldri". Kristinn bendir þar ennfremur á, að í okkar þjóðfélagi sé verka- skipting milli kynja á heimilum eða í endurframleiðsiunni skýr. Að sú vinna sé fyrst og fremst í höndum kvenna. Hafi á því orðið lítil breyting, þótt konur séu í æ meira mæli starfandi á vinnu- markaðnum. Heimildir Kristins í þessu efni eru niðurstöður úr- takskönnunar jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Samkvæmt þeim niöurstööum skila konur þegar á allt er litið heldur hærra vinnu- framlagi en karlar. í athugun sinni á samsetningu heimila á Akureyri og fjölskyldu- gerðum, kemst Kristinn að þeim niðurstöðum, að stór hluti mæðra tegundar hér á Akureyri, sýni einkum þrjú megin-atriði. 1. Kynskiptingu á vinnumarkaði í karla og kvennastörf. 2. Mikinn launamun eftir kynjum. Meðallaun karla eru tæplega 49% hærri en meðal- laun kvenna. 3. Þátttaka kvenna á atvinnu- markaði er orðin mjög mikil á Akureyri. Árið 1981 voru hér 78% kvenna í launuðu starfi. Á sama tíma eru 51.2% barna á aldrinum 2-6 ára og 73.2% barna á aldrinum 0-6 ára, sem ekki njóta dagvista. Jafnréttisnefndin beinir því til bæjarstjórnar Akureyrar, að áð- urnefnd þrjú atriði verði tekin til umræðu í bæjarstjórn, með hlið- sjón af núgildandi lögum um jafnrétti karla og kvenna frá 1976. Ennfremur að stefnumarkandi umræða um jafnréttismál fari fram. Að síðustu bendir jafnréttis- nefnd Akureyrabæjar á að knýj- andi þörf virðist vera fyrir dag- vistun barna og beinir því til bæjarstjórnar Akureyrar að beita sér fyrir úrbótum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.