Dagur - 12.12.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 12.12.1983, Blaðsíða 7
6 - DAGUR -12. desember 1983 12. desember 1983 - DAGUR - 7 Norðurlandsriðill 2. deildar í blakinu: KA náði að jafna metin - með 3:1 sigri gegn keppinautunum í Reynivík vann Fram IJð UIVIFL sem Þór sigraði létt í síðustu viku náði að hleypa spennu í keppnina í l. deildinni í körfuknattleik með því að sigra efsta lið deildarinnar, Fram, um helgina. Leikið var á Sel- fossi og UMFL sigraði með 60 stigum gegn 54. Þetta voru óvænt úrslit, en sýna að Framliðið er ekki ósigrandi eins og reyndar hafði komið i Ijós er Þór vann Fram létt á Akureyri á dögunum. Fram hefur nú tapað 4 stigum en Þór og ÍS sem um hclgina vann UMFG hafa tapað 6 stigum. ÍS og Fram eiga að leika á fimmtudags- kvöld og ef IS sigrar í þeim leik jafnast staðan í deild- inni enn. En hvað sem því líður eru Þórsarar vel inn í myndinni um sigurinn í deildinni og sæti í Úrvals- dcildinni að ári eftir fimm slgra í röð að undanförnu. Með 3:1 sigri sínum yfir Reyni- vík um helgina náði KA að jafna metin á toppi Norður- landsriðils 2. deildar karla, en Reynivík hafði unnið fyrsta leik liðanna af fjórum í keppninni. Liðin eru því jöfn að stigum, en einum leik er ólokið fyrir jól, viðureign SA og KA, sem fram fer í dag kl. 17 I Höllinni. Fyrsta hrinan í leik KA og Reynivíkur var dauf og liðsmenn Reynivíkur náðu ekki saman. KA. vann auðveldlega 15:2 en strax í næstu hrinu komu góðir kaflar hjá Reynivíkurmönnum. Sú hrina var mjög jöfn og liðin yfir til skiptis áður en Reynivík jafn- aði metin með því að sigra 16:14. í þriðju hrinunni var mikil bar- átta. Þá meiddist „gamla brýnið“ Halldór Jónsson hjá Reynivík og varð að yfirgefa völlinn og KA náði að tryggja sér sigur 15:11 og innsigla síðan sigurinn í 4. hrin- unni með 15:7. Þetta var baráttuleikur en ekki sérlega vei leikinn þegar á heild- ina er litið. Það sem virðist há Reynivíkurliðinu er að þar er liðsheildin ekki eins sterk og hjá KA, sterkir einstaklingar halda liðinu á floti en veikir hlekkir eru í liðinu sem draga það niður. KA-liðið er mun jafnara og það hefur mikið að segja í blakinu. Gunnar Straumland átti mjög góðan dag hjá KA og sömuleiðis Sigvaldi Jónsson sem er sterkur uppspilari en annars var liðið jafnt. Hjá Reynivík eru þeir Stef- án Jóhannesson, Hjalti Halldórs- son og Björn Víkingsson bestu menn en aðrir standa þeim nokk- uð að baki. Sem fyrr sagði eru liðin jöfn í riðlinum, hafa tapað einum leik hvort og stigatafla þeirra er einn- ig jöfn, bæði hafa tapað tveimur hrinum. En bæði liðin munu komast í úrslitakeppnina sem haldin verður í vor og þá verður úr því skorið hvaða lið komast upp í 1. deild. Þróttur kom ekki Kvennalið Þróttar í blaki átti að koma norður um helgina og leika tvo leiki, gegn Völsungi og KA í deildinni. Ur leik KA og Reynivíkur, Gunnar Straumland smassar og hávöm Reynivíkur kom engum vömum við. Mynd: KGA. Þór gegn UMFG Þróttarar báðu um frestun á þessum leikjum vegna veikinda og meiðsla leikmanna sinna og var sá frestur veittur. Munu Þróttarar ekki hafa átt í lið og því ekki um annað að ræða en veita þennan frest. Á meðal þeirra sem eiga við meiðsli að stríða í liði Þróttar er ein albesta blakkona landsins, Hulda Laxdal og er ekki talið að hún verði meira með í vetur. „Hermanns- lyfta“ í Hlíðar- fjall? Formenn íþróttabandalags Akureyrar, Knattspyrnufélags Akureyrar, íþróttafélagsins Þórs og Skíðaráðs Akureyrar hafa ritað bæjarstjórn Akur- eyrar bréf þar sem þeir skora á bæjarstjórnina að setja upp nýja lyftu í Hlíðarfjalli til minningar um Hermann Stef- ánsson. í bréfi sínu til bæjarstjórnar- innar segja formennirnir m.a.: „Lengi hefur staðið til að bæta aðstöðu skíðafólks í Hlíðarfjalli með nýrri lyftu. Nú þegar Her- mann Stefánsson er allur, væri við hæfi að minnast hins fallna forystumanns með reisn og setja upp nýja lyftu, Hermannslyftu, en óeigingjarnt brautryðjanda- starf hans í Hlíðarfjalli gleymist seint. Síðasti leikurinn í körfuknatt- leik sem háður verður á Akur- eyri, fyrir jólin verður viður- eign Þórs og UMFG sem fram fer í íþróttahöllinni kl. 14 á laugardag. Þetta er önnur viðureign lið- anna af fjórum í Islandsmótinu. Sú fyrsta var í upphafi mótsins og þá sigraði UMFG í heimaleik með 8 stiga mun eftir harða bar- áttu. Þórsarar hafa verið í mikilli framför síðan og lagt öll hin liðin í deildinni að velli og hafa fullan hug á því að bæta UMFG í þann hóp á laugardag. Lið UMFG er hins vegar sýnd veiði en ekki gefin og er skemmst að minnast sigurs liðsins yfir ÍS á dögunum og naums ósigurs gegn Fram. Það getur því allt gerst á laugardaginn. Við leyfum okkur því að skora á bæjarstjóm Akureyrar að bregðast vel við og leysa þetta mál, en áhugamenn um skíða- íþróttina heita því samtímis ,að láta ekki sitt eftir liggja svo Hermannslyftan verði að veru- leika“. Jóhannes Bjarnason skorar annað marka sinna gegn Þrótti af línunni. mynd: gk-. Úrslitin 19:19 - Slæmi kaflinn og fleira dapurt í seinni hálfleik nægði Þrótti til að vinna upp forskot KA og komast yfir „Mér fannst þetta slakur leikur af beggja hálfu og við komumst að mínu mati aldrei almennilega í gang,“ sagði Þorleifur Ananías- son fyrirliði KA eftir 19:19 jafn- tefli gegn Þrótti í 1. deildinni á föstudagskvöld. „Við vorum yfir þegar komið var fram í síðari hálf- leik eins og venjulega, en undir lokin máttum við þakka fyrir jafn- teflið“ bætti Þorleifur við. Já, Þróttarar fengu gullið tækifæri til að gera út um leikinn á síðustu sek. hans. Þá fengu þeir aukakast og Páll Ólafsson komst einn inn af lín- unni fyrir miðju marki. En landsliðs- manninum brást bogalistin, skot hans fór í þverslá og aftur fyrir mark- ið og þar sluppu KA-menn með skrekkinn. Þróttararnir fengu óskabyrjun í leiknum, komust í 4:0 og virtust ætla að eiga auðveldan dag. En það breyttist heldur betur þegar Gauti í marki KA fór að verja eins og ber- serkur. Hann sýndi ævintýralega markvörslu í fyrri hálfleiknum og varði 10 skot og tvö vítaskot. Það munar um minna og félagar hans náðu að fylgja markvörslu hans eftir. KA minnkaði muninn hægt og bít- andi, jafnaði síðan 6:6 og komst í fyrsta skipti yfir á 27. mínútu með marki Sigurðar Sigurðssonar 8:7 og leiddi í hálfleik 9:8. í síðari hálfleik byrjaði KA vel. Sigurður og Erlingur Kristjánsson skoruðu tvö fyrstu mörkin og staðan 11:8. Þróttur minnkaði muninn í 12:11 en tvö góð mörk hins unga Jóns Kristjánssonar bættu stöðu KA þannig að staðan var 14:12 fyrir KA og 8 mínútur af síðari hálfleik. En þá kom vendipunkturinn og hjálpað- ist margt að. Óðagot KA-manna í sókninni, hroðaleg mistök dómar- anna og að mínu mati var á þessum kafla skipt of ört inn á hjá KA, þrír heitir menn teknir út af á sama tíma. iÞróttur jafnaði og komst yfir 15:14. Síðan var jafnt á öllum tölum upp í 18:18 og 5 mínútur eftir. Nú gengu sóknir liðanna á víxl, en Þróttur komst yfir 19:18 er rúm mín- úta var eftir með marki Páls Björg- vinssonar. Þegar 50 sek. voru til leiksloka fiskaði Sæmundur Sigfús- son vítakast og Pétur Bjarnason skoraði af öryggi. Það sem eftir var leiksins voru Þróttarar með boltann og Páll Ólafsson fékk tækifærið góða af línunni sem fyrr sagði til að tryggja Þrótti sigurinn. Ég held að þessi slæmi kafli sem kemur alltaf í síðari hálfleik hjá KA sé farinn að leggjast þungt á liðið og það var eins og hrein uppgjöf gripi um sig á kaflanum í síðari hálfleik núna. Dómararnir lögðu á þeim kafla sitt af mörkum, dæmdu ruðn- ing og tafir á KA meðan þeir reyndu að halda boltanum einum færri en létu sams konar leik Þróttara undir sömu kringumstæðum óátalinn. Þetta vó þungt á meðan Þróttur var að vinna upp forskotið. í heildina var þetta fremur slakur léikur og .mikið um mistök undir þeirri spennu sem var í leiknum. Gauti í marki KA var besti maður vallarins og slæmt að svo góð mark- varsla nægi ekki til áð tryggja sigur. Þá kom Pétur Bjarnason mjög á óvart og var geysidrjúgur er á leikinn leið. Annars var KA-liðið jafnt en getur betur. Þróttarar voru ekkert sérstakir en reynsla Pálanna tveggja þar var dýrmæt í síðari hálfleiknum. Mörk KA: Jón Kristjánsson og Pétur Bjarna- son 4 hvor, Magnús Birgisson, Er- lingur Kristjánsson, Jóhann Einars- son, Sigurður Sigurðsson og Jóhann- es Bjarnason 2 hver og Þorleifur An- aníasson 1. Markahæstir Þróttara voru Páll Ólafsson með 6 og Páll Björgvinsson með 4. - Dómarar Þorgeir Pálsson og Guðmundur Kolbeinsson. Þeir voru slakir dómarar og sérstaklega á kafla í síðari hálfleik, alls engir heimadómarar, þvert á móti. „Ekki nóg fyrir okkur að mæta í leikina" „Ég verð því miður að segja það að félögin hér fyrir norðan hafa ekki sinnt þessum málum nægilega vel og það vantar orðið dómara tilfinnanlega því það hafa komið fáir nýir dóm- arar inn á undanförnum árum“, segir Þóroddur Hjalta- Iín knattspyrnudómari, en hann er annar tveggja dómara á Norðurlandi sem dæmdu í 1. deild sl. keppnistímabil og mun hann ásamt Kjartani Tómassyni dæma í 1. deild næsta sumar. „Mér sýnist hreinlega að það stefni í óefni í þessum málum ef það verður ekki gert eitthvað til úrbóta fyrr en seinna“, bætti Þórodd- ur við. Á ársþingi Knattspyrnusam- bandsins á Húsavík um síðustu helgi komu dómaramálin til um- ræðu. Ákveðið var að greitt yrði ákveðið gjald til Knattspyrnu- dómarafélags íslands ef íslenskir dómarar dæmdu í leikjum við er- lend lið. Þá kom fram tillaga um að þingið heimilaði stjórn Knatt- spyrnusambandsins að gera bráðabirgðasamkomulag við Knattspyrnudómarasambandið um velferð og aðbúnað dómara, en sú tillaga var felld. Við spurð- um Þórodd hvernig væri búið að dómurum hér norðanlands. „Það er auðvitað ýmislegt að sem okkur finnst að betur mætti fara. Hvað varðar okkur hérna fyrir norðan má nefna að við þurfum að kaupa sjálfir búninga, skó og annað sem til þarf, en fyrir sunnan sjá félögin sem menn dæma fyrir um þessi mál fyrir sína dómara og gera þá út. Að þessu leyti sitjum við ekki við sama borð og starfsbræður okkar fyrir sunnan". - Og fáið þið ekki færri verk- efni en ella vegna þess að þið eruð hér fyrir norðan? „Jú, og það sést best í skýrslu Knattspyrnudómarasambands- ins. Ég var t.d. með 13 verkefni á s.l. sumri og fékk ekkert auka- verkefni. Á sama tíma eru menn fyrir sunnan með allt upp í 25 verkefni og þar af með 6 auka- verkefni. Ég sendi aldrei afboð og er einn af þremur mönnum sem gerði það aldrei, en ég fékk ekkert aukastarf samt sem áður.“ Þóroddur að störfum ó knattspyrnu- vellinum. Þess má geta að Þóroddur var í haust línuvörður í Evrópuleik danska liðsins OB og Liverpool og fékk þar sitt fyrsta verkefni á erlendri grund. „Þetta var mikil reynsla, enda 30 þúsund áhorf- endur og mikil stemmning. - Og að lokum aðeins um gagnrýnina sem dómarar fá oft eftir leiki? „Þetta hefur verið óskaplega meinlaust upp á síðkastið. Mér fannst gagnrýnin vera miklu væg- ari s.l. sumar en oft áður. Við höfurn e.t.v. verið betri en áður!“ - Hvernig undirbýrð þú þig fyrir keppnistímabilið? „Ég held mér alltaf við, hleyp minnst 2 í viku úti og svo les ég lögin við og við, a.m.k. tvisvar f mánuði. Það er ekki nóg fyrir okkur að mæta í leikina, við þurf- um að halda okkur við líkamlega og einnig að kunna lögin“. Skotkeppni hjá lögreglumönnum: Daníel flest Lögreglumenn á Akureyri eru viö öllu búnir á þessum síðustu og verstu tímum. Þeir æfa nefnilega skotfimi meö skammbyssum einu sinni í viku hverri og á dögunum héldu þeir mót og reyndu hæfni sína. Það var rannsóknarlögreglu- maðurinn Daníel Snorrason sem hlaut stig skaut best allra í þeirri keppni og hlaut hann 84 stig. í öðru sæti kom Vörður Traustason með 82 stig og Felix Jósafatsson varð þriðji með 79 stig. Keppt var um vegleg verðlaun sem Gísli Ólafsson gaf og er önn- ur keppni áformuð innan skamms.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.