Dagur - 21.12.1983, Side 9

Dagur - 21.12.1983, Side 9
21. desember 1983 - DAGUR - 9 Fréttaannáll 1983 - Fréttaannáll 1983 - Fréttaan Janúar: Nýja árið byrjaði stórtíðinda- laust, þó svo að lögregla Akur- eyrarbæjar hafi þurft að hafa af- skipti af borgurunum á nýársnótt vegna minni háttar atburða og ölvunar. Hins vegar varð nýárs- morgunn viðburðarríkur fyrir hjónin Margréti Þorsteinsdóttur og Guðmund Víði Gunnlaugs- son, því þeim fæddist sonur kl. 11:29 og var það fyrsta barn árs- ins á Akureyri. í fyrsta tölublaði ársins segir Dagur frá því að ung hjón sem búa í Saltvík skammt frá Húsavík hafi kært fimm unga menn fyrir húsbrot og líkamsárás daginn fyrir gamlársdag. Upphaf málsins var rakið til eldra bruggmáls, sem hjónin höfðu á sínum tíma kært. Fimmmenningarnir mótmæltu þessu eindregið og töldu mjög hallað réttu máli í fréttaflutningi af málinu, en það endaði hjá saksóknara og ekki hefur frést af neinum frekari aðgerðum í því. Kona nokkur í Glerárhverfi hringdi í Hitaveitu Akureyrar og vildi fá lagfæringar á hitakerfinu hjá sér vegna kulda í húsinu. Gekk ekki né rak að fá menn á staðinn og tók konan þá til þess bragðs að kæra sjálfa sig fyrir stuld á heitu vatni. Hitaveitumenn komu með það sama, en konan út- skýrði málið og fékk lausn sinna mála - eða svo segir sagan. Hita- veitan setti reglur um bætur vegna tæringar á ofnum, sem gilda til 1. jan. 1984. Sigurður Þorsteinsson, búsett- ur í Bandaríkjunum, hyggst kaupa Sólbak sem hefur verið lagt og nota hann sem móðurskip við sverðfiskveiðar. Lengi stóð í samningaþófi en endirinn varð sá að nú, ári seinna liggur Sól- bakur óhreyfður við Torfunefs- bryggjuna og bíður örlaga sinna. Gunnlaugur Konráðsson á Særúnu frá Árskógsströnd skýrði frá því í Degi 11. janúar að togar- ar hafi farið inn í friðuð hólf og togað yfir línuna hjá sér og eyði- lagt 14 bjóð. Baldvin Haraldsson á Stóru- Hámundarstöðum á Árskógs- strönd og félagar hans í Björgun- arsveit Slysavarnarfélagsins unnu mikið þrekvirki er þeir björguðu 9 hrossum úr sjálfheldu á Hvammshnjúk f Arnarnes- hreppi. Tvö hrossanna hröpuðu og drápust. Björgunaraðgerðirn- ar fóru fram í aftakaveðri. Atvinnuleysi var á Dalvík { byrjun mánaðarins en upp úr miðjum mánuði fóru atvinnu- hjólin að snúast á nýjan leik. Um 100 voru atvinnulausir vegna uppsagnar kauptryggingar. Dauft var einnig yfir atvinnulífi á Ólafs- firði. Hugmyndir komu upp um að Nýja-bíó hætti rekstri. Ein af ástæðunum var sú að sam- keppnin var orðin gífurleg við myndbandaleigurnar, ekki síst við Myndbandaleigu kvikmynda- húsanna, sem sendu nýjar myndir á myndböndum norður áður en kvikmyndahúsin fengu þær til sýninga. Niðurstaðan varð svo sú að Nýja-bíó hætti rekstri. Hjá Hitaveitu Akureyrar kom- ust menn að því að meira fór af heitu vatni út á kerfið en greitt var fyrir. Ákveðið var að láta fara fram mælingar á vatns- skammti, hitastigi og þrýstingi hjá öllum notendum og endur- stilla þar sem þörf væri á. Vél- skólanemar frá Reykjavík voru fengnir til verksins, sem skapaði nokkra óánægju. í ljós kom um- talsverð vanstilling á kerfunum. Um kl. 10 að morgni laugar- dagsins 22. janúar drukknuðu um Það var ljótt um að litast í svínabúinu á Lóni er vatn flæddi þar inn, og 50 grísir létu lífið. 50 grísir á svínabúinu að Lóni, þegar flóð kom í lækinn sem þar rennur framhjá og vatnsflaumur- inn gekk í gegnum svínahúsið. Aðkoman var mjög ljót og eig- andi búsins, Benny Jensen, taldi að beint tjón væri ekki undir 500 þúsund krónum, auk mikils óbeins tjóns. Ekki tókst að fá hjálp frá lögreglu eða slökkviliði né bæjarstarfsmönnum við að hleypa læknum fram. nefndar skólans, sem afhenti lykilinn Aðalgeiri Pálssyni, skólastjóra Iðnskólans. Frá því er sagt 27. janúar að mest raforkuverðshækkun á landinu á síðasta ári hafi verið hjá Rafveitu Akureyrar. Smá- söluverð á raforku hafi hækkað um 132%, hjá RARIK um 125% en minnst varð hækkunin á Reyðarfirði 116%. Knútur Otter- stedt, rafveitusjóri mótmælti Febrúar: Á kjördæmisþingi framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi vestra gekk um þriðjungur full- trúa út af fundi vegna óánægju með uppröðun á lista framsókn- armanna við Alþingiskosningar. Ingólfur Guðnason neitaði að taka sæti á lista með Páli Péturs- syni, sem síðar leiddi til tveggja framsóknarlista í kjördæminu. Rannsóknarlögreglan kom upp um þjófaflokk unglinga sem stundað hefur þjófnaði á vinnu- stöðum frá þeim sem eru þar í vinnu. Heimsóttu þeir 8-9 vinnu- staði og er talið að þeir hafi haft um 30 þúsund krónur upp úr krafsinu. Upp komst um fjármálamis- ferli sem teygði anga sína til Ak- ureyrar. Um var að ræða fulltrúa fógeta í Kópavogi og lögfræðing- ur á Akureyri blandaðist í málið. Rannsóknarlögregla ríkisins yfir- heyrði menn á Akureyri. Boeing-þota Flugleiða þurfti að lenda á Akureyrarflugvelli vegna veðurs fyrir sunnan. Að- eins var hægt að fá gistingu fyrir rúmlega helming farþeganna, en hinir urðu að sofa í flugvallar- byggingunni og stór hluti í flug- vélinni sjálfri. „Hótelmálin hér eru orðin pirrandi vandamál,“ sagði Sveinn Kristinsson um- dæmisstjóri Flugleiða. Síðari hluta mánaðarins var tekin í notkun ný 1000 númera símstöð á Akureyri. Um 360 biðu eftir að fá síma. Talið er að þessi stækkun dugi í tvö ár. Fimmtán íslendingar undirbúa nú þátttöku í hinni frægu Vasa- skíðagöngu í Svíþjóð. Þeirra á meðal verða Sigurður Aðal- steinsson frá Akureyri og Björn Þór Ólafsson frá Ólafsfirði. Þann 12. febrúar varð Dagur 65 ára, en hann var fyrst gefinn út þann sama dag árið 1918. í leið- ara afmælisblaðs sagði: „Dagur hefur enn mikilvægu hlutverki að gegna sem langstærsta blaðið sem gefið er út utan Reykjavíkur og nauðsynlegt mótvægi við þann Gengið var til alþingiskosninga á árínu. Myndin sýnir er einn kjósenda skilar atkvæði sínu í kjörkassa í Oddeyrar- skóla á Akureyri. Föstudaginn 21. janúar var fyrsti áfangi Verkmenntaskólans afhentur Iðnskólanum til rekstrar. í áfanganum er smiðja fyrir málmiðnað. Það var Haukur Árnason, formaður byggingar- þessum útreikningi og sagði að meðaltalshækkunin hefði numið rúmlega 115%. einhliða málflutning sem oft ein- kennir fjölmiðlana syðra.“ Frá Sauðárkróki bárust þær fréttir að lögreglan hafi haft hendur í hári ungs manns sem bruggaði og seldi landa. Síma- kerfið angraði Krókara og var á vissum tímum dagsins „algjör- lega óvirkt“, að sögn bæjarstjór- ans. Þá kvörtuðu þeir á Króknum undan þjónustu Flugleiða, sem þeim þótti slæleg. Stofnuð voru landssamtök um jafnrétti milli landshluta. Að þeim standa menn með ólíkar stjórnmálaskoðanir en sem allir telja að einhlít breyting á kosn- ingalögum og vægi atkvæða við alþingiskosningar muni skapa óréttlæti og vilja að slík breyting verði ekki gerð á meðan annað misrétti viðgengst í landinu. Pappírskvoðuverksmiðja á Húsavík er mjög til umræðu en hún er talin geta orðið með álit- legri iðnaðarkostum sem völ er á hér á landi. Árið leið án þess að niðurstaða fengist í þetta mál. Á Húsavík hrjáði aflaleysi menn og fjórir bátar fóru á aðrar verstöðv- ar af þessum sökum. Mars: Iðnaðardeild Sambandsins hefur gert stórsamning um sölu á mokkaskinnskápum til Sovétríkj- anna, samtals 10 þúsund kápur. Samningurinn hljóðar upp á 36 milljónir króna. Skinnin verða sútuð heima en þar sem iðnaðar- deildin ræður ekki við svo stóra samninga verða kápurnar saum- aðar erlendis. Hilmar Daníelsson á Dalvík vakti athygli á hugmyndum sem hann hefur um að hér verði kom- ið upp eins konar aðstöðuvísi- tölu, sem hefði áhrif á skattavísi- töluna og yrði til þess að bæta landsbyggðafólki upp þann ójöfnuð sem það býr við á ýms- um sviðum opinberrar þjónustu. Á aðalfundi KEA kom fram að þrátt fyrir verðbólgu og samdrátt í þjóðfélaginu hafi félagið staðið fyrir miklum framkvæmdum og fjárfestingum. Heildarvelta varð 1.2 milljarðar á árinu 1982, launagreiðslur námu 165 milljón- um og nettófjárfestingar námu yfir 30 milljónum króna. Sinfóníuhljómsveitin ásamt Kristjáni Jóhannssyni og fleirum ætluðu að flytja óperuna Tosca laugardaginn 12. mars og var búið að gera allt klárt, en ekki var unnt að fljúga með lista- mennina að sunnan og varð að fresta tónleikunum af þeim sökum. Um 1400 manns höfðu keypt sér miða f nýju íþrótta- höllina, þar sem tónleikamir áttu að fara fram. Verkalýðsfélögin afhentu Fé- lagi aldraðra á Akureyri Alþýðu- húsið að gjöf sunnudaginn 13. mars. Ekið var á kyrrstæða bifreið, ökumaður flúði af vettvangi en á staðnum fannst listi sem losnað hafði af bíl hans. Árvökulir lög- reglumenn ráku síðar augun í bíl sem bar merki eftir árekstur og mátuðu listann við - og viti menn, hann passaði. Eigandi bílsins játaði við yfirheyrslu. Milljónatjón varð á bílum og tækjum hjá verkstæði Bílaleigu Akureyrar þegar þakið á húsinu fauk af í hvassviðri að kvöldi 19. mars. Fimmtán bílar voru á stæð- inu auk ýmiss tækjabúnaðar. Vindhraðinn náði 62 hnútum eða 115 km hraða á klukkustund. Fólk lenti í erfiðleikum á leið milli Dalvíkur og Akureyrar og varð að yfirgefa bíla sína. Vegna gruns um að hassplönt- ur væru ræktaðar í heimavist Fjölbrautaskólans á Sauðár- króki gerðu yfirmenn skólans all- ar plöntur upptækar, sem grun- samlegar þóttu. í ljós kom að um hið algenga blóm „Heimilisfrið" Fréttaannáll 1983 - Fréttaannáll 1983

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.