Dagur - 21.12.1983, Page 10
10 DAGUR - 21. desember 1983
21. desember 1983 — DAGUR - 11
1100 minkar komu til Akureyrarflugvallar og fóru þeir á bú í Skagafirði.
var að ræða. Frásögn af þessu var
mótmælt af þeim sem hlut áttu að
máli.
Ný framboð til alþingiskosn-
inga sáu dagsins Ijós, Kvennalisti
og Bandalag jafnaðarmanna.
Samþykkt var að listi „göngu-
manna“ í Norðurlandskjördæmi
vestra fengi að nota listabókstaf-
ina BB, þar sem um framsóknar-
lista væri að ræða.
Banaslys varð að morgni 22.
mars, þegar níu ára dengur varð
fyrir olíubifreið á Tryggvabraut.
Fimmtudaginn 25. mars var
kveðinn upp dómur í Hæstarétti
þar sem eigendum íbúðar að
Þingvallastræti 22 á Akureyri var
gert skylt að flytja úr íbúð sinni
innan þriggja mánaða, vegna ná-
búadeilna og klögumála sem
engið höfðu um alllangan tíma.
undirrétti náði útburðarkrafan
ekki fram að ganga en HR breytti
þeirri niðurstöðu.
komu togarans Stakfells,“ sagði
Jóhann Jónsson framkvæmda-
stjóri Hraðfrystistöðvar Þórs-
hafnar hf. Stakfellið kom með
970 tonn þrjá fyrstu mánuði árs-
ins og hefur aflað vel á árinu eftir
það.
1100 farþegar komu með flug-
vél til Akureyrarflugvallar. Ekki
voru þeir mennskir, heldur voru
á ferðinni minkalæður á leið í
Skagafjörðinn þar sem þær eru
nú búsettar á Sauðárkróki og á
Hólum í Hjaltadal.
Fokker flugvél Flugleiða var
að koma inn til lendingar á Akur-
eyri er ljós í mælaborði sem sýna
á að lendingarhjól hafi læst í Iend-
ingarstöðu kviknaði ekki. Engin
áhætta var tekin, vélinni snúið til
Keflavíkurflugvallar þar sem
lent var á kvoðuborinni braut en
skelkaðir farþegar sluppu með
skrekkinn þegar í ljós kom að það
var einungis ljósið sem var bilað,
ekki hjólaútbúnaðurinn.
Sjö skólamenn vildu verða
skólameistari við Verkmennta-
skólann á Akureyri. „Ég veiti
stöðuna að fenginni umsögn
skólanefndar. Ég reikna- með að
það verði eftir viku,“ sagði Ingv-
ar Gíslason þáverandi mennta-
málaráðherra. Skólanefndin
mælti síðan með að Bernharð
Haraldsson þá settur skólastjóri
Gagnfræðaskóla Akureyrar fengi
starfið og svo varð.
Þann 23. apríl var kosið til Al-
þingis á íslandi og sagði í forsíðu-
frétt Dags eftir kosningarnar:
„Nýju framboðin voru sigurveg-
arar kosninganna“. Alþýðuflokk-
ur hlaut 10 þingmenn, tapaði 4,
Framsóknarflokkur hlaut 14
þingmenn í stað 17 áður, Sjálf-
stæðisflokkur hlaut 23 þingmenn
en hafði 22, Alþýðubandalag
missti einn mann og hefur 10.
Bandalag jafnaðarmanna sem
bauð fram í fyrsta skipti hlaut 4
þingmenn og Samtök um kvenna-
lista fékk þrjá þingmenn. Níu
konur voru kjörnar á Alþingi og
hafa aldrei verið fleiri þar.
„Við stuðningsmenn áfengisút-
sölu óskum andstæðingum henn-
ar til hamingju með sigurinn.
Sjáumst á pósthúsinu," sagði
Pálmi Þorsteinsson á Húsavfk
eftir að þar hafði verð fellt að
opna áfengisútsölu.
Apríl:
„Við munum láta í okkur heyra,
við munum láta til okkar sjást,“
sagði Bjarni Ólafsson, einn al
stofnendum Samtaka forræðis-
lausra feðra sem stofnuð voru á
Akureyri í upphafi mánaðarins.
„Við munum beita okkar áhrif-
um til þess að nýju barnalögin
sem tóku gildi um áramótin
1981-1982 verði virt á jafnréttis-
grundvelli.
„Ástæðan fyrir því að þessi
húsgögn eru keypt erlendis frá er
einfaldlega sú að þau eru ódýrust
og best af því sem er á markaðn-
um,“ sagði Haukur Árnason
formaður byggingarnefndar Verk-
menntaskólans á Akureyri, en at-
hygli vakti að húsgögn til þess
skóla skyldi vera keypt erlendis
frá. Voru margir iðnaðarmenn
mjög óánægðir með þessa
ákvörðun og urðu blaðaskrif um
málið.
Einnig var deilt um leiktækja-
staðinn Las Vegas á Akureyri.
„Við skrifuðum eigendum Las
Vegas og í því bréfi sagði að sú
starfsemi sem þar er rekin skyldi
lögð niður samkvæmt bókunum
bygginganefndar og heilbrigðis-
nefndar," sagði Jón Geir Ágústs-
son byggingafulltrúi á Akureyri.
Svo fór að Las Vegas var lokað og
var „Iogn“ fram á haustið.
„Það hefur verið næg atvinna
hér í vetur og má þakka það til-
-f
Krístján Jóhannesson er sennilega afkastamesta rjúpnaskytta landsins.
Hann hefur skotið mörg hundruð rjúpur í haust og sést hér með nokkrar
þeirra.
Maí:
„Okkur hefur ekki tekist að
virkja vindinn því það hefur
hvert óhappið rekið annað með
vindrelluna. Þegar eitt hefur
komist í lag hefur annað bilað,“
sagði Bjarni Magnússon í Gríms-
ey, og hefur síðan þetta var sagt
í upphafi maímánaðar lítil breyt-
ing orðið á.
„Reksturinn viðunandi og
traustur efnahagur," sagði í fyrir-
sögn að frétt um aðalfund KEA.
Rekstrarhagnaður kaupfélagsins
var 1.831 þúsund krónur og var
lagt til að honum yrði varið þann-
ig að félagsmenn fengju arð af
viðskiptum við Stjörnuapótek og
að reiknaðir yrðu 5% viðbótar-
vextir á stofnsjóð félagsmanna
sem voru að meðaltali 35,3% en
yrðu með þessari viðbót 47% á
síðari hluta ársins 1982.
Breyting var gerð á útgáfudög-
um Dags. Blaðið fór að koma út
á mánudögum og miðvikudögum
í stað þriðjudaga og fimmtudaga
áður en Helgar-Dagur kemur
eftir sem áður út á föstudögum.
Lögreglan á Akureyri tók fram
radarinn sinn sem notaður er til
þess að mæla ökuhraða bifreiða.
Jafnframt hvatti lögreglan öku-
menn til þess að aka varlega því
hún hefði lítinn áhuga þrátt fyrir
allt á því að þurfa að hafa afskipti
af ökumönnum. - Ekki létu allir
sér segjast við þetta, einn var tek-
inn á 113 km hraða á Þingvalla-
stræti og mátti hann skila inn
ökuskírteini sínu til geymslu að
því loknu.
Gísli Jónsson menntaskóla-
kennari sagði af sér störfum í
bæjarstjórn þar sem hann hafði
setið nær óslitið síðan 1958. Sæti
hans í bæjarstjórninni tók Mar-
grét Kristinsdóttir skólastjóri
Hússtjórnarskólans.
„Ég met stöðuna þannig að
Framsóknarflokkur og Sjálfstæð-
isflokkur geti náð samstöðu um
myndun ríkisstjórnar fái þeir til
þess tíma,“ sagði Stefán Val-
geirsson alþingismaður. Lárus
Jónsson alþingismaður sagði:
„Ég vona að það náist samstaða
um myndun þingræðisstjórnar
næstu daga.“ Þetta gekk eftir og
flokkarnir tveir hófu stjórnar-
samstarf skömmu síðar.
„Hundur réðist á bíl“ sagði í
fyrirsögn. Þar var að verki nokk-
uð kjarkmikill hundur í Glerár-
hverfi og tókst honum að rispa
hann dálítið. Eigandi. hundsins
tók þessu með jafnaðargeði,
sagðist vera tryggður fyrir svona
nokkru og myndi tryggingarfé-
lagið borga brúsann.
Útibú ÁTVR var opnað á
Sauðárkróki og höfðu margir
áhuga á að veita því forstöðu.
Alls bárust 29 umsóknir um
stöðu forstöðumanns útsölunnar
en svo fór að Ragnar Arnalds
þáverandi fjármálaráðherra veitti
Stefáni Guðmundssyni á Sauðár-
króki þessa eftirsóttu stöðu.
Ekki var minni ásókn í starf
„Ráðhúsherra“ á Akureyri því
þar voru 31 umsækjandi. Margir
þeirra voru iðnaðarmenn og var
einn úr þeirra röðum, Guðmund-
ur Pétursson sá er hnossið hlaut
að lokum.
„Veðrið batnar á laugardag,“
sagði Jón P. Jónsson á Húsavík.
Hann gengur undir nafninu
„Drauma-Jón“ sökum þess að
hann er kunnur fyrir að geta sagt
fyrir um óorðna hluti. Ekki mun-
um við hvort veðurspá hans gekk
eftir, en hann sagði einnig að það
mætti búst við snjókomu í hverjum
mánuði ársins. Úm hina nýmynd-
uðu ríkisstjórn sagði Jón: „Hún
verður getulítil og lifir stutt.“
Söngleikurínn My fair Lady hefur svo sannariega slegið í gegn hjá Leikfélagi Akureyrar. Upphaflega átti að sýna verkið fram í desember en nú er fyrirsjáanlegt að
sýningum lýkur ekki fyrr en í febrúar eða mars.
Söngvararnir Dorriét Kavanna
og Kristján Jóhannsson voru gef-
in saman í hjónaband af sr. Sig-
urði Guðmundssyni, vígslu-
biskupi, í Grenjaðarstaðarkirkju
á brúðkaupsafmæli foreldra
Kristjáns, þeirra Fanneyjar
Oddgeirsdóttur og Jóhanns Kon-
ráðssonar.
Sauðkrækingar fengu óvænta
búbót. Var það bleikja sem gekk
í tonnatali með fjörum við bæinn
og voru ungir sem gamlir iðnir
við dorgið og veiddu sumir geysi-
Iega vel.
Júní:
„Neyðarástand" sagði í forsíðu-
fyrirsögn þann 1. júní. Þetta
ástand var tilkomið vegna snjó-
komu víða um Norðurland og
voru margir bændur orðnir hey-
litlir eða heylausir. Mannhæð-
arháir skaflar voru víða heima við
bæi og var þetta með verstu vor-
um sem komið hafa í langan tíma
á Norðurlandi.
Beina flugið frá Akureyri til
Kaupmannahafnar var að
hefjast. Upphaflega átti að fljúga
einu sinni í viku en vegna mun
minni aðsóknar en reiknað hafði
verið með urðu ferðirnar mun
færri.
Þrír ungir Akureyringar
keyptu togarann Guðstein og
fluttu hann norður. Hjá Slipp-
stöðinni var honum síðan breytt,
hann útbúinn sem frystiskip og er
nýlega farinn á veiðar undir nafn-
inu Akureyrin.
„Ég gleymi þessum degi ekki
alveg á næstunni,“ sagði ungur
Akureyringur, Einar L. Arason.
Hann útskrifaðist sem húsasmið-
ur og sama dag slasaðist hann illa
í knattspyrnuleik og þurfti að
verma rúm á Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri í einhverjar vikur.
„Það hefur allt verið gert til
þess að reyna að eyðileggja
hljómburðinn í húsinu. Höllin er
fyrst og fremst íþróttahús og gott
íþróttahús er vel hljóðeinangrað
og allt hefur verið gert til þess að
dempa hávaða þar inni.“ Þetta
sagði Hermann Sigtryggsson
formaður byggingarnefndar
íþróttahallarinnar á Akureyri, en
flytjendur óperunnar Tosca voru
mjög óhressir með hljómburðinn
í hinu mikla mannvirki.
„Nú segja bændur bara pass,
það er ekki annað hægt þegar
gerir alhvíta jörð þannig að taka
verður fé á hús og konið fram í
miðjan júní,“ sagði Stefán
Skaftason ráðunautur í Straum-
nesi í Aðaldal.
Minkur nokkur var ráðinn sem
starfsminkur hjá Pósti og síma.
Starfsmenn fyrirtækisins þurftu
að draga símakapal í gegn um
þrjú löng rör við nýju Dalvíkur-
brúna en tókst ekki fyrr en mink-
urinn kom til starfa. Hann fór
með línu í gegn um tvö röranna
en síðan tók frændi hans við og
sá um þriðja rörið. Ekki er vitað
um eftir hvaða taxta minkarnir
tóku laun sín, en þeir skiluðu
verki sínu vel og það var engin
minnkun að því hvernig þeir
unnu þetta erfiða starf.
Júlí:
í byrjun júlí skilaði samstarfs-
nefnd um iðnþróun á Eyjafjarð-
arsvæðinu sinni lokaskýrslu.
Nefndarmenn komust að þeirri
niðurstöðu, að þrátt fyrir að
reiknað sé með aukningu í þeim
atvinnugreinum sem fyrir eru á
Eyjafjarðarsvæðinu, þá sé fyrir-
sjáanlegt að skapa þurfi um 700
manns atvinnu í nýjum atvinnu-
greinum, ef ekki eigi að koma til
fólksflótti frá svæðinu. Nefnd-
armenn reiknuðu með að skapa
þyrfti um 1.720 manns á Eyja-
fjarðarsvæðinu atvinnu fram til
ársins 1990. Er þá miðað við að
fólksfjölgun á svæðinu verði
1,4% að jafnaði, en á síðasta ára-
tug var fjölgunin 1,7%. Hins veg-
ar hefur fólksfjölgunin staðið í
stað það sem af er þessum áratug
vegna óvissu í atvinnumálum.
I byrjun júlí voru opnuð tilboð
í smíði á nýjum togara fyrir Út-
gerðarfélag Akureyringa hf.
Tuttugu tilboð bárust, þ'að hag-
stæðasta frá Japan upp á rúmar
126 m.kr. Tilboð Slippstöðvar-
innar var um 36 m.kr. hærra.
Framkvæmdastjórar Útgerðarfé-
lagsins vildu taka lægsta tilboð-
inu, en stjórn félagsins ákvað að
ganga til viðræðna við Slippstöð-
ina, til að kanna hvort hægt væri
að brúa bilið frá lægsta tilboði að
tilboði Slippstöðvarinnar. Ekki
hefur það gengið þegar þetta er
skrifað, en nú er japanska tilboð-
ið út úr myndinni, en norskt til-
boð er haft til hliðsjónar í samn-
ingaviðræðum Slippstöðvarinnar
og Útgerðarfélagsins. Munurinn
er 23 m.kr., sem felst að stærst-
um hluta í ríkisstyrk, sem norska
skipasmíðastöðin nýtur. Nú er
bæjarstjórn Akureyrar komin inn
í viðræður fyrirtækjanna, en að
mati þeirra sem til þekkja er
óhugsandi að þetta bil verði
brúað, nema ríkissjóður komi
einnig inn í myndina.
Um mánaðamótin júní-júlí
sameinaðist Laxárvirkjun Lands-
virkjun, samkvæmt sameignar-
samningi Akureyrarbæjar,
Reykjavíkurborgar og ríkisins.
Samkvæmt honum er eignarhlut-
ur Akureyrarbæjar í Landsvirkj-
un 5,475%, Reykjavíkurborgar
44,525% og ríkissjóður á 50%.
„Við norðanmenn göngum heils
hugar til þessa samstarfs, enda
teljum við þetta hagkvæmustu og
tryggustu leiðina við öflun orku
og dreifingu hennar um landið,
þegar til framtíðarinnar er litið,“
sagði Valur Arnþórsson um þetta
samstarf, en hann er fulltrúi Ak-
ureyrar í nýrri stjórn Landsvirkj-
unar.
Knútur Otterstedt, sem verið
hefur framkvæmdastjóri Laxár-
virkjunar og framkvæmdastjóri
Rafveitu Akureyrar, var ráðinn
svæðisstjóri Landsvirkjunar á
Norðurlandi. Hann hefur því
sagt upp störfum hjá Rafveitu
Akureyrar og hættir þar um ára-
mótin eftir rúmlega 30 ára starf.
Þar með er lokið rúmlega 60 ára
giftusamri stjórn Otterstedt-feðg-
anna á Rafveitu Akureyrar.
Fjórðungsmót norðlenskra
hestamanna var haldið á Mel-
gerðismelum fyrstu dagana í júlí.
Akureyrskir og eyfirskir hestar
voru sigursælir á mótinu. Þorri
Sigurðar Snæbjörnssonar á
Höskuldsstöðum, undir styrkri
stjórn Ragnars Ingólfssonar,
varð hlutskarpastur í flokki al-
hliða gæðinga, en Kristall Harð-
arson frá Kolkuósi fór á kostum
í klárhestakeppninni undir stjórn
eiganda síns, Gylfa Gunnars-
sonar. Mótið tókst vel og var
fjölsótt, en mótsgestir fengu að
kynnast margbreytilegu veður-
fari. Mikil vinna var lögð í móts-
svæðið á Melgerðismelum fyrir
mótið og Þorkell Bjarnason,
hrossaræktarráðunautur, taldi
ekki annað mótssvæði betra hér
á landi.
Sú harmafregn barst frá
Grímsey föstudaginn 1. júlí, að
Konráð Gylfason, einn af þríbur-
unum í Grímsey, hefði hrapað
fram af bakkanum fyrir framan
heimili sitt og síðan látist af völd-
smiðjuna en leigi húsnæðið, því
það getur enginn keypt þetta
bákn, ekki einu sinni Samband-
ið,“ sagði Eyþór Tómasson, for-
stjóri Lindu, í samtali við Dag í
byrjun júlí. „Ég er ákveðinn í að
hætta. Ég er orðinn þreyttur á
þessu. Maður sem er orðinn 77
ára, hvað á hann að vera að djöfl-
ast svona? Mér dettur það bara
ekki í hug,“ sagði Eyþór enn-
fremur.
Miklar umræður urðu um
atvinnumál á Eyjafjarðarsvæðinu
á árinu. Ýmsir möguleikar voru
nefndir í því sambandi, en oftast
bar þó stóriðju á góma. Um þann
möguleika sagði Sverrir Her-
mannsson, iðnaðarráðherra, í
samtali við Dag: „Að mínum
dómi verður ekki vel séð fyrir
atvinnumálum á Eyjafjarðar-
svæðinu nema við komum þar
upp stóriðju. Hún er að vísu ekki
mannfrek, stóriðja er orkufrek
en ekki mannfrek, en hún mundi
skjóta fótum undir aðrar greinar
sem mundu áreiðanlega sjá vel
fyrir nægri atvinnu."
Akureyringar og Norðlending-
ar settu sig ekki úr færi sl. sumar,
að koma af stað umræðum um
veðrið, ef þeir hittu mann af
Reykjavíkursvæðinu. Sumarið
var nefnilega vætusamt syðra, en
nokkuð gott nyrðra og einstak-
lega gott þegar lýsingar á veður-
farinu voru komnar suður yfir
fjöll. Þetta kom fram í veður-
dálki Dags. Þar segir Hafliði
Jónsson í byrjun júlí: „Það er svo
gott þarna hjá ykkur fyrir
norðan, að það væri góður meiri-
hluti fyrir því á veðurstofunni að
flytja hana norður til ykkar.“
Hjá Slippstöðinni á AJcureyri lauk smíði sidps fyrir Grænhöfðaeyjar. Á mynd-
inni sést forsetafrú Grænhöfðaeyja gefa skipinu nafnið „Fengur“.
um áverka þeirra sem hann hlaut
í fallinu á sjúkrahúsi í Reykjavík.
Konráð heitinn var 5 ára gamall.
„Ég vil selja og hugsanlega
verður fyrirtækið auglýst í næsta
mánuði, en það er hugsanlegt að
þetta verði tvískipt; ég selji verk-
Jóhann Konráð Birgisson 10
ára og Börkur Hólmgeirsson 7
ára björguðu Kristni Þór Ingi-
björnssyni 4ra ára frá drukknun
í byrjun júlí. Kristinn Þór hafði
fallið í tjörn sem myndast hafði í
húsagrunni í Glerárþorpi. Sann-
kölluð slysagildra, en tjörnin var
ræst fram eftir þennan atburð.
Banaslys varð í Grímsey að-
faranótt 12. júlí þegar kanadísk
stúlka hrapaði þar til bana í fall-
hlífarstökki. Konan hét Rosmary
Abilson og var þrjátíu og sex ára
gömul. Hún var ein af 10 fallhlíf-
arstökkvurum, sem stukku úr 14
þúsund feta hæð yfir eynni og var
ætlunin að mynda 10 manna
„rós“ í fallinu. Slíkt hafði aldrei
verið gert norðan heimskauts-
baugs. En eitthvað fór úrskeiðis,
því stökkvarana bar af leið.
Fimm þeirra lentu í sjónum eða
fjörunni við suð-vestanverða
eyna. Aðrir náðu bjargbrúninni,
nema Rosmary, sem skall utan í
klettana og hrapaði niður í grýtta
fjöruna og lést samstundis.
í júlí var hafin bygging húss við
Skipagötu, sem verkalýðsfélögin
á Ákureyri standa að og í dag-
legu tali hefur fengið nafnið
„Verkalýðshöllin“. Smári hf. sér
um bygginguna samkvæmt til-
boði og var það 67.3% af áætluðu
kostnaðarverði.
8. júlí var stofnað á Akureyri
hlutafélagið Gúmmívinnslan hf.
Starfssvið félagsins verður að
endurvinna gúmmíúrgang ásamt
sólningu á hjólbörðum og tilheyr-
andi þjónustu. Stofnendur félags-
ins eru Þórarinn Kristjánsson,
Birgir Eiríksson, Iðnþróunarfé-
lag Eyjafjarðar, Möl og sandur
hf. og Bandag hf. í Reykjavík.
18. júlí segir Dagur frá fyrir-
sjáanlegum kvennameirihluta í
bæjarstjórn Akureyrar, sem nú
er orðinn að veruleika, þó ekki
hafi sá meirihluti hrifsað völdin
af meirihluta Framsóknarflokks-
ins, Kvennaframboðsins og Al-
þýðubandalagsins. Kvennameiri-
hlutinn er þannig tilkominn, að
bæjarfulltrúarnir Helgi Guð-
mundsson og Freyr Ófeigsson
eru fjarverandi um tíma, en vara-
menn þeirra eru konur, þær Jór-
unn Sæmundsdóttir og Sigríður
Stefánsdóttir. Auk þeirra eru í
bæjarstjórninni konurnar Úlf-
hildur Rögnvaldsdóttir, Valgerð-
ur Bjarnadóttir, Sigfríður Þor-
steinsdóttir og Margrét Kristins-
dóttir.
Húnn Snædal, flugumferðar-
stjóri með meiru og Bragi bróðir
hans nauðlentu lítilli eins hreyfils
flugvél við Brúnalaug í Eyjafirði
laugardaginn 16. júlí. Lendingin
tókst vel og Húnn hafði á orði í
samtali við Dag, að kaffi væri
gott hjá Jóhanni í Brúnalaug.
Síðar nauðlenti Húnn „Kaupfé-
laginu“ sínu TF KEA, heima-
smíðaðri eins hreyfils vél, austur
í Öxarfirði.
Magnús Stefánsson, læknir á
Akureyri, var sá sem hæstu
gjöldin bar við álagningu í
Norðurlandskjördæmi eystra
1983. Næstur honum kom Ólafur
Ólafsson lyfsali á Húsavík og
Teitur Jónsson, tannlæknir á Ak-
ureyri hafnaði í þriðja sæti.
Ágúst:
Þriðjudaginn 2. ágúst samþykkti
sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu að
selja Öngulsstaðahreppi sinn
hluta í húsmæðraskólanum á
Laugalandi. Þar með á hreppur-
inn 30% í skólahúsinu, en ríkið
afganginn. Húsið verður notað
fyrir barnaskóla hreppsins.
í byrjun ágúst hófust æfingar
hjá Leikfélagi Akureyrar á My
fair Lady. Verkið var síðan frum-
sýnt í byrjun október og gerði
mikla lukku og er enn sýnt fyrir
fullu húsi. í aðalhlutverkum eru
Arnar 'Jónsson og Ragnheiður
Steindórsdóttir, en leikstjóri er
Þórhildur Þorleifsdóttir.
Úm miðjan ágúst voru tveir
- Fréttaannáll 1983 - Fréttaannáll 1983 - Fréttaannáll 1983 - Fréttaannáll 1983 - Fréttaannáll 1983 -
- Fréttaannáll 1983 - Fréttaannáll 1983 - Fréttaannáll 1983 - Fréttaannáll 1983 - Fréttaannáll 1983 -