Dagur - 21.12.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 21.12.1983, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 21. desember 1983 Fréttaannáll 1983 - Fréttaannáll 1983 - Fréttaan Nýr togarí bættist í flota Akureyringa. Hann hét áður Guðsteinn en eftir miklar breytingar hjá Slippstöðinni þar sem honum var breytt í frystiskip hlaut hann nafnið Akureyrin EA 10 og hefur hann nýlega haldið til veiða. menn teknir meö 21 gramm af hassi á Akureyrarflugvelli. Höfðu þeir fengiö hassið sent frá Reykjavík. Laugardaginn 20. ágúst héldu Sambandsverksmiðjurnar á Ak- ureyri veglega hátíð í tilefni þess að 60 ár voru liðin frá því að Sambandsiðnaður hófst á Akur- eyri. Margt var gert til skemmt- unar og fór hátíðin vel fram, enda veður hagstætt. Meðal dag- skráratriða var vígsla „Þorsteins- lundar“ til heiðurs Þorsteini Davíðssyni, sem í áratugi vann á Sambandsverksmiðjunum. Þar var afhjúpaður koparskjöldur Þorsteini og öðru starfsfólki verksmiðjanna til heiðurs. í lok ágúst gaf aldraður Akur- eyringur tvær milljónir kr. til heilsuhælisbyggingar Náttúru- lækningafélagsins. Gjöf mannsins, sem ekki vildi láta nafns síns getið, dugir til að byggja eina hæð hælisins, sem er í Kjarnaskógi. September: „Það hefur komið í ljós að verð- mæti þýfisins er á bilinu 130-140 þúsund krónur,“ sagði Pétur Breiðfjörð gullsmiður á Akur- eyri, en brotist var inn hjá gull- smiðunum Sigtryggi og Pétri í upphafi mánaðarins. „Það skiptir ekki máli hver skíturinn er,“ sögðu Halldór og Auðbjörn Kristinssynir sem reka eitt stærsta svínabú á landinu, í Hraukbæ í Kræklingahlíð. Þeir eru nú að vinna að merkilegri til- raun, en hún felst í því að hita upp svínaskítinn með sérstakri aðferð og nota hann til orku- vinnslu. „Það kom eiginlega mest á óvart að atvinnuþátttaka kvenna á Akureyri er meiri en að meðal- tali á landinu," sagði Karólína Stefánsdóttir formaður jafnrétt- isnefndar um könnun sem unnið var að á þátttöku kynjanna í atvinnulífi bæjarins. „Við hættum við að taka hita- veituna og munum áfram notast við svartolíu og gufu. Ég kæri mig ekki um að eiga viðskipti við svona okurstarfsemi,“ sagði Kristján Jónsson, verksmiðju- stjóri hjá K. Jónsson og Co., en til stóð að taka hitaveitu í notkun í verksmiðjunni, en frá því var horfið vegna þess hve hún þótti dýr. Hópur unglinga var með ólæti í miðbæ Akureyrar. Klifruðu unglingarnir utan á húsum í mið- bænum og einn piltur lagði leið sína upp í ljósastaur nokkurn. Mátti lögreglan nota stiga til að ná honum niður en síðan fékk pilturinn ókeypis gistingu í fanga- geymslu. „Það er mikill misskilningur og fljótfærni að ætla að stimpla trjá- kvoðuverksmiðjuna á Húsavík dauðadæmt fyrirtæki,“ sagði Arnljótur Sigurjónsson eftir að kanadískur ráðgjafi hafði sagt álit sitt á verksmiðjunni. í niðurstöð- um ráðgjafans sagði nánast að verksmiðjan væri fyrirfram dauða- dæmt fyrirtæki miðað við upp- haflegar forsendur. Hátt í fimm þúsund laxaseiði drápust í eldistöð Veiðifélags Ólafsfjarðar er vinnuvél tók í sundur kaldavatnslögn til stöðv- arinnar. í stöðinni voru um 30 þúsund seiði sem höfðu verið þar í eldi síðan í júní en þeim á að sleppa í sjó í vor. „Gamla kjötið rennur út en nýja kjötið hreyfist ekki,“ sagði Jens Ólafsson útibússtjóri Kjör- markaðar KEA í Hrísalundi skömmu eftir að útsala á gömlu kindakjöti hófst. Mjög mikil kjötsala var á meðan útsalan stóð yfir, enda nóg til af kjöti á gamla verðinu. „Ég taidi ekki skynsamlegt að ráða Ormar,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir menntamáiaráð- herra, en mikill styr stóð um þá ákvörðun hennar að ráða ekki Ormar Snæbjörnsson sem kennara að Þelamerkurskóla. Kennarasambandið hótaði að fara í mál við Ragnhildi fyrir hönd Ormars. Dr. Gunnar Thoroddsen lést í Reykjavík 72 ára að aldri. „Leyfið er á leiðinni," sagði Kristín Jónsdóttir sem ráðin hafði verið útibússtjóri Alþýðu- bankans á Akureyri. „Leyfisum- sóknin er hér í bankanum en hef- ur ekki verið tekin fyrir og ég veit ekki hvenær það verður gert,“ sagði talsmaður Seðlabankans og þess má geta að leyfið hefur enn ekki verið veitt fyrir opnun bankans. „Kjötkrókur" kom í heimsókn í hús í Skarðshlíð á Akureyri. Stal hann kjötlæri sem fjölskylda í húsinu ætlaði að fara að hita upp og gæða sér á. Sást til „Kjöt- króksins" halda á brott með lærið í Range Rover jeppabifreið. Umferðarvika var haldin á Ak- ureyri. - „Umferðarvikan byrjar ekki vel,“ sagði í fyrirsögn Dags, en tveir árekstrar urðu strax fyrsta morgun vikunnar og eitt- hváð var um það að bílþjófar væru á ferðinni. Kynferðisafbrotamaður var handtekinn á Akureyri, en sá hafði verið með áreitni við ungan pilt í Lundahverfi. Október: Alvarlegt vinnuslys varð á Heklu fyrsta dag mánaðarins. Ung kona lenti þá með hendi í bandhníf og slasaðist mikið. Var hún flutt á Borgarspítalann þar sem hún gekkst undir átta tíma skurðað- gerð og tókst læknum að bjarga hendinni. Menntaskólinn á Akureyri er settur í 104. sinn. í ræðu skóla- meistara kom fram að 60% nem- enda við skólann eru stúlkur. í verðkönnun Verðlagsstofn- unar kemur fram að lægsta vöru- verð á Akureyri er sama og með- altalsverð í Reykjavík. Hróður íslenskrar leiklistar berst víða í sambandi við upp- setningu LA á My fair Lady. Sænska, finnska og norska sjón- varpið mynduðu æfingar leikar- anna. Dagur kemst að því að „gull- og piparskipið“ á Skeiðarársandi, er í raun kryddsíldarskip en þetta skýrir áhuga Morgunblaðsins, blaðs allra gullskipsleitarmanna á málinu (Smátt og stórt). Ofnasmiðja Norðurlands flytur til Reykjavíkur. Enn eitt fyrir- tækið fer úr bænum. Guðrún Einarsdóttir eigandi fyrirtækisins segir ástæðuna stafa af samdrætti og „óeðlilegum undirboðum“ kaupfélagsins. Loksins loksins, segja sumir þegar frétt birtist um að reglu- gerð sé komin um leiktækjasali. Þessi minkur kom óboðinn í heimsókn í sláturhús Kaupfélags Svalbarðseyr- ar. Menn þar undu þessari heimsókn illa og unnu á minknum sem var svartur að Ut og því kominn frá einhverju minkabúi. Síðar kemur í ljós að engar reglu- gerðir ná yfir salina. Sauðkrækingar huga að vatns- pökkunarverksmiðju með út- flutning í huga. Alþýðubankinn vill opna úti- bú og allt er klárt en þá er búið að stinga umsókninni undir stól og í árslok hefur leyfið enn ekki fengist. Umræður verða um varaflug- völl á Akureyri fyrir millilanda- flugið. Síðar kemur í ljós að eng- ar líkur eru á slíkum velli þar sem stórar þotur geta ekki athafnað sig í Eyjafirði. Gunnar Ragnars fer við annan mann til Marokkó til þess að leita verkefna fyrir Slippstöðina. Samningar tókust ekki í fyrstu lotu en önnur ferð er síðan ráð- gerð í árslok en enn er allt á huldu. Sverrir Hermannsson lýsir því yfir að hann vilji fremur sjá álver við Eyjafjörð en á SV-horninu. Fógeti vísar upplýsingarrits- málinu frá. Akureyringar fá því að halda símaskrá sinni enn um sinn en villurnar í skránni eru samt aldrei fleiri. Illa horfir um byggingarfram- kvæmdir við Verkmenntaskól- ann. Pennastrik og niðurskurður verða þess valdandi að aðeins fjórðungi þeirrar upphæðar sem óskað var eftir, er veitt til verksins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.