Dagur - 21.12.1983, Page 19

Dagur - 21.12.1983, Page 19
21. desember 1983 - DAGUR -19 „Þaö veröur ekkert til sparað að gera þessa há- tíð sem veglegasta bæði í mat, drykk og öðru,“ sagði Sigurður Þ. Sig- urðsson veitingamaður í Sjallanum er Dagur ræddi við hann um „ný- árshátíð Sjallans" sem haldin verður að kvöldi nýársdags. „Við opnum húsið kl. 19 og kl. 19.30 hefst borðhald. Við bjóðum upp á 4 rétta hátíðarmat- seðil sem samanstendur af krabbasúpu með hvít- lauksbrauði, grillsteikt- um hörpufisk á teini, ofn- steiktri aligæs með lyng- sósu og koníakslegnum fíkjum með rjóma í eftir- rétt,“ sagði Sigurður. Á meðan gestir sitja að snæðingi leika þau Krist- inn Örn Kristinsson og Lilja Hjaltadóttir á píanó og fiðlu létt klass- isk lög og ragtimetónlist. in í Sjallanum Þá skemmta félagar úr Passíukórnum, en þeir syngja lagasyrpu úr söng- leiknum sívinsæla My fair Lady. Af öðrum skemmtiat- riðum má nefna að dans- arar frá Dansstúdíó Alic- ar sýna og leikarar Leik- félags Akureyrar iáta gamminn geysa og skemmta með léttum at- riðum sem svíkja ekki ef að líkum lætur. Þegar þessu öllu er lok- ið tekur Ingimar Eydal til við tónlistina ásamt hljómsveit sinni. Sérstak- ir hátíðagestir Ingimars Eydal verða söngvararnir Erla Stefánsdóttir, Bjarki Tryggvason, Sólvegi Birgisdóttir, Helena Ey- jólfsdóttir og þá mætir Finnur Eydal á sviðið. Það verður sem sagt reynt að skapa hina einu sönnu „gömlu og góðu Sjallastemmningu" á þessu mikla skemmti- kvöldi.' „Við leggjum allt í söl- urnar til þess að þesi há- tíð verði sem glæsilegust á allan hátt,“ sagði Sig- urður Sigurðsson veitingE maður, og er ætlunin að hátíð sem þessi verði ár- legur viðburður að kvöldi nýársdags í framtíðinni. Aðgöngumiðasala og borðapantanir eru alla daga í Sjallanum til kl. 20, síminn 22970. Á annan dag jóla verð- ur Ingimar Eydal í há- tíðaskapi með hljómsveit sína í Sjallanum á dúndr- andi jóladansleik. Síðan verður diskótek á þriðju- dag og fimmtudag á milli jóla og nýárs og Ingimar aftur á ferðinni föstudag- inn 30. desember og hitar upp fyrir nýárshátíðina. - En á nýársnótt verður opið í Sjallanum kl. 24- 04 og nýju ári fagnað. Kylfingar fagna nýju ári Kylfingar hjá Golfklúbbi Akureyrar eru vanir því að byrja hvert ár á þann hátt að hittast í golfskála sínum á nýársnótt og svo verður einnig nú. Söfnunarbíll í Hafnarstræti Til þess að auðvelda Akureyringum og nær- sveitamönnum að koma gjöfum sínum á framfæri í söfnun Hjálparstofnun- ar kirkjunnar mun söfn- unarbíll verða staðsettur í Hafnarstræti á Þorláks- messu frá klukkan 4-10 e.h. Þarna gefst fólki tækifæri til þess að leggja sitt af mörkum til bjargar mannslífum. Minnumst orða frelsarans: Það sem þér hafið gjört einum þessara minna minnstu bræðra það hafið þér gjört mér. Guð blessi glaðan gjaf- ara. Þar mæta þeir galvask- ir og yljasér við minning- ar frá liðnu ári og taka dansspor af mikilli list inn á milli. Hafa þessar sam- komur jafnan verið vel sóttar og mikið fjör. Skemmtinefnd Golf- klúbbsins hefur nú boðað til nýársfagnaðar og hefst hann kl. 01 eða skömmu eftir miðnætti á gamlárs- dagskvöld. Nefndin mun að sögn hafa eitthvað skemmtilegt í pokahorn- inu og er ekki að efa að glaumur og gleði mun verða í golfskálanum að þessu sinni sem endra- nær. Skemmtinefndin skor- ar á félagsmenn að fjöl- menna og taka með sér gesti, en fyrirhugað er fjörugt félagslíf í vetur á vegum nefndarinnar. Jólatrésskemmtun Knattspyrnudeild KA gengst fyrir jólatrés- skemmtun fyrir börn á 2. dag jóla og veður hún haldin í Sjallanum og hefst kl. 15. Þar verður margt til skemmtunar og má m.a. nefna að fimm jólasvein- ar koma í heimsókn og sjá um að gleðja börnin og stjórna dansinum í kring um jólatréð. Ingimar Eydal verður að sjálfsögðu á svæðinu enda ómissandi maður ef eitthvað er um að vera í Sjallanum hvort sem er að degi eða kvöldi. Þá má geta þess að diskótek verður er líða fer á skemmtunina svo sjá má að það er boðið upp á eitthvað fyrir alla aldurs- hópa barnanna. Kiwanis-menn selja hagnýta skotpalla „Þessi skotpallur er hið mesta þarfaþing og á ör- ugglega eftir að koma sér vel víða,“ sagði Hall- grímur Arason formaður Kiwanisklúbbsins Kald- baks á Akureyri, en klúbburinn býður nú sér- staka „skotpalla“ til sölu fyrir gamlárskvöld. „Skotpallar" þessir eru skemmtilega hannaðir og henta einnig vel fyrir blys og þess háttar auk þes sem þeir sóma sér prýði- lega sem veggskraut að notkun lokinni. Með notkun þeirra losna menn við hinn leiðinlega flöskuburð, en „skotpall- ar“ þessir eru mun hent- ugri sem slíkir en tómar gosflöskur. „Skotpallarnir" verða seldir í flugeldamörkuð- um skáta á Akureyri og hjá versluninni Eyfjörð og kosta þeir 200 krónur. Bautmn-Smiðjan Veitingastaðirnir Baut- inn og Smiðjan verða opin sem hér segir um jól og áramót: Bautinn: Opið verður á aðfangadag til kl. 13, og síðan verður lokað fram til 29. desember vegna lagfæringa. Á gamlársdag verður opið til kl. 13 en síðan lokað á nýársdag. Smiðjan: Smiðjan verður lokuð á aðfanga- dag, jóladag og 2. dag jóla, og einnig á gamlárs- dag og nýársdag. / Imyndun - arveikin Leikklúbburinn Saga á Akureyri, æfir nú um þessar mundir, gleðileik- inn ímyndunarveikina eftir Moliére, undir stjórn Þrastar Guð- bjartssonar. Frumsýning er fyrirhuguð 30. des. í Dynheimum kl. 21.00. Þrettán manns taka þátt í sýningunni og með helstu hlutverk fara: Magnús Sigurólason, Erna Hrönn Magnúsdótt- ir, Anna Jóna Vigfús- dóttir, Inga Vala Jóns- dóttir og Ölafur Hilmars- son. Leikritið gerist í París 1673, og er skopleg ádeila á læknastéttina. Það fjallar í stuttu máli um aldraðan auðkýfing, Argan að nafni, og sam- skipti hans við lækna og lyfsala. Einnig fléttast inn í leikinn ástarmál eldri dóttur hans, en Argan er staðráðinn í að gifta hana ríkum lækni, þvert ofan í vilja hennar. Flugelda- sala Hjálparsveit skáta verður með flugeldasölu í Al- þýðuhúsinu á Akureyri, eins og undanfarin ár. Auk þess verður sveitin með útibú hjá Hagkaup, Kjörmarkaði KEA við Hrísalund og verslun- armiðstöðinni Sunnu- hlíð. Flugeldasalan er nánast eina tekjulind Hjálparsveitarinnar og rennur ágóðinn til tækja- kaupa. Næst á döfinni í þeim efnum hjá sveitinni eru kaup á dráttarvél- sleða og auknum fjar- skiptabúnaði frá því sem hún hefur nú yfir að ráða. Krítarkort Eurocard gilda á flugeldamarkaði sveitarinnar. Hjálpar- sveitarmenn báðu blaðið fyrir þakkir til bæjarbúa fyrir stuðninginn undan- farin ár, jafnframt því sem þeir óskuðu bæjar- búum gleðilegra jóla og slysalausra áramóta. Frá tannlæknum Akureyrar: Neyðarvaktir um jól og áramót: 24. des. milli kl. 11 og 12 Egili Jónsson sími 24440. 25. des. milli kl. 3 og 4 Kristján Víkingsson sími 24440. 26. des. milli kl. 3 og 4 Jóhann Benediktsson sími 24440. 31. des. milli kl. 11 og 12 Steinar Þorsteinsson sími 22242. 1. jan. milli ki. 3 og 4 Ragnheiður Hansdóttir sími 25811. Dansleikur verður haldinn í Árskógi þriðjudaginn 27. des. og hefst kl. 22.00 með því að Samkór Árskógs- strandar undir stjórn Guðmundar Þorsteinssonar syngur nokkur lög og fer með glens og grín. Síðan leikur Hljómsveit Ingimars Eydal fyrir dansi. Allur ágóða rennur til Stærri-Árskógskirkju. Nefndin. Hjálmar, skíða-, vélsleða- og vélhjólahjálmar. Leðurjakkar og -buxur, unglingastærðir. Leðurhanskar og -lúffur, margar gerðir. Armbandsúr, tölvuúr, margar gerðir. Varahlutir fyrir Yamaha, Suzuki og Hondur. ■Opið milli kl. 5 og 7, Þorláksmessu frá kl. 13-23. Póstsendum um allt land. ÚTGARÐUR FROSTAGATA 6, SÍMI 96-23650, AKUREYRI, PÓSTHÓLF 12 í HÚSI VÉLSMIÐJU STEINDÓRS HF.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.