Dagur - 09.01.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 09.01.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 9. janúar 1984 Stundarðu skíða göngu? Ragnar Ragnarsson: Nei, ég hef engan tíma til þess. Bjarni Valtýsson: Nei, maöur -er yfirleitt úti á sjó og hefur ekki tíma til þess. Árný Sveinsdóttir: Ég hef nú ekki gert þaö, en það er freistandi aö prófa. Þórarinn Stefánsson: Nei, ekki nema veöriö og skapið sé í stuði. Bjami Gunnarsson: Nei, ég stunda aðallega aðrar skíðaíþróttir en gæti vel hugs- að mér að prófa gönguna. „Ég er að gera mér vonir um að það verði helmingi meiri þátttaka í þessari keppni núna heldur en í fjölskyldulands- keppninni í fyrra, sem þýðir að á milli 30 og 40 þúsund manns taki þátt í keppninni,“ sagði Hermann Sigtryggsson for- maður Trimm-nefndar Skíða- sambands íslands um trimm- landskeppni á skíðum 1984 sem hefst 15. janúar og stend- ur til 30. apríl. Það er Trimm-nefnd Skíða- sambands íslands sem sér um framkvæmd keppninnar, en nefndin er skipuð þremur Ak- ureyringum, þeim Hermanni, Sigurði Aðalsteinssyni og Hall- grími Indriðasyni. Við spjöll- uðum við Hermann um þessa trimm-keppni og ýmislegt fleira. „Þessi keppni er fyrst og fremst hugsuð sem keppni á milli kaup- staða og héraðssambanda. Keppni verður á milli kaupstaða með 10 þúsund íbúa eða fleiri, á milli kaupstaða með 2-10 þúsund íbúa og svo á milli héraðssam- banda víðs vegar um landið. Til þess að vera fullgildur þátttak- andi í keppninni þarf viðkomandi að fara minnst 5 skíðaferðir eða æfingar er taki a.m.k. eina klukkustund hver. Með skíða- ferðum er átt við ferðalög á skíðum, skíðagöngu, svig, stór- svig eða brun, ratleik, skíðastökk og göngu á rúlluskíðum.“ - Hverju ber að þakka hinn aukna áhuga sem almenningur hefur sýnt trimmi á undanförnum árum? „Ég hygg að þar spili breytt lífsviðhorf verulega inn í . Það fóru að berast fregnir erlendis frá um það hversu trimm var mikið stundað þar, fólk fór að hugsa meira um heilsuna en áður var og læknar fóru að benda fólki á líkamsræktarstöðvar í auknum mæli. En allt eru þetta íþróttir, hvort sem það er farið í heilsu- ræktarstöðvarnar, jassballett eða hvað sem er. Þá hefur það ekki haft lítið að segja að íþróttasam- band íslands ákvað fyrir nokkr- um árum að taka trimm á dagskrá hjá sér. Áhuginn á skíðaíþróttinni blossaði upp um leið og aðstaðan batnaði á skíðastöðunum, lyftur komu upp í auknum mæli og fleira í þeim dúr. Þegar svo fóru að koma biðraðir við lyfturnar fór fólk að hugsa sig um, það vildi losna við langar biðraðir við lyfturnar og þá fengu margir sér gönguskíði. Það má eiginlega segja að þetta hafi komið hvað af öðru.“ - Hvort finnst þér skemmti- legra að renna þér á svigskíðum eða fara á gönguskíði? „Hvað mig sjálfan snertir þá geri ég ekki upp á milli þess. Það er stundum auðveldara að stunda skíðagönguna þar sem aðstæður var ao pvssia i oiiuiti greinum en gat Ifl^r ■ nC||ff m M| gj% S M| ■ ■ É É GWI\I IICIH I lldllU - segir Hermann Sigtryggsson formaður trimm nefndar skíðasambandsins en „Trimm-lands- keppni á skíðum 1984“ er að hefjast eru fyrir hendi. Hér á Akureyri eru aðstæður orðnar mjög góðar, bæði á upplýstum brautum í Kjarnaskógi og í Hlíðarfjalli.“ - Nú þótti þessi norræna skíðatrimmkeppni sem haldin var í fyrra hálf misheppnuð, hvað olli? „Já það er rétt, og það gerðist reyndar á öllum Norðurlöndun- um að þátttaka varð mun minni en reiknað hafði verið með. Þessi keppni sem nú er að fara af stað er ekki norræn, hún er fyrst og fremst keppni á milli kaupstaða og héraðssambanda hér innan- lands og að sjálfsögðu allir mögu- leikar opnir á fleiri keppnisform- um eins og t.d. að setja á fót sér- staka keppni á milli Reykjavíkur og Akureyrar eða ísafjarðar og Siglufjarðar svo dæmi séu nefnd.“ - Er ekki geysilega mikið verk að skipuleggja svona keppni? „Það tekur sinn tíma, og við höfum haft góðan tíma til undir- búnings. Það eru menn með mér í nefndinni sem kunna sitt fag, og aðalatriðið er að koma þessu af stað. Við verðum svo að treysta á það að stjórnendur úti í héruð- unum taki við og haldi áfram. Við munum svo láta í okkur heyra af og til. Framkvæmd þess- arar keppni kemur því til með að mæða á margra herðum." Formaður Trimm-nefndarinn- ar sleppur ekki úr þessu spjalli án þess að segja örlítið frá íþrótta- afrekum sínum hér áður fyrr, en Hermann var mikill íþrótta- maður hér á árum áður. „Blessaður vertu, ég var að þvæla í öllum greinum en gat ekki neitt í neinu,“ .segir Her- mann og hlær. „Ég var í knatt- spyrnu, körfuknattleik, hand- knattleik og frjálsum íþróttum þar sem ég hef sennilega náð bestum árangri. En ég keppti aldrei á skíðum. Ég hætti að keppa 1955 en hef stundað íþróttir síðan og ég held að gamla keppnisskapið sé enn til staðar þegar maður getur komið því við. Annars verður maður að passa sig og fara sér hægar en áður fyrr.“ - Hermann hefur um langt árabil haft náið samstarf við íþróttafólk bæði sem íþróttafull- trúi á Akureyri, nefndarmaður í trimmnefndum á vegum ÍSÍ og ekki síst sem áhugamaður. Eða eins og hann segir sjálfur: „Mitt áhugamál í íþróttum hefur ekki síður verið það að almenningur væri með í myndinni heldur en keppnisfólkið þótt ég hafi starfað mikið með keppnisfólkinu og sé gamall keppnismaður sjálfur." - Og nú ræðst Hermann í það stórvirki að stjórna „Trimm- landskeppni á skíðum 1984“ ásamt félögum sínum í Trimm- nefnd Skíðasambandsins og við óskum honum og félögum hans góðs í þeirri baráttu. gk Hermann Sigtryggsson. Sala skotelda í Húsi aldraðra Undanfarið hefur maður haldið að borgarastyrjöld væri skollin á hér á Oddeyrinni hið næsta húsi því er öldruðum Akureyringum var gefið nú síðasta ár og þeir hafa haft nokkra starfsemi fyrir sitt fólk. Við íbúar hverfis þessa héldum að þá væri lokið því árlega ónæði er við höfum búið við af völdum skoteldasölu skátanna í húsi þessu er áður hét Alþýðuhús, en einu sinni enn endurtók sagan sig. Skátar hafa fengið húsið til skoteldasölu fyrir fjáröflun vegna Hjálparsveitar sinnar og hafa þeir mettað bæjarbúa af Skoteld- um og sprengidóti fyrir hver ára- mót. Ekki erum við að amast við þessari fjáröflun skátanna því þeir eru alls góðs verðugir, enda bjuggum við í návist þeirra um áratugi okkur til mikillar ánægju. Stanslausar sprengingar og ónæði eru af þessu og unglingar hafa kastað skoteldum að húsum og fólki þarna í næsta nágrenni því unglingar þeir er þarna versla komast sumir ekki nema 10-20 metra frá sölustað án þess að leggja eld í dót það er þeir höfðu undir höndum. Nú er það svo að aðallega eldra fólk byggir hverfi þetta og verður það fyrir ómældu ónæði vegna skoteldasölu þessarar og dettur manni stundum í hug að þetta sé miðborg Beirút í Líban- on þar sem andstæð öfl skjóta hverjir á aðra sér til skemmtunar og dægrastyttingar. Oft dettur manni í hug^að hin ágætu yfirvöld brunamála í bæn- um séu ekki rétt vakandi er þau um mörg síðustu áramót leyfa sölu á flugeldum og skoteldum í miðju íbúðahverfi sem aðallega eru timburhús og að auk er hverfi þetta að mestu byggt eldra fólki. Geti sér nú hver til ef eldur kæmist í púðurdót það sem þarna er saman safnað undir þaki húss aldraðra... Með vinsemd. Einar á Eyrinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.