Dagur - 09.01.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 09.01.1984, Blaðsíða 9
9. janúar 1984 - DAGUR - 9 Stefán Valgeirsson alþingismaður: VIÐ ÁRAMÓT Ekki kæmi mér það á óvart þótt sagnfræðingar framtíðarinnar muni telja árið 1983 mjög merki- legt og viðburðarríkt ár því þá hafi verið brotið blað í stjórn- málasögu okkar þjóðar. Kemur þar margt til. Þá hafi náðst samkomulag milli allra stjórnmálaflokka er þá áttu setu á Alþingi íslendinga um breytingar á stjórnskipunarlög- um lýðveldisins, þ.e.a.s. meiri hluti í hverjum þingflokki sam- þykkti þetta samkomulag. Aldrei hefur það áður gerst að sam- komulag hafi náðst á milli stjórn- málaflokkanna um breytingar á stjórnskipunarlögum okkar. Hér er því um mikilvæga stefnubreyt- ingu að ræða enda voru mjög skiptar skoðanir um þetta sam- komulag innan þings og sérstak- lega utan þess og er líklegt að þær muni leiða til breytinga á flokkaskipan í landinu á næstu árum ef ekki tekst að knýja fram jöfnun á lífsaðstöðu þegnanna samhliða stjórnlagabreytingunni. Hlutur lands- byggðarinnar utan Faxaflóa fyrir borð borinn Öllum hlýtur að vera ljóst sem á annað borð hugleiða þessi mál að hlutur landsbyggðarinnar utan við þéttbýlið við Faxaflóa er fyrir borð borinn í þessu samkomulagi ef ekkert fylgir þar með. Það telst fleira til mannréttinda en að vægi atkvæða sé jafnt hvar sem menn búa á landinu. Breytingar á stjórnskipunarlögunum fela það í sér að dregið er úr áhrifum landsbyggðarinnnar á löggjafar- samkomu þjóðarinnnar án þess að um leið séu gerðar ráðstafanir til að jafna aðstöðumuninn í þjóðfélaginu. Viðurkennt er að framfærslukostnaður er mjög breytilegur eftir því hvar menn búa á landinu. Þessi mismunur á framfærslukostnaði eftir búsetu er orðinn það mikill að engin leið er, eða ástæða til, að una því lengur. Ég mun fjalla um það í sérstakri grein síðar í sambandi við hugleiðingar mínar um æski- lega atvinnumálastefnu. Ég vil minna á það í þessu sambandi að við Ólafur Þ. Þórðarson fluttum breytingartillögu við stjórnskip- unarfrumvarpið í fyrravetur sem var svohljóðandi: „Á eftir þriðju grein komi ný grein svohljóðandi: 77. grein orð- ist svo: Skattamálum skal skipa með lögum. Við ákvörðun skatta á tekjur og eignir skal gætt jafn- ræðis þegnanna þannig að til lækkunar komi sérstakur kostn- aður vegna búsetu eftir því sem nánar verður ákveðið í lögum.“ Ekki fékk þessi tillaga náð fyrir augum þingmanna. Var hún felld með nokkrum atkvæðamun. Fyrirheit í greinagerð með frumvarpinu er að finna fyrirheit hvað þetta varðar sem allir stjórnmálaflokk- arnir í sameiningu standa að. Tel ég rétt að birta það orðrétt: „Þing- flokkar Alþýðubandalagsins, Al- þýðuflokksins, Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins sem að frumvarpi þessu standa hafa auk þess orðið ásáttir um eftirfarandi: Að beita sér fyrir aukinni valddreifingu og virkara lýðræði samhliða afgreiðslu nýrr- ar stjórnarskrár. Meðal annars fái sveitarfélög meira sjálfsfor- ræði og þannig verði völd og áhrif landsmanna allra í eigin málum aukin óháð búsetu þeirra. Jafn- framt munu þingflokkarnir beita sér fyrir sérstökum aðgerðum til að jafna félagslega og efnalega aðstöðu manna þar sem mismun- ar vegna búsetu gætir helst.“ Nú er árið 1983 liðið og búið að leggja fram frumvarp á Al- þingi til stjórnskipunarlaga um breytingar á stjórnarskrá lýðveld- isins íslands, en stjórnarskrár- breytingu verður að samþykkja á tveimur þingum til að öðlast gildi og þingkosningar að fara fram á milli þeirra. Lítið hefur enn heyrst frá forystumönnum stjórnmálaflokkanna hvernig þeir ætla að standa við það fyrir- heit sem vitnað var í hér að fram- an „að þeir muni beita sér fyrir sérstökum aðgerðum til þess að jafna félagslega og efnalega að- stöðu manna þar sem mismunar vegna búsetu gætir helst.“ Er nú mál til komið að íbúar þeirra byggða þar sem fram- færslukostnaður er mestur og fé- lagsleg aðstaða er lökust, að þeir þrýsti á þingmenn sína og láti þá sjá um að staðið verði við þessi fyrirheit og það áður en frum- varpið um stjórnarskrárbreyting- una verður endanlega afgreitt. Samstaða það eina sem gildir Samstaða landsbyggðarinnar er það eina sem gildir, annars er vandséð hvernig til tekst í þessu máli. Því skulu menn gera sér grein fyrir að æði margir munu vinna gegn því að við þetta fyrir- heit verði staðið. Þetta mál verð- ur að sækja af fullri einurð. í sambandi við öll þessi mál er það ekki lítið undrunarefni hvernig búið er að villa um fyrir þjóðinni og snúa staðreyndum gjörsam- lega við, hvernig tilflutningur fjármagns á sér stað í okkar þjóð- félagi. Því er haldið fram að fjár- festingar út um land séu í mörg- um tilfellum óarðbærar og eru þeir sem að þeim standa stöðugt ataðir auri eins og frægt er orðið. Það kann að vera að í einstaka tilfellum sé hægt að finna þess dæmi að fjárfestingar úti á landi séu ekki arðbærar miðað við það mat sem tölfræðingar hafa á arð- semi. En hvað þá um allar bygg- ingarnar við Faxaflóa? Hafa menn gert sér grein fyrir að út- flutningstekjur þjóðarinnar koma að tveimur þriðju hlutum frá landsbyggðinni og þá er undanskilin járnblendiverksmiðj- an á Grundartanga sem telst með höfuðborgarsvæðinu. Þar fyrir utan leggur landbúnaðurinn til þjóðarbúsins sína matvælafram- leiðslu. Fasteignamat á öllum byggingum í landinu er um 141 milljarður króna, þar af á Stór- Reykjavíkursvæðinu 93 milljarð- ar, eða um 66% af fasteignum landsmanna en landsbyggðin er þá með 48 milljarða eða um 34% fasteignanna. Samkvæmt mann- tali 1982 var íbúatala á landinu öllu 235.453 þar af á Stór- Reykjavíkursvæðinu 125.745. Á landsbyggðinni var þá íbúatalan 109.708. Dæmið lítur þá þannig út að um 110.000 íbúar eða 45,5% sem byggja landið utan þéttbýlis- ins við Faxaflóa eiga í fasteignum 48 milljarða eða 34% af öllum fasteignum landsins en framleiða um 66,6% af útflutningstekjum landsmanna. Þessar tölur tala sínu máli. Hér þarf að verða breyting á Hins vegar kemur í ljós þegar málin eru brotin til mergjar að um 85% allra ársverka í heildsölu eru unnin í Reykjavík einni. Það eru ekki litlir fjármunir sem streyma frá landsbyggðinni til Reykjavíkur í gegnum þessa starfsemi en þar við bætast öll önnur viðskipti í smásöluverslun og alls konar þjónustu sem lands- byggðin sækir til Reykjavíkur. Hér þarf að verða breyting á, landsbyggðin þarf að taka alla þessa starfsemi í sínar hendur eins fljótt og við verður komið. Ríkisútgjöld hafa vaxið um 1% að meðaltali á ári að undanförnu miðað við þjóðartekjur. Ég hygg að það sé hægt að koma með full- gild rök fyrir því að landsbyggðin leggi til um tvo þriðju hluta af þessu framlagi sem fer til að standa undir síaukinni þjónustu sem veitt er á vegum ríkisins, sem er að langmestum hluta á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt könnun sem Fjórðungssamband Norðlendinga hefur gert og nær yfir árin 1976 og 1978 hefur m.a. eftirfarandi komið í ljós þegar at- huguð er skipting Á-hluta fjár- laga fyrir þessi ár: Hlutur höfuð- borgarsvæðisins 1976 var 54,7% en 1978 56,4%, eða hafði aukist á þessum árum um 1,7%. Á sama tíma hafði hlutur Norðurlands eystra lækkað úr 9,9% í 9,6% eða um 0,3%. Öll kjördæmin utan þéttbýlisins við Faxaflóa höfðu lækkað á þessu tímabili nema Vestfirðir þar hafði aukn- ingin orðið 0,3%. Ef miðað er við fjárlög fyrir árið 1984 nemur þessi tilflutning- ur útgjalda A-hluta til höfuð- borgarsvæðisins úr 54,7% í 56,4% ríflega 310 milljónum króna. Launagreiðslur til höfuð- borgarsvæðisins námu 14,1% af heildarútgjöldum A-hluta fjár- laga árið 1976 en voru komin í 19,9% árið 1978. Þannig fór þeg- ar á árinu 1978 að nálega fimmta hver króna af skatttekjum þjóð- arinnar fór til launagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu. Miðað við fjárlög fyrir árið 1984 er þessi upphæð vel yfir 3,6 milljörðum króna. Eftir þessum farvegi streymir því verulegt fjármagn frá landsbyggðinni til höfuðborg- arinnar. Fleira væri hægt að telja upp er sýnir svart á hvítu að fjár- magnsstraumarnir liggja frá landsbyggðinni til höfuðborgar- innar, enda ætti það að vera skilj- anlegt hverjum manni að auðs- uppsprettan er framleiðsla í ein- hverri mynd ekki síst í frum- greinunum. Það skiptir ekki máli hvort sú framleiðsla fer til neyslu innanlands eða til útflutnings. Fyrir liggur að tveir þriðju hlutar útflutningstekna þjóðarinnar koma frá landsbyggðinni og við það bætist öll matvælaframleiðsla landbúnaðarins og margt fleira. Það eru því hrein öfugmæli að það sé þéttbýlið við Faxaflóa sem fyrst og fremst stendur undir þeim lífskjörum sem þjóðin býr við, því skulu menn átta sig á. FDutverk Byggðasjóðs Margir stjórnmálamenn gera sér fulla grein fyrir þessum stað- reyndum, þrátt fyrir allan blekk- ingarvaðalinn um það gagnstæða, enda myndi enginn skilningsríkur bóndi svelta sínar bestu mjólk- urkýr. Þeir hafa á liðnum árum staðið að því að setja löggjöf í þeim tilgangi að skila ögn af því fjármagni til baka sem af lands- byggðinni hefur verið tekið, þó minna hafi orðið úr en að var stefnt. Sem dæmi um þetta bendi ég á lögin um Byggðasjóð. Lögin um Byggðasjóð eru frá árinu 1971, í þeim lögum stendur þetta m.a.: „Hlutverk Byggðasjóðs er að stuðla að jafnvægi í byggð landsins með því að veita fjár- hagslegan stuðning til fram- kvæmda og eflingar atvinnulífs með hliðsjón af landshlutaáætl- unum sbr. 8. grein og til að bæta aðstöðu til búsetu í einstökum byggðarlögum og koma í veg fyrir að lífvænlegar byggðir fari í eyði.“ 1976 var lögunum um Byggða- sjóð breytt t.d. var þá lögfest að heildartekjur sjóðsins ættu árlega að vera 2% af útgjaldalið fjár- laga. Árið 1977 fékk sjóðurinn þetta framlag að mestu leyti eða 1,87% af því sem honum bar. En á fjárlögum 1984 er framlagið að- eins 0,47% eða tæp 25% af því sem honum ber, mismuninn á hann að fá með lántökum að sagt er. Þó má geta þess að framlag + lán hafa ekki náð 2% af útgjalda- lið fjárlaga síðustu tvö árin enda spyrja margir nú: Hvar er byggðastefnan á vegi stödd? Og fleiri spurningar munu koma fram í dagsljósið ef svo fer sem horfir. Upplausn Það sem ég átti viö í upphafi þessarar greinar umfram það sem að framan greinir er sú upplausn í stjórnmáium okkar þjóðar sem virðist fara vaxandi. Tvö ný stjórnmálaöfl fengu kosna full- trúa á Alþingi í síðustu kosning- um. Það er ekki auðvelt að skil- greina þessi nýju stjórnmála- samtök, stöðu þeirra hjá þjóðinni og á Alþingi, sérstaklega þó Bandalag jafnaðarmanna. Bandalagsmenn koma mér fyrir sjónir sem stjórnleysingjar, ann- að ekki. Þó í forystusveit þeirra séu einstaklingar sem hafa ýmis- legt til brunns að bera, þá hlýtur spurningin að vera sú hvort lík- legt sé að kjósendur í landinu hafi hug á að veikja stjórnarfarið. Ég trúi því ekki að það verði stór kjósendahópur sem vilji taka þá ábyrgð á sig að standa að slíkum upplausnaröflum. Því tel ég vafa- samt að þessi stjórnmálasamtök lifi af næstu alþingiskosningar miðað við óbreytt ástand í þjóðmálum. Með Kvennalistann gegnir allt öðru máli, þó erfitt sé nú að spá í spilin, því Kvennalist- inn ásamt öðrum stjórnmála- samtökum kvenna sem hafa hasl- að sér völl hin síðari ár hafa vak- ið á sér verðskuldaða athygli með baráttu sinni fyrir launajafnrétti kynjanna og þó ekki síður vegna baráttu þeirra fyrir bættri að- stöðu einstæðra foreldra og ann- arra fátækra barnafjölskyldna til að reyna að fyrirbyggja uppeldis- leg áföll sem oft munu stafa af óheyrilegu vinnuálagi og að- stöðuleysi foreldranna. Vegna starfa minna þekki ég nokkuð til stöðu þessara mála og veit að þeim hefur ekki verið sinnt sem vert er og ég vil undir- strika það sérstaklega að alvar- legustu vandamálin í þjóðfélag- inu í dag eru hjá þessum aðilum. Ennfremur hafa konur gert at- hyglisverðar kannanir á launa- mun í þjóðfélaginu. í ljós hefur komið að launamunúr er til muna Stefán Valgeirsson. meiri en talið hefur verið eða að konur virðast hafa að meðaltali um 50% minni laun en karlar. Þó hér sé um mjög flókið mál að ræða sem örðugt er við að eiga, þá get ég ekki séð hvernig er hægt að réttlæta slíkan launa- mun. En hvort það er rétta leiðin til að ná fram þessu réttlætismáli og öðrum af svipuðum toga að bjóða fram sérstakan kvennalista við alþingiskosningar er svo aftur annað mál. Margs konar misrétti viðgengst Það er margs konar misrétti sem viðgengst í okkar þjóðfélagi, þetta misrétti snýr ekki einvörð- ungu að konum. Þeir sem vilja vinna að því að jafna lífskjörin og lífsaðstöðuna í þjóðfélaginu eiga að vinna saman, enda eina leiðin til að ná umtalsverðum ár- angri að allir þessir aðilar nái saman undir einu merki, merki réttlætis á sem flestum sviðum. Við skulum gera okkur grein fyrir að sérhagsmunaöflin í þjóð- félaginu munu ekki láta neitt af hendi fyrr en þau mega til. Það er hægt að ná fram umtalsverðum árangri í þessum málum en því aðeins að allir aðilar sem í raun og veru vilja vinna að meira rétt- læti skilji sinn vitjunartíma. Kon- ur ættu að hafa frumkvæðið, þá væru þær komnar á rétta leið að mínum dómi, þá mundu þær reisa sér minnisvarða sem standa mun á meðan íslensk tunga er töluð. Þar sem þessar hugleiðingar mínar eru þegar orðnar lengra mál en að var stefnt verð ég að láta það ógert að sinni að rifja upp helstu atburði ársins 1983 enda verður það gert af ýmsum aðilum. Spurningin er þó alltaf sú hvaða sannleika menn segja undir slíkum kringumstæðum og ennfremur hvernig er hann sagður, það skiptir megin máli. Það væri einnig freistandi að reyna að líta til næstu framtíðar og spá í spilin miðað við þær staðreyndir sem fyrir liggja. Hvort tveggja veður þó að bíða betri tíma. Ég get þó ekki lokið máli mínu án þess að láta í ljósi fögnuð minn yfir þeim árangri sem þegar hefur náðst við að kveða niður verðbólguna, þó hins vegar sé ekki hægt að loka augunum fyrir því að dökkar blikur eru nú á lofti um atvinnu- horfur á hinu nýbyrjaða ári. Þó tel ég að hægt sé að koma í veg fyrir atvinnuleysi ef rétt er að málum staðið. Og ég lít með bjartsýni til framtíðar. Ef tillits- semi og réttlæti verður sett í önd- vegi þurfum við engu að kvíða því landið og sjórinn umhverfis það býður upp á óþrjótandi möguleika ef þjóðin og þó ekki síður forusta hennar nær réttum áttum. Gleðilegt nýtt ár! Megi haldast friður á heimsbyggðinni. Réttlæti og tillitssemi megi verða aðals- merki stjórnvalda á hinu nýbyrj- aða ári, gagnvart þeim einstakl- ingum í okkar þjóðfélagi sem verst eru settir. Stefán Valgeirsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.