Dagur - 09.01.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 09.01.1984, Blaðsíða 12
RAFGEYMAR í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA Heildsala Smásala Mál Ormars Snæbjörnssonar gegn menntamálaráðherra: Þingfest á morgun Krafa gerð um að Ormari Mál Ormars Snæbjörnssonar, fyrrum kennara við Þelamerk- urskóla sem Kennarasamband íslands hefur höfðað fyrir hans hönd á hendur menntamála- ráðherra, verður væntanlega þingfest fyrir héraðsdómstól á morgun. Krefst Kennarasam- bandið þess að Ormari verði greidd árslaun kennara og það verði viðurkennt að ólöglega hafi verið staðið að málum þegar hann fékk ekki endur- ráðningu sem kennari við Þelamerkurskóla sl. haust. Þetta mál hefur haft sinn að- draganda og m.a. hefur lög- maður sá sem Kennarasambandið fékk til að fara með mál Ormars leitað sátta við Menntamála- ráðuneytið en án árangurs. Gagnaöflun lögfræðingsins er nú lokið og m.a. hefur Ingvar Gísla- son, fyrrverandi menntamálaráð- herra vitnað um að hann hafi mælt svo fyrir á meðan hann var enn í embætti að Ormarr skyldi Slippstöðin á Akureyri: Skuldasöfnun heldur áfram! Atvinnuhorfur hjá Slippstöð- inni á Akureyri eru ekki glæsi- legar nú í upphafi árs. Eftir- vinna var aflögð hjá fyrirtæk- inu um áramótin og aðeins kraftaverk getur komið í veg fyrir þær uppsagnir sem boð- aðar hafa verið 1. mars næst komandi. Til að halda uppi fullri dagvinnu hefur verið brugðið á það ráð að hefja við- gerð á Bergvíkinni frá Kefla- vík, án þess að vilyrði um nauðsynlega lánafyrirgreiðslu liggi fyrir. - Staðan er óbreytt í dag, sagði Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar er blaðamaður Dags spurði hann að því hvort boðaðar uppsagnir 60 starfs- manna kæmu til framkvæmda 1. mars. - Það hafa engar forsendur breyst. Útgerðin hefur engan rekstrargrundvöll og hefur engan rekstrargrundvöll haft á undan- förnum misserum og við höfum ekki gert annað en að safna úti- standandi skuldum. Ef við hefð- um ekki gert það á síðasta ári þá hefði vinna hér ekki verið svipur hjá sjón - en spurningin er bara: Hve lengi getum við haldið áfram á þessari braut. Að sögn Gunnars Ragnars þá er ástandið í skipasmíðaiðnaðin- um nú á svipuðu stigi og 1968. Þá hafi viðhald á skipum dottið niður enda hafi menn ekki haft efni á því að halda skipum sínum við. - Hvaða áhrif mun kvótafyrir- komulagið hafa fyrir ykkur? - Við höfum ekki hugmynd um hvaða áhrif það mun hafa en það má fastlega búast við því að viðhald skipa muni minnka ef menn leggja skipum sínum um lengri eða skemmri tíma. Gunnar Ragnars bætti því við að enn hefði ekki heyrst neitt frá stjórnvöldum varðandi ósk Slipp- stöðvarinnar um leyfi til að taka erlend langtímalán. Það eina sem gerst hefði í þessum má|um væri að Skipasmíðanefnd sem starfar á vegum iðnaðarráðherra hefði gert tillögu um að útvegaðar yrðu 150 milljónir króna fyrir landið allt til þess að fjármagna stærri viðgerðir og klassanir. Gunnar sagði erfitt að segja til um hvað þetta fjármagn dygði á lands- mælikvarða en í fljótu bragði séð þá mætti segja að þetta næmi kannski helmingnum af því sem Slippstöðin ein hefði þörf fyrir. ese verði greidd full árslaun endurráðinn í stöðuna. Segist Ingvar hafa gengið frá málinu áður en hann fór úr ráðuneytinu. Ragnhildur Helgadóttir, mennta- málaráðherra, segir hins vegar að stöðuveitingin hafi verið óaf- greidd er hún tók við. Ormarr Snæbjörnsson sagðist í samtali við Dag, bjartsýnn á að dæmt yrði í málinu í héraði fyrir mitt sumar. - Ef ráðuneytið tapar málinu og áfrýjar til Hæstaréttar þá gætu hins vegar liðið tvö til þrjú ár þar til ég fæ leiðréttingu minna mála, sagði Ormarr. Ormarr Snæbjörnsson hefur að undanförnu unnið sem handlang- ari hjá múrurum eftir að hafa verið atvinnulaus um tveggja mánaða skeið. Hann sagðist missa þessa atvinnu eftir hálfan mánuð og þá væri óvíst hvað tæki við. - Ég er þó staðráðinn í að sækja um stöðu hér á Akureyri fyrir næsta vetur sem kennari, sagði Ormarr Snæbjörnsson. ese I morgun unnu bæjarstarfsmenn að því að opna farvegi fyrir alla pollana sem hafa orðið tii í hlákunni. Með skóflu í hönd og veghefil til aðstoðar gekk bæjarstarfsmönnum verkið vel. mynd: kga. Ekkert flug í dag? Þaö var ekkert allt of gott hljóðið í afgreiðslustúlku Flugleiða á Akureyrarflugvelli sem við ræddum við í morgun. „Það lítur ekkert allt of vel út með flug í dag, spáir roki og leið- indaveðri þannig að það eru fremur litlar líkur á því að hægt verði að fljúga,“ sagði hún. Fella varð niður kvöldflug í gærkvöld vegna veðurs og í morgun er við höfðum samband við Flugleiðir hafði morgunflug- inu verið frestað. Þá biðu um 90 manns eftir flugi til Reykjavíkur og um 50 eftir flugi frá Reykjavík til Akureyrar. gk Snjóflóð í Kleifarhorni Hávaðarok var í Ólafsfirði í nótt, að sögn Bjarka Sigurðssonar, lögregluþjóns þar í morgun. Hann sagðist ekki vita til þess að tjón hefði orðið þar af völdum veðursins, en tvö snjóflóð hefðu fallið í Kleifarhorni og hugsan- legt væri að þau hefðu valdið usla í skreiðarhjöllum Ólafsfirðinga. Ólafsfjarðarmúli er ófær, en hugsanlegt er að hann verði opn- aður í dag, ef veður verður skaplegt. Á laugardaginn lokaði snjóflóð veginum fyrir Múlann og reiknað er með að snjóflóð hafi fallið þar í nótt. g* Mikil hálka í morgun var unnið að snjó- ruðningi á vegum um allt norð- austanvert landið og er ætlunin að gera leiðina frá Akureyri allt austur á Þórshöfn færa í dag. í morgun var búið að opna Dalvík- urveginn, en ekki er reiknað með að átt verði við að opna suður- leiðina vestur um sýslur fyrr en á morgun. Mikil hálka er á vegum norðanlands og ástæða til að hvetja vegfarendur til að fara með gát. gs Veður Spáð er vaxandi suð-vestan- átt hér norðanlands þegar líður á daginn og sá belging- ur á að standa linnulítið fram að hádegi á morgun, að sögn veðurstofunnar. „Þið sleppið þó við mest af því skítkasti sem við verðum fyrir hér sunnanlands,“ sagði veðurfræðingurinn og þakkaði það okkar ágætu háu fjöllum. „Að öðru leyti verður veðrið sæmilegt hjá ykkur, hitastig um eða yfir frostmarki,“ bætti veður- fræðingurinn við. • Duglegir starfsmenn Þegar snjóar og götur verða ófærar í þéttbýli er eins gott að hafa röska bæjarstarfs- menn sem eru snarir að taka til hendinni og ryðja snjó af götunúm. Akureyringar eru svo lánsamir að hafa harð- snúið lið starfsmanna sem gengur t þetta verk og láta þeir svo sannarlega hendur standa fram úr ermum þegar á þarf að halda. Ekki láta þeir nægja að ryðja göturnar, heldur er einnig hugsað fyrir gangandi vegfarendum sem þurfa að komast um og gang- stéttir ruddar. - Þessir menn skila góðu verki sem er vel metið af bæjarbúum. í höfuð- borginni leggja þeir mesta áherslu á að bera salt á götur og svo sullast bílarnir í slabbinu og gangandi vegfar- endur fá sinn skammt af því er bílarnir sletta frá sér. # Vandasamt val Þá hafa íþróttafréttamenn sunnanblaða, útvarps og sjónvarps valið íþróttamann ársins. Fyrir valinu varð Einar Vilhjálmsson, spjótkastari og vist er að enginn á þennan heiður fremur skilið. Enda fékk Einar 60 atkvæði af 60 mögulegum. Það vekur athygli að hlutur norðlenskra íþróttamanna er heldur rýr að þessu sinni. Að- eins Kristján Hreinsson úr UMSE sem setti íslandsmet í hástökki á árinu kemst á topp tíu. Nanna Leifsdóttir kemst að vísu í 13. sætið en síðan er hlutur Norðlendinga rýr. Það er vandaverk að velja tíu bestu íþróttamenn ársins og það er líklega skýringin á því að íþróttafréttaritararnir gleymdu Kára Elísyni, kraft- lyftingamanni úr KA, Norður- landameistara í kraftlyfting- um 1983 og íslandsmeistara í vaxtarrækt. Kári hefur Ifk- lega ekki sett færri en 20 ís- landsmet á síðasta ári og 149 samtals á sínum ferli, nokkuð sem ailir þeir sem á listanum eru mættu vera hreyknir af, ef þeir ættu hlut að máli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.