Dagur - 16.01.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 16.01.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR -16. janúar 1984 ®M1E ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRfKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. t Andóf gegn eiturefnum „Ár 1884 10. dag janúarmánaðar var í húsi bóksala Friðbjarnar Steinssonar á Akureyri stofnuð deild bindindisfélagsins „Good Templars " af br. Ole Lied samkvæmt fullmakt frá hinni heiðruðu stórdeild „Good Templars" í Noregi..." Þannig hefst fundargerð stofnfundar stúk- unnar ísafoldar sem stofnuð var í Friðbjarnar- húsi á Akureyri fyrir réttum eitt hundrað árum. Þessa aldarafmælis var minnst á veg- legan hátt 10. jan. sl. Þessi fyrsta íslenska stúka var aðeins upphafið að miklu og víð- tæku starfi I.O.G.T. um allt land. Þetta starf hefur aðallega byggst á fyrirbyggjandi starfi í sambandi við áfengis- og fíkniefnamál, eins og segir í markmiðum góðtemplara en þeir vilja: „- Byggja upp félagshreyfingu um allan heim fyrir konur og karla, án tillits til kyn- þátta, þjóðernis, trúarbragða, stéttaskipting- ar eða stjórnmálaskoðana. — Gefa gott fordæmi með algjöru bindindi einstaklingsins á áfenga drykki og fíknilyf, skapa heilbrigðar lífsvenjur og undirbúa jarð- veginn fyrir áfengislausa menningu. — Fá áfengisneytendur til að hætta neyslu áfengis og veita þeim styrk í baráttu þeirra með því að taka þá inn í bræðrafélag félags- skaparins. —Útbreiða þekkingu um afleiðingar áfengis- nautnar og fíkniefnaneyslu með gagnsam- legri fræðslu, sérstaklega í skólum. -Vinna að og styðja setningu laga, er dragi úr áfengis- og fíkniefnaneyslu, og styðja framkvæmd slíkra laga. -Vinna að mannlegu samfélagi, þar sem jafnrétti og bræðralag sé takmarkið. —Rækta andlegt frelsi og aukið umburðar- lyndi og samvinnu á öllum sviðum mannlegs lífs. —Vinna að varanlegum friði meðal allra þjóða heims." Þetta eru göfug markmið og þess virði, og því miður æ meiri börf á, að að þeim sé unnið. Fleiri aðilar á Islandi bæði ýmis ráð, s.s. æskulýðs- og félagsmálaráð í sveitarfélögum, og frjáls félagasamtök hafa tekið höndum saman í baráttunni gegn eiturefnum. í því sambandi má benda á landsverkefni JC hreyfingarinnar á íslandi fyrir árið 1984: „Andóf gegn eiturefnum". Vitað er að margt hefur unnist með sam- vinnu ýmissa aðila í gegnum tíðina, því væri vænlegt til árangurs í þessu mikilvæga máli að allir þeir aðilar sem hafa starfað og vilja starfa að þessum málum taki höndum saman í tvíefldri baráttu gegn ávana- og fíkniefnum. Oft hefur verið talin þörf en nú er brýn nauð- syn á sterkum og samræmdum aðgerðum. ám. Minning Þorsteinn Marinó Hallfreðsson F. 8.10.1933-D. 5.1. 1984 Þorsteinn Hallfreðsson Gránu- félagsgötu 28 Akureyri, aðstoð- arvarðstjóri í lögregluliði Akur- eyrar, lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri þann 5. janúar sl. Andlát Þorsteins kom eins og reiðarslag yfir alla, bæði ástvini og aðra, því Þorsteinn var með af- brigðum heilsuhraustur maður, og hafði ekki kennt sér meins áður en hinsta kallið kom. Enda gefur hinn hæsti ekki alltaf merki áður en hann kallar menn til hinstu hvíldar. Vinur okkar Þorsteinn er nú ekki lengur meðal vor sem lifum en minhing hans lifir, minning um góðan dreng og góðan félaga. Þorsteinn fæddist á Akureyri þann 8. október 1933, og var því rétt orðinn fimmtíu ára þegar hann lést. Foreldrar hans eru þau Anna Stefánsdóttir f. 01.01. 1904 og Hallfreð Sigtryggsson f. 26.06. 1900, og búa þau einnig að Gránufélagsgötu 28,. Hann ólst upp við ástríki for- eldra sinna ásamt systrum sínum tveimur, Sigrúnu sem nú er bú- sett í Mývatnssveit og Guðnýju sem búsett er í Höfðahverfi. Þorsteinn hlaut þá almennu menntun sem sjálfsögð var í þá daga, þ.e.a.s. gekk í barnaskóla og gagnfræðaskóla og Iauk þaðan gagnfræðaprófi. Síðan stundaði hann almenna verkamannavinnu um nokkurra ára skeið, og vann m.a. við bygg- ingu Laxárvirkjunar og hjá Frystihúsi KEA. Þann 1. júní 1956 hóf hann störf hjá Lögregl- unni á Akureyri, og hefur starfað þar síðan. Árið 1981 var hann gerður að aðstoðarvarðstjóra í lögregluliðinu. Um margra ára skeið hefur Þorsteinn starfað í frítímum sínum hjá lögreglunni sem ökukennari, og munu þeir vera komnir á annað þúsund sem notið hafa leiðsagnar hans í því að aka bifreið. Þann 15. október 1955 gekk Þorsteinn að eiga eftirlifandi eig- inkonu sína Ástu Baldvinsdóttur frá Dæli í Skagafirði. Þeim Þorsteini og Ástu varð þriggja barna auðið: Anna Lára f. 28.07. 1956, gift Agli Bragasyni og eiga þau eina dóttur Ástu Laufeyju en hún var augasteinn afa síns. Margrét f. 25.02. 1967 og Þorsteinn f. 23.04. 1968, en þau eru bæði í skólum hér á Ak- ureyri. Kynni okkar Þorsteins hófust fyrir tæpum tuttugu árum þegar ég hóf störf hjá Lögreglunni á Ak- ureyri. Ég var þá langyngstur þeirra lögreglumanna er þar störfuðu. Það var því með Þor- stein eins og aðra sem ég hóf störf með, að þeir reyndust mér allir hinir bestu lærifeður, og með þeim sinnti ég mínum fyrstu lög- reglustörfum. Þorsteinn er hinn fyrsti af mín- um lærifeðrum sem kallaður er af guði almáttugum og bið ég hans blessunar honum til handa. Við starfsfélagar Þorsteins á Lögreglustöðinni á Akureyri, svo og öldruðum foreldrum, systrum Ástu, börnum og barnabarni, svo og öldruðum foreldrum, systrum og öðrum ástvinum hins látna dýpstu samúð okkar, og megi sá hæsti sem öllu lífi ræður halda sinni verndarhendi yfir ykkur. Hvíl í friði kæri vinur. Ólalur Ásgeirsson. Þau eru að baki friðarjólin og okkur vaktfélögum þótti, sem þessi jól hefðu gefið meiri frið og blessun en oft áður. Vaktir okkar stóðu þannig að við fengum að vera heima með fjölskyldum okkar bæði um jól og áramót. Ekki er það oft að vaktir þeirra sem vinna vaktavinnu gefi slíkt frí um hátíðir og fjölskyldurnar eru orðnar vanar því að verða að haga öllu heima fyrir í samræmi við þær. Það var því létt yfir mönnum þegar þeir komu til starfa á nýju ári og við horfðum allir fram til hækkandi sólar. Framtíðin var rædd og hvað menn ætluðu að færast í fang á nýju ári. En skyndilega var allt tal um fram- tíðina horfið og draumarnir til- heyrðu fortíðinni. Maðurinn með ljáinn hafði gengið um og vinur var kallaður á braut. Félagi okk- ar og vinur Þorsteinn Hallfreðs- son var allur aðeins 50 ára gamall. Þessu var erfitt að trúa, því að skömmu áður hafði hann komið á stöðina og drukkið kaffi með félögunum og þá virtist eng- inn hressari. Þorsteinn sem aldrei hafði kvartað, alltaf var hress og fyrstur manna til þess að rétta hjálparhönd, maður sátta, hann skildi eftir sig skarð sem ekki verður fyllt. Það er oft erfitt að skilja til- gang lífsins og þann sem öllu ræður en við lútum þeim mætti sem æðstur er og trúum því að Drottinn hafi kallað hann til ann- arra og meiri starfa. Þorsteinn Marinó Hallfreðsson var fæddur á Akureyri 8. október 1933. Hann var fæddur og upp- alinn í Gránufélagsgötu 28, þar sem hann bjó alla tíð. Ungur kom hann til starfa í Lögreglunni á Akureyri og hafði starfað þar í 28 ár. Hann var traustur í starfi og lagði oft mikið að sér til þess að sætta menn frekar en taka þá úr umferð. Hann var einn þeirra í liðinu sem ekki átti hvað minnstan þátt í því að færa lög- regluna nær fólkinu, með prúðri og vingjarnlegri framkomu. Oft var gantast á vaktinni og fékk þá hver sitt og jafnvel þótt mönnum hlypi kapp í kinn þá var Steini alltaf með útrétta hönd tilbúinn að hjálpa hvernig sem orð höfðu fallið. Oft undruðumst við félagarnir hvenær Steini hvíldist, því sam- hliða lögreglustörfum rak hann ökukennslu og eru þeir ófáir sem þar nutu leiðsagnar hans. Þar naut sín vel samviskusemi hans og þolinmæði. Steini var kvæntur Ástu Pálínu Baldvinsdóttur og áttu þau þrjú börn: Önnu Láru sem er gift Agli Bragasyni og eiga þau eina dóttur Ástu Laufeyju, sem var mikill augasteinn afa síns. í foreldra- húsum eru Margrét f. 1967 og Þorsteinn Baldvin f. 1968. Þá bjuggu einnig í sama húsi foreldr- ar hans Anna Stefánsdóttir og Hallfreð Sigtryggsson bæði kom- in á níræðisaldur. Við vaktfélagarnir viljum í þessum línum minnast vinar okk- ar og þakka trausta vináttu og samstarf. Minningar um Steina eigum við margar og nú síðustu daga hafa margar liðnar stundir komið upp í huga okkar. Hann var maður sátta og friðar, skjótur til allra verka og vann þau með þeirri mildi sem leiddi af sér vin- áttu og virðingu. Hann var fastur fyrir og gat verið manna ákveðn- astur ef með þurfti. í vina hópi var hann í senn kátur og Ijúfur og átti ekki erfitt með að senda okk- ur kveðjur sínar í bundnu máli. Við biðjum góðan Guð að blessa minningu þessa vinar og gefa huggun og styrk ástvinum hans öllum. Minning um góðan dreng lifir með öllum sem honum kynntust. Starfsbræður á D-vakt Lögreglunni á Akureyri. Kaupangskirkja fékk góðar gjafir Helgihaldið yfir jólin og nýárið gekk allt vel og kristilega fyrir sig. Veðurdísirnar voru í góðu skapi, svo að hvergi féll niður messa frá því sem áætlað hafði verið: Kirkjusókn var að meðal- tali 33 prósent, sem er þó ekki langt yfir hið venjulega. Að- ventukvöld í Munkaþverár- klausturkirkju og Grundarkirkju voru prýðilega sótt, enda vel til þeirra vandað. Við messu í Saurbæ á jóladag var kirkjunni færður að gjöf silf- ur-blómavasi á altarið, einkar fagur og vandaður gripur. Er hann gefinn til minningar um hjónin Sigrúnu Þuríði Jónsdóttur og Sveinbjörn Sigtryggsson, er fyrr á árum bjuggu í Saurbæ. En gefendur eru afkomendur þeirra hjóna og tilefnið er hundrað ára afmæli þeirra. Á annan dag jóla var í Kaup- angskirkju tekinn í notkun og þar með vígður, hvítur hátíðahökull, fenginn erlendis frá. Annar hökull, grænn að lit, var við sama tækifæri færður kirkjunni. Er hann íslenskur og gerður af hinni landskunnu listakonu, Guðrúnu Vigfúsdóttur. Báðir eru höklarn- ir af gotneskri gerð, forkunnar fagrir og vandaðir gripir. Fylgja þeim stólur, og hátíðahöklinum einnig kaleiksdúkur. Gefendur að báðum þessum góðu gripum eru systkinin frá Syðra-Hóli. En gjöfin er til minn- ingar um foreldra þeirra, hjónin Önnu Helgadóttur og Baldur Sig- urðsson, er þar bjuggu allan sinn búskap. Nokkru áður hafði Kaupangs- kirkju borist að gjöf tveir ágætir skírnarkjólar, gefnir af hjónun- um Þórdísi Þórólfsdóttur og Agli Jónssyni, til minningar um son þeirra, Jón Þór. Sóknarprestur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.