Dagur - 18.01.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 18.01.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR -18. janúar 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Iðnaðurinn hleypur í skarðið „Við vorum réttu megin við strikið á síðasta ári og það er í fyrsta skipti síðan 1979,“ sagði Hjörtur Ei- ríksson, framkvæmdastjóri iðnaðardeildar Sam- bandsins, á blaðamannafundi sem haldinn var í Reykjavík til kynningar á útflutningsframleiðslu iðnaðardeildar. Hann sagði að ekki væru neinar lík- ur á því að segja þyrfti upp fólki hjá iðnaðardeild, heldur væri þvert á móti ætlunin að auka útflutn- ingsframleiðsluna í ullar- og skinnavörum um 40% á þessu ári. Iðnaðardeildin á Akureyri er fjölmennasti vinnu- staður á landinu með 760 starfsmenn á launaskrá og 90 manns að auki í Reykjavík, Kópavogi, Hafnar- firði og Sauðárkróki. Þar var á síðasta ári unnið úr 871 tonni af ull og sútaðar 580 þúsund gærur. Heild- arvelta iðnaðardeildar að meðtöldum sameignarfyr- irtækjum var 1130 milljónir króna og hafði aukist um tæplega 95% frá fyrra ári. Útflutningur á ullar- og skinnavörum varð 358 milljónir króna og hafði aukist um 76,4%. Helstu viðskiptalöndin eru Norðurlönd, Sovétríkin, V.-Þýskaland, Bandaríkin og Kanada. Miklar vonir eru bundnar við nýjar framleiðslu- vörur frá skinnadeild og er einkum að vænta aukins útflutnings á því sviði. Hlutur skinnaiðnaðarins í út- fluttum skinnum nemur 76% heildarútflutningsins, 85% mokkaflíkanna fóru til útflutnings, en allur út- flutningur mokkafatnaðar frá íslandi er á vegum skinnadeildarinnar. Þessar staðreyndir sem hér hafa verið taldar upp segja nokkuð um mikilvægi ullar- og skinnaiðnaðar- ins fyrir Eyjafjarðarsvæðið og reyndar einnig um mikilvægi þess að efla og auka þennan iðnað. Þegar fiskveiðarnar bregðast verður að kappkosta að auka annan útflutningsiðnað en þann sem tengist sjávarútveginum. Því miður verður það að segjast eins og er, að á meðan sífellt hefur verið hægt að auka við i sjávarútveginum hafa menn verið blindir fyrir því að auka fjölbreytni íslensks atvinnulífs. Iðnaðurinn hefur barist í bökkum en nú þegar sjáv- arútvegurinn bregst og jafnframt er reynt að koma íslensku efnahagslífi á réttan kjöl með stjórnvaldsað- gerðum, reynist íslenskur útflutningsiðnaður strax í stakk búinn til að axla aukin verkefni og afla meira í þjóðarbúið. Ástandið væri vafalaust betra í íslensku þjóðfé- lagi í dag ef iðnaðinum hefði á undanförnum árum verið skapaður rekstrargrundvöllur. Takist hins vegar ekki að halda því striki sem nú er siglt eftir í efnahagsmálum á iðnaðurinn enga möguleika, frek- ar en annar atvinnurekstur í landinu. Þá verður alls- herjar upplausn og atvinnuleysi. Slysum fækkaði Á Norrænu umferðaröryggisári gerðist það annað árið í röð, að umferðaróhöppum sem lögreglan skráir fækkaði á íslandi. Þau urðu flest árið 1981, eða 7703, en árið 1983 urðu þau tæplega 400 færri. Á sama tíma fjölgaði skráðum ökutækjum á íslandi úr tæplega 85 þúsund í u.þ.b. 110 þúsund. Alls létust 18 í umferðarslysum síðasta árs hér á landi. Árið 1982 létust 24, en að meðaltali létust 25 af völdum umferðarslysa á ís- landi árið 1978-1982. Hér hefur því orðið umtalsverð fækkun, eða um 28% frá þessu meðaltali. Árið 1983 slösuðust, sam- kvæmt lögregluskýrslum, 613 manns í umferðinni á íslandi. Það er veruleg fækkun frá árinu 1982 er tala slasaðra var 744. Borið saman við meðaltal áranna 1978-1982, sem var 687, er fækk- unin tæp 11%. Af þeim sem slös- uðust og létust árið 1983, eru karlar í meirihluta, eða tæp 62% á móti rúmlega 38% kvenna. Ef einstakir hópar vegfarenda eru skoðaðir í þessu tilliti, kemur í ljós að borið saman við fyrr- greint meðaltal hefur vélhjóla- slysum fækkað mest á árinu 1983, eða um 27,5%. Slysum á farþeg- um í bílum fækkaði um 19% og á gangandi vegfarendum um 15% . Enn fremur fækkaði slysum á ökumönnum bifreiða lítillega, eða um 4%. Bifhjóla- og reið- hjólaslysum fjölgaði hins vegar lítillega á árinu 1983, borið saman við meðaltal áranna 1978- 1982. Ef aldursskipting þeirra sem slösuðust í umferðinni 1983 er borin saman við meðaltal áranna 1978-1982, kemur í ljós að slys- um hefur fækkað í öllum aldurs- hópum, nema meðal þeirra sem eru á aldrinum sautján ára til tví- Umferðarfræðslan hefur borið árangur. tugs og þeirra sem eru 65 ára og eldri. Mesta fækkunin varð með- al þeirra sem eru á aldrinum 0-6 ára og 25-64 ára. Það er alvarleg staðreynd að slysum skuli enn fjölga þar sem þau voru hlutfallslega flest fyrir, þ.e. meðal unglinga (ungra öku- manna) og aldraðra. Þessi stað- reynd kallar á markvissar aðgerð- ir meðal þessara aldurshópa. Umferðaröryggisárið 1983: ALDURSSKIPTING SLASAÐRA I UMFERÐINNI SLYS Á GANGANDI FÓLKI I UMFERÐINNI 1978 — 1963 LÁTNIR I UMFERÐARSLYSUM ÁRIN 1978 —1983 LÁTNIR I UMFERÐARSLYSUM Á ÍSLANDI ÁRIN 1966 — 1983 Tala látinna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.