Dagur - 01.02.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 01.02.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR -1. febrúar 1984 Ertu flug- hrædd(ur)? r Pétur Jónsson: Néi, þaö er miklu hættulegra að vera í bíl. Ég hef veriö bíl- stjóri í 50 ár. Jón Pétursson: Nei, þaö er ég ekki. Ég flýg frekar lítið. Hörður Sigtryggsson: Ég ferðast stundum með flug- vélum, en ég er ekki flug- hræddur. Guðlaug Erlendsdóttir: Svolítið, það er nú ekki mikið sem ég flýg. Sigurður Árni Sigurðsson: Jaá - og þó - neei. Hins vegar er ég með gat á skónum mínum, líklega þyrfti ég að fá mér nýja. „Það er mjög gott að vera hérna," sagði Páll EUertsson sem í haust tók við rekstri Hót- els Ólafsfjarðar, en hann er viðmælandi okkar í dag. Páll tók við rekstri hótelsins 15. október en hafði fram að því unnið sem framleiðslumaður og framreiðslumaður á Akureyri. „Ætli það hafi ekki verið aðal- lega löngunin að breyta til sem olli því að ég fór hingað, og auð- vitað er það spennandi verkefni að sjá um rekstur hótels. Ég lærði matreiðslu á Bautanum á Akur- eyri og síðan framreiðslu í Sjálf- stæðishúsinu og eftir að ég hætti þar sá ég um mötuneyti Vega- gerðarinnar á Akureyri." - Hvað er svo freistandi við að taka að sér rekstur á hóteli? „Það er ýmislegt. Þar sem ég er lærður matreiðslumaður og einn- ig þjónn og hef unnið við þessi störf er það auðvitað freistandi að snúa sér að rekstrinum og kynnast þessu frá öllum hliðum." - Og hvernig hefur gengið á Ólafsfirði? „Það hefur gengið alveg þokkalega og mun betur en ég bjóst við á þessum tíma árs, því þetta eru daufustu mánuðir árs- ins sem ég hef verið hér. Hingað koma engir ferðamenn yfir vetrartímann eins og gefur að skilja en hér er klúbba- og félaga- starfsemi og talsvert að gera í sambandi við það." - Það er þá ekki mikið um hótelgesti? „Nei, það er óhætt að segja að þeir séu fremur sjaldgæfir á þess- um tíma. Ég bý á hótelinu og oft á tíðum sefur enginn hérna nema ég. En inn á milli koma gestir og Páll Ellertsson. Það er stundum sagt að það sé erfitt að kynnast Akureyringum, en ég hef ekki fundið fyrir neinu slíku hér og mér hefur verið vel tekið. Hér er þægilegt og gott fólk sem er sjálfu sér nógt um alla kaupa mér jeppa til þess að kom- ast hér um og inn á Akureyri. Annars held ég að flestir Ólafs- firðingar eigi skíði og snjósleða- eign er sennilega meiri hér en víða annars staðar á landinu." „Hér er þægilegt og gott fólk" - segir Páll Ellertsson hótelstjórí á Ólafsfirdi það eru þá menn sem eiga við- skiptaerindi hingað og þess hátt- ar og þess vegna er nauðsynlegt að hér sé rekið hótel." - Hvernig er að koma svona í nýtt umhverfi, kann Akureyring- urinn vel við sig í Ólafsfirði? hluti því öðruvísi getur það ekki verið." - Þú ert væntanlega búinn að koma þér upp útbúnaði til þess að fara á gönguskíði? „Nei ég er ekki kominn svo langt ennþá, er bara búinn að - En þótt þú stundir ekki skíðaíþróttina þá verður þú sennilega harður í golfinu næsta sumar? „Já ætli það ekki, ég flyt mig úr Golfklúbbi Akureyrar í klúbbinn hér og hugsa gott til glóðarinnar enda er völlurinn hér mjög skemmtilegur eins og þeir vita sem hafa spilað á honum." - Snúum okkur aftur að þínu starfi. Eru Ólafsfirðingar dugleg- ir að fara út að borða? „Nei ekki mjög, en þeir fara þegar eitthvert tilefni gefst. Eins og ég sagði þá eru hér ýmis fé- lagasamtök og í kring um þau eru veislur og slíkt af og til." - Margt starfslið á hótelinu? „Nei ekki er nú hægt að segja það, ég er með tvær stúlkur með mér sem eru hér á vöktum." - Nú stendur þorrinn yfir, ert þú ekki með þorramat fyrir Ól- afsfirðinga? „Jú ég er með hann og það virðist mikill áhugi vera fyrir honum. Á bóndadaginn auglýsti ég hlaðborð með þorramat og það komu yfir 50 manns í mat þá um kvöldið auk þess sem ég seldi fyrir 30 marins út í bæ. Þær við- tökur voru því góðar." - Ætlar þú að setjast þarna að alveg? „Eg veit ekki hvað verður, en ég ætlaði mér að vera að minnsta kosti í eitt ár hérna og það hefur ekkert breyst með það." Illa farið með fánann W.h§) Skíðaunnandi skrifar: Ágætu blaðamenn. Hafið þið veitt athygli forsíðu Skíðablaðs- ins nr. 3/83???? Mér finnst dapurt að sjá hvern- ig farið hefur verið með íslenska fánann á fjölmennu skíðamóti ungs fólks hér í Hlíðarfjalli og raunar aðstandendum þess til vansa. Góðu bendið þeim á að gera þetta nú ekki á næstu „leikum". íþróttamenn hafi ann- ars verið í fremstu röð með að sýna fána okkar tilhlýðilega virð- ingu - þetta hljóta að hafa verið mistök, sem Skíðablaðið svo aug- lýsir - sjálfsagt líka af mis- tökum.... Vinsamleg Jórunn Ólafsdóttir Brekkugötu 21 Akureyri hafði samband við Lesendahornið og vildi koma eftirfarandi á framfæri: Mig langar til þess að koma á framfæri vínsamlegri ábendingu til þeirra sem sjá um að bera út blöð og báklinga í hús í bænum. Þannig er að ég hef orðið táls- vert fyrir því að blöð sem eru sett í bréfalúgu hjá mér eru ekki sett alveg inn um lúguna, heldur rétt srungið þar í. Þessu fylgir kuldi í íbúðinni því lúgan er látin standa hálfopin auk þess sem blöð sem þannig er gengið frá vilja oft blotna. Þetta getur varla verið mikið atriði fyrir þá sem hlut eiga að máli, en skiptir hins vegar tals- verður máli og því vil ég vinsam- lega fara þess á leit að þetta verði lagfært.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.