Dagur - 01.02.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 01.02.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR -1. febrúar 1984 „ÞAÐ ER EITTÁ HREINU Kristján Ólafsson, útibússtjóri, í minjasafni síiiu. Myndir: -gk. Þeir sem við ræddum við á ferð okkar um Dalvík í fyrri viku voru flestir á einu máli. Ef við vildum heimsækja merkilegan stað, þá lá leiðin í Minjasafn Kristjáns Ólafssonar, útibússtjóra. Við áttum heldur bágt með að trúa því að einn maður hefði komiö sér upp minjasafni í kjallaranum en viðmælendur okkar höfðu ekki farið með neitt fleipur. Það sannfærðumst við um þegar við litum niður í kjallarann hjá Kristjáni. Það var eins og við hefðum tekið okkur ferð rúm 100 ár aftur í tímann. Þarna voru hinir möguleg- ustu og ómögulegustu hlutir, öllum haganlega komið fyrir og safnið bar þess glögg merki að í það hafði verið lögð mikil vinna. Orðið vinna er líka það orð sem lýsir þessu safni best. Það er merk heimild um horfna búskaparhætti hér á landi og fyrir Dal- víkinga og Svarfdælinga er það ómetanlegt... - Þaö er eitt á hreinu, sagði Kristján þegar hann sýndi okkur safnið. - Hér er engu hent. Auð- vitað er þetta árátta en þetta er skemmtileg árátta og ég sé ekki eftir þeim tíma sem ég eyði í þetta tómstundagaman mitt. Að vísu eru frístundirnar ekki marg- ar vegna starfa minna hjá kaup- félaginu og bæjarstjórnarmál- anna en það er miklu betra að stússa í þessu en gapa á sjónvarp- ið. 620 skráðir munir Að sögn Kristjáns Ólafssonar eru nú um 620 munir skráðir í safn- inu en auk þess á hann talsvert af munum sem eftir á að flokka. Elsti munurinn svo vitað sé með öruggri vissu, er forláta vefstóll frá Melum í Svarfaðardal, frá ár- inu 1883 en stól þennan fékk Kristján árið 1974. Hann á líka spunavél frá sama heimili en sökum stærðarinnar er hún geymd í skúr við hlið íbúðarhúss- ins. - Þessir munir eru næstum all- ir héðan frá Dalvík og úr Svarf- aðardal og uppistaðan í safninu er frá þrem eða fjórum bæjum s.s. Ytra-Holti, Ytra-Hvarfi og Melum, segir Kristján og bætir því við að ekki sé nokkur leið önnur fær en að skrásetja alla muni. Annað væri ófært. Helm- ingurinn af ánægjunni sé fólginn í skrásetningunni. Við spyrjum Kristján af hverju hann hafi byrjað að safna þessum. munum og hann segir enga ein- hlíta skýringu á því. Líklega sé aðalástæðan söfnunaráhuginn og það að hann hendi aldrei hlut. - Ég átti nokkra gamla muni sem ég hafði fengið úr hinni og þessari áttinni en það mun svo hafa verið í kringum 1972 að ég byrjaði að safna fyrir alvöru. Áhuginn jókst svo fljótlega og það var ekki verra að ég fann að það var afslappandi að fást við þetta. Góð tilbreyting frá vinn- unni og bæjarmálastússinu. - Hvaða hlutur er merkileg- astur í safninu? - í mínum huga eru þetta allt merkilegir hlutir og ég vil helst ekki þurfa að gera upp á milli þeirra. En það er hins vegar ljóst að hér eru nokkrir mjög sérstæðir gripir, s.s. þessi saumavél frá því fyrir aldamót, segir Kristján og sýnir okkur þennan kjörgrip. - Nú hér eru einnig skemmti- legir skautar, bæðir úr járni og tré og hér er einnig fyrsta mið- stöðvarvélin sem kom til Dalvík- ur. Það var árið 1930 og þá komu fimm vélar af þessari gerð. Eins og þið sjáið þá er þessi stráheil en hún fór í hús sem nefndist Agðir hér í bæ. Dagur heimsækir minja- safn Kristjáns Ólafssonar útibússtjóra á Dalvík

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.