Dagur - 10.02.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 10.02.1984, Blaðsíða 4
íl -- 9Ul?AG ^80] ifíuiclöl o r 4 - DAGUR -10. febrúar 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRfMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. , Jnnantóm slagorð og gcdgopaháttur“ Fjölmiðlar á Islandi hafa mikil völd, sennilega meiri völd held- ur en eigendur þeirra og starfs- menn gera sér grein fyrir. Þess vegna er ábyrgð þeirra mikil og það gengur misjafnlega að standa undir þeirri ábyrgð. Daglega er agnúast út í það sem fjölmiðlarnir bera á borð fyrir fólkið, stundum með rökum, en sem betur fer eru þar oftar á ferðinni tilhæfulausar dylgjur. Að undanförnu hefur at- vinnuleysi farið í vöxt um allt land og raunar varð einna fyrst vart við þennan ófögnuð á Ak- ureyri og Eyjafjarðarsvæðinu. Ymsar ástæður hafa gert at- vinnuleysisakurinn frjóan, sem of langt mál er að tíunda hér. En sökin er ekki fjölmiðla, að minnsta kosti ekki þeirra sem starfa í þessum landshluta. Þeir hafa ekki skapað það ástand sem ríkir. Þeir hafa hins vegar sagt frá því hvernig komið er, enda skylda þeirra að spegla það ástand sem ríkir í þjóðfé- laginu hverju sinni. En fjölmiðl- ar geta haft áhrif til að stöðva þessa þróun, þeir eiga að stappa stálinu í menn, þannig að vörn verði snúið í sókn. Það verður best gert með því að láta það ekki gleymast í þögn- inni sem vel er gert. Það hefur Dagur reynt og vonandi fær blaðið tækifæri til þess í ríkari mæli á næstunni. Lesendur eru hvattir til að gefa ritstjórninni ábendingar. En það eru ekki allir sem hafa áhuga á að snúa at- vinnuleysisdrauginn niður, vegna þess að það hentar ekki í þeirra pólitísku valdabaráttu. Þeirra á meðal eru stjórnendur Þjóðviljans, ,sem ala þennan draug á vítamínum dag eftir dag. Þar er hver dálksentimetri nýttur til að draga kjarkinn úr landsmönnum og samkvæmt boðskapnum mætti ætla, að þorri almennings lifi við sult og seyru. Vissulega hefur kaup- máttur rýrnað, en landsmenn hafa sýnt vilja til þess að þreyja þorrann og góuna líka, til þess að ráðrúm gefist til að rétta þjóðarskútuna við. Þetta líkar Þjóðviljamönnum illa. Þess vegna vilja þeir koma brotsjó á skútuna, þannig að árangur ríkisstjórnarinnar ónýtist og hún hrökklist frá völdum. Þjóð- viljinn gengur meira að segja svo langt í slagorðum sínum, að sönnum alþýðubandalags- mönnum blöskrar. Þarf þó tals- vert til. Þannig gagnrýnir einn þeirra blað sitt fyrir „innantóm slagorð og galgopahátt11 á les- endasíðu Þjóðviljans sl. föstu- dag. Segir hann slagorðin öfug- snúin og oft sé farið illa með það fólk sem er að reyna að rétta þjóðarhaginn við. Núverandi ríkisstjórn hefur náð árangri í baráttunni við verðbólguna, sem er besta kjarabótin þegar til lengri tíma er litið. En á næstu vikum og mánuðum ræðst hvort hún hef- ur burði til að fylgja þessum ár- angri eftir. Innantóm slagorð Þjóðviljamanna, og annarra óá- byrgra afla í þjóðfélaginu, mega ekki koma í veg fyrir þær kjarabætur sem þannig fengjust. —GS Sá kann ekki að bœta annars brók - sem berlæraður er sjálfur % Zetuvandi Núverandi iðnaðarráðherra okk- ar er hress maður og hugprúður. Sannast það á því að hann segir ýmislegt það upphátt er aðrir þora vart að hugsa; og hann ræðst í þær hreingerningar sem maður hefði vænst af „vinum al- þýðunnar“, s.s. eins og hjá ein- okunarstofnun ríkisins á sviði orkumála. Og hann hefur einnig sín „hobbý“ eins og aðrir, t.d. laxveiðar og mun fiskinn vel enda vaskur maður og heils hugar í hverju starfi. Annað sem hann gerði sér til dægradvalar var að koma sér upp hugsjón. Ýmis stór nöfn þekkjum við, þ.á m. úr heimi kvikmynda, er gera sér það að tómstundaiðju að koma í veg fyrir dráp aðskiljan- legustu dýrategunda, s.s. sela ell- egar hvala þeirra er byggja heimshöfin. Eru dæmi þess að leikkonur hafi staðið léttklæddar á hafísjökum til varnar sjávardýr- um þessum og lagt sig í stórhættu með að fá kvef eða blöðrubólgu - en fengið harðræðið endurgoldið með góðri samvisku og vitund- inni um hjartaprýði sína. Á íslandi hafa menn fundið sér ýmis kjörsvið í verndarmálum, einn vatnsfall, annar heiðaland, þriðji refi. En iðnaðarráðherra var sem í fleiru frumlegur. Valdi hann sér til að fórna lífi fyrir bastarð þann úr stafrófinu sem zeta kallast og er að hálfu stafur- inn s. Það var fyrir nokkrum árum er lítið var að gera á Alþingi að ein- hverjir „gáfumenn" fundu hjá sér köllun að breyta stafsetningar- reglum eina ferðina enn, sem aldrei skyldi verið hafa, og eru síðan fáir af þeim sem ólust upp við eldri reglur, þ.á m. kommu- setningu, sendibréfsfærir. Einn var þó ljós punktur í þessu puði þeirra: Zetan var gerð útlæg úr rituðu máli - en zeta hafði um langan aldur verið einn mesti skrekkvaldur í prófum allra með- algreinda og vel það. Þá var það aö núverandi iðnaðarráðherra rann blóðið til skyldunnar og hélt uppi þrjátíu klukkustunda mál- þófi í einni lotu til varnar kyn- hverfingi þessum. Og síðan varði hann margri stund í sama skyni. En kom fyrir ekki. Önduðu nú próftakendur léttara, svo og blaðamenn og allir þeir er pára þurftu ástarnótu ellegar klögu- miða. Næst gerist það að verjandi zetu fær stjórn ráðuneytis. Eyrir- skipar hann þá að veita zetunni fullkominn þegnrétt á ný í möpp- um ríkis síns. En hér fór sem oft áður að sjaldan launa kálfar of- eldi: Hvalurinn gleypti Jónas, sem mun hafa verið hvalverndun- armaður og sennilega verið að bursta í honum tennurnar, selur- inn dreit hringormi í þorskinn okkar, svo jafnvel Portúgölum ofbýður, og zetan felldi Sverri á klofbragði. Já, það má segja að laun heimsins séu vanþakklæti. En af þessu má nú læra, kæri iðnaðarráðherra og þingmaður minna gömlu, strjálbýlu ná- stranda eystra! Láttu nú endan- lega af baráttu fyrir lífi zetunnar. Hún segir ekkert meira en ess og fleirum en þér torrætt hvar hún á að standa. En gerðu meira: Ann- ar stafur, álíka skrekkvaldur, þvælist enn í ritmáli okkar. Það er stafurinn ypsilon. Hann hefur löngu týnt upprunalegu hljóði sínu (afi minn fjörgamall kunni það síðast þegar ég var ungur, sagði „íuvir“ í stað ,,yfir“). Taktu þig því til, um leið og þú kveður zetuna, og leggðu niður ypsilon- ið. Þau eru stundum langsótt rök- in fyrir notkun þess. Fengi ég þér skrifaðan miða uppi í ráðuneyti sem á stæði þessi skipun: „Upp með hendurnar ell- egar ég skít“ myndir þú óðar rétta þær upp því eins og það sést á sambandi orða í ritmáli hvað átt er við, þó ypsilon sé ekki notað, myndir þú sjá þarna að ég héldi á byssu en væri ekki að hneppa ofan um mig. 0 Gáfumanna- plágan Mikil umræða fer nú fram í fjöl- miðlum vegna nýs vandamáls er uppgötvast hefur en það er að nokkrir nemar reynast hafa meiri greind og námshæfni en almennt gerist. Á tímum „jafnréttis“ þyk- ir þetta ískyggilegt og telja fé- lagsvísindamenn og sálfræðilega sinnaðir illa horfa. Má þó strax benda á til hugsvölunar að aðrir telja að öll mistök f stjórn lands og lýðs stafi ekki af of miklum vitsmunum. Þar kunni fleira til að koma. En þjóðfélagið er talið í hættu vegna ofgreindra einstaklinga þó grunnskólar reyni úr að bæta. Alltaf er að skjóta upp einum og einum nema sem ekki er aðeins skýrari í hugsun og skjótari að til- einka sér námsefni heldur einnig iðnari við námið. Þá kunna sumir að hafa sérgáfur nokkrar og þó þær séu á einangruðu sviði geta þær valdið minnimáttarkennd og leiða þeirra sem fullnægja kröf- unni um miðlunginn. Hér á landi skal ekki þolað að einn skari fram úr öðrum: Syngi einhver betur en annar, yrki eða leiki á hljóðfæri verður að banka dálítið í hausinn á honum. Veiði einn meira ellegar skili betri vinnu, iáti fiskverkun bera sig eða iðnað verður að veita þeim hinum sama tiltal. Fái einhver bóndi fleiri mjólkurlítra eftir kú eða meiri kroppþunga dilka eftir á, sem sagt búnist betur en öðrum, verð- ur að refsa honum með lægri prís á því sem fer yfir meðallag - því hitt gæti sært minni búmenn og „jafnréttishugsjónin“ verið í hættu. Það er þessi göfuga dyggð, „jafnréttið“, sem krefst þess að milljónamæringur fái jafnan styrk með barni sínu og öreiginn, svo og aðra fátækrahjálp og að- stoð í gigtarkasti. En stöðva skal á að ósi. Nú er stefnan einmitt sú að kveða hinn „afbrigðilega“ niður strax í skóla. Barn með sérgáfu eða óvenju mikla greind og kannski námfýsi að -auki skal ekki eitra sálarlíf miðlunga! Einn greinarhöfundur í umræðunni um hin nýju vanda- málabörn, séníin, spyr með þjósti: „Á kannski að sigta gáfna- ljósin út (sic) og kosta þau í skóla?“ Ja, er von að maðurinn spyrji í þjóðfélagi þar sem gáfur eru allt að því glæpur. Annar höfundur, raunar menntaskólakennari, skrifar í nöpru háði: „Vitanlega eru grey séníin að drepast úr námsleiða og þurfa þar af leiðandi sérmeð- höndlun.“ Hann hefur sýnilega ekki þurft að burðast með þann fæðingargalla sjálfur að liggja námsefnið í augum uppi og verða því að sitja aðgerðarlaus í bekk vetur eftir vetur meðan kennar- inn eyðir stundinni í að sansa trassann og tossann. En þessi nýi andi gegn hæfum nemendum er tímanna tákn í landi meðalmennskudýrkunar- innar og þeirrar jafnréttishug- sjónar sem einhver nefndi „sós- íalisma andskotans" - að enginn megi af öðrum bera til munns né handa. í samræmi við „jafnréttið" var sú regla upp tekin að hætt skyldi að velja nemendur saman í bekki eftir hæfni og þroska, þar skyldi hendingin ráða þvf b og c bekk- ingar gætu fengið minnimáttar- kennd gagnvart a bekkjarnem- um. Nú skulu nemar á öllum þroskastigum saman í bekk upp á jafnréttið, upp á hið persónu- lausa hjarðeðli. Spurt hefur verið hvort þeim seinfærasta líði betur í hópi hinna sem best gengur með námið held- ur en með jafningjum sínum. Einkunnir má heldur ekki gefa í tölum, 0-10; lág tala gæti sært þann seinfæra hvort sem verri ár- angur stafaði af námstregðu eða kæruleysi, og þeir sem skiluðu 10 gætu ofmetnast. Það óttast menntaskólakennarinn, sem áður er vitnað til, mest. Sýnilega hafa íslendingar ann- an skilning í kennslumálum en aðrar þjóðir. í Sovét er mér tjáð að strax í barnaskóla sé farið að huga að afburðabörnum á hvaða sviði sem er og þeim gefinn kost- ur á þjálfun við sitt hæfi. Þar þyk- ir sérgáfan ekki goðgá heldur náðargjöf. Eins munu allar dyr standa þeim nemum opnar í Bandaríkjunum sem fram úr skara, jafnvel af fjörrum löndum. Á íslandi er krafan í nafni rétt- lætis: Sé einhver höfði hærri en aðrir skal hann styttur um það. K.f.D.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.