Dagur - 10.02.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 10.02.1984, Blaðsíða 11
10. febrúar 1984 - DAGUR - 11 Andrés Valberg kvað á förnum vegi: Áfram brunar bíllinn minn, brautin dunar undir. Ég skal muna sérhvert sinn svona unaðsstundir. Grunur leikur á að næsta vísa sé einnig eftir Andrés Valberg: Af bílstjórum er ég einn ætíð hýr og glaður, Skagfirðingur skír og hreinn, skáld og kvennamaður. Þingeyskur maður orti þessa vtsu er kona nokkur sýndi hon- um mynd af sér og eiginmannin- um ásamt börnum þeirra 12 að tölu. Þótti frúnni helst til strítt kveðið: Hrikti lengi í reiða og rá, rétt þó gengi að stíma. Lífsins strengi lék hann á langan fengitíma. Sveinn frá Elívogum kvað um Ingibjörgu Sigfúsdóttur í For- sæludal: Hún ei sporin hafði teygt heims um forarvegi. Heimaborinn unað eygt, elsk að vori og degi. Blönduós hefur bæði stækkað og fríkkað síðan Ingibjörg Sig- fúsdóttir kvað þessa vísu: Blönduós signir sólroðinn sumarnætur blíðan og í þetta eina sinn ég hef séð hann fríðan. Jónatan Benediktsson kvað er heimasæta sem eignast hafði barn, þóttist fara alls á mis: Ekki fórstu alls á mis. Ástin gist þig hefur. Lítil snerting lauslætis lífinu fylling gefur. Stefán Nikódemusson orti eftir lestur bókar minnar Bændur og bæjarmenn: Jón frá Garðsvík, gleðimann gerir margt að plana og hjá svínum síðast fann sálufélagana. Nú eru að þvælast fyrir mér „pólitískar" vísur. Best að losna við þær áður en þær verða eins og Nígeríu-skreið. Þing- setning 1983: Meðan sérann seiminn dró sálir lyftust þjóðarvina. Guðsorðinu gleymdu þó á göngunni í þingsalina. Nú eru prestar og læknar horfn- ir af þingi en lögfræðingar sækja í sig veður: Ráðaslingir róður herða, raðast kring um tekjubing. Lands vors þing er loks að verða lögfræðinga tilhleyping. Orðsending til fjármálaráð- herrans: Allir bíða Albert minn eftir þér með skuldastrikið. Landsmenn virða Ijónshug þinn. Láttu það vera feitt og mikið. Nýlega urðu formannaskipti í Sjálfstæðisflokknum. Fullyrt er að varla þekkist erfiðara starf en formennska þessi, því ekki mun andskotalaust að stugga saman hinni marglitu hjörð allra stétta. Porsteinn glaður Geirs í stað gekk í svað - og margir studdu. Ungur maður, óskrifað íhaldsblað í þykkri skruddu. Sultarlíf og sæla: Stóðið rauða hér og hvar hjarnið ber af grasi dánu meðan folöld Framsóknar fá að sjúga íhalds - Gránu. Ort við sjónvarpið þá er fróðir menn ræddu um þorskveiðar: Eitt er ræktun, annað veiði. Er að skiljast görpum horskum lögmál það, að lítil seiði lifa til að verða að þorskum. Þó mun enn úr hafsins hyljum hrifsað flest sem djúpið elur meðan skip er undir iljum óvita sem græðgin kvelur. Laugardaginn 11. febrúar gengst dróttskátasveitin DRACO fyrir opnunarhátíð í Fálkafelli. Venjulega er Fálkafell opnað í októ- ber en vegna mikilla endurbóta á húsinu hefur formleg opnun dregist þar til nú. Nokkrar útilegur hafa verið haldnar í húsinu og þrátt fyrir frumstæðar aðstæð- ur sem þar hafa ri'kt þykja breytingarnar mjög til bóta. Ber þar fyrst að telja að kabyssan hefur verið færð úr borðsal yfir í gömlu forstofuna og ofnakerftð stækkað. Forstofan sem byggð var aust- an við húsið reynist mjög vel. Hefur hún það helst fram fyrir aðrar forstofur að hún er útbúin með flór svo að nú er öll gólfbleyta úr sögunni. Eldhúsinnrétting og eldhúsveggir voru endurnýjaðir og er þar nú nokkuð góð aðstaða fyrir kokka framtíðarinnar. Einnig var útbúið veg- legt náðhús norðan skálans og telst það vera mikið „Hægindi". Er komið á sextugsaldurinn Fálkafell var fyrst reist 1932 en hefur tekið margvíslegum stökkbreytingum í gegnum tíðina. Þeim endurbótum sem nú hefur verið unnið að er þó engan veginn lokið. Ófærð og fjárhagskreppa hafa tafið verkið. Með vorinu er ætlunin að halda endurbótum áfram og m.a. endurnýja norðurvegginn, sem farinn er að láta á sjá. Á opnunarhátíðinni gefst mönnum tækifæri til að rita nafn sitt á tilvonandi máttarstoð norðurveggjarins og gerast með því máttarstólpar starfsins. Mein- ingin er að heita á stoðina til endurbóta og er því skotsilfur ákjósanlegt ferða- nesti. Athöfnin hefst klukkan 20.30 við Pásustein, laugardaginn 11. febrúar. Dróttskátar, eldri skátar og allir áhuga- menn um skátastarf eru eindregið hvatt- ir til að mæta, skoða breytingar, kýla vömb og taka lagið. Stuðlum að uppgangi Fálkafells sem útilífsmiðstöðvar. Skálavörður. í • 5* i » 1 helgum degi Texti Matt. 13, 31-33. Ríkift kemur Ef til vill eru það ekki rnargir á meðal okkar, sem hugsa um himnaríkið. Að þeirra áliti hafa þeir um annað og meira að hugsa. Himnaríki eða Guðs ríki er sá staður þar sem Guð er og ræður. Þar er ekkert illt, engin synd og engin neyð. Petta ríki kemur til okkar með frelsaran- um Jesú Kristi. Þeir sem eiga Jesúm hafa Guðs ríki innra með sér. Oft ber lítið á Guðs ríki hér í heimi, en það kemur þó. Það vex og nær til stöðugt fleiri þjóða. Guðs ríki er eins og must- aröskorn, sem er smæst allra sáðkorna, „en nær það vex.er það öllum jurtum meira“. Eða eins og súrdeigið, sem gegn- umsýrir allt, sem það er sett í. Guðs ríki, það vex og verð- ur meira öllu öðru, og það gegnumsýrir til góðs líf þeirra, sem hafa ríkið innra með sér. Það breytir ekki aðeins lífi einstaklinga, heldur heilla þjóða. í>eir lærisveinar, sem tilheyra ríkinu hafa iífið í sér eins og mustarðskornið og kraftinn eins og súrdeigið. Fcss vegna vinna þeir af heil- um huga að útbreiðsiu ríkis- ins. Þegar fagnaðarerindið um ríkið hefur verið boðað öllum þjóðum, þá kemur endirinn. Þá munu öll ríki þessa heims Ifða undir lok og Guðs ríkið eitt standa. Sæll er sá, sent til- heyrir Guðs ríki á þeim degi. Hótel Varðborg Veitingasala Árshátíðir Þorrablót Einkasamkvæmi Köld borö Heitur veislumatur Þorramatur Smurt brauð Snittur Coktailsnittur Getum lánað diska og hnífapör Útvegum þjónustufólk Sími 22600 Júníus heima 24599 Svedberg baóskápar henta öllum \ f Verðlauri^ aðir fyrir • og hönnun Baðskápur Tvilling 1,65 cm. breidd. Fáanlegur í furu, hvítlakkaður eöa bæsaður. Handlaug úr marmara/ blönduðum polyester og handlaugarskápur. Baö- herbergisinnrétting er tekur litiö rými, en rúmar mikið. Lítið við eöa hringið og biðj- ið um litmynda bækling. Óseyri 6, Akureyri Pósthóll 432 Slmi 24223 Hvemig væri að stytta skammdegið og sauma fyrir sumarið? GUis af vörun> nýkoimS’. í mörgum ®. „„ netarfhi i mýsl í tveimm grofleiknm Nýkomin aftur okkar afar vinsælu röndóttu ullarefni á mjög svo hagstæðu verði. Kaki, þunnt einlitt, kjörið í buxur og jakka; bómullar- og acrylefni í peysur. Stretchskíðabuxnaefni og snið. Einnig reiðbuxnaefni. íOpið á laugardögum kl. 10-12. 5 Áemman SKIPAGATA 14 B - SÍMI 96-23504 PÓSTHÓLF 84 - 602 AKUREYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.