Dagur - 10.02.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 10.02.1984, Blaðsíða 7
6 - DAGUR -10. febrúar 1984 10. febrúar 1984 - DAGUR - 7 Húsvíkingar þurfa ekki að kvíða framtíðinni á skíðasviðinu. Pað sannfærðumst við Dags-menn um er við lituðumst um í skíðabrekkunum í„Fjalli‘(þeirra einn góðan veðurdag í vik- unni sem leið. Allir þeir sem þar renndu sér virtust fullnuma íþeirri kúnst að renna sér á ógnarhraða í villtu stórsvigi niður brekkurnar og þetta var þeim mun undarlegra eftillit er tekið til þess að skíðakapparnir voru allir á aldrinum átta til níu ára. Svo mikill var líka áhuginn hjá þessum skíðaprinsessum og -prinsum þeirra Húsvíkinga að þau brunuðu alltafbeint að lyftunni og síðan upp aftur. Það fór ekki sekúnda til spillis en okkur tókst þó að trufla krakkana með lagni og fara viðtöl við nokkur þeirra hér á eftir. Einnig er rætt við þjálfara þeirra, Norðmanninn Karl Skramovsky og Sigurð Prastarson, lyftu- vörð og umsjónarmann. Þeir Haukur Viðarsson og Heiðar Smári Þorvaldsson, báðir níu ára, báru sig fag- mannlega að þegar við báðum þá að stilla sér upp fyrir myndatöku. Báðir voru þeir snöggir að kippa af sér skíðun- um og lyfta þeim upp að hætti Stenmarks og annarra skíða- snillinga og þeir tóku ekki illa í smáspjall. - Ég byrjaði að fikta á skíðum þegar ég var fimm ára, segir Haukur, sem nú æfir með keppni í huga. Það sama á við um Heið- ar Smára en hann bætir því þó við að ennþá sé þetta mest vegna ánægjunnar. - Það kunna flestir krakkanna í skólanum á skíði, segir Heiðar eins og ekkert sé sjálfsagðara á Húsavík, þar sem skíðabrekk- urnar eru við húsdyrnar, ef svo Haukur Viðarsson og Heiðar Smári Þorvaldsson. má að orði komast. - ESE. „Fremur lítill snjór í vetur“ — segir Sigurður Prastarson, annar tveggja lyftuvarða í skíðalandi Húsvíkinga Sigurður Þrastarson heitir ann- ar af lyftuvörðunum í skíða- landi Húsvíkinga en hann hitt- um við í skíðabrekkunum þar á dögunum. „Það hefur verið fremur lítill snjór hjá okkur í vetur, og í hlák- unni á dögunum tók svo mikið upp að ekki mátti miklu muna að við yrðum að loka. Annars er meiri snjór í stöllunum hérna sunnar og þar er diskalyfta og önnur þar fyrir ofan sem nær al- veg upp á fjallstopp." Sigurður sagði að mikil aðsókn væri í skíðabrekkurnar og krakk- arnir væru geysilega áhugasöm. Um það sannfærðumst við er við fylgdumst með þeim yngstu þar sem þau komu á fleygiferð niður brekkurnar og þau voru ekki að hafa fyrir því að stöðva sig. Það var farið í fallegan boga og beint í lyftuna aftur og svona endurtók sagan sig... gk-. Sigurður Þrastarson, lyftuvörður. „Skiljum ekki allt“ en lærum samt, segja „sínumar“ þrjár - Eg var sex ára þegar ég fór fyrst að læra á skíði og þá var ég alltaf á hausnum. Núna kemur það hins vegar sjaldan fyrir, sagði Pálína Guðrún Bragadóttir, 9 ára í samtali við Dag. Ekki sagðist Pálína lengur muna hver hefði kennt henni á skíði en líklega hefðu það verið foreldrarnir. - Ég hef keppt nokkrum sinn- um og einu sinni vann ég í stór- svigi. Það var á Andrésar Andar- leikunum á Akureyri, sagði Pál- ína. Með Pálínu í brekkunni voru þær Jónasína Lilja Jónsdóttir og Regína Sigurgeirsdóttir, báðar 9 ára. - Það er orðið nokkuð langt síðan ég lærði á skíði, segir Jónasína og Regína segist fyrst hafa stigið á skíði þegar hún var tveggja ára. - Þá datt ég á hausinn, segir hún en harðneitar að slíkt komi oft fyrir nú. - Okkur finnst þjálfarinn góður. Við skiljum að vísu ekki allt sem hann segir, en hann get- ur kennt okkur á skíði. Það er aðalatriðið, segir Jónasína. - ESE. „Pabbi minn kenndi mér“ - Hún kom á fleygiferð niður brekkuna og það var greinilegt að hún var ekki að fara á skíðum í fyrsta skipti. Áður en hún skellti sér í lyftuna aftur náðum við að kalla til hennar og biðja hana að doka aðeins því við vildum fá stutt spjall. „Ég heiti Arna Ásgeirsdóttir og er 8 ára,“ sagði hnátan er við höfðum króað hana af. „Ég var pínulítil þegar ég fór fyrst á skíði en það var hann pabbi minn sem kenndi mér, hann var einu sinni í Skíðaráði.“ - Arna sagði það misjafnt hvað hún færi oft á skíði í hverri viku. „Ég reyni að fara eins oft og ég get því þetta er alveg voða- lega gaman og það eru flestir krakkar hérna í brekkunum að æfa sig,“ sagði hún og nú mátti ekki dvelja lengur. Arna spjallar við blaðamann Dags. Skíða- prinsar . og pnnsessur á skíðum á Húsavík „Engin hœtta á að stíma beint á tré<( - segir skíðaþjálfarinn Karl Skramovsky frá Noregi - Það sem er aðalkosturinn við að vera á skíðum hér á Húsa- vík og reyndar á íslandi yfírleitt, er það að útsýnið er gott og það er engin hætta á að stíma beint á næsta tré, sagði Norð- maðurinn Kari Skramovsky, þjálfari skíðafólksins á Húsavík er við náðum tali af honum. Karl var þá rétt nýkominn niður brekkuna og svona rétt til að undirstrika það að engin hætta væri á ferðum, hafði hann skilið stafína við sig efst í brekk- unni. Karl Skramovsky er frá Töns- berg í Noregi og þar hefur hann að undanförnu starfað sem skíða- þjálfari. Hann hefur mikla reynslu og A, B og C stig sem skíðaþjálfari sem verður að telj- ast mjög gott miðað við þær kröfur sem Norðmenn gera til skíðaþjálfara. Karl kom til Húsa- víkur 2. janúar sl. en ráðningar- tími hans er út apríl. - Ég kann frábærlega vel við mig hérna. Brekkurnar eru góðar, nemendurnir eru góðir og fólkið er gott og allar aðstæður til fyrirmyndar. Eftir því sem ég hef best séð þá þurfa íslendingar ekki að skammast sín fyrir skíða- brekkurnar og kunnáttuna, sagði Karl en auk þess að renna sér í brekkunum á Húsavík þá hefur hann brugðið sér á skíði í Blá- fjöllum og líkaði vel. Flestir skíðamennirnir sem Karl þjálfar eru á aldrinum 7-17 ára og hann og forsvarsmenn skíðaíþróttarinnar ætla sér stóra hluti á Landsmótinu á Akureyri um páskana. - Við mætum sterk til leiks og við stefnum að því að vinna Ak- ureyringana og sem flest verð- laun, sagði hinn geðþekki þjálfari að lokum. - ESE. MYNDIR OG TEXTI ESE/gk-.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.