Dagur - 10.02.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 10.02.1984, Blaðsíða 9
10. febrúar 1984 - DAGÚR - 9 , ,Petta er því spennandi líf‘ - Rætti við Erling Níelsson, foringja í Hemum Hér á landi eru nú stödd, í stuttri heimsókn, hjónin Erlingur Níelsson og Ann Merethe, en þau eru bæði starfandi foringjar í Hjálpræðishernum íNor- egi. Dagur fékk þau í stutt spjall um starfsemi Hjálpræðishersins, bæði í Noregi og hér á landi. Erlingur hafði orðið og talaði fyrir þau bæði, því eins og nafnið gefur til kynna er Ann norsk og kann lítið í íslensku enn sem komið er, en hún er að læra, eins og Erlingur orðaði það. Að sjálf- sögðu var byrjað á að spyrja hvaðan þau væru. „Ég er fæddur og uppalinn á Akureyri og flutti héöan fyrst fyr- ir 21/2 ári er ég fór til Noregs í Foringjaskóla Hjálpræðishersins í Osló. Ann er frá Bodö í Noregi. Við kynntumst í skólanum, hún hóf nám á sama tíma og ég og við útskrifuðumst sl. sumar. Ég hef starfað með Hjálpræðishernum á Akureyri frá því ég var smá- strákur. Foreldrar mínir eru í hernum og hvöttu okkur systkin- in til að taka þátt í starfseminni. Fyrst var ég í sunnudagaskóla, næst varð ég það sem er kallað yngraliðsmaður og loks fullgild- ur hermaður. Eftir skólavistina í Noregi er ég svo orðinn foringi og við bæði hjónin." - Hvað er mönnum kennt til að verða foringjar í Hjálpræðis- hernum? „í skólanum lærum við sitt- hvað um foringjastöðuna. Námið, sem er 2 ár, er bæði bók- legt og verklegt. Á miðju náms- tímabilinu förum við í fjögurra mánaða verklegt nám; erum þá send á einhverja stofnun sem Herinn rekur eða fylgjumst með starfsemi í flokk, sjáum hvernig honum er stjórnað og slíkt. Bók- lega námið er mest byggt á Bibl- íuþekkingu; við lærum t.d. trúar- setningar Hjálpræðishersins. En það er einnig margt annað kennt. Við lærum t.d. dálítið í sálar- fræði, félagsfræði, bókfærslu, vélritun og ensku. Mitt álit er að þetta sé mjög gott alhliða nám. Við lærum einnig um starfsemi og uppbyggingu Hjálpræðishers- ins um allan heim. Það er boðið upp á valgreinar, t.d. táknmál, hvernig á að umgangast fatlað fólk og ein valgreinin er íslenska. Hún er hugsuð fyrir þá sem síðar verða sendir til íslands sem for- ingjar. Þetta er bæði fjölbreytt og skemmtilegt nám.“ - Hvernig er starfsemi Hjálp- ræðishersins í Noregi háttað? „Herinn er með margar stofn- anir fyrir fólk sem þarf á hjálp að. halda. Ég get nefnt sem dæmi heimili fyrir drykkjusjúklinga og heimili fyrir þá sem koma úr fangelsum og þurfa að venjast líf- inu utan fangelsismúranna aftur. Við rekum líka barnaheimili og elliheimili. Það nýjasta í þessu hjálpar- og líknarstarfi okkar er hjálp handa eiturlyfjasjúkl- ingum. Það er búið að opna nokkra staði í Osló þar sem eit- urlyfjasjúklingar geta komið og fengið aðhlynningu. Einn hluti af starfsemi hersins er að leita að týndu fólki út um allan heim. Það er fólk sem hefur horfið spor- laust, sætt pólitískum ofsóknum og slíku. Við Ann erum foringjar í einum flokki í Lillehammer. Starfið felst í daglegri umsjón með þeim flokki og samkomu- haldi. Svona flokkar eins og við sjáum um eru 120 í Noregi, en hér á landi eru þeir aðeins 3. Meðlimir flokkanna eru alveg frá smábörnum og upp í aldrað fólk. Starfsemin er því mjög fjöl- breytt. Við höfum t.d. ýmsa starfsemi fyrir börnin, sunnu- dagaskóla, föndurfundi og kór, þau hafa mjög gaman af að syngja. Auk þess að sjá um starfsemina í þessum flokki, selj- um við Herópið, sem kemur út í hverri viku, á götum úti og á veit- ingastöðum, auk þess að útbreiða fagnaðarerindið á ýmsan hátt.“ - En hvaðan fæst fé til svo um- fangsmikillar starfsemi og á hverju lifir starfsfólk Hersins? „Þessar stofnanir eru reknar að hluta með framlögum frá ríkinu. En einnig stöndum við fyrir söfnun í heimahúsum. Við göngum þá í hús og biðjum fólk um að styðja starfsemina og undantekningarlítið er fólk mjög vingjarnlegt og margir gefa mikið. Fólk kann vel að meta þessa starfsemi. Helmingurinn af peningunum fer í rekstur þessara líknarstofnana en hinn helming- urinn fer í trúboðsstarfið. Við rekum trúboð um allan heim, Afríku, S.-Ameríku, Indlandi, svo eitthvað sé nefnt. Núna er hins vegar að verða minni þörf fyrir þessa trúboða en áður var. Þeir eru búnir að vinna sitt verk og innfæddir eru teknir við, en það er samt alltaf einhver þörf fyrir þá. Starfsmenn hafa föst laun. Ef miðað er við venjuleg laun eru þau lág, en þau eru reiknuð þánnig út að maður geti bjargast. Á móti þessum lágu launum kemur lág leiga. Herinn á íbúðir alls staðar þar sem flokk- ar starfa og þar er mjög Iág leiga sem á að koma á móti þessum lágu launum.“ - Er starfsemi Hjálpræðishers- ins ekki lítil hér á íslandi miðað við Noreg? „Mér virðist starfsemin blómstra hér á Akureyri, en ef litið er á allt landið er hún lítil, miðað við Noreg. En það er erfitt að miða við Noreg, því þar er Herinn einna sterkastur í heimin- um. Það má eiginlega segja að Is- land sé útibú frá Noregi, því ís- landi og Færeyjum er stjórnað þaðan. Líknarstarfsemi er lítil hér. Eitt sjúkraheimili er rekið á Seltjarnarnesi, það er-heimili fyr- ir fólk sem er að koma af geð- deildum og þarf að venjast sam- félaginu aftur. Starfsemi af þessu tagi þyrfti að auka hér á landi. í Noregi fær Herinn mikið lof fyrir líknarstarf sitt.“ - En hvað skyldu þau hafa verið að vilja upp til íslands á þess- um tíma árs? „Við giftum okkur 30. desem- ber og þetta er því nokkurs konar brúðkaupsferð. Mig langði að sýna Ann land og þjóð og kynna hana fyrir ættingjunum og henni líst bara vel á þetta, svona við fyrstu kynni. ísland er ekki svo ólíkt N.-Noregi þaðan sem Ann er. Sunnar er hins vegar mikið af trjám, þar sjást fjöllin stundum ekki fyrir trjánum. Mér líkar einnig mjög vel í Noregi, fólkið er vingjarnlegt og mjög líkt íslendingum. Við verðum aðeins viku á land- inu núna. Við förum aftur til Lillehammer að stjórna flokkn- um okkar. Við verðum með hann a.m.k. fram í júní. í júní eru gefnar út skipanir um hvert mað- ur fer næst. Það er ekki hægt að sækja um hvert maður fer. Þetta er því mjög spennandi líf. Það getur verið að við verðum send til Islands, þar sem ég er íslending- ur og Ann er að læra íslenskuna og við yrðum mjög ánægð ef það yrði,“ voru lokaorð Erlings. Dagur óskar þeim til hamingju' og góðrar ferðar til Noregs aftur. - HJS. Erling Nielssen og Ann Merethe foringjar í Hernum. Alfreð Pálsson og Páll Pálsson ræða saman eftir vandasamt spil. Bridgefélag Akureymr: Fjölmennasta tví- menningskeppni kndsins Nú er lokið fimm spilakvöldum af sjö í tvímenningskeppni Bridgefélags Akureyrar, Akur- eyrarmóti. Röð efstu para er þessi: 1.-2. Guðmundur V. Gunnlaugsson Stefán Vilhjálmsson 468 1.-2. Stefán Ragnarsson Pétur Guðjónsson 468 SELKO Vandaðir fataskápar á hagstæðu verði. SELKO skáparnir sóma sér hvar sem er. í svefnherbergið, forstofuna, sjónvarpsherbergið, já, hvar sem er. Úthliðar skápsins eru spónlagðar með sömu viðartegund og hurðir hans og skiptir ekki máli hvort úthliðarnar koma upp að vegg eða ekki. Að innan er skápurinn úr Ijósum við. Innrétting skápanna er smekkleg og umfram allt hagnýt. Skápana er hægt að fá með hillum, traustum körfum, slám fyrir herðatré eða með skúffum sem renna á hjólum í vönduöum brautum. Útborgunarskilmálar. 3. Símon Gunnarsson Jón Stefánsson 460 4. Anton Haraldsson Gunnar Berg jr. 349 5. Magnús Aðalbjörnsson Gunnlaugur Guðmundsson 327 6. Sveinbjörn Jónsson Einar Sveinbjörnsson 314 7. Gylfi Pálsson Helgi Steinsson 284 8. Úlfar Kristinsson Hilmir Jóhannsson 283 Alls spila 50 pör og er meðalár- angur 0 stig. Sjötta spilakvöldið verður nk. þriðjudagskvöld kl. 19.30 í Félagsborg. Ragnhelður Steindórsdóttir í My fair Lady. Leikfélag Akureyrar My fair Lady Sýningar 45. sýning föstudag 10 feb. kl. 20.30. 46. sýning laugardag 11. feb. kl. 20.30. * 47. sýning sunnudag 12. feb. kl. 15.00. Miðasala opin alla virka daga kl. 16—19, kvöldsýning- ardaga kl. 16-20.30. Sími 24073. Ósóttar miðapantanir seldar tveimur tímum fyrir sýningu. Sýningum fer að fækka Leikfélag Akureyrar. L—i „ , , , i,i„ * Margrét. Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 15. febrúar nk. kl. 20-22 verða bæjar- fulltrúarnir Jón Sigurðarson og Margrét Kristinsdóttir til viðtals í fundarstofu bæjar- ráðs, Geislagötu 8, 2. hæð. Jón.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.