Dagur - 10.02.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 10.02.1984, Blaðsíða 10
10 - DAGUR -10. febrúar 1984 Umferdarmálafimdur á Akureyri Tobacco Road í Freyvangi Leikfélag Öngulsstaða- hrepps og Ungmennafé- lagið Árroðinn sýna To- bacco Road í Freyvangi um helgina, en sýningin hefur fengið mjög góða dóma og viðtökur. Upp- selt er á sýninguna í kvöld, en næstu sýningar eru á laugardags- og sunnudagskvöld. Leik- stjóri er Hjalti Rögn- valdsson, en í aðalhlut- verkum eru Jónsteinn Aðalsteinsson og Emilía Baldursdóttir. Klúbburinn öruggur akst- ur á Akureyri og í Eyja- firði boðar til fundar á Hótel KEA laugardaginn 11. febrúar kl. 14.00. Á fundinum mun Þóroddur Jóhannsson, formaður Ökukennarafélags Norðurlands, kynna ný lög um ökukennslu og Baldvin Ottósson, for- Laugardaginn 11. febrúar heldur Varðberg, félag áhugafólks um vestræna samvinnu, aðalfund sinn í Mánasalnum í Sjallan- um, sem hefst kl. 12 á hádegi. Gestur fundarins verður Geir Hallgríms- son, utanríkisráðherra, maður Landssamtaka klúbbanna öruggur akstur, flytur erindi um umferðarmál. Einnig mun Magnús Steinarsson veita viðurkenningar fyr- ir 5, 10 og’20 ára öruggan akstur frá Samvinnu- tryggingum og kaffiveit- ingar verða í boði klúbbsins. og mun hann ræða um utanríkisstefnu íslands og vestræna samvinnu. Allir eru velkomnir á fundinn. Starfsfólk Sjall- ans sér um að bera fram léttan hádegisverð gegn vægu gjaldi. Geir Hallgrímsson á aðalfimdi Varðbergs Tootsie U íBorgarbíói arhín <;vnir nm 1^ Borgarbíó sýnir um þessar mundir verðlaunamyndina „TOOTSIE“ með Dustin Hoffmann í aðalhlutverk- inu, en Jessica Lang fer jafn- framt með viðamikið hlut- verk í myndinni. Dustin Hoffmann leikur hæfileika- ríkan leikara, en þrátt fyrir það liefur hann verið at- vinnulaus árum saman. Að lokum grípur hann til ör- þrifaráða og sækir um að leika kvenhlutverk í vinsælli sápuóperu fyrir sjónvarp. En kvengervi leikarans rugl- ar ýmsa í ríminu, sérstak- lega verða þá ástamálin ruglingsleg. Dustin Hoff- mann hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn í þessari mynd og hún hefur aflað honum og öðrum aðstandendum myndarinnar fjölda verð- launa. Mynd sem óhætt er að mæla með. Á sunnudag- inn kl. 5 verður sýnd myndin Firefox með Clint Eastwood í aðalhlutverkinu og á barnasýningu kl. 3 verður Greese 2. DeFirmkm teflir fjöltefli á Akureyri Bandaríski skákmeistar- inn Nick DeFirmian teflir fjöltefli í sal Gagnfræða- skóla Akureyrar á laug- ardaginn kl. 14.00 á veg- um Skákfélags Akureyr- ar og Útvegsbankans. ^Dllum er heimil þátttaka, en þátttakendur eru beðnir að hafa með sér töfl. Nick DeFirmian er einn af efnilegustu skák- mönnum Bandaríkjanna og hefur frammistaða hans á sl. ári vakið sér- staka athygli. Hann teflir nú á Búnaðarbankaskák- mótinu í Reykjavík og hefur hann sýnt þar djarfa og glæsilega tafl- mennsku. Volvo 244 GL árg. ’82 með over- drive til sölu. Bíllinn er sem nýr. Uppl. ísíma 24503 eftirkl. 18.00. Volvo Lapplander til sölu. Árg. ’81. Ekinn 19 þús. km. Uppl. í síma 61664. Volkswagen selja víst við viljum verðið hvorki hátt né breitt. Ja, fimmtán þúsund, það við skiljum þetta mun árgerð sjötíu og eitt. Tröll og Púkar hf. sími 31204 á kvöldin. Bílskúr til leigu. Uppl. í síma 25541 eftir kl. 18.00. 4ra herb. íbúð eða hús óskast til leigu. Uppl. i síma 22573. 24 ára kona vill taka barn í pössun heilan eða hálfan dag, helst ekki eldra en þriggja ára. Góð leikföng, rúmgott húsnæði og stór lóð. Lítil bílaumferð. Hef starf- að sem dagmamma í 2'/2 ár. Bý í gamla Glerárhverfi. Uppl. í síma 26780. BORÐFÁNAR VIÐ SILKIPRENTUM Á NÆSTUM HVAÐ SEMER mDÆMIS: FABLON PAPPÍR LEÐUR PLAST JÁRN GLER TAU Til sölu snjósleði Kawasaki Drift- er 440 árg. '80. Uppl. í síma 21626 milli kl. 18 og 20. Barnavagga til sölu. Uppl. í síma 25152. Vélsleði með bakkgír og rafstarti til sölu. Greiðsluskilmálar. Uppl. í síma 21277. Polaris Apollo árg. '80 til sölu. Vel með farinn sleði, ýmiss auka- búnaður. Skipti koma til greina á ódýrari sleða. Uppl. í síma 23331 milli kl. 19 og 20. Pioneer hljómflutningstæki, útvarp, magnari, kassettutæki, timer, plötuspilari og hátalarar til sölu. Uppl. í síma 23787 allavirka daga og f.h. á laugardögum. Snjósleði. Til sölu snjósleði, Evenrude Skinner 440 - 76. Góð- ur sleði. Verð kr. 70.000. Uppl. í síma 23024. Ný og ónotuð Canon AE 1 Ijós- myndavél til sölu ásamt flassi og tösku. Uppl. í síma 24579 á kvöldin. Notuð rúm með náttborðum til sölu á góðu verði í Örkinni hans Nóa. Til sölu barnabaðborð mjög lítið notað. Verð kr. 1200. Einnig svalavagn, göngugrind og ung- barnastóll. Selst allt á kr. 1000. Uppl. í síma 26172. Til sölu árgangar 1975-1982 af fyrstadagsumslögum frá Svíþjóð og Sameinuðu þjóðunum (USA), árgangar 1974-1980 af óstimpl- uðum frímerkjum frá Bretlandi og Sameinuðu þjóðunum og árgang- ar 1975-1982 af óstimpluðum frímerkjum frá Finnlandi og Fær- eyjum. Til greina kemur að taka íslensk merki upp í frímerkin sem eru til sölu. Á sama stað er til nokkurt magn af íslenskum frí- merkjum, sem hægt er að fá skipt fyrir önnur íslensk frímerki. Uppl. í síma 25078 eftir kl. 19 á kvöldin og um helgar. Tungumálakennsla. Við tölum strax. Franskur útskrifaður úr Sor- bonne háskólanum getur tekið unga sem aldna í einkatíma í eftir- töldum tungumálum: Frönsku, spænsku og ensku. Fyrir byrjend- urog lengra komna. Þeirsem hafa áhuga hringi í síma 26366 milli kl. 10 og 13. Jean. Tapast hefur ein lengd af öxul- stáli 6,5 m á leiðinni Akureyri - Dalvík. Finnandi vinsamlega látið vita í síma 61122. Tveir hestar töpuðust úr högum Léttis, rauður og móbrúnn. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hestana hringið í síma 23878 eða 23762. Nýlagnir, breytingar og endur- bætur á raflögnum, einnig við- gerðir á heimilistækjum. Fljót og góð þjónusta. Raftækni Óseyri 6. sími 24223. Félagasamtök og hópar. Tökum að okkur að spila við öll tækifæri. Hringið og fáið upplýsingar. Sími á vinnustað 22500. Sími 22235 eftir kl. 19.00. Það borgar sig. Hljómsveitin Porto og Erla Stef- ánsdóttir. • ........... « Frá Hárgreiðslustofu Diddu Öll línan í hinum vinsælu hársnyrtivörum loksins komin aftur. Opið á laugardögum. Sími 26666. Sfmi 25566 Á söluskrá: Bæjarsíða: Fokhelt einbýlishús ásamt tvöföld- um. Samtals með þakstofu tœpl. 200 fm. Áhvilandl lán 585 þús. Mögulelkl að taka lltla fbúð upp í kaupverðið. Tjarnarlundur: 3ja herb. endaibúð í fjölbýlishúsi ca. 85 fm. Laus fljótlega. Vanabyggð: 4 herb. neðri hæð í tvíbýlishúsi með bilskúr ca 140 fm. Sér inngangur. Hrísalundur: 2 herb. íbúð, ca. 57 fm. Ástand gott. Laus strax. Keilusíða: 3 herb. ibúð ca. 87 fm. Rúmgóð ibúð, tæplega fullgerð. Útborgun 50%. Laus strax. Núpasíða: 3 herb. raðhús, ca. 90 fm. Mjög falleg elgn. " Skarðshlíö: 4 herb. Ibúð, ca. 120 fm. Frábært út- sýni. Munkaþverárstræti: Húselgn með tveimur íbúðum. Hús- ið er tvær hæðir og fcjallari, 2 herb. Ibúð á hvorri hæð. Tvö herb. i kjall- ara ásamt geymslurýml. Skipti á 4 herb. raðhúsi koma til greina. Skarðshlíð: 3 herb. ibúð ca. 80 fm. Útborgun 500-600 þúsund. Okkur vantar fleiri eignir á skrá. FASIEIGNA& M skipasalaZSSZ NORÐURLANDS O Amaro-húsinu II. hæð. Síminn er 25566. Benedikt Ólafsson hdl. Sölustjórl: Pétur Jósefsson. Er við á skrifstofunni alla virka daga kl. 16.30-18.30. Sími utan skrifstofutíma 24485. □RUN 59842137= Frl. JC Akureyri heldur félagsfund að Hótel KEA mánudaginn 13. feb. kl. 19.30. Gestur fundarins verður Sverrir Hermannsson iðn- aðarráðherra. Mun hann flytja framsöguerindi um stóriðju og svara fyrirspurnum. Fundurinn er öllum opinn eftir kl. 21.00 en þá hefst erindi iðnaðarráðherra. Glerárprcstukall: Barnusam- koma í Glerárskóla sunnudaginn 12. feb. kl. 11 f.h. Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju sama dag einnig kl. 11. f.h. Edvard Fredriksen leikur á bás- únu. Kirkjukór Lögmannshlíðar syngur. Oraganisti Áskell Jónsson. Pálmi Matthíasson. Messað í Dvalarheimilinu Hlíð nk. sunnudag kl. 13.45. B.S. Svalbarðskirkja. Kirkjuskóli nk. laugardag kl. 2 e.h. Sóknarprest- ur. Grenivíkurkirkja. Guðsþjónusta á sunnudag kl. 2 e.h. Sóknar- prestur. Hjálpræðisherinn Hvannavöllum 10. I kvöld kl. 20.00 æskulýður- inn. Sunnud. 12. feb. kl. 13.30 sunnudagaskóli. Kl. 20.30 al- menn samkoma. Reynir Hörgdal talar. Mánud. 13. feb. kl. 16.00 heimilasambandið. Kl. 20.30 hjálparflokkurinn. Allir vel- komnir. Hungraðir en þó hamingjusamir - Hvernig má það vera? Opinber biblíufyrirlestur í ríkissal votta Jehóva Gránufélagsgötu 48, Ak- ureyri sunnud. 12. feb. kl. 14.00. Ræðumaður Friðrik Gíslason, Reykjavík. Allt áhugasamt fólk velkomin. Vottar Jehóva. Kristniboðshúsið Zion: Sunnud. 12. feb. sunnudagaskóli kl. 11. Öll börn velkomin. Samkoma kl. 20.30, er Kristniboðsfélag kvenna sér um. Lesnir reikningar félagsins. Tekið á móti gjöfum til kristniboðsins. Allir velkomnir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.