Dagur


Dagur - 20.02.1984, Qupperneq 1

Dagur - 20.02.1984, Qupperneq 1
GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS 67. árgangur Akureyri, mánudagur 20. febrúar 1984 Flestar uppsagnir afturkallaðar - Þessir bátar eru óseljanlegir ef þeir fá ekki kvóta og ef þannig fer þá er best fyrir okk- ur að hætta þessu alveg. Þá verður engin endurráðning 1. mars, öllum verður sagt upp og starfseminni hætt. Þetta sagði Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar í sam- tali við Dag þegar hann var spurður hvað gerðist ef rað- smíðabátarnir tveir sem verið er að smíða í Slippstöðinni, fengju ekki úthlutað kvóta. Samkvæmt ummælum sjávarútvegsráðherra í Degi eiga þessir bátar ekki rétt á kvóta samkvæmt nýútgefinni reglugerð um stjórnun fiskveið- anna. Gunnar Ragnars sagði að hann tryði því ekki að þessir bátar fengju ekki kvóta og því kysi hann að horfa framhjá þessum ummælum. Raðsmíðabátarnir gætu orðið tilbúnir í júní og september ef kraftur yrði settur í smíðina. Petta eru 250 tonna bátar sem verða útbúnir fyrir nánast allar veiðar. Seinni báturinn verður m.a. þannig úr garði gerður að hægt verður að útbúa hann sér- staklega fyrir rækjuveiðar og ,-vinnslu um borð. Uppsagnir dregnar til baka Á stjórnarfundi í Slippstöðinni sl. laugardag var annars ákveðið að draga mikið af þeim upp- 22. tölublað - en ef rað- smíðabátarnir fá ekki kvóta, verður starf- seminni hætt sögnum sem koma áttu til fram- kvæmda 1. mars nk. til baka. Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar sagði í samtali við Dag í morgun að starfsfólki í Slippstöðinni hefði fækkað og stjórnendur fyrirtækisins hyggð- ust láta við svo búið sitja. - ESE. Plasteinangrun: Mikil sölu- aukning Mjög mikil söluaukning varð hjá Plasteinangrun hf. á Akur- eyri á sölu fiskkassa úr plasti á síðasta ári. Alls seldi fyrirtæk- ið um 97 þúsund fiskkassa á ár- inu en þar af voru 41.900 kass- ar seldir til erléndra aðila. Að sögn forráðamanna Plast- einangrunar þá voru alls fram- leiddir 103 þúsund fiskkassar á síðasta ári en salan var sem sagt 97 þúsund kassar á móti 42.500 kössum árið 1982. Það ár voru 12.500 fiskkassar seldir úr landi en útflutningur í fyrra var rúmlega þrisvar sinnum meiri eða 41.900 kassar. Þau lönd sem aðallega hafa keypt kassa af Plasteinangrun hf. eru Grænland og Noregur og svo Suður-Afríka en þangað fóru um 7.000 kassar í fyrra. Önnur lönd sem selt var til voru: Kanada, Færeyjar, Nýja-Sjáland og Bandaríkin. Þá hefur fyrirtækið framleitt netahringi og trollkúlur bæði fyrir innan- og utanlands- markað. Á síðasta ári nam út- flutningsvelta fyrirtækisins um 14 milljónum króna en var 4,5 millj- ónir kr. árið 1982. -ESE Á þriðja hundrað konur og örfáir kariar mættu á fundi á Hótel KEA á laugardag, þar sem fjallað var um launamál kvenna. Mikill hugur var í konunum að fara að gera eitthvað róttækt varðandi það launamisrétti sem viðgengst milli kynjanna. í ályktun fundarins var m.a. skorað á aðila launasamninga að fara að lögum um sömu laun fyrir jafnverð- mæt og sambærileg störf. Mynd:KGA/HS Riðuveiki landlæg í Kelduhverfi: Bændur missa allt að 10% af fjárstofninum árlega - Það er ekki búandi við þetta. Ég hef misst um 10% af fjárstofninum árlega tvö undanfarin ár og svipaða sögu er að segja af Jónasi nágranna mínum í Austurgörðum. Það hefur því komið til tals að skera niður í haust, hvað svo sem verður og hvað þá tekur við, sagði Kári Þórarinsson, bóndi í Laufási í Kelduhverfi er blaðamaður Dags ræddi við hann. Riðuveiki hefur gert Kára og fleiri bændum í Kelduhverfi lífið leitt undan- farin ár og svo virðist sem erfitt sé að komast fyrir veik- ina. - Pað eru ein 12 til 14 ár síðan riðuveiki kom fyrst upp hjá mér og 1973 lógaði ég öllu fénu og fékk mér nýjan fjárstofn. Það liðu svo sjö ár þangað til riðu- i veikin gaus upp hjá mér aftur en allan þennan tíma hafði veikin verið hér landlæg, sagði Kári Þórarinsson. Að sögn bóndans í Laufási er hann nú með um 140 fjár ög í fyrra og hittifyrra missti hann 14 ær hvort ár. í janúarmánuði sl. missti hann enn eina ána þannig að ljóst er að riðuveikin er síður en svo á undanhaldi hjá honum. - Ætli veikinnar hafi ekki orð- ið vart á einum 14 bæjum í allt og 1982 var skorið niður á tveim bæjum, Lyngási og'Keldunesi. Þar fóru bændur út í aðrar bú- greinar og ætli ég og fleiri fylgj- um ekki þeirra fordæmi í fram- tíðinni þó ég vilji helst af öllu búa með kindur. - Hefur þú fengið þetta tjón bætt? - Já, það hafa komið bætur einhvers staðar að úr kerfinu fyr- ir sunnan. - Hvað er til ráða varðandi þessa veiki að þínu mati? - Það er alveg ljóst að það hef- ur ekki verið tekið rétt á þessum riðuveikimálum hér. Það er ekk- ert annað en hálfkák að skera niður fé á einum eða tveim bæj- um í einu en leyfa sýktu fé frá öðrum bæjum að ganga lausu. En þetta er mikið tilfinningamál. Bændur eru búnir að rækta upp góðan fjárstofn í fleiri ár og það lætur enginn skera slíkt fé niður mótatkvæðalaust, hvað sem allri skynsemi líður, sagði Kári Þórar- insson. - ESE.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.