Dagur


Dagur - 20.02.1984, Qupperneq 3

Dagur - 20.02.1984, Qupperneq 3
20. febrúar 1984 - DAGUR - 3 Sundlaugarbygging við Sólborg: Framkvæmdum miðar vel áfram Fyrsta áfanga sundlaugarbygg- ingar við Sólborg er nú að Ijúka og verður þá hafist handa Bæjarstjóm Siglufjarðar: Varar við ofveiði á rækju - og mótmælir flutningi rækjufarma milli landshluta „Margt bendir nú til að stór hluti íslenskra fiskiskipa muni stunda úthafsrækjuveiðar fyrir Norðurlandi á komandi sumri. Stórkostleg hætta er því á of- veiði. Nýjar rækjuvinnsiu- stöðvar víðs vegar um landið ýta undir þessa þróun, því að Ijóst er að þekkt rækjuslóð annars staðar, t.d. við Eldey, eða óþekkt nýfundin rækjumið út af Austurlandi, munu ekki standa undir aukinni hráefnis- þörf nýrra rækjuvinnslu- stöðva. Bæjarstjórn mótmælir harðlega leyfisveitingum til rækjuvinnslu umfram það sem nægir til að nýta þekkt mið innan skynsamlegra marka.“ Ofangreind samþykkt var gerð á fundi bæjarstjómar Siglufjarðar og samþykkt samhljóða. í sam- þykktinni segir ennfremur: „En einkum og sér í lagi mótmælir bæjarstjórn nýjum og fyrirhuguð- um vinnsluleyfum til aðila, sem munu ekki geta rekið rækju- vinnslu nema með því móti að láta veiða rækju úti fyrir Norður- landi, landa henni í norðlenskum höfnum og aka henni síðan í bíl- um þvert yfir landið til vinnslu. Benda má á að slík nýting hum- armiða fyrir Suðurlandi kæmi að flestra mati ekki til greina.“ í lok ályktunar bæjarstjórnar Siglu- fjarðar er Fjórðungssamband Norðlendinga hvatt til að fylgjast náið með þessum málum. - HS. Vígðu sam- komusal í skólanum Ibúar Grýtubakkahrepps gerðu sér glaða stund sl. Iaug- ardagskvöld. Héldu þá veglegt þorrablót og vígðu um leið nýj- an samkomusal í kjallara hins nýja grunnskólahúss á Greni- vík. Að sögn Péturs Axelssonar, fréttaritara Dags á Grenivík þá er nýi samkomusalurinn þrisvar sinnum stærri en hinn gamli sem var í kjallara gamla skólahússins. Nýi samkomusalurinn er u.þ.b. 250 fermetrar að stærð en blóts- gestir voru um 250, þannig að einn fermetri var á mann. Þorra- blótið fór annars hið besta fram enda fólk á þessum slóðum mjög sátt við lífið og tilveruna og þröngt mega sáttir sitja. - ESE. við að gera bygginguna fok- helda. Að sögn Bjarna Kristjánsson- ar, forstöðumanns Sólborgar þá gekk fjársöfnunin sem hrint var af stað vegna sundlaugarbygging- arinnar á síðasta ári mjög vel og Bjarni sagði að allt benti til þess að með þessu fjármagni og opin- beru framlagi þá yrði hægt að gera bygginguna fokhelda áður en mjög langt um liði. - Eftir það er hins vegar óljóst hvað gerist. Það er ljóst að við fáum ekki meira opinbert fjár- magn á þessu ári og það eina sem við getum þá gert ef 'okkur á að takast að innrétta bygginguna og ljúka gerð sundlaugarinnar, er að fara af stað með einhvers konar söfnun, sagði Bjarni Kristjáns- son. - ESE. Sundlaugarbyggingunni við Sólborg miðar vel áfram. i H| * ' I 4§f SI, M 4í, IB.V Æ ■'íi. h *f #'á% <» ii*- wunr ^ F \ v • i r gar pu gengur náða á kvöldin? Viðvörunarkerfi: SECURITAS setur upp * alþjóðlega viðurkennd öryggiskerfi: • Innbrotavarnakerfi • Eldvarnakerfi • Rakaskynjara • Frysti- og kæliskynjara. ÖRYGGI í STAÐ Á i-i /jrnrnri t /Vti/lL 1 1 U Hámarks öryggi er okkar takmark. Þessum markmiöum nær Securitas meö samspili ráögjafar, þjálfunar, tæknibúnaðar og traustu fólki. Eru eignir þínar og atvinnuöryggi ekki þess virði. SECURITAS SF s AKUREYRI SÍMI (96)26261 AÐALSKRIFSTOFA SÍÐUMÚLI 23 REYKJAVÍK SIMI (91) 687600 i REYKJAVIK. KOPAVOGI. GARÐABÆ. HAFNARFIRÐI. SEI-TJARNARNESI. MOSFELLSSVEIT OG AKUREYRI.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.