Dagur - 20.02.1984, Page 8

Dagur - 20.02.1984, Page 8
8 - DAGUR - 20. febrúar 1984 Meðfylgjandi myndir eru af Magnúsi Þórissyni og starfsliði hans við krydd- pökkunina. Myndir og texti: V.I. Aðalfundur Klúbbsins „öruggur akstur“: Samborgarar til- kynni lögreglu um tiónvalda í umferð Nýlega var haldinn aðalfundur Klúhbsins öruggur akstur Ak- ureyri, að Hótel KEA, og má segja að fundurinn hafi verið vel sóttur. í upphafi fundar var getið um starf klúbbsins á nýliðnu starfs- ári. Kom þar fram að almennur fundur var haldinn að Hótel KEA í júní, er bar yfirskriftina „Umferðin og við sjálf“. Einnig tók klúbburinn þátt í borgara- fundi, er haldinn var í Borgarbíói í lok umferðarviku og sótti Stef- án Jasonarson, bóndi í Vorsabæ fundinn, sem fulltrúi Landssam- taka klúbbanna öruggur akstur, og flutti þar erindi. Einnig var þess getið að Samvinnutrygging- ar gáfu á síðast liðnu hausti 5000 endurskinsmerki, sem dreift var á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði og Grenivík. Notað var tækifærið og talað við börnin um leið og þeim var afhent merki og þau frædd um umferðarmál. Má í því sam- bandi geta góðs samstarfs við lög- reglumennina Eorstein Pétursson og Vörð Traustason. Tveir frummælendur voru á þessum aðalfundi, þeir Póroddur Jóhannsson ökukennari, sem fjallaði um ökukennsluna og nýja reglugerð tengda henni og Bald- vin Ottósson, formaður Lands- klúbbanna öruggur akstur, sem fjallaði um umferðarslysin og nýliðið norrænt umferðaröryggis- ár. Að vanda á aðalfundum klúbb- anna, voru afhentar viðurkenning- ar fyrir tjónlausan akstur, hjá þeim er tryggja hjá Samvinnu- tryggingum. Peir sem hlutu viðurkenningu fyrir tjónlausan akstur í 10 og 20 árfá síðan frítt ábyrgðartryggingariðgjald af bifreiðum sínum fyrir næsta tryggingartímabil. Fram kom að viðurkenningum fjölgar jafnt og þétt; í fyrra hlutu 164 viðurkenn- ingu, en í ár voru þeir 191. Kjörin var ný stjórn fyrir klúbbinn og sitja í henni, Magnús Steinarsson formaður. Með- stjórnendur Úlfar Hreiðarsson, bílstjóri og Vörður Traustason lögreglumaður, til vara Jóhannes Jóhannesson bifvélavirki og Árni Arnsteinsson bóndi. Við almennar umræður komu fram ýmsar tillögur og má geta einnar sem beint var til samborg- aranna, um að þeir tilkynni til Iögregluyfirvalda ef sést til tjón- valda í umferðinni, ef ætla má að þeir geri það ekki sjálfir. Einnig mun forráðamönnum sjónvarps bent á að auka fræðslu í sjón- varpi með fræðsluþáttum um um- ferðarmál, og þakkað fyrir þau „vakningarinnskot" sem birst hafa, um slysahættuna í umferð- inni. Eftir að fundarmenn höfðu þeg- ið veitingar í boði klúbbsins og rætt málin, var þessum 19. aðal- fundi klúbbsins slitið. (Fréttatilkynning) NÝTTKRYDD í TILVERUNA Tindafell á Akureyri pakkar kryddi frá Gevalia Nú þegar sú staðreynd er öllum kunn að atvinnumál Akureyringa eru í hnút má finna ijósa punkta ef að er gáð. í nóvember var stofnsett fyrir- tækið Tindafell hf. og veitir Magnús Þórisson því forstöðu. „Þetta mikla fyrirtæki“ eins og Magnús kallaði það, sér um að pakka kryddi fyrir íslenskan markað. „Blaðamaður“ þefaði fyrirtæk- ið uppi til að forvitnast um rekst- urinn og reyndist það ekki erfitt þar sem kryddilminn lagði út á Glerárgötuna en við hana er pökkunin til húsa. Kryddið er fengið í gegnum Gevalia frá Svíþjóð en er þangað komið frá öllum heimshornum. Að sögn Magnúsar er kryddið sótthreinsað og sér 3ja manna starfslið fyrirtækisins um blöndun og pökkun á um 40 kryddtegund- um. Pakkað er í tvær stærðir af glerkrukkum og er einnig áætlað að pakka í stærri umbúðir sem hugsaðar eru fyrir hótel og veit- ingarekstur og annan stærri rekstur. Geymsluþol vörunnar kvað Magnús vera 2-5 ár og sagði fyrirtækið það eina hérlendis sem hefur nákvæmar leiðbeiningar og innihaldslýsingar með hverju glasi sem fer á markað. Benda má lesendum á að hið nýja krydd er í rauðum umbúð- um og ef krydda þarf tilveruna er ekkert annað að gera en að fara út í næstu búð og bæta úr krydd- leysinu. Að lokum vonar „blaðamað- ur“ að fyrirtækið reynist svo arð- bært að hinir 3 starfsmenn hafi salt í grautinn, jú og ríflega það. Framleiðsla mjólkurafurða 1983: Mest aukning á Norðurlandi Innvegin mjólk var samtals 106.445.793 lítrar á árinu 1983, en það var 1,8% aukning frá fyrra ári. Samdráttur var á 1. sölusvæði, þ.e. Suður- og Vesturlandi, en annars staðar var aftur á móti aukning um 4%. Mest var aukning í mjólk- urinnleggi hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri eða rúmlega 615 þúsund lítrar. Þá varð einnig mjög mikil aukning hjá mjólkursamlaginu á Sauðár- króki eða 7,8% og á Húsavík var aukningin 4,0%. Samtals tóku þessi 3 mjólkursamlög á móti 37,07 milljónum lítra af mjólk en það var 4,15% meira en árið 1982. Mjólkurbú Flóamanna tók á móti 38,3 milljónum lítra allt árið 1983, en það var 0,2% minna en árið 1982. Síðustu 4 mánuði árs- ins 1983 varð aftur á móti aukn- ing hjá Flóabúinu um 2,2%. Bændur hafa verið hvattir til þess mörg undanfarin ár að draga úr þessum mikla mun á fram- leiðslunni frá sumri til vetrar. Petta hefur m.a. verið gert með því að greiða mun fyrr vetrar- mjólk en sumarmjólk. Til aukinnar hagræðingar í mjólkuriðnaðinum er þetta tví- mælalaust eitt þýðingarmesta skrefið. Það er almennt álitið að mjög miklar breytingar hafi orðið á burðartíma kúnna á Suður- og Vesturlandi nú síðustu tvö ár, þróunin hafi verið í rétta átt og því stefni í jafnari mjólkurfram- leiðslu allt árið. Þegar lögð er saman salan á nýmjólk, léttmjólk og súrmjólk varð aukningin í sölunni á síðasta ári um 0,5%. Nokkuð mikil aukning var í sölu á skyri en sam- dráttur í sölu á jógúrt. Þá var nokkur samdráttur í sölu á undanrennu. Birgðir af smjöri í upphafi síð- asta árs voru rétt innan við 200 tonn en í lok ársins voru birgðir rúm 300 tonn. Nokkur samdrátt- ur var í sölu á smjöri en veruleg aukning var aftur á móti í sölu á smjörva. Veruleg aukning var í sölu á ostum eða frá 5,0 upp í 23% eftir tegundum. Mesta sölu- aukningin var í kotasælu, salan var 29% meiri á síðasta ári en árið 1982. Yfir heildina þá má segja að sala hafi verið góð á flestum mjólkurvörum sérstaklega ber að undirstrika söluaukningu í ostum, kotasælu og skyri.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.