Dagur - 20.02.1984, Side 12

Dagur - 20.02.1984, Side 12
LlMUM BORÐA PENNUM SKÁLAB Utsvarið verður 10,6% Á fundi bæjarstjórnar á morg- un verður lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun fyrir árið 1984, en það var samþykkt samhljóða á fundi bæjarráðs á föstudag. Þá var ákveðið að út- svarsálagning skuli verða 10,6%, og lækkar álagningin úr 12,1%. Vegna verðbólguá- hrifa undanfarin ár er þó ekki um raunlækkun útsvars að ræða. Miðað við 20% verð- bólgu, eins og gert er ráð fyrir í forsendum fjárhagsáætlunar- innar, verður raunútsvarið í ár 8,9% en raunútsvar hefur ver- ið að meðaltali 7,8% síðastlið- in átta ár. Þetta þýðir 14% hækkun útsvarsins miðað við meðaltal síðustu ára. Eins og áður sagði náðist sam- komulag í bæjarráði um útsvars- álagninguna og fjárhagsáætlun- ina. Eins og greint var frá í Degi á föstudag er þetta mesta pró- sentulækkun útsvarsálagningar hjá nokkru bæjarfélagi, að því er best er vitað. Niðurstöðutölur á rekstrar- áætlun eru 325,3 milljónir króna, 62,2 milljónir fara til eignabreyt- inga (31 milljón í fyrra), til ný- bygginga fara 58,7 milljónir og til vélakaupa 6,6 milljónir króna. Til nýrra lána er áætlað að fari rösklega 25 milljónir króna, sem því sem næst sama upphæð og áætlaðar afborganir lána á þessu ári. Ekki er því gert ráð fyrir auk- inni lánabyrði. Tekjuhlið hækkar um 34%, en fjárveitingar til ný- bygginga og véla um 56,3%, sem er veruleg aukning. Stærstu fjár- festingarnar eru 20 milljónir í Verkmenntaskólann, 16milljónir í Síðuskóla og 7,5 milljónir í svæðisíþróttahúsið. Rekstrar- gjöld verða 226,5 milljónir og gjald. Stofnkostnaður 36,2 millj- ónir. Stærstu liðir í rekstrar- gjöldum eru til félagsmála, tæp- lega 60 millj. og fræðslumála, tæplega 45 millj. Framlög til sjúkra- og atvinnuleysistrygginga hækka um 45% milli ára og verða 32,6 milljónir. HS Sjöfn: Málning fyrir 40 millj. til Sovét- ríkjanna Efnaverksmiðjan Sjöfn á Ak- ureyri hefur í nokkur ár flutt út hvíta lakkmálningu tii Sovét- ríkjanna, allt frá 400 og upp í 2000 tonn á ári, en viðskipti þessi eru gerð samkvæmt við- skiptasamningi íslands og Sovétríkjanna. Útflutningur íslands á þessum efnum hefur skipst jafnt á milli Sjafnar og Málningaverksmiðj- unnar Hörpu í Reykjavík og nam þessi útflutningur á síðasta ári 1000 tonnum að verðmæti um 40 milljónir króna, sem skiptist jafnt á milli fyrirtækjanna. Að sögn Aðalsteins Jónssonar verksmiðjustjórá mun það skýr- ast á næstu dögum hvort af þess- um útflutningi verður á þessu ári. Sagðist Aðalsteinn vera vongóð- ur með að svo yrði og að magnið yrði það sama og á síðasta ári eða 500 tonn á hvort fyrirtæki. Sjöfn hefur einnig undanfarin ár flutt út málningarefni til Fær- eyja, eða að verðmæti samsvar- andi einni til einni og hálfri millj- ón króna á ári. Þetta eru mest gólfefni, svo sem gólftex og E-21 gólfhúð, en einnig Met-viðar- lakk, sílikon, akrílkítti og fúa- varnarefni. Frá afhendingu íbúðanna 8 að Múlasíður 3. Innfellda myndin er af húsinu Múlasíða 3: Kaffibrennsla Akureyrar Gunnar tekur við af Þresti Þröstur Sigurðsson sem verið hefur framkvæmdastjóri Kaffl- brennslu Akureyrar frá árinu 1973 mun láta af því starfí hinn 1. júní nk. að eigin ósk. Við starfi Þrastar sem fram- kvæmdastjóri tekur Gunnar Karlsson viðskiptafræðingur. Hann hefur frá því að hann lauk námi í Háskóla íslands verið hótelstjóri Hótels KEA og frá síðasta hausti kennari við við- skiptabraut Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar. Þröstur Sigurðsson hefur starf- að við Kaffibrennslu Akureyrar frá árinu 1963 og síðustu 11 árin sem framkvæmdastjóri sem fyrr sagði. Híbýli afhenti 8 íbúðir Híbýli h.f. afhenti stjórn Verkamannabústaða á Akur- eyri fyrir helgina 8 íbúða fjöl- býlishús að Múlasíðu 3, en samningar um byggingu íbúð- anna og fjögurra annarra að Múlasíðu 1 var undirritaður 4. ágúst 1982. Segja má að með byggingu húsanna hafi verið brotið blað hvað varðar „form“ fjölbýlishúsa Hér í bænum. Formið er vinkill og er stigahús og aðalinngangur staðsettur inni í horni vinkilsins. íveruherbergi eru rúmgóð og í hverri íbúð er þvottahús og geymsla auk geymslu í sameign á 1. hæð. Hver íbúð hefur útsýni til þriggja átta. Eigið „útivistarsvæði" sem er rúmgóður sólskáli í tengslum við stofu fylgir 6 íbúðanna. Stigahús er byggt utan við húsið þannig að umferðar um stigann verði ekki vart inni í íbúðunum. Framan við íbúðir á hverri hæð er lítil sam- eiginleg forstofa og má segja að með þessari hönnun hafi náðst að nýta ýmsa kosti raðhúsa og fjöl- býlishúsa í einu húsi. Hönnuðir húsanna eru Sam- hönnun, en það eru Haraldur V. Haraldsson arkitekt, Teiknistof- an s.f., Vinnustofan Klöpp h.f. og Raftákn s.f. Undirverktakar Híbýlis h.f. við bygginguna voru Glói s.f. sem sá um raflögn, Karl og Þórður sem sáu um pípulagnir og Héðinn Jónasson málara- meistari. Verð hússins sem nú hefur ver- ið afhent er 14.650.455 krónur eins og það er en eftir er að gresja lóð og leggja gangstíga. Brúttógólfflötur hússins er 1.104 fermetrar. í húsinu eru sem fyrr sagði 8 íbúðir og eru þær 84, 94, 109 og 132 fermetrar. gk-. Veður Spáð er hægri SA-átt á Norðurlandi næstu tvo sólarhringa eða svo. Að sögn veðurfræðings þá verður að mestu bjart veður og hitastig í kring- um frostmarkið, yfirleitt vægt frost. Um miðja vikuna er hins vegar bú- ist við að hlýni verulega með sunnanátt. # Útstæð herðablöð Lýsing starfsfólks Iðnaðar- bankans í Breiðholti í Reykja- vík á ræningjanum sem hirti þar um 400 þúsund krónur á dögunum hefur vakið mikla athygli svo ekki sé meira sagt. Starfsfólkið sagði hann vera: „Allan mjósleginn, hok- inn í herðum, með útstæð herðablöð og sérkennilegt fjaðrandi göngulag." „Dropar“ Tímans hafa fundið út i sambandi við þetta með „útstæðu herðablöðin“ að hér hafi verið um vængstýfð- an engil að ræða. Sýnist augljóst að mati „Dropatelj- ara“ að yfirvöld verði að leita guðlegrar forsjár til að kom- ast fyrir um hvort þessi möguleiki geti verið raun- veruleiki, eða skyldu eftirlits- menn í „efra“ ekki eiga neina „góðkunningja“ eins og starfsbræður þeirra hér „neðra“. # Bragðbætt með sherry Á stjórnarfundi ( hagsmuna- félagi hrossabænda á dögun- um var kynnt svokölluð „sherryskinka“ sem athafna- maður einn er að setja á markaðinn hér. Er sherry- skinkan samansett úr hrossakjöti, svínakjöti, kryddi og „nokkrum dropum af sherry“. - Að sögn mun fundarmönnum hafa líkað vel nema einum sem kvaðst sakna þess að finna ekki bragð af hrossakjötinu, að sögn Tímans. # Síðustu sporin Verstu fréttir sem S&S hafa fengið lengi er að enska parið Jayne Torvill og Cristopher Dean skuli hafa fengið hæstu einkunn sem gefin hefur ver- ið á Olympiuleikum er þau unnu fsdansinn. Getið þið ímyndað ykkur hvernig iþróttaþættir sjónvarpsins fram að næstu Olympíu- leikum eftir fjögur ár verða? Hve oft skyldu skötuhjúin taka síðustu sporin í þáttum Bjarna Fel. á þessum tíma? # Draumurinn rættist Þetta gæti haldist svona í nokkra daga en síðan treysti ég mér ekki til að spá um framhaldið. Ekkí strax en hvað síðar verður er ekki gott að segja. Þetta sagði ber- dreyminn starfsmaður Dags fyrir helgina en sem kunnugt er af fréttum þá dreymdi hann fyrir því að megnið af snjón- um tæki upp í hláku um miðj- an febrúar. Segja má að sá draumur hafi nú komið f Ijós og nú bfðum við bara eftir nýjum draumförum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.