Dagur - 27.02.1984, Qupperneq 1
TRULOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
67. árgangur
Akureyri, mánudagur 27. febrúar 1984
25. tölublað
Opnun
Alþýðu-
bankans
bls. 3
Heil sla
af lesenda-
bréfum
bls. 2
Fólabað. Maraþonknattspyrnukapparnir úr KA spiluðu í tæpar 30 klukkustundir. Inn á milli fengu þeir stutta hvíld
og þá veitti ekki af að baða þreytta fætur. Sjá nánar íþróttir í opnu. Mynd: KGA.
Mrs-
stúlk-
urnar
Sjá
íþróttir
íopnu
Bjöm Dag-
bjartsson og
huldufólkið
bls. 8-9
GRIMSEY:
Kvótinn senn fylltur
- klárast e.t.v. strax í næsta mánuði
legn óánægja er nú meðal
ómanna og útgerðarmanna
leð þann kvóta sem Gríms-
tjarbátum hefur verið úthlut-
- Mönnum finnst þetta alltof
mikill samdráttur enda bjuggust
þeir við hærri kvóta eftir gott
fiskerí undanfarin ár, sagði Stein-
unn Sigurbjörnsdóttir, fréttarit-
ari Dags er við ræddum við hana.
Að sögn Steinunnar eru gerðir
út þrír 11 tonna bátar frá Gríms-
ey og einn 29 tonna, auk trilluút-
gerðar. Grímseyingar hafa aflað
mjög vel að undanförnu þrátt fyr-
ir slæmar gæftir og t.a.m. reru
þeir 12 daga í röð í janúar og
byrjun febrúar. Fiskurinn hefur
því yfirleitt verið einnar náttar og
mjög góður. Ef svo heldur fram
sem horfir þá verða Grímseying-
ar búnir að fiska kvóta sinn í
mars eða byrjun apríl en hvað
þá tæki við treysti Steinunn sér
ekki til að spá um.
Vegna góðra aflabragða hefur
verið mikil vinna í Grímsey að
undanförnu og hefur talsverður
fjöldi aðkomumanna verið þar í
vinnu. - ESE
„Ekkert til að
hrópa húrra fyrir
- Þessir samningar eru auðvit-
að ekkert til að hrópa húrra
fyrir en ég er þeirrar skoðunar
að lengra hafi ekki verið kom-
ist án átaka, sagði Jón Helga-
son, formaður Einingar er
hann var spurður álits á samn-
ingum ASI og VSÍ sem félags-
menn Einingar munu taka af-
stöðu til í almennri atkvæða-
greiðslu á morgun og á mið-
vikudag.
- Þessir samningar færa verst
setta fólkinu innan vérkalýðs-
hreyfingarinnar mestu bæturnar.
Kaupmáttarskerðingin stöðvast og
ég fyrir mitt leyti á ekki von á því
að það sé hægt að gera mikið betur
eins og staðan er í dag. Breytist
forsendur hins vegar á samnings-
tímabilinu þá er alltaf sá mögu-
leiki opinn að grípa til uppsagn-
arákvæðanna, sagði Jón Helga-
son.
- Nú eigið þið margt sameigin-
legt með félögum eins og Dags-
brún í Reykjavík. Kemur það
þér á óvart að Dagsbrúnarfélagar
skuli fella samningana með slík-
um meirihluta og raun ber vitni?
- Það kemur á óvart að þetta
skuli gerast á síðustu stundu en
Dagsbrúnarmenn hafa eftir því
sem ég kemst næst verið uggandi
um hag einstakra hópa innan fé-
lagsins, t.d. hag hafnarverka-
manna. Það er auðvitað þeirra
réttur hvort þeir samþykkja eða
fella samkomulagið og það er
meðal annars þess vegna sem við
grípum til þessarar allsherjarat-
kvæðagreiðslu nú. Þetta er í
fyrsta sinn sem við höfum alls-
herjaratkvæðagreiðslu um kjara-
samninga og ég tel það eðlilegt
að úrslit þessa máls verði á
ábyrgð fólksins, sagði Jón Helga-
son.
Samningur ASÍ og VSÍ hefur
undanfarna daga verið kynntur
félagsmönnum Einingar á Akur-
eyri, Dalvík, Ólafsfirði, Hrísey
og á Grenivík en kosið verður á
skrifstofum verkalýðsfélaganna
eða í skólahúsum á milli kl. 11 og
20 báða dagana. - ESE.
Loðdýra-
bændur
stofna
fóður-
stöð á
Dalvík
„Ég tel að það sé stórt spor
fram á við í málefnum okkar
loðdýrabænda að koma upp
þessari stöð,“ sagði Úlfar Ara-
son loðdýrabóndi á Sólbergi í
Eyjafirði er við ræddum við
hann, en Úlfar er formaður
undirbúningsnefndar sem
vinnur að stofnun fóðurstöðv-
ar á Dalvík.
Ætlunin er að sú stöð sjái
öllum loðdýrabúum í Eyjafirði
og Fnjóskadal fyrir fóðri, en búin
á þessu svæði munu vera 15
talsins. „Þetta kemur til með að
breyta ansi miklu fyrir okkur,“
sagði Úlfar. „Það má reikna með
að við fáum ódýrara fóður frá
stöðinni en við höfum keypt
hingað til þar sem hún verður
stór óg hagkvæm, og með þessu
opnast einnig sá möguleiki að
reka fóðurbíl sem myndi aka
fóðrinu heim að búunum og setja
það þar á tanka.“
Fóður fyrir loðdýrabúin á
svæðinu hefur til þessa verið
framleitt á tveimur stöðum, hjá
Kaldbaki á Grenivík og á loð-
dýrabúinu á Böggvistöðum við
Dalvík, en ætlunin er að á þeim
stöðum verði fóðurframleiðslu
hætt. Kaupfélag Eyfirðinga á
Dalvík hefur boðið fram húsnæði
fyrir hina nýju fóðurstöð á
Dalvík, og nú stendur fyrir dyr-
um að loðdýrabændurnir á svæð-
inu stofni með sér félagsskap
vegna reksturs stöðvarinnar.
gk-