Dagur - 27.02.1984, Side 4

Dagur - 27.02.1984, Side 4
4 - DAGUR - 27. febrúar 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Iþróttasamskipti í hættu Svo er nú komið að ferðakostnaður íþróttafélaga í innanlandsflugi er farinn að há eðlilegum sam- skiptum íþróttafólks á landinu, og er þetta stað- reynd þrátt fyrir hagstæða samninga íþrótta- sambands íslands við Flugleiðir og fleiri aðila. Ekki er nóg með að íþróttafélög á landsbyggð- inni séu að burðast með langa skuldahala sem jafnvel nema hundruðum þúsunda króna, vegna þessa, heldur sitja íþróttamenn þessara félaga ekki við sama borð og andstæðingar þeirra á hof- uðborgarsvæðinu. Til þess að hafa rekstur hinna ýmsu deilda íþróttafélaganna sem hagkvæmastan hefur nefnilega víða verið tekinn upp sá háttur að leika tvo eða jafnvel þrjá leiki í hverri ferð, og sjá allir að þarna hefur skapast íþróttalegt misrétti svo ekki sé meira sagt. Á sambandsstjórnarfundi íþróttasambands íslands sem haldinn var á sl. ári gerði Knútur Otterstedt formaður íþróttabandalags Akureyr- ar þetta mál að umræðuefni. í máli hans kom fram að árið 1982 nam ferðakostnaður Akureyr- arfélaganna KA og Þórs auk skíðaráðs um 2,2 milljónum króna og á síðasta ári hljóðaði áætlun um ferðakostnað upp á 4,5 milljónir króna. Mun sú áætlun ekki hafa verið of há þegar öll kurl komu til grafar. Forráðamenn íþróttafélaga af landsbyggðinni mæta ekki miklum skilningi þegar þeir ræða þessi mál. Er skemmst að minnast tillögu Jóns Arnþórssonar fyrrverandi formanns KA er hann flutti á ársþingi Knattspyrnusambands íslands á Húsavík í desember. í tillögu Jóns var fram á það farið að stjórn KSÍ kannaði möguleika á því að allur kostnaður við ferðir á íslandsmót komi á einn reikning og að allir þátttakendur beri þar jafna byrði. Þingfulltrúar sáu ekki ástæðu til þess að leyfa stjórn KSÍ að kanna þetta mál, því tillaga Jóns var felld með atkvæðum fulltrúa þéttbýlisins á höfuðborgarsvæðinu. Landsbyggðarmenn heyra líka oft „grát“ þeirra er reka íþróttadeildir á höfuðborgarsvæð- inu ef þeir þurfa að fara eina ferð á ári eða tvær út á land með lið sín. Þessum sömu mönnum finnst hins vegar ekkert athugavert við það að andstæðingar þeirra þurfi hugsanlega að fara 10 ferðir. Er líka stundum haft á orði vegna þessa að lengra sé frá Reykjavík til Akureyrar en frá Akureyri til Reykjavíkur. Stjórn íþróttasambands íslands verður að láta þetta mál til sín taka, og reyna að finna lausn á því. Annars eru eðlileg íþróttasamskipti milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins í hættu. Og íþróttasamband íslands er jú sam- band allra íþróttamanna landsins. gk-. Guðmundur Heiðreksson kjörinn formaður KA - Kaflar úr ræðu fráfarandi formanns Jóns Arnþórssonar sem hann flutti á aðalfundinum Aðalfundur KA var haldinn nýlega í Lundarskóla. Þar lét Jón Arnþórsson af formennsku í félaginu en hann hefur verið formaður frá árinu 1980. Þá hætti Skjöldur Jónsson einnig í stjórn, en hann hefur starfað meira og minna í stjórn félagsins síðan árið 1956. Guðmundur Heiðreksson var kjörinn formaður KA, og aðrir í stjórn Stefán Gunnlaugsson, Sigbjörn Gunnarsson, Ólafur Ásgeirsson, Jóhannes Bjarna- son, Gestur E. Jónasson og Finnur Sigurgeirsson. í skýrslu fráfarandi stjórnar kom fram að yfir 1600 félagar fylkja sér undir fána KA í marg- víslegu íþróttastarfi, en við grípum nú niður í skýrsluna sem Jón Arnþórsson flutti: Uppbygging margvíslegrar íþróttaaðstöðu hefur frá því fyrsta verið í fararbroddi hjá KA bæði vallargerð og húsnæði til þjálfunar. í dag er glæsilegt íþróttasvæði KA við Lundar- skóla að taka á sig lokamynd. Aðal grasvöllurinn og malar- völlur tilbúnir og æfingavellir, bæði næst Lundarskóla og á endilöngum norðurkanti svæðisins fá á sig grænu kápuna næsta sumar. Svæðið hefur ver- ið girt að hálfu og möl komin í bílastæði. Þá náðist sá merki áfangi að leikinn var heima- leikur á grasvellinum okkar gegn Völsungi 12. júní sl. Fjármálin Allir sem sinna stjórnarstörfum í íþróttafélögum kynnast því fljótt að betri parturinn af starf- inu fer í að reyna að afla fjár til rekstursins og gengur þá á ýmsu. Yfirleitt er það reynslan að eftir því sem félaginu vegnar betur í keppni, er auðveldara að vinna að fjáröflun. Þverstæð- an er hins vegar sú að þegar bet- ur gengur íþróttalega séð, er það m.a. vegna þess að meira hefur verið fjárfest í ýmsu því sem að þjálfun lýtur. Þess vegna virðist enginn vinna þetta stríð, en menn halda misvel í horfinu. Það var gæfa þessarar stjórnar að ráða Stefán Gunn- laugsson sem framkvæmda- stjóra, en hann hefur í ólaunuðu starfi lyft Grettistaki, og með hjálp góðra manna snúið vörn í sókn. Jón Arnþórs- son hefur á þessu starfsári setið Jón Amþórsson fyrrverandi for- maður KA. þing HSl í Reykjavík sl. vor og í haust sótti hann fund sem ÍSÍ boðaði til um ferðakostnað íþróttafólks. Einnig sat hann þing KSÍ á Húsavík í desember sl. Það var alveg sérstök ástæða fyrir því, að formaðurinn gerð- ist svona ferðaglaður, en hún var sú að smám saman hefur okkur ofboðið meira og meira hvílíkt óskapa misrétti ríkir inn- an ÍSÍ varðandi ferðakostnað íþróttamanna. í handboltanum t.d. þurfa menn að keppa tvo daga í röð í erfiðum leikjum til þess að nýta eina ferð sem best. Þarna er strax komið mjög umdeilanlegt íþróttalegt misrétti burtséð frá kostnaðarhliðinni. Og næsta sumar er staðan sú í fyrstu deildinni í knattspyrnu, að KA og Þór hafa eins mikinn ferða- kostnað og öll liðin á suðvestur- horninu samanlagt. Þennan vanda ræddi Jón sér- staklega á öllum fundum, en því miður fyrir daufum eyrum, enda fulltrúar suðvesturhorns- ins alltaf í meirihluta. Á KSÍ þinginu flutti hann eftirfarandi tillögu: „Ferðakostnaður er vaxandi áhyggjuefni hjá íþróttafélögun- um í landinu í dag. Sá.kostnað- ur var á þessu ári hjá knatt- spyrnudeildum KA og Þórs vel yfir helmingur allra útgjalda þeirra. Til þess, að þessi þáttur verði ekki óbærilegur og hindri eðlilega þátttöku landsbyggða- félaga í íslandsmótum, er því beint til stjórnar KSÍ að kanna möguleikana á því að allur kostnaður við ferðir á íslands- mót komi á einn reikning og að allir þátttakendur beri þar jafna byrði fjárhagslega." Það mátti ekki einu sinni leyfa stjórn KSÍ að ræða þetta, heldur var tillagan felld með 43 atkvæðum gegn 33. Þarna þótti okkur lágt risið á köppunum! Okkar skoðun er sú, að ef ekki er fundin einhver sanngjörn leið til að jafna út óréttlætið, þá er ISÍ og sérsambönd þeirra farin að leggja sitt af mörkum til mjög alvarlegs íþróttalegs og fjárhagslegs misréttis milli fé- laga og landshluta. Knattspyrnudeildin hefur unnið mikið starf, m.a. í blaða- útgáfu og nú síðast í útgáfu glæsilegs dagatals sem er til fyrirmyndar. Handknattleiks- deildin sér um útburð bóka fyrir Örn og Örlyg, og fyrirtækið Veröld, seldur var jólapappír og happdrætti er í gangi árið um kring. Blakdeildin seldi ýmsar pappírsvörur fyrir eldhús og baðherbergi og var mætt með getraunaseðla á kjörstöðum sl. vor til að drýgja tekjurnar. Deildirnar Það eru knattspyrnudeildin og handknattleiksdeildin sem eru fjölmennastar og veiðnastar á áhorfendur og stuðningsmenn. Þriðja boltadeildin, blakdeild- in, sækir á með 60-70 manns í þjálfun og sendu þeir 4 lið til keppni í fyrsta opna KA-mót- inu í blaki í Höllinni á sl. vori. Knattspyrnumennirnir endurheimtu sæti sitt í 1. deild með miklum myndarbrag, og Gunnar Gíslason lék með A- landsliðinu, en Erlingur Krist- jánsson með landsliði 21 árs og yngri og einnig með A-landslið- inu. í handboltanum keppum við nú í fyrstu deild, og þótt barátt- an sé hörð og gengið hafi á ýmsu eru sá elsti og yngsti glansnúmerin, Þorleifur Anan- íasson og hinn bráðefnilegi Jón Kristjánsson. Þá eru efnilegir einstaklingar í júdódeild og kempan Kári Elíson heldur heiðri lyftinga- manna á lofti! Síðast en ekki síst skal getið Nönnu Leifsdótt- ur, sem er þess heiðurs aðnjót- andi að hafa verið valin til að keppa á skíðum fyrir íslands hönd á Olympiuleikum sem nú eru haldnir í Sarajevo í Júgó- slavíu. Nánar segir frá deildun- um sérstaklega hér á eftir. Lokaorð Nú dregur að lokum þessarar skýrslu. Eins og að framan er getið hefur margt á dagana drif- ið í leik og starfi. Við skulum hvetja hver annan til dáða, minnugir þess að „versti and- stæðingurinn er lélegur sam- herji“. Áramótakveðjan frá stjórn KA var þessi í útvarpinu á gamlársdag og skal hún endurtekin hér: „KA-félagar og velunnarar um land allt. Við þökkum drengilegan leik, bar- áttuna og starfið á árinu og ósk- um ykkur öllum sigurríks nýárs. Áfram KA.“ Af framansögðu má vera ljóst að það skiptast á skin og skúrir í rekstri eins íþróttafélags, jafnt sem árangri hinna ýmsu deilda og einstaklinga sem efla þær. En það er þróttmikið lið karla og kvenna, yngri og eldri sem eiga heiðurinn af því sem áunn- ist hefur og við byggjum á sterk- um grunni þegar við horfum bjartsýn til framtíðarinnar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.