Dagur - 27.02.1984, Page 9

Dagur - 27.02.1984, Page 9
27. febrúar 1984 - DAGUR - 9 öryggi þeirra. Hitt er annað mál að fram til þessa hefur ekki verið hægt að fá ósýktan mink af svo- kallaðri plasmacyose-veiki hér á landi. Hann var að vísu fluttur til landsins vorið 1983 og er nú bú- inn að afplána hina lögboðnu sóttkví. Þessi minkur var fluttur í eitt alvörubúið þ.e. á Sauðár- króki og í Hóla í Hjaltadal og mun eitthvað byrjað að dreifa stofninum á önnur bú nú nýlega. Ég veit ekki betur en það standi tii að skipta algjörlega um stofn í landinu en það tekur vitanlega allt sinn tíma og takmarkast af stofnstærðinni svo það verður ekki alveg á næstunni sem allir refabændur geta fengið mink á sín bú líka. Pað hefði auðvitað þurft að flytja inn mink árlega til að anna eftirspurn en þar erum við komnir að sama veggnum, og með refina þ.e. heimskulegum innflutningshömlum yfirvalda og seinagangi kerfisins. Pað er rétt sem Björn segir í grein sinni að loðdýrarækt sé vandasöm at- vinnugrein sem krefst nákvæmni og vandvirkni. íslenskir refabændur hafa líka sýnt það og sannað að þeir eru vandanum vaxnir því frjósemi hér á landi hefur reynst miklu meiri en í nágrannalöndum sem svarar um það bil 1 yrðling á tófu. Pessi nýja atvinnugrein hef- ur þó átt við marga erfiðleika að stríða ef frá eru talin móðuharð- indi af mannavöldum og má þá nefna að sökum mikillar frjósemi hefur þurft að hafa helst til marga yrðlinga í búri á feldtímanum sem hefur að verulegu leyti rýrt gæði framleiðslunnar. En vegna mikils stofnkostnaðar og fjár- magnskostnaðar hafa menn frek- ar haldið að sér höndum með auknar fjárfestingar sem þó hefðu leitt til betri nýtingar vör- unnar. Fóðurstöðvamál eru mjög til umræðu núna og því miður get ég ekki verið þér sammála að öllu leyti Björn. Ég held að það sé engin spurning að það eigi byggja eina stóra fóðurstöð fyrir allt Eyjafjarðarsvæðið og ná þannig upp hagkvæmni í rekstri og það er éinnig lífsspursmál að fóðrið verði keyrt út með tankbíl á fé- lagslegum grundvelli. Því það er langt síðan bændur gerðu sér grein fyrir því að fóðursnapið er dýrt, fyrirhafnarmikið svo ég noti þín orð. Á hverjum degi aka tankbílar hér um Eyjafjörð í hvaða veðri sem er og hvernig færð sem er að sækja mjólk til bænda eða færa þeim kjarnfóður heim. Hvernig ætli það sé, ætli það kosti ekki neitt? Það hefur alls staðar orðið niðurstaðan í nágrannalöndum að fóðurstöðv- um hefur fækkað og þær stækkað og fóðrinu er ekið heim á loðdýrabúin með tankbíl. Ég sé því enga ástæðu til annars en að sama þróunin verði hér á landi. Það er hins vegar afar furðulegt hve umræða um þessi loðdýramál hefur verið neikvæð og villandi og á lítilli þekkingu byggð og er grein Björns í íslendingi eitt skýrasta dæmi um slíkt. En nú er mál að linni og ég leyfi mér að vona í komandi framtíð að um- ræða á opinberum vettvangi um þessi mál verði öllu jákvæðari og á staðreyndum byggð. Ég tek ábendingu Björns til greina og vil heldur tala um refi og tófur og af- kvæmi þeirra yrðlinga svo sem tíðkast hefur hér um aldir en ekki refalæður og högna sem virðist vera eitthvert spánnýtt tilbrigði af svokölluðu stofnanamáli. Svo að endingu þakka ég Birni fyrir grein hans í íslendingi sem vonandi verður upphaf að heil- brigðri umræðu um loðdýrarækt hér á landi. Ég vona syo að hann dreymi vel á næstunni, því tímar refadrauma eru ekki liðnir. Grund í Höfðahverfi í janúar 1984 Sigurður Helgason. STARFSVIKA Þetta er nú samstarf í lagi. Þessi voru að undirbúa brúðuleikhús um Rauðhettu og úlfínn. Þetta Islandskort gerðu nemendur við Glerárskóla. Það var líf og fjör hvert sem litið var er blaðamann Dags bar að garði í Glerár- skóla. Starfsvika var hafin í skólanum og nemendur og kennarar höfðu samið um „vopnahlé“ frá skruddum og skræðum í eina viku. Þess í stað var starfað að ýmsum málum. Setustofa var innréttuð af þeim elstu en þau yngstu settu upp brúðuleikhús. Annars tala myndirnar sínu máli. - ESE. Með brugðinn pensil.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.