Dagur - 05.03.1984, Síða 1

Dagur - 05.03.1984, Síða 1
GULLSMIÐIR I SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI TRÚLOFUNAR- AFGREIDDIR SAMDÆGURS 67. árgangur Akureyri, mánudagur 5. mars 1984 28. tölublað Varð fyrir snjósleða á gangstétt Ellefu ára gömul stúlka varð fyrir snjósleða á föstudagskvöldið og axlarbrotnaði. Stúlkan var á ferð eftir gangstétt við Höfðahlíð hjá Glerárskóla þegar slysið varð. Debet og kredit - bls. 2 Mikil ásókn í rækjuvinnsluleyfi - Vinnslubeiðnir Ólafsfirðinga og Grenvíkinga eru í athugun Mikil ásókn hefur verið í rækjuvinnsluleyfi að undan- förnu og hefur sjávarútvegs- ráðuneytið úthlutað nokkrum slíkum til aðila á Norðurlandi á síðustu vikum. Að sögn Jóns B. Jónassonar, skrifstofustjóra í ráðuneytinu þá fékk hlutafélagið Dögun hf. á Sauðárkróki nýlega vinnsluleyfi og sömu sögu er að segja um Árnes hf. sem hyggst reisa rækju- verksmiðju á Árskógssandi. Sigl- firðingar og Dalvíkingar hafa fengið sín leyfi en nú er til athug- unar að veita aðilum á Ólafsfirði og Grenivík slík leyfi. - Það eru þrír aðilar á Ólafs- firði sem sótt hafa um leyfi og þeir hafa haft góð orð um að starfrækja slíka rækjuvinnslu í sameiningu. Að því er við best vitum þá er verið að ganga frá þessum málum á Ólafsfirði nú og þegar samstarfsgrundvöllurinn liggur fyrir þá verður tekin af- staða til þess hvort leyfið verður veitt. Það sama er að segja um þá aðila á Grenivík sem sótt hafa um leyfi, sagði Jón B. Jónasson. - Hefur komið til tals að setja kvóta á þessar djúprækjuveiðar? - Það er hlutur sem kemur ör- ugglega í framtíðinni en á meðan verið er að afla sér vitneskju um veiðina og ástand stofnsins, þá hefur ekki komið til tals að setja kvóta. Eftir því sem veiðin eykst þá verður aukin áhersla lögð á rannsóknir og ég býst við því að Hafrannsókn muni auka rækju- leit og eftirlit með rækjumiðum í sumar. ' - ESE. ■ ; Mynd: KGA, Verkalýðsfélagið á Húsavík: Semja sér við atvinnu- rekendur Við viljum helst ekkert vita af því sem er í þessum samning- um VSÍ og ASÍ. Það vita það allir að það er enginn ofsæll af því að lifa af 12 þúsund krón- um á mánuði, sagði Helgi Bjarnason, formaður Verka- lýðsfélags Húsavíkur er blaða- maður Dags ræddi við hann. Á aðalfundi verkalýðsfélagsins fyrir skömmu var samþykkt til- laga frá stjórn félagsins um að taka ekki afstöðu til samninga ASf og VSÍ en óska þess í stað eftir viðræðum við atvinnurek- endur á svæði verkalýðsfélagsins sem nær yfir S.-Þingeyjarsýslu. Að sögn Helga Bjarnasonar hófust þessar viðræður á þriðju- dag og snúast þær um ýmis atriði sem verkalýðsfélagið vill fá lag- færingu á. Ekki mun vera gerð krafa til grunnkaupshækkunar umfram aðra hópa. -ESE. Innflutningsbanni á fiskiskipum aflétt í haust? „Það hefur ekki verið rætt um framlengingu“ - Það er verið að vinna að stefnumörkun um með hvaða hætti verði staðið að endumýj- un skipastólsins en það er al- veg Ijóst að við núverandi að- stæður verður farið hægt í sak- ímar. hefur ekki verið rætt um að framlengja þetta innflutningsbann sem sett var en jafnvel þó það verði afnum- ið þá liggur fyrir að ný skip þurfa að fá veiðiheimildir í ís- lenskri landhelgi. Þetta sagði Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra er Dagur spurðist fyrir um hvort það stæði til að aflétta innflutn- ingsbanni á fiskiskipum sem sett var til tveggja ára haustið 1982. í grein sem Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfé- lags Akureyringa ritar í Dag í fyrri viku er gefið í skyn að inn- flutningsbanninu verði aflétt í ágústmánuði nk. og þá verði hæg heimatökin fyrir ÚA að flytja inn „ódýran“ togara og spara þannig skattborgurum stórfé, sem ella kynni að fara til Slippstöðvarinn- ar á Akureyri. Að sögn Halldórs Ásgrímsson- ar þá telur hann eðlilegast að endurnýjun fiskiskipa ráðist af því hvort viðkomandi aðilar séu reiðubúnir að leggja í þær miklu fjárhagslegu skuldbindingar sem því eru samfara. Þá skipti í sjálfu sér ekki máli hvort skipin eru fengin hér heima eða erlendis frá. - Það er verið að vinna að þessari stefnumörkun en það er ekki gert ráð fyrir því að ný skip fái kvóta á þessu ári og ákvarðan- ir varðandi næsta ár verða ekki teknar fyrr en seint á þessu ári, sagði Halldór Ásgrímsson. ESE.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.