Dagur - 05.03.1984, Side 2

Dagur - 05.03.1984, Side 2
2 - DAGUR - 5. mars 1984 Borðarðu rjóma- bollur? Heimir Ársælsson: | Já, í tonnum, ég ætla að éta 50-60 stykki í dag. wm Ingólfur Magnússon (Golli): Jaaá, reyndar . . . en ekki úr heilhveiti. ■M ;; - • Baddí Snælaugsdóttir: Það fer eftir því hvort þær eru áfengar eða ekki. Jón Haukur Brynjólfsson: Nei, hins vegar sakna Rauða hússins. eg Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir: Nei, ég er í megrun. ImiiA d b ipt no — segir Valtýr Hreiðarsson hjá Felli hf. „Við erum með bókhaldsþjón- ustu, ráðgjöf, aðstoð við skatt- framtöl cinstaklinga og fyrir- tækja, áætlanagerð og fleira því skylt,“ segir Valtýr Hreið- arsson en hann er annar aðal- eigandi Fells h.f. bókhalds og viðskiptaþjónustu á Akureyri. Valtýr er Akureyringur eins og Gunnar Jónsson sem er hinn aðaleigandinn. Valtýr varð stúd- ent frá MA og lauk síðan prófi í viðskiptafræði við Háskóla íslands, en fyrirtækið Fell h.f. var stofnað 1978. »Ég var í hlutastarfi á öðrum stað þegar við byrjuðum með Fell, og Gunnar vann fulla vinnu annars staðar. Þetta þróaðist hins vegar þannig að ég sagði mínu starfi upp og fór að vinna hér fulla vinnu og Gunnar hefur ver- ið að minnka við sig aðra vinnu. Auk þess höfum við verið með fólk í vinnu hjá okkur. Við erum komnir með fastan hóp viðskiptavina, enda byggist rekstur eins og þessi á slíku. Við höfum nýlega fest kaup á Vector 4 tölvu sem gerir okkur kleift að bjóða okkar viðskiptavinum upp á betri og fljótari þjónustu. Við érum með þó nokkuð marga bændur sem við önnumst bókhald fyrir og erum að vinna að stöðluðu kerfi þar að lútandi. Þar kemur tölvan að góðum not- um því málin eru ekki ósvipuð frá einum bónda til annars. Eins erum við að vinna að stöðluðu bókhaldi fyrir hreppa og önnur minni sveitarfélög. Já, ég held að allar tölur sýni Valtýr Hreiöarsson. að Fell hafi verið og sé vaxandi fyrirtæki, en að vísu eru takmörk fyrir endalausri þenslu því það eru mörg fyrirtæki sem fást við svipaða hluti og við, og fyrirtækj- um sem vinna þarf fyrir fjölgar ekki mikið. En við höfum verið að reyna að færa út kvíarnar og auka fjölbreytnina eins og t.d. með ráðningarþjónustu og nýjum leiðum í að skipuleggja og betr- umbæta hluti hjá okkar viðskipt- avinum, ekki bara færa debet og kredit sem yrði heldur leiðinlegt til lengdar.“ - Eins og venjan er í þessum stuttu viðtölum spyrjum við við- mælanda okkar um fleira en starfið eitt, og þá er vinsælt að leita eftir áhugamálum manna. „Það er nú ekki mjög fjöl- breytt. Ég hef aðeins komið ná- lægt skátahreyfingunni og að- stoðaði á síðasta landsmóti skáta sem haldið var á Akureyri. Þá kemur það aðeins fyrir að ég bregð mér á gönguskíði þótt það sé í svo litlum mæli að það taki því varla að minnast á það. En vinnan tekur mikinn tíma og stór hluti frístundanna er notaður til þess að slappa af heima fyrir.“ Mér blöskrar sóðaskapurinn Hrcinn hringdi: Mér blöskrar bölvaður sóða- skapurinn sem veður uppi allt í kringum okkur. Alls staðar er bréfarusl og svo virðist sem sumir af íbúum þessa bæjar hafi ekki hugmynd um til hvers ruslakörfur eru notaðar. Látum það vera þó eitt og eitt smábréf utan af tyggjópakka flögri út um bíl- glugga en þegar ruslafötufylli af hamborgarabréfum úr einhvers konar álpappír fýkur á eftir, þá er nóg komið. Það er kominn tími til þess að fólk fari að hugsa sinn gang. Ég trúi því ekki að fólk gangi svona um heima hjá sér en það er meira en lítið sjúkt ef það heldur að landið þeirra og bærinn sé ein allsherjar ruslakarfa. Það sem verst er er að þetta fólk hefur bölv- aðan sóðaskapinn fyrir börnum sínum og séu barneignir þess í samræmi við ruslið sem það drit- ar niður út um allan bæ þá er illt í efni. Við verðum líklega komin á kaf í sorphaug áður en langt um líður. Hver er höf- undur vísunnar? Borghildur Einarsdóttir fann eftirfarandi vísu í fórum sínum, en hún hefur áhuga á að vita hver er höfundur vísunnar. Vísan er svona: Einum rómi seint mun sungin sæludrápa um þveran heim. Alltaf verður ekka þrungin einstök rödd í hljómnum þeim. Hreinn segir að sóöaskapurinn sé yfirgengilegur - jafnvel á Akureyri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.