Dagur - 07.03.1984, Side 8

Dagur - 07.03.1984, Side 8
8-DAGUR-7. mars 1984 ist í ritstjórnargreinum blaðanna sem vind um eyru þjóta, þó menn séu því misjafnlega sammála eins og gengur. Á móti kemur að gera verður þá kröfu til blaðanna að þau haldi skrifum sínum innan hóflegra velsæmismarka hvað meðhöndiun staðreynda varðar. Meðferð þeirra híuta er á þann veg í leiðara Dags, föstudaginn 24. febrúar síðastliðinn að ég get með engu móti iátið það athuga- semdalaust. Eða eins og sagt er í dag: „Staðreyndaramminn“ er teygður svo hroðalega í leiðara þessum að því er óhjákvæmilegt að mótmæla. Áðurnefndur leiðari, sem birt- ist undir yfirskriftinni „Árás Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags á unga bændur“, hefst á því að rætt er um að talsmenn viðkom- andi flokka hafi ráðist af heift og óvirðingu á bændastéttina í um- ræðum á Alþingi um frumvarp til laga um breytingu á lánaskuldum bænda í föst lán. Hér gætir þegar þess misskilnings? að einungis þeir sem nefndir eru í fyrstu málsgrein þ.e. Sighvatur Björg- vinsson og Ólafur R. Grímsson hafi talað af hálfu viðkomandi flokka, auk þess sem ég leyfi mér að fullyrða að því verði hvergi fundinn staður í orðum áður- nefndra manna í þessari umræðu að þeir hafi ráðist „af heift og óvirðingu" á bændastéttina. Undirritaður var fjórði ræðu- maður í umræðum í neðri deild Alþingis, mánudaginn 20. febrú- ar, þegar rætt var um breytingu lánaskulda bænda í föst lán. Og nú vill Dagur vonandi vera sjálf- um sér samkvæmur og flytja les- endum sínum „góðar fréttir úr þingsölum". Því er það ósk mfn að eftirfarandi kafli úr ræðu minni verði birtur og ætti hann að taka af öll tvímæli um afstöðu mína til málsins. „...En ég leyfi mér að fullyrða að þó víða sé þröngt í búi um þessar mundir, eins og hv. þm. Jón Baldvin Hannibalsson eflaust veit, þá er það sennilega óvíða, ef þá nokkurs staðar, erfiðara en hjá mörgum bændum, sérstak- lega þeim sem staðið hafa í mikl- um fjárfestingum á undanförnum árum á erfiðum greiðslukjörum og búið auk þess við samdrátt í framleiðslu og mjög óhagstætt tíðarfar. Þess vegna er ég fylgj- andi því að lausaskuldum þeirra sem verst eru staddir í þeirri stétt verði á einhvern hátt breytt í löng lán eins og hér er gerð tillaga um. Hv. landbrh. mun sjálfsagt skoða það með hverjum hætti þetta verður best framkvæmt og með hvaða kjörum sé nauðsynlegt að þessi lán verði ef þau eigi að ná tilgangi sínum. Auk þess tek ég undir það sem hér hefur áður komið fram að ekki er verið að gera hér neitt sem er fortakslaust og fordæmis- laust. Hliðstæðar ráðstafanir hafa þekkst og standa reyndar fyrir dyrum í ýmsum atvinnuvegum þjóðarinnar ef rétt er eftir þeim mönnum haft sem um það hafa talað. Þannig að ég held að ekki sé verið að gera bændur neitt jafnari en aðra. Út af fyrir sig er ég viss um að þeir væru manna fúsastir til að taka undir með hv. þm. Sighvati Björgvinssyni um að allir ættu að vera jafnir því ég sé ekki annað en að þeir högnuð- ust mest á slíkri jöfnun eins og staða þeirra er og hefur verið undanfarin ár.“ Það er von mín að þeim er þetta lesa dugi þetta ræðubrot til Sýnum samstöðu í jafnréttisbaráttunni. Kútmagakvöld Hugins í Sjallanum á föstudagskvöld. Látum ekki krútt- magana kaffœra okkur. Húsið opnað kl. 19.30. Yljandi lystauki fyrir át. í fyrra var maturinn óborganlegur. Nú í ár verður hann ennþá betri. Veislu- og söngstjóri verður hinn landskunni Árni Johnsen. Rœðumaður kvöldsins hinn eini og sanni Helgi Sœm. Miðapantanir í síma 22295 eftir kl. 18.00, (Stefán B. Árnason). Ef einhverjir miðar verða afgangs, verða þeir seldir við innganginn að Sjallanum. Mœtum allir hressir og kátir. Lionsklúbburinn Huginn Opið Hr. ritstjóri og ábyrgðarmaður Hermann Sveinbjörnsson. Það er hollt ráð þeim sem af- skipti hafa af stjórnmálum að temja sér ekki smámunasemi hvað varðar umræður og skrif af þeim vettvangi. Þar á ég við t.d. að láta verður ýmislegt sem birt- Útsala Utsala Næstu daga seljum við fóðraða skó og stígvél með mjög miklum afslætti. Einnig inniskó kvenna og unglingaskó. Komið og gerið góð kaup. bréf að átta sig á afstöðu minni til málsins. Reyndar er það nú trú mín að margt takist Degi betur, þó aldrei nema útbreiddur sé norðanlands, en að telja ungum bændum á þeim slóðum, - en í hópi þeirra á ég bræður, frændur, vini og allmarga kunningja - trú um að ég sé sérstakur andstæð- ingur þeirra. Hingað til hafa þingmenn eins og Helgi Seljan, Skúli Alexand- ersson og Ragnar Arnalds verið sakaðir um flest annað en sér- stakan fjandskap við bændastétt- ina. Það þarf því mikið hugarflug og ákaflega sérstætt fréttamat til að gera spurningar Ólafs Ragnars um framkvæmd og upplýsingar í málinu að sérstakri árás Alþýðu- bandalagsins á unga bændur. Framlag Sighvats Björgvinssonar er um þessar mundir sem hingað til Alþýðubandalaginu óviðkom- andi. Ég trúi því og teysti, ritstjóri góður, að athugasemdir mínar verði birtar í blaði þínu við fyrstu hentugleika. Þá skoðun byggi ég m.a. á því að í margnefndum leiðara Dags þann 24. febrúar stendur orðrétt: „Talsmenn krata og kommúnista" (rétt eins og í Mogganum) „á Alþingi hika ekki við að ráðast á hagsmuni þessa fólks, sennilega í þeirri trú að þeir hafi vörn af misgóðri frétta- þjónustu úr þingsölum. Tals- menn þessara flokka virðast skáka í því skjólinu að ekki berist fréttir af orðum þeirra og um- mælum á Alþingi um bændastétt- ina og sérstaklega um hagsmuna- mál unga fólksins í bændastétt." Það er von mín að ungir bænd- ur jafnt sem aðrir séu eftir lestur þessa greinarkorns betur búnir en ella til að dæma um það sjálfir hvorir hafa fremur hugsað sér vörn í misgóðri fréttaþjónustu - alþingismenn er tóku þátt í um- ræðum í neðri deild Alþingis 20. febrúar síðastliðinn, eða höfund- ur/ar leiðarans sem birtist í Degi fjórum dögum síðar. Þeir sem enn vilja fræðast ættu að verða sér úti um 16. hefti Alþingistíð- inda 1983-84 og lesa yfir blaðsíð- ur 2971-2995. Afstaða þingflokks Alþýðu- bandalagsins mun koma í ljós við afgreiðslu þessa máls frá Álþingi svo ekki verður um deilt. Degi verður þá í lófa lagið að greina lesendum sínum frá því sem ger- ist í þingsölum þann daginn og verður þá vonandi gengið öðru- vísi um í því forðabúri sem geym- ir staðreyndir málsins, en gert var í leiðaranum sæla 24. febrúar. Að allra síðustu þetta herra rit- stjóri: Það má helst ekki gleym- ast hvorki þér né öðrum sem með þér starfa við útgáfu Dags að menn geta verið sammála um markmið þó þá greini á um leiðir. Þó ég sé því sammála að eins og nú er ástatt hjá fjölda bænda er óhjákvæmilegt að grípa til að- gerða í líkingu við þær sem hér um ræðir, þá vil ég heldur reisa merki þeirrar baráttu að kjör vinnandi fólks til sjávar og sveita verði færð til þess horfs að slfkar skuldbreytingaaðgerðir megi í framtíðinni heyra sögunni til. Reykjavík 2. mars 1984. Með kveðju, Steingrímur J. Sigfússon. Athugasemd ritstjóra: Gott hjá þér Steingrímur. Láttu þá heyra það þessa höfðingja sem engan skilning virðast hafa á kjörum bænda eða yfirleitt þeirra sem búa utan höfuðborgar- svæðisins - kallar eins og Sighvat- ur og Ólafur Ragnar. Vonandi verða þín sjónarmið ofan á í Al- þýðubandalaginu og þér takist þannig að fá „menntamannaklík- una“ með höfuðborgardekrið til að snúa frá villu síns vegar. Með landsbyggðarkveðju. - HS..

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.