Dagur - 14.03.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 14.03.1984, Blaðsíða 6
6-DAGUR-14. mars 1984 ! Kveðja frá frændsystkinum Þegar góðir vinir deyja verður manni stirt um stef - einkum þeg- ar vináttan hefur í senn verið blandin náinni frændsemi, órofa tryggð frá barnæsku til hins síð- asta dags og ljúfum minningum upvaxtaráranna. Því er stefið stirt, þegar Tómasína Hansen er í dag kvödd hinstu kveðju í Akureyrarkirkju af ástvinum sínum, frændfólki og stórum vinahópi. Tómasína Hansen var Aust- firðingur að ætt fædd á Seyðis- firði 3. ágúst 1915. Foreldrar hennar voru Sigríður Einarsdótt- ir og Vigfús Jónsson áður búend- ur á Fjarðarseli á Seyðisfirði. Það hefur áreiðanlega verið leiftrandi bros og kæti yfir Tómasínu - eða Tommu frænku - þegar hún steig það örlagaríka spor, að yfirgefa æskustöðvarnar, þá aðeins 16 ára gömul. Fram að þessu hafði heimsmynd hennar ekki náð út fyrir fagra fjallaum- gerð Seyðisfjarðar, en fyrsti án- ingarstaðurinn var Egilsstaðir og var þá farið ríðandi yfir Fjarðar- heiði. Ferðinni var heitið alla leið til Akureyrar og var hún að fara í vist til Sollu frænku. í höfuðstað Norðurlands ílendist hún, þar varð hennar heimili og lífsham- ingja, börn og aðrir afkomendur. Þar festi hún rætur og þaðan hvarf hún á brott - óvænt en lífs- glöð og brosandi til síðasta andartaks. - Eftir fyrstu dvölina á heimili Sollu frænku á Syðri- Brekkunni víkkaði Tomma enn sjóndeildarhringinn. Stundaði hún nám við Húsmæðraskólann á ísafirði veturinn 1935-36. Að því loknu bar hún gæfu til að dvelja nokkur ár við líf og störf á heimili þeirra ágætu hjóna Borg- hildar og Jakobs Frímannssonar, og reyndust þau henni sem bestu foreldrar. Á því menningarheim- ili öðlaðist hún bæði þroska og lífsreynslu, sem varð henni síðar ómetanlegt veganesti. Þrátt fyrir vistaskiptin slitnuðu aldrei vináttu- og tryggðaböndin við Soliu frænku og hennar fjöl- skyldu. Er leitun að slíkri ræktar- semi bæði við átthagana og skyld- menni, hvort sem þau áttu heima fyrir austan eða sunnan, og stóð sú tryggð allt til síðustu stundar. Eins og segir í Hávamálum: „Veistu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir. og vilt þú afhánum góttgeta, geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta fara að finna oft. “ Þetta var lífsviðhorf Tommu og fram á síðasta dag voru á dagskrá ferðalög til ættingja og vina. Á síðastliðnu sumri náði hún að heimsækja æskuslóðirnar ennþá einu sinni og engan gat grunað, að hún færi nú um í síð- asta sinn, til að hlúa að nýjum og gömlum vináttutengslum. 11. nóvember 1939 giftist Tomma norsk-íslenskum manni, Inga Hansen. Hann var starfs- maður Mjólkursamlags KEA og undir stjórn mjólkursamlags- stjórans var Ingi sá hagi tækni- maður, sem lagði gjörva hönd á tæknivæðingu eyfirsks mjólkur- iðnaðar, tækniþróun, sem olli straumhvörfum bæði í eyfirsku og íslensku samvinnustarfi. Verður Inga lengi minnst fyrir hans mikilvæga þátt. Þau eignuð- ust fjögur börn: Arnvið, Hans Normann, Ruth og Stefán ívar. Börnin hafa ávallt borið ríkt mót foreldra sinna. Haustið 1958 lést Ingi og var þá yngsta barnið að- eins átta ára. Það hafði verið ein- staklega kært með þeim hjónum og missirinn var mikill fyrir þau öll. Með hjálp barna sinna og vel- gjörðarmanna tókst henni að brjótast áfram og skapa fjöl- skyldunni nýtt heimili á Syðri- Brekkunni. - Skömmu eftir frá- fall Inga hóf hún störf hjá Sund- laug Akureyrar og varð það ann- ar starfsvettvangur hennar í 25 ár. Eignaðist hún þar trausta vini bæði meðal starfsfólks og gesta sundlaugarinnar. Hún talaði ávallt um þá með mikilli hlýju og virðingu. Otalin eru öll þau störf, er hún vann fyrir Kvenfélagið Hlíf og Kvenfélag kirkjunnar og voru þau flest í þágu barnaheim- ilis eða Barnadeildar sjúkrahúss- ins. Skapgerð Tómasínu Hansen mótaðist framar öllu öðru af ein- lægri gleði, fágætri tryggð við umhverfi sitt og sína nánustu og vinsemd og nærgætni við sam- ferðamennina. í erlendu spak- mæli segir: „Allir vita, að glaður vinur er eins og sólskinsdagur, sem stráir birtu allt í kringum sig, og það er á færi okkar flestra, að gera þennan heim ýmist að höll eða fangelsi.“ Heimili og allt um- hverfi Tommu var sannarlega höll gleðinnar, hvort sem það var litla heimilið þeirra í Samlaginu eða heimilin tvö uppi á Brekk- unni. Á síðasta ári flutti hún í það síðara, en dvölin þar varð allt of stutt. Dagur var að kveldi kominn en engum datt í hug að nóttin væri að skella á. Það var notalegt að eiga þess kost, að heimsækja hana glaða og reifa á síðasta áningarstaðnum og rifja upp gamlar endurminningar,- hvort sem það voru fjallaferðir með einn til reiðar á æskuslóðum hennar eða ógleymanleg jólaboð á gamla heimilinu í Grófargili. Þau fóru ávallt fram á nýársdag og í hugum barna þess tíma var hátíðinni að því loknu að mestu lokið, slíkur viðburður var jóla- boðið hjá Tommu frænku og fjöl- skyldu hennar, þar sem heima- fólk og gestir skemmtu sér við spil eða aðra leiki - þar var Tomma alltaf hrókur alls fagnað- ar. Ibsen: „Blóm kærleikans þarfnast meiri og minni regn- skúra til að standa í blóma.“ Tomma var allt sitt líf að vökva þessi blóm nú síðast á annan dag jóla, þegar hún bauð heim öllum nánustu ástvinunum. Það var jólaboð barna nútímans. Tím- arnir eru breyttir, en Tomma var alltaf sú sama. Á kveðjustund er góðs vinar sárt saknað. Saknað er tryggðar og festu, er aldrei brást, saknað er andrúmslofts æskuheimilanna, sem aldrei líður úr minni, saknað er kátínu og einlægni, sem aldrei haggaðist. Saknað er góðrar konu, sem ræktaði frændsemis- böndin jafnt í nærveru sem í fjar- lægð og veitti umhverfi sínu og samferðamönnum glaðværð, ró- semi og kærleika. Blessuð sé minning hennar. Hrefna Hannesdóttir Heimir Hannesson Sigríður J. Hannesdóttir Gerður Hannesdóttir. Mánudaginn 12. mars var til moldar borinn Hjörtur Fjeldsted frændi minn, og langar mig til að minnast með fáum orðum Lilla frænda eins og við systkinin kölluðum hann. I frumbernsku er hann tekinn í fóstur til afa síns og ömmu, sem voru honum sem for- eldrar, þangað til þau létust, en þá var hann ennþá ungur að árum og átti hann þá athvarf hjá foreldrum mínum. Með þeim bast sú vinátta sem aldrei féll skuggi á. Var hann þeim alltaf mjög i góður, og þá ekki síst móður minni í veikindum föður míns og eftir lát hans. Og hefðum við tæpast trúað því að ekki tveimur og hálfu ári síðar myndum við fylgja honum til grafar. Því að þó að hann væri búinn að vera sjúklingur til fjölda ára, þá vissi maður aldrei hvernig honum leið. Ef hann var spurður um líð- an sína, þá var svarið ávallt, mér líður vel, ég er bara hress. Svona var hann, hann bar ekki tilfinn- ingar sínar á borð fyrir aðra, en alltaf var hann boðinn og búinn að hjálpa öðrum, með sinni ein- lægni og hjartahlýju. Árið 1953 kvæntist hann Guðrúnu Rand- heiði Sigurðardóttur, sem bjó manni sínum og börnum hlýlegt, fagurt og gott heimili að Kringlu- mýri 6 hér í bæ. Þau eignuðust þrjú mannvæn- (eg börn, Ingveldi sem gift er Lúðvík Vilhjálmssyni, Guðrúnu sem gift er Bjarna Jónssyni og Hjört sem býr með Auði Skúla- dóttur. Einnig ólu þau upp að miklu leyti dótturdóttur sína Guðrúnu Karítas sem var auga- steinn afa síns, og svo bættist lítill drengur í hópinn sem skírður var Hjörtur Þór og var hann ekki síður yndi afa síns. Móður á Hjörtur á lífi sem horfir nú á eftir einkasyni sínum. Stór er sorg þeirra sem syrgja elskaðan eig- inmann, son, föður, tengdaföður og afa, sem fór löngu fyrir aldur fram. Elsku Heiða, við sendum þér og börnum þínum, tengda- börnum og barnabörnum og svo þér elsku Lilla okkar fyllstu sam- úðarkveðjur og vonum af alhug að góður Guð gefi ykkur styrk. Elsku Lilli. Farðu í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Pálína S. Jónsdóttir og fjölskylda. Málin rædd. Boltinn svífur. Úr keppni þroskaheftra. Um helgina gengust Lions- klúbburinn Hængur á Akur- eyri og íþróttafélag fatlaðra á Akureyri fyrir svokölluðu „Hængsmóti“ og fór það fram í íþróttahöllinni. Þetta er í annað skiptið sem mótið er haldið, og er stefnt að því að það verði árlegur viðburð- ur í íþróttalífi fatlaðra hér á landi. Hér er um opið mót að ræða og voru keppendur að þessu sinni víðs vegar af landinu. Félagar í Lionsklúbbnum Hæng sáu alfarið um framkvæmd mótsins og er óhætt að segja að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.