Dagur - 14.03.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 14.03.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR -14. mars 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI S(MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Friðlýsing Norður- Atlantshafs Guðmundur Bjarnason, alþingismaður, og sex aðrir þingmenn Framsóknarflokksins, hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um al- þjóðlega ráðstefnu um afvopnun á Norður-Atl- antshafi. Tilgangur ráðstefnunnar verði að kynna viðhorf íslendinga til hins geigvænlega kjarnorkuvígbúnaðar sem nú fer fram í hafinu kringum ísland og þá afstöðu íslendinga að þeir telji tilveru þjóðar sinnar ógnað með þeirri stefnu sem þessi mál hafa verið og eru að taka. Á ráðstefnunni verði ítarlega kynnt þau sjón- armið íslendinga að þeir geti með engu móti unað þeirri þróun mála að kjarnorkuveldin freisti þess að tryggja eigin hag með því að fjölga kaf- bátum búnum kjarnorkuvopnum í hafinu við ísland. Gert er ráð fyrir í tillögunni að til ráð- stefnunnar verði boðaðir fulltrúar þeirra þjóða sem ráða yfir kjarnorkuvopnum og þeirra ríkja sem liggja að N.-Atlantshafi. Þessi tillaga var fyrst flutt af Guðmundi G. Þórarinssyni og öðrum þingmönnum Framsókn- arflokksins fyrir þremur árum en hún hlaut ekki fullnaðarafgreiðslu þá. í greinargerð með tillög- unni segir m.a.: „Nú stendur fyrir dyrum ný barátta, ný land- helgisbarátta. Tilveru íslendinga er ógnað með gífurlegum kjarnorkuvígbúnaði í hafinu við landið. Á málþingi þjóðanna verða íslendingar enn á ný að kveðja sér hljóðs og krefjast öryggis fyrir þjóð sína. Enn á ný verður að beita rökum, ræðuhöldum, fundarhöldum og samningum. Málstaðurinn, málstaður lífsins, hlýtur að sigra. Frumkvæði íslendinga í þessu mál mun vekja athygli um allan heim og með því leggja þeir sitt lóð á vogarskálina í átt að afvopnun. Hér er þeirri framtíðarsýn varpað fram að á Norður-Atl- antshafi fari fram alþjóðlegt eftirlit. Slíkt eftirlit væri í höndum alþjóðastofnunar er veitti öllum, sem eftir óskuðu, upplýsingar um ferðir kafbáta, herskipa og annarra flutningatækja kjarnorku- vopna. “ Flutningsmenn tillögunnar telja að markmið ráðstefnunnar eigi að vera að opna umræðu um friðlýsingu Norður-Atlantshafsins í áföngum. Þegar í stað verði stöðvuð frekari aukning kjarn- orkuvopna í Norður-Atlantshafi og síðan dregið úr kjarnorkuvígbúnaði í ákveðnum áföngum. Þá verði Norður-Atlantshaf lýst kjarnorkuvopna- laust svæði og alþjóðastofnun annist eftirlit með flutningatækjum kjarnorkuvopna. Eftirlitsstöðv- ar gætu verið á íslandi og eftirlitið í talsverðum mæli í höndum íslendinga, enda eiga þeir mest í húfi. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls á Alþingi. My Fair Lady hefur kvatt - og nú er æft af fullum krafti fyrir frumsýningu á Kardimommubænum eftir Thorbjöm Egner „Já, við erum loksins búin að kveðja My Fair Lady,“ sagði Signý Pálsdóttir leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar er við ræddum við hana eftir helgina. Alls urðu sýningar á því verki 55 talsins og leikhús- gestir 11.600. Hvort tveggja er að sjálfsögðu nýtt met hjá Leikfélagi Akureyrar og ekki víst að þau verði slegin á næst- unni. „Fjárhagslega kemur My Fair Lady betur út en aðrar sýningar," sagði Signý. „Það þýðir þó ekki að við séum með einhverja sjóði eftir þetta, bæði er að stofnkostn- aður var mjög mikill og rekstur hverrar sýningar tók um 75% af aðgangseyri á viðkomandi sýn- ingu. En því er ekki að neita að við stöndum betur eftir þessa sýningu en flestar aðrar sem hér hafa verið leiknar.“ - Og svo Súkkulaði handa Silju í Sjallanum, hvernig gengur það? „Alveg þokkalega. Það eru búnar núna 8 sýningar og aðsókn hefur verið alveg viðunandi. Við vonumst líka til að það taki betur við sér nú þegar My Fair Lady er hætt.“ - Og það er æft af fullum krafti fyrir næstu frumsýningu? „Já, það er verið að æfa Kardi- mommubæinn sem er fjölmenn sýning, 28 manns á sviðinu og 10 manna hljómsveit. Við ætlum að frumsýna Kardimommubæinn 7. apríl.“ - Er eitthvað farið að huga að verkefnavali næsta vetur? „Við erum að því allan vetur- inn en það hefur ekkert verið ákveðið nema að Galdra-Loftur verður fyrsta verkefnið. Við ger- um okkur miklar vonir um að við höldum þeim leikurum sem áttu að leika í því verki hjá okkur í vetur en það er spurning hvort þau Ragnheiður Steindórsdóttir og Hjalti Rögnvaldsson geta ver- ið með, ég vona það þó.“ - Gefur aðsóknin á My Fair Lady ekki tilefni til þess að það verði ráðist í annan söngleik? „Við höfum fullan hug á því að halda áfram því samstarfi sem við höfum átt við Tónlistarskólann og kórinn, en ég held að við ráð- umst ekki í það að setja upp stór- an Hoilywood-söngleik strax. En því er ekki að neita að við erum skotin í þeirri hugmynd að setja upp söngleik.“ gk-. Miklar framfarir í nautgriparæktinni Á síðastliðnum árum hafa orð- ið stórstígar framfarir í naut- griparæktinni. Þær má þakka fækkun mjólkurkúa, sem hef- ur leitt til þess að lélegustu kúnum hefur verið fargað og svo markvissu starfí kynbóta- nefndar Búnaðarfélags íslands við val á kynbótanautum. Aldrei síðan starfsemi naut- griparæktarfélaganna hófst hér á landi hafa kýrnar mjólkað jafn mikið og síðastliðin ár. Meðalnyt rúmlega 18 þúsund skýrslufærðra kúa var á síðasta ári 3.872 kg, en það var 36 kg meiri nyt en árið 1982. Mestar voru afurðir kúnna í S.- Þingeyjarsýslu, þar voru skýrslu- færðar kýr 1.716 og að meðaltali mjólkuðu þær 4.299 kg. Hæstar voru afurðir á einstöku búi, í félagsbúinu Baldursheimi í Mývatnssveit, þar skiluðu 15 kýr til jafnaðar 6.019 kg af mjólk, á síðasta ári. íslandsmetið átti kýrin Fía á Hríshóli í Saurbæjarhreppi. Mjólkaði hún hvorki meira né minna en 9.551 kg. Þegar afurðir kúnna eru metn- ar í magni mjólkurfitu, þá var efst á blaði Njóla í félagsbúinu í Baldursheimi. Njóla mjólkaði á síðasta ári 8.447 kg með 5.27% fitu, en það gerði 445 kg af mjólkurfitu og var svo sannarlega einnig íslandsmet. Alls náðu 335 kýr að mjólka 6000 kg eða meira á árinu. Þessar tölur sýna hvað býr í ís- lenska nautgripastofninum og að með markvissu starfi á að vera hægt að auka meðalnyt íslenskra kúa á tiltölulega fáum árum í 5000 kg á ári.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.