Dagur - 16.03.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 16.03.1984, Blaðsíða 7
16. mars 1984 - DAGUR - 7 œs a notur og ólœrður í tórdist - Guðmundur Gunnarsson, formaður Tónlistarfélags Akureyrar á Línunni - Hvcr er á línunni? - Sá heitir Guðmundur Gunn- arsson. - Formaður Tónlistarféiags Akureyrar? - Já, mér áskotnaðist sá titill nú í ársbyrjún. Mér finnst það þversögn að maður ólæs á nótur og algjörlega ólærður í tónlist sé kominn í þá stöðu. - Hvað eru félagar í Tónlistar- félagi Akureyrar margir? - Því miður get ég ekki sagt til um það nákvæmlega. Ég er ný- græðingur í félaginu og er ekki orðinn gagnkunnugur málefnum þess. En mér er nær að halda að ekki sé um neina reglulega félaga- skrá að ræða, en þeir sem undan- farna vetur keyptu áskriftarkort að tónleikum félagsins séu taldir félagar. Það gætu verið á bilinu 150 til 200 manns. - Hvað eru haldnir margir tón- leikar á vetri? - Undanfarna vetur hafa áskriftarkort gilt fyrir 5 tónleika yfir veturinn. - Hvernig gengur starfsemi Tónlistarfélagsins ? - Þetta er erfið spurning. Sá mælikvarði sem manni dytti fyrst í hug er aðsókn að tónleikum og okkur sem að þessu störfum finnst hún oft á tíðum hálfdræm. Þó skiptir nokkuð í tvö horn eftir því hvort um er að ræða þekkta ein- söngvara, þeir fá yfirleitt góða aðsókn, en þegar eingöngu er hljóðfæratónlist í boði, þá virðist áheyrendahópurinn vera tak- markaður. í þessu sambandi er atriði sem ég á dálítið erfitt með að átta mig á, það að starfsemi tónlistarskóla hér í nærri fjóra áratugi skuli ekki hafa alið upp fjölmennari hóp áhugamanna um hljóðfæratónlist. Þess má geta að það eru 5-600 nemendur í Tónlistarskóla Akur- eyrar núna og hefur fjölgað úr ca. 100 fyrir 10 árum, svo e.t.v. á ein- hver árangur eftir að koma í ljós. - Heldur þú að skýringin sé sú að þetta fólk hafi flutt úr bænum ? - Að hluta til gæti það verið skýringin - fólk hafi farið burtu til framhaldsnáms - en ekki að öllu leyti. - Hvernig er starfsemi Tónlist- arfélagsins fjármögnuð? - Tekjur félagsins eru annars vegar af sölu aðgöngumiða og áskriftakorta að tónleikum og hins vegar styrkur frá bæjarfélag- inu. - Áttu þér einhvern draum varðandi framtíð Tónlistarfélags- ins? - Ég er búinn að vera það stutt í þessu að hugurinn hefur aðal- lega beinst að þeim verkefnum sem fvrir hafa legið þannig að ég hef ekki getað hugsað mikið fram í tímann. Ég neita því ekki að eft- ir síðustu fréttir af nýju Iþrótta- höllinni sem „tónleikahúsi" þá virðist manni það vera framtíðar- verkefni að koma upp hér í bæn- um sérstöku húsnæði sem væri ætlað og notað til tónleikahalds. Þegar hugsað er um tilkomu ís- lensku óperunnar í Gamla bíói, þá fer ekki hjá því að maður leiði hugann að Nýja bíói ónotuðu. ■ - Hver er þín uppáhaldstón- list? - Svolítið erfitt að segja til um það. Ég myndi setja tvær tónlist- argreinar nokkuð jafnfætis þ.e. söng hvers konar, einsöng og söng stærri og smærri hópa, og svo hljómsveitartónlist einkum og sér í lagi sígilda tónlist frá síðastlið- inni öld, gömlu meistarana. Beethoven hefur verið minn mað- ur síðustu árin. Önnur uppáhalds- tónskáld voru Schubert og Tschaikovsky á meðan maður var ungur og rómantískur. - Nú hefur Tónlistarfélagið staðið að Tónlistardögum ásamt Passíukórnum. Verða Tónlistar- dagar í vor? - Jú þeir eru á döfinni en það er sérstök nefnd sem sér um þá þannig að þetta er utan starfssviðs formanns Tónlistarfélags Akur- eyrar. - Svo við vfkjum að öðru, nú ert þú landsþekktur fyrir góða frammistöðu í spurningakeppn- um, lestu mikið? - Það hefur komið fram í blaðaviðtali sem Gísli Sigurgeirs- son átti við mig fyrir Vísi að nú á seinni árum finnst mér ég lesa heldur lítið. En þekkingu mína og kunnáttu byggi ég mest á því að fylgjast með fréttum í hljóðvarpi og sjónvarpi. - Hverjar eru þínar uppáhalds- bókmenntir? - Þjóðlegan fróðleik og ferða- bækur set ég í 1. svo hefur áhugi á ættfræði með aldrinum og oft kemur það fyrir að ég tek mér í hönd sláttarrit í því fagi. - Ertu af einhverjum frægum ættum? - Ekki svo ég viti. - Áttu þér fleiri áhugamál? - Já vissulega. Ferðalög eink- um um öræfi og óbyggðir hér innanlands hafa um langan aldur verið áhugamál mitt. Ég vil gjarn- an komast í 2-4 ferðir á hverju sumri á slíkar slóðir. Einnig vil ég gjarnan sjá á hverju sumri ein- hvern nýjan hluta af landinu, þar sem ég hef ekki komið áður. er næstum ótrúlegt hvað manni finnst vera mikið eftir þó maður sé búinn að vera í þessu í 20-25 ár. - Hvernig gengur að samrýma þessi áhugamál og eru þau ekki tímafrek? - Þessi áhugamál eru nú svolít- ið árstíðabundin. Tónleikahald hér í bænum fer aðallega fram á veturna og vorin en ferðalögin heyra sumrinu. En ég neita því ekki að sérstaklega á sumrin finnst mér stundum helgarnar of fáar og sumarfríið of stutt til að gera allt sem ég vildi. - Ég vil ekki tefja þig lengur. Pakka þér kærlega fyrir spjallið og ég vona að úr rætist með tón- leikahöllina fyrr en síðar. Vertu blessaður. - Blessuð og þakka þér sömu- leiðis fyrir spjallið. ÁM. Guðmundur Gunnarsson SELKO Vandaðir fataskápar á hagstæðu verði. SELKO skáparnir sóma sér hvar sem er. 1 svefnherbergið, forstofuna, sjónvarpsherbergið, já, hvar sem er. Úthliðar skápsins eru spónlagðar með sömu viðartegund og hurðir hans og skiptir ekki máli hvort úthliðarnar koma upp að vegg eða ekki. Að innan er skápurinn úr Ijósum við. Innrétting skápanna er smekkleg og umfram allt hagnýt. Skápana er hægt að fá með hillum, traustum körfum, slám fyrir herðatré eða með skúffum sem renna á hjólum í vönduðum brautum. Útborgunarskilmálar. VIÐGERMR- þJONUSm B|óöum tullkomna vlögerðarþjónustu á ajón- varpataakjum, útvarpata»kjum,'atark>mógnur- um, plötuapilurum, aagulbandataakjum, bfl- taakjum, talatððvum, fiakllaltartaakjum og algl- Ingartaakjum. laatnlng á bílUekjum. Borgarbíó Akureyri Ný íslensk kvikmynd byggö á samnetndri skáldsögu Halldórs Laxness. Leikstjóri: Þorsteinn Jónsson. Kvikmyndataka: Karl Óskarsson. Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson. Tónlist: Karl J. Sighvatsson. Hljóðupptaka: Louis Kramer. Klipping: Nancy Baker. Búningar: Una Collins, Dóra Einarsdóttir. Förðun: Ragna Fossberg. Hárgreiðsla: Guðrún Þorvarðardóttir. Upptökustjóri: Þórhallur Sigurðsson. Framleiðandi: Örnólfur Ámason. Leikendur: Tinna Gunnlaugsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Arnar Jónsson, Árni Tryggva- son, Jónína Ólafsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Helgi Björnsson, Hannes Ottósson, Sigurður Sigurjónsson. Barði Guðmundsson, Rúrik Haraldsson, Baldvin Halldórsson, Róbert Arnfinnsson, Herdís Þon/aldsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdótt- Ir, Þóra Friðriksdóttir, Þóra Borg, Helga Bachmann, Steindór Hjörleifsson o.fl. □Q[ DOLBY STERED~j Sýning föstudag kl. 9. Sýning laugardag kl. 9. Sýning sunnudag kl. 5 og 9. Síðustu sýningar Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vin- arhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Sigrfður Gunnarsdóttir, Jón Dan Johannsson. Ragnheiður Lárusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. TÓMASÍNU HANSEN Víðilundi 8c, Akureyri Arnvið Hansen Hans Normann Hansen, Ruth Hansen, Stefán ívar Hansen,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.