Dagur - 16.03.1984, Blaðsíða 14

Dagur - 16.03.1984, Blaðsíða 14
14- DAGUR - 16. mars 1984 Um helgina fer fram á ýmsum stöðum á landinu, keppni um titilinn „Besta kraftlyftingafé- lag íslands 1984“. Vitað er um allmargar sveitir sem hyggjast taka þátt í mótinu en hvert fé- lag keppir á sínum eigin æf- ingastað. Mikill hugur er í kraftlyft- ingamönnum á Akureyri vegna þessarar keppni og eru Akureyringar staðráðnir í því að skjóta KR-ingum nú ref- fyrir rass. Keppt vcrður um bikar scm Iðnaðardeild Sambandsins gefur til mótsins en vonir standa til að hann verði af- hentur við hátíðlega athöfn á Meistaramóti íslands - og þá Akureyringum til varðveislu. .Keppnin hefst kl. 12 á Iaugar- dag í Lundarskóla. Siljusúkkulaði Tvær sýningar verða á leikriti Leikfélags Akureyrar „Súkku- laði handa Silju“ í Sjallanum um helgina. Verður sú fyrri í kvöld (föstudag) og verður það eina föstudagssýningin á leikritinu, en það verður svo sýnt aftur á sunnudagskvöld. Báðar þessar sýningar hefj- ast kl. 20.30. Bæði kvöldin er veislumatur á boðstólum fyrir leikhúsgesti frá kl. 18 í Mána- sal þar sem girnilegir réttir eru á boðstólum. Á föstudags- kvöld er sýningu lýkur um kl. 22.30 geta gestir fært sig upp í Mánasal á meðan Sólarsalur er hafður tilbúinn fyrir dansleik sem hefst þar hálftíma síðar, en á sunnudagskvöld eftir sýn- ingu mun Ingimar Eydal leika létta tónlist af fingrum fram til kl. 23.30. Þetta verða 9. og 10. sýning á „Súkkulaðinu" en leikrit- inu hefur verið mjög vel tekið af áhorfendum og það fengið góða dóma. Tilbrigði við Önd Tilbrigði við önd er annað -leikrita sem Alþýðuleikhúsið hefur að undanförnu sýnt að Hótel Loftleiðum í Reykjavík undir samheitinu AndarDrátt- ur. Höfundur er Bandaríkja- maður, David Mamet. Gagnrýnendur hafa gefið sýningu Alþýðuleikhússins góða dóma: „Tilbrigði við önd segir frá tveimur mönnum sem sitja í skemmtigarði og ræða af mikilli speki um lífið og tilver- una og einkum sækir náttúran í kring um þá inn í umræð- uefnin. Sérstaklega verða endurnar í garðinum þeim til- efni til hugleiðinga um tilgang og markmið lífs og dauða. Umræðuefnið er grafalvarlegt, en í orðræðu mannanna tekur það á sig ýmsar myndir, sem oft cru kómískar. Greinilegt er að höfundurinn hefur fjöru- gt ímyndunarafl sem hann gef- ur þarna lausan tauminn . . .“ „Samtal karlanna er ágæt- lega skrifað, dýnamískt með öllum sínum endurtekningum, hringferðum, útúrdúrum, skapbrigðum. Helgi Björnsson og Viðar Eggertsson skiluðu hlutverkunum vel.“ Þessi leikþáttur verður á dagskrá listadaga MA mánu- dag 19. mars kl. 20.30 í Möðruvallakjallara. Tónleikar á Dalvík Tónleikar verða haldnir í Vík- urröst á Dalvík, sunnudaginn 18. mars kl. 15.00. Þar flytja Angela Duncan flautuleikari, Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari, Lilja Hjaltadóttir fiðluleikari og Þuríður Baldursdóttir altsöng- kona blandaða efnisskrá eftir innlenda og erlenda höfunda, m.a. Jón Nordal, Karl O. Runólfsson, Sigurð Þórðar- son, Telemann, Mozart og Dvorak. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn en ókeypis er fyrir börn innan 12 ára aldurs. Bond í Sjdlanum „James Bond dansinn" er dansatriði frá Dansskóla Heið- ars Ástvaldssonar sem sýnt hefur verið að undanförnu á veitingahúsinu Broadway í Reykjavík við geysigóðar undirtektir. Á laugardagskvöld gefst gestum Sjallans á Akureyri kostur á að berja þennan dans augum því þá mæta 12 dansar- ar frá Heiðari Ástvaldssyni þar og sýna „James Bond“ dansinn. Mun þetta vera meiriháttar dans sem slær í gegn. Bókamarkaðurinn Bókamarkaðurinn er opinn alla daga og hefur aðsókn fram að þessu verið góð. Á markaðinum eru titlar frá velflestum forlögum lands- ins og allt í allt munu um 2000 bókatitlar vera á þessum bóka- markaði. Bókamarkaðurinn er í Hafnarstræti 75 þar sem Kassagerð KEA var áður til húsa en markaðurinn er opinn virka daga frá kl. 9-18 og um helgar frá kl. 13-18. Nýkomnar bækur. Saga 1949- 1982 (compl.). Lýsing (slands (compl.). Kuml og haugfé. Árbók ferðafélagsins 1928-1981. Horfnir góðhestar l-ll. Tímaritið Birtingur (compl.). Bækur eftir vigt: 1 kg 150 kr„ 2 kg 250 kr„ 3 kg 350 kr„ 4 kg 450 kr„ 5 kg 500 kr. Fróði Gránufélagsgötu 4 opið 2-6 s. 26345. Vantar góða barnapiu á kvöldin. Er í Þorpinu. Uppl. í síma 26131 til kl. 15.00 á daginn. Óska eftir gæslu fyrir ársgamalt barn, frá kl. 13-17. Helst á Eyrinni. Uppl. í síma 24951 fyrir hádegi og eftir kl. 17. Prentum á fermingarservíettur. Meðal annars með myndum af Ak- ureyrarkirkju, Lögmannshlíðar- kirkju, Húsavíkurkirkju, Grenivík- urkirkju, Ólafsfjarðarkirkju eða Dalvíkurkirkju. Servíettur fyrirliggj- andi. Sendum í póstkröfu. Valprent, sími 22844. Prenta á fermingarservíettur, sálmabækur og veski. Sendi i póstkröfu. Er í Litluhlíð 2a, sími 25289. Takið eftir. Leitið ekki langt yfir skammt. För- um hvert sem er. Kynnið ykkur verð. Ódýr og góð þjónusta. Vegg- sögun, gólfsögun, kjarnaborun fyr- ir öllum lögnum. Múrbrot og frá- gangsvinna. Einnig stíflulosun. Leysum hvers manns vanda. Ger- um föst verðtilboð. Verkval Akureyri Hafnarstræti 9 Kristinn Einarsson simi 96- 25548. Frá Bíla- og húsmunamiðlun- inni. Nýkomið í sölu: Frystikistur, eldhúsborð og -kollar, kommóður sex skúffur, skatthol, skrifborð, snyrtiborð, sjónvarpsstólar stakir, húsbóndastólar með leðuráklæði, sófasett og margt fleira. Bila- og húsmunamiðlunin Strandgötu 23, sími 23912. Til sölu Bravó B 1490. Gullfal- legur 22ja feta hraðbátur með splunkunýrri 165 hestafla Volvo Penta díselvél og 280 drifi keyrt innan við 50 tíma, upphersla á vél innifalin. Bátnum fylgir dýptarmæl- ir, kompás, talstöð, vaskur, raf- magnslensidæla, björgunarbátur og ný blæja. Svefnpláss í lúgar fyrir 5-6, sætapláss fyrir 8-10, góðir skápar og geymslur. Bátur- inn var allur málaður og tekinn í gegn á liðnu sumri. Góðir greiðslu- skilmálar ef samið er strax. Uppl. í síma 96-33112. Til sölu er Atari 2600 leiktölva með 3 spólum, Pacman og fleiru. Rúmlega mánaðargömul, lítið notuð, selst á mjög hagstæðu verði. Uppl. í síma 61337, Júlli. Til sölu hey og grind fyrir tjaldvagn. Uppl. í síma 24891 eftir kl. 17.00. World Carpet teppi 3ja ára með lausu filti 17 fm til sölu á hálfvirði. Uppl. í síma 24411. Skenkur, borðstofuborð og 6 stólar til sölu. Einnig símastóll. Hagstætt verð. Uppl. í síma 22380. Driflæsing (tannhjólalæsing) í Toyota Hi-Lux til sölu. Ónotuð. Uppl. á daginn í síma 25356 Bíla- kjör, á kvöldin í síma 23007. Neðansjávardýrkendur ath. Hef til sölu kafarabúning, topp- græjur, eru sem nýjar, sanngjarnt verð. Einnig hef ég áhuga á að kaupa mótorhjól Hondu 350 gjarn- an bilað fyrir lítið verð. Uppl. í síma 22551 á daginn en í síma 26656 á kvöldin. Stefán Birgisson. Bílakjör Frostagötu 3 c, sími (96) 25356 Akureyri. Komið með bílana á „kjörstað". „Kjósendur", þið komið og veljið ykkur bflinn. Athugið, úrvalið og viðskiptin eru hjá okkur. Opið frá kl. 9.00-19.00 alla daga nema sunnudaga. Bílasala Norðurlands Frostagötu 3 c sími (96) 21213 Akureyri. Sumarfatnaður ’84. Franski óskalistinn nýkominn. Sendum í póstkröfu. Fæst á Hótel Akureyri, sími 22525. Garðeigendur. Nú er rétti tíminn til að klippa tré og runna. Vanir garðyrkjumenn. Uppl. í síma 26468 og 26046 eftir kl. 18.00. Auglýsing frá samtökum um kvennaathvarf á Norðurlandi. Athvarf er stofnað við höfum hús. Getum það opnað sértu fús, að gefa hluti sem híbýli prýða hljóta þakkir kvenpa sem líða. Uppl. f símum 21128, 25937 og 23244. Tveir jeppar til sölu. Skipti. Uppl. í síma 25754 eftir kl. 16.00. Nýuppgerður Trabant árg. '77 til sölu. Uppl. í síma 22304. Lada 1600. Til sölu er vel með far- in Lada 1600 árg. '79, ekin 58 þús km. Uppl. í síma 61232. Land-Rover dísel árg. '72 til sölu. Uppl. Bílasölunni Stórholt. Til sölu Citroén Ami 8 á kr. 5.000,00. Uppl. f síma 24611. Til sölu Ford Bronco árg. '66 (72) Vél 289 gólfskiptur, læst drif fram- an og aftan. Skipti möguleg. Uppl. í síma 96-25536 eftir kl. 19.00. Til sölu 210 lítra frystikista á kr. 9.500. Uppl. í síma 24894. Til sölu vegna brottflutnings sófasett 1-2-3, veggsamstæða dökk, stór tveggja hurða kæli- skápur, stórt eldhúsborð, hjóna- rúm með snyrtiborði. Uppl. í síma 22145 Til sölu Yamar diselvél með skrúfubúnaði. Vélin er nokkurra ára gömul en mjög lítið notuð. Uppl. í síma 95-5190 eftir kl. 19. Til sölu vel með farin sambyggð trésmíðavél af SCM 30 gerð. Uppl. gefur Marinó Jónsson í sfma 21022 á daginn og í síma 21347 á kvöldin og um helgar. Höfum áhuga fyrir samvinnu með afnot af sendiferðabifreið ef þú þarft að flytja búslóð frá Akur- eyri til Reykjavíkur um mánaða- mótin apríl-maí. Uppl. í síma 91- 73918. Óska eftir að kaupa rafmagnsketil með eða án neysluvatnsspfrals. Uppl. í síma 25689 eftir kl. 18.00. Fjögurra mánaða gömul læða fæst gefins. Uppl. í síma 24283. Teppahreinsun - Teppahreins- un. Hreinsið teppin sjálf. Leigjum út nýjar hreinsivélar til hreinsunar á teppum, stigagöngum, bíla- áklæðum og húsgögnum. Teppa- land Tryggvabraut 22, sími 25055. reyringar Norðlendingar Höfum hafið kaldsolun á Reynið viðskiptin. Gúmmívinnslan hf. Rangárvöllum, Akureyri. Hreingerningar - Teppahreins- un. Tökum að okkur teppahreins- un, hreingerningar og húsgagna- hreinsun með nýjum fullkomnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Uppl. í síma 21719. Smáauglýsinga- móttaka frá kl. 9-17 alla virka daga. Sími 24222.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.