Dagur - 16.03.1984, Blaðsíða 13

Dagur - 16.03.1984, Blaðsíða 13
Útvarp á þriðjudag kl. 11.15: Sjónvarp í kvöld kl. 21.20: Sjónvarp sunnudag kl. 20.50: Norðlenskt málgagn Dagur er stærsta og útbreiddasta blaðið sem gefið er út utan Reykjavíkur. Þrjú blöð í viku Mánudaga + Miövikudaga + Föstudaga Áskrift kostar aðeins 130 kr. á mánuði. D Síminn er 96-24222. 16. mars 1984 - DAGUR - 13 og má geta þess að það á að fara að taka upp hljómplötu með þeim fljótlega hjá Steinum. í síðasta atriði þáttarins ætla ég að horfa aðeins um öxl, þar sem þetta er síðasti þátturinn minn a.m.k. á þessum vetri. Ég var einu sinni með þátt um Kvikmyndasafn íslands og var þá sýnt brot úr Reykjavíkur- mynd Lofts og eins þegar verið var að brenna eintök af mynd hans. Lessi filma sem sýnt var úr er sú eina sem varðveist hef- ur og það er gaman að geta þess að Almennar tryggingar hafa ákveðið að minnast 40 ára af- mælis síns með því að gera not- hæft eintak af Reykjavíkur- mynd Lofts. Myndin er á svip- uðum aldri og Almennar trygg- ingar. Erlendur Sveinsson forstöðu- maður Kvikmyndasafnsins kemur í heimsókn til mín og skýrir nánar frá þessu,“ sagði Sveinbjörn Baldvinsson og kunnum við honum bestu þákk- ir fyrir að taka okkur svona vel er við gægðumst á Gluggann hans, sem verður á dagskrá kl. 20.50 á sunnudagskvöldið. Lífefiuuðmður í Kastljósi Annar umsjónarmanna Kast- ljóss í kvöld er Hermann Svein- björnsson. Oftast eru þau mál sem hann tekur til umfjöllunar tengd Norðurlandi þannig að hann var inntur eftir því hvað hann tæki fyrir í þættinum í kvöld, sem hefst kl. 21.20. „Ég mun fjalla um lífefnaiðn- að og sér í lagi með notkun slógs og sláturúrgangs í huga. Það er talið að hægt sé að fram- leiða úr þessu „rusli“ óhemju verðmæt efni og þegar litið er til lífefnaiðnaðar á alþjóðlegum mælikvarða er talið að hann eigi eftir að setja jafnmikinn eða meiri svip á þjóðfélag framtíð- Hcrmann Svcinbjörnsson. arinnar en hin svokállaða ör- tölvubylting. Bæði Norðmenn og Kanada- menn eru að gera tilraunir með framleiðslu á lífhvötum úr slógi og öðrum úrgangi. Við eigum menn með töluverða þekkingu á þessu sviði. Spurningin er hvort við viljum vera með í leiknum eða halda áfram að fleygja verðmætum í sjóinn eða grafa sláturúrgang í jörð með ærnum tilkostnaði. Ég ræði við nokkra aðila hér fyrir norðan en þó aðallega dr. Jón Braga Bjarnason efnaverk- fræðing,“ sagði Hermann Sveinbjörnsson. ÁM. Þátturinn Glugginn hefur verið á dagskrá sjónvarpsins á sunnu- dagskvöldum í vetur. Efni Gluggans hefur verið mjög fjöl- breytt og víða verið komið við. Sveinbjörn Baldvinsson hefur verið umsjónarmaður Gluggans á móti Áslaugu Ragnars. Okkur langaði að gægjast aðeins á Gluggann og komumst að eftir- farandi með'aðstoð Sveinbjarn- ar sem nú fær orðið. „Það verður dansað brot úr Öskubusku í sjónvarpssal, Ás- dís Magnúsdóttir og fleiri dansa. Síðan mun ég ræða við Ásdísi. Kíkt verður inn á æf- ingu hjá „Vorkonum“ Alþýðu- leikhússins, en þær eru að æfa leikrit eftir Nínu Björk Árna- dóttur. Inga Bjarnason mun leikstýra og frumsýningin verð- ur á Hótel Loftleiðum bráðlega. Vala Jónsdóttir listfræðingur kemur til liðs við mig í þættin- um og sér um myndlistaratriði, hún ætlar að kynna verk og við- horf nokkurra ungra myndlist- armanna. Ég fæ hljómsveitina Pax Vob- is (friður sé með yður) í heim- sókn. Þeir leika í sjónvarpssal „Vorkonur“ Alþýðuleikhússins eru að æfa leikrit eftir Nínu Björk Árnadóttur, og verður litið inn á æfingu hjá þeim í Glugganum. Við PoUinn Gestur Einar Jónasson hefur séð um þáttinn Við Pollinn ann- an hvern þriðjudag á móti Ingi- mar Eydal yfir vetrartímann. Þátturinn hefur verið á dagskrá RÚVAK tæpa tvo vetur. Þar sem Gestur hefur verið með eitthvert eitt gegnumgangandi tema í hverjum þætti var ekki úr vegi að slá á þráðinn til hans og spyrja hvert yrði tema næsta þáttar. „Ég mun eingöngu spila „in- strumental“ tónlist (þ.e. leikna tónlist) í næsta þætti. Að vísu eru sögð tvö orð í einu laginu en það er það eina. Ég spila létta tónlist í klass- ískri útsetningu og klassíska tónlist í léttri útsetningu. Svo mun ég spila lög með Shadows frá árinu 1961 en það eru með fyrstu lögum þeirra. Sem sagt þetta verður blönduð tónlist," sagði Gestur Einar Jónasson að lokum. ÁM- Gestur E. Jónasson. Aðalfundur samtaka um kvennaathvarf á Norðurlandi verður haldinn í Húsi aldraðra laugardaginn 31. mars kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Mótuð stefna næsta starfsárs. 3. Önnur mál. Framkvæmdanefnd. Góðir eiginmenn sofa heima Sýning Melum Hörgárdal Föstudag 16. mars ki. 20.30. Sunnudag 18. mars kl. 20.30. UMF Skriðuhrepps.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.