Dagur - 19.03.1984, Page 4

Dagur - 19.03.1984, Page 4
4 - DAGUR -19. mars 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Lífefnaiðnaður er vænleg leið Þegar að kreppir í atvinnumálum fara menn gjarnan að líta til fleiri átta til lausnar á vand- anum. Um þetta gildir hið forna spakmæli: Neyðin kennir naktri konu að spinna. Það fer ekki á milli mála að nú eru fleiri í spunahug- leiðingum í anda nöktu konunnar en áður, þegar sífellt varð aukning á sjávarfangi sem öllu bjargaði. Nú hefur sú þróun snúist ær- lega við til hins verra. Sjávarafli hefur farið minnkandi og ekki útlit fyrir að aukning verði þar á næstu árin, a.m.k. ekki fram yfir það sem mest varð. Við verðum því að leita nýrra leiða og í sjálfu sér er það góð þróun. Samdráttur í sölu landbúnaðarvara og erf- iðleikar á mörkuðum kenndu bændum lands- ins að minnka við sig, draga úr framleiðslunni og reyna að ná sem mestri hagkvæmni. Það sama verður að gerast í sjávarútveginum. Þar hefur orðið samdráttur af náttúrunnar völd- um og við verðum að læra að lifa við það. Við verðum að gera sem mest úr því sem úr sjó kemur. Fara betur með hráefnið og reyna að nýta allt það sem verðmætt kann að reynast. Lífefnaiðnaður er nú mjög í sviðsljósinu og ekki að ófyrirsynju. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem þessi atvinnugrein kemur til umræðu hér á landi, en ef þetta verður ekki til þess nú að eitthvað verði gert megum við sí- fellt búast við áföllum í þjóðarbúskapnum. Málið snýst einfaldlega um það að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið og nýta til fulls þau verðmæti sem til eru í landinu. í slógi og sláturúrgangi eru mikil verðmæti fólgin. Það er þó ekki þar með sagt að lífefna- iðnaður verði í einu vetfangi ein allherjar- lausn á atvinnu- og efnahagsmálum þjóðar- innar. Mikið og dýrt undirbúningsstarf er ennþá óunnið. Svo getur hins vegar farið að með lífefnatækni verði hægt að stórauka verðmætasköpunina í landbúnaði og sjávar- útvegi. Hráefnin eru fyrir hendi og ekki má gleyma þeim auði sem er í þekkingunni, sem nýtist í þessu skyni. Lífefnaiðnaður er talinn vera sú atvinnu- grein sem hvað mestan svip á eftir að setja á atvinnulíf þróaðra þjóða á næstu áratugum og næstu öld. Lífefnaiðnaði er jafnað við ör- tölvubyltinguna sem senn skellur yfir af enn meiri þunga en þegar er orðið. íslendingar eiga mikla möguleika á að taka þátt í þessu ævintýri. Það verður hins vegar að gerast með skipulegum hætti og að vel grunduðu máli. Bréf Úlfs Ragnarssonar til bæjarráðs: Ráðstefnu- og heilsuhótel í Kjarnaskóg i * Hér fer á eftir bréf Ulfs Ragnarssonar, læknis til bæjarráðs Akureyrar um þá hugmynd að komið verði á fót ráð- stefnu- og heilsuhóteli í Kjarnaskógi. Bæjarráð hefur móttekið bréfíð og vísað málinu til at- vinnumálanefndar. Terra Nova Ráðstefnu- og heilsuhótel í Kjarnaskógi. Utvíkkun á hug- mynd um heilsuhæli NLFA, sem þegar er að nokkru leyti upp- steypt, þannig að úr verði alþjóð- legt gistihús ætlað fyrir ráðstefn- ur og námskeið ásamt heilsurækt, sem tekur til sem flestra þátta mannverunnar. Til viðbótar þeirri starfsemi sem NLFA hefur hingað til mið- að framkvæmdir við, felur þessi hugmynd í sér að kannað verði hvort ekki geti farið saman hags- munir fleiri sem starfa að mann- rækt eða sjá möguleika á bættum fjárhag ásamt fleiri atvinnutæki- færum. Gera þarf heildaráætlun um framkvæmd sem tæki meðal annars til þess sem hér verður talið: ■ Fyrsta flokks aðstaða til fund- arhalda, fyrirlestra og nám- skeiða af ýmsu tagi (elektron- iskur búnaður, aðstaða fyrir túlka o.s.frv. þarf að vera auk góðra almennra skilyrða). ■ Aðstaða til flutnings á tónlist og til sýninga af ýmsu tagi (tískusýningar, kabarettar, leikþættir og kynningarþætt- ir). ■ Gistirými sem fellur að kröfum nútímans. Mismun- andi kostir í boði (einstakl- ingsgisting, fjölskyldugisting, svítur o.fl.). ■ Leita þarf samvinnu við arki- tektana sem gerðu teikning- arnar sem fyrir liggja og unnið hefur verið eftir til þessa. ■ Alhliða möguleikar þurfa að vera í fæðuvali, jafnframt því sem boðið er upp á hoilustu- fæði og sérfæði að læknisráði. ■ Heilsurækt: Möguleikar á að stunda heilsurækt innanhúss og utan, sumar sem vetur. Frá náttúrunnar hendi eru ytri Úlfur Ragnarsson. skilyrðin að verulegu leyti fyrir hendi. Kostur skal gefinn á þjálfunarleiðbeiningum og læknisfræðilegu mati á heilsu- fari ásamt ráðleggingum út frá því. ■ Vel má hugsa sér fleira sem gestum stæði til boða eftir frjálsu vali. Yoga, fræðsla um heilbrigði og þjálfun í að efla lífsmagnið, helgistundir og þjónusta huglækna sem stjórn fyrirtækisins viðurkennir. ■ Möguleikar verði á sundiðk- unum í hveravatni utanhúss og innan. Nudd, vatnsnudd, leirböð og ljósböð þurfa að vera í boði, tækjaleikfimi o.fl. sem æskilegt þykir og hag- kvæmt reynist. ■ Aðstaða fyrir tennis og hnit er æskileg. Um afnot af golfvelli sem er tiltölulega auðvelt að samnýta, þarf að semja. ■ Samráð við Læknafélag Akur- eyrar þyrfti að hafa og sam- starfs þarf að leita við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri varðandi rannsóknir og sér- hæfða læknisþjónustu svo og sjúkraþjálfun. ■ Einnig skal leitað samráðs við þá sem umráð hafa yfir Kjarnaskógi varðandi göngu- Ieiðir á sumri og vetri. Sérstak- ar trimmbrautir, minniháttar skíðaaðstöðu og fleira sem til kann að tínast. Allt eru þetta aðeins ábendingar, sem hafa ber í huga og þarf að gaumgæfa til þess að fyrirhyggju- leysi valdi ekki kostnaði og töfum þegar til framkvæmda kemur. Þörf er á raunsærri könnun og áætlanagerð í sambandi við þessa möguleika alla. Til þess þarf sérkunnandi menn sem þekkja til rekstrar sambærilegra fyrirtækja erlendis (svona SPA er ekki til hérlendis). Áhersla skal á það lögð að ekki er fyrirhuguð nein meinlætastofnun, hversu vel gest- ir vilja nýta sér þá aðstöðu sem boðin verður, er undir þeim sjálf- um komið og er ekki ætlast til strangari reglna en almennt vel- sæmi býður, svo sem á öðrum gististöðum. Naumast mun annar staður á landinu vera jafn heppilegur til slíkrar starfsemi sem hér hefur verið lýst og Kjarnaskógur, hvort heldur að sumri eða vetri. Til- hneigingar er farið að gæta í þá átt að hafa sumar ráðstefnur í fremur einangruðu umhverfi þar sem unnt er að starfa í friði og án truflana. Pá er auðvelt að bjóða skipulagðar skoðunarferðir um Eyjafjörð og til Mývatns svo dæmi séu tekin. Hvað framkvæmd varðar þarf að sjálfsögðu fyrst og fremst að ræða við NLFA og í framhaldi af því við aðra þá aðila sem ætla mætti að hefðu áhuga fyrir fram- kvæmd á borð við þessa. Bæði innlenda þ.e. bæjarfélagið, ríkið, flugfélög etc. svo og hugsanlega erlenda aðila sem teldu sér akk í að geta boðið aðstöðu sem þessa í tiltölulega ómenguðu landi með ósúrt vatn og hreint loft, óhætt mun að reikna með að starfsemi sem þessi dragi að sér ýmsa fræga listamenn og fyrirlesara og að starfsemin öll yrði Eyjafirði öllum mikil lyftistöng í margvís- legum efnum. Varla þarf að óttast mjög þá úrtöluþætti sem fólk kann að tína til, svo sem skammdegismyrkur (hreint loft vegur þar í mót), ótryggt flug (það eru sárafáir dagar nema rétt yfir háveturinn sem ekki er kleift að fljúga um þá einu braut sem er á Akureyri), hávaði frá flugvelli (hann er ekki meiri en svo að hann rétt nær að undirstrika friðsældina sem þarna ríkir). Með hliðsjón af þeim fáu og sundurlausu punktum sem hér hafa verið dregnir fram auk þeirra sem menn geta sett sér fyr- ir hugskotssjónir, er greinilegt að litlu væri til hætt en mikið að vinna með því að fylgja því eftir að athugun sú sem stungið er upp á verði framkvæmd. Akureyri, 9. febrúar 1984 Úlfur Ragnarsson læknir.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.