Dagur - 19.03.1984, Síða 11
19. mars 1984 - DAGUR -11
Verðlagning
búvara
Um sl. mánaðamót gekk í gildi
nýtt búvöruverð, en búvöruverð
hafði þá verið óbreytt síðan 1.
október sl. Verðlagsgrundvöllur-
inn sem nú tók gildi hækkaði um
6,04% miðað við þann grundvöll,
sem samþykktur var 1. október
sl. Þann 1. febrúar sl. átti grund-
völlurinn að hækka um 2,9% en
sú hækkun var greidd niður af
ríkissjóði, þannig að búvöruverð
hækkaði ekki.
Hækkun einstaka liða er nokk-
uð mismunandi og hér á eftir
verður gerð grein fyrir helstu
breytingum.
Fóðurliðurinn hækkaði um
7,9%. Við verðlagningu 1. októ-
ber síðastliðinn var kjarnfóður-
liðurinn lækkaður um kr. 12.000
að kröfu ríkisstjórnarinnar vegna
aðstoðar hennar við Bjargráða-
sjóð, vegna harðindanna sl. vor.
Þegar tekið er tillit til þeirra
ráðstafana var raunveruleg
hækkun á fóðurliðnum aðeins
0,2%. Samtals er kostnaður við
fóðurliðinn kr. 168.218 og vegur
17,3% í gjaldahlið.
Áburður hækkar um 16,9%,
en hér er um hækkun að ræða
sem tilkomin er vegna aðgerða
ríkisstjórnarinnar og ekki er
raunveruleg. Bæði 1. okt. sl. og
eins 1. febrúar greiddi ríkissjóður
niður búvöruverðið með þeim
hætti, að hluti áburðarkostnaðar
var greiddur til bænda, en þeim
niðurgreiðslum hefur nú verið
hætt.
Áburðarverðið er því orðið hið
sama og var 1. júnf 1983 og er í
grundvellinum kr. 86.651 eða
8,9% af gjöldum.
Kostnaður við viðhald útihúsa
hækkaði um 1,7%, málning
hækkaði um 8,1%, en aðrar
vörur ekkert eða jafnvel lækk-
uðu. í heild er þessi liður kr.
11.049 eða 1,1% af gjöldum
búsins.
Kostnaður við vélar, þ.e.
rekstur vélanna hækkaði um
2,8% og munar þá mest um
hækkun á varahlutum og hækkun
á aðkeyptri viðgerðarvinnu. Hins
vegar lækkaði bæði bensín og
dieselolía, en smurolíur hækk-
uðu um 3,1%. Samtals nemur
kostnaður við vélar kr. 52.169,
sem er 5,3% af útgjöldum búsins.
Flutningskostnaður lækkaði
um 2,3%. Samtals er þessi liður
þá 32.632 eða 3,2% af gjöldum
búsins.
Annar kostnaður jókst um
5,9%. Mestu munar þar að ný-
álögð fasteignagjöld koma nú inn
í grundvöllinn, en þau hækka um
47%. Þá koma ný iðgjöld af
tryggingum einnig inn nú og
hækkunin á þeim nemur um
17,4%. Dýralæknakostnaður
hækkaði um 8%, en aðrir liðir
undir þessum kostnaðarlið hækk-
uðu mjög lítið eða stóðu í stað.
Samtals er annar kostnaður kr.
70.368 og verður 7,2% í grund-
vellinum.
Afskriftir hækkuðu um 3,4%.
Þær nema samtals kr. 185.911,
semér 19,1% af gjöldum búsins.
Ekki er um neinn annan fjár-
magnskostnað að ræða í grund-
vellinum s.s. vexti eða verðbæt-
ur.
Launakostnaður hækkaði um
5,7%. Laun í grundvellinum í
heild, að viðbættu orlofi nema
nú kr. 369.283, sem er 37,9% af
útgjöldum búsins. Þar er reiknað
með 88 vinnuvikum og þessi laun
því ætluð bóndanum og fjöl-
skyldu hans sem vinnur við
bústörf.
Heildarútgjöld búsins nema
kr. 975.281, en það er eins og
áður segir 6,04% hækkun miðað
við 1. október 1983.
Afurðir búsins hafa allar hækk-
að um það sama og gjaldhliðin.
Afurðir nautgripa eru 54%, en
sauðfjár 46%.
Hækkanir á útsöluverði búvara
eru nokkuð mismunandi, en
hlutfall niðurgreiðslna hefur þar
áhrif.
Mjólkurvörur hækka almennt
um 9-10% í smásölu, en dilka-
Bankastörf
Við leitum að ungum starfsmönnum til
bankastarfa.
• Um heilsdagsstarf er að ræða
• Verslunarmenntun ákjósanleg
• Einnig lífleg framkoma og góður samskipta-
hæfileiki
Örugg og góð atvinnu handa ungu og áhuga-
sömu fólki.
RliKSTRARRÁÐGJÖF
FEIKNINGSSKIL
RÁÐNINGARÞJÓNUSTA
BÓKHALD
ÁÆTLANAGERÐ
HÖFUM SAMVINNU VIÐ:
TÖLVUÞJÓNUSTU
LÖGGILTA ENDURSKOÐENDUR
OG ÚTVEGUM AÐRA
SÉRFRÆÐIAOSTOÐ
FELLhf. Kaupvangsstræti 4 -Akureyri - slmi 25455
kjöt um tæp 6% í heilum
skrokkum.
Sú nýbreytni var tekin upp við
þessa verðlagningu, að verð á
kindakjöti er einungis skráð á
heilum skrokkum, en smásölu-
álagning í raun gefin frjáls á
stykkjuðu kjöti.
Sveit
Stefáns
í efsta
sæti
Þegar aðeins ein umferð er
óspiluð í Sveitahraðkeppni
Bridgefélags Akureyrar er röð
efstu sveita þessi:
Sveit stig
1. Stefáns Ragnarssonar 967
2. Harðar Steinbergssonar 964
3. Páls Pálssonar 954
4. Jóns Stefánssonar 954
5. Stefáns Vilhjálmssonar 910
6. Júlíusar Thorarensen 898
7. Antons Haraldssonar 890
8. Kristjáns Guðjónssonar 877
9. Arnar Einarssonar 872
Meðalárangur er 864 stig, en alls
spila 18 sveitir.
Fjórða og síðasta umferð verð-
ur spiluð nk. þriðjudagskvöld í
Félagsborg.
Næsta keppni félagsins ein-
menningskeppni, hefst þriðju-
daginn 27. mars kl. 19.30 í Fé-
lagsborg.
STAÐARNEM!
Öll hjól eiga að stöðvast
algerlega áðuren ^0«^™
að stöðvunarlínu
er komið.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á Stapasíðu 21, hluta, Akureyri, þingl. eign
Vals Magnússonar, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Ak-
ureyri á eigninni sjálfri föstudaginn 23. mars 1984 kl. 13.40.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 71., 73. og 76. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983
á fasteigninni Tjarnarlundi 9k, Akureyri, talinni eign Bjarna
Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Skarphéðins Þórissonar
hrl., Ólafs Thoroddsen hdl. og veðdeildar Landsbanka Islands
á eigninni sjálfri föstudaginn 23. mars 1984 kl. 15.00.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 96., 100. og 102. tbl. Lögbirtingablaðsins
1983 á fasteigninni Hamarstíg 29 n.h., Akureyri, þingl. eign
Stefáns Þorsteinssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes
hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 23. mars 1984 kl. 16.20.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 60., 62. og 65. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981
á fasteigninnii Skarðshlið 12d, Akureyri, þingl. eign Einis Þor-
leifssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. á eigninni
sjálfri föstudaginn 23. mars 1984 kl. 14.20.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Hestamenn!
Látum ekki aka á okkur
í skammdeginu - notum
ENDURSKINSMERKI
LETTIH
x
HESTAMANNAFÉLAGIÐ LÉTTIR
Stofnað 5 nóv 1928 P O Box 348 • 602 Akurayr.